Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Akærður fvrir smverl a 15.000 e-töflum RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út ákæru á hendur Hollendingi sem var handtekinn með tæplega 15.000 e-töflur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 18. september sl. Akæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hollendingurinn var á leið til New York en flugvélin sem hann var í millilenti á Keflavíkurflug- velli. Hann var stöðvaður biðsal flugstöðvarinnar en lögreglunni þótti af ýmsum ástæðum tilefni til að kanna ferðaskilríki mannsins og tilgang ferðar hans. Við leit á manninum fundust 14.292 töflur og tæplega 23 g af töflumulningi. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ætlað að flytja töflurnar til New York og selja þær þar í ágóðaskyni. Þetta er mesta magn e-taflna sem gert hefur verið upptækt á Islandi. Hefðu töílurnar verið seld- ar hér á landi hefði verðmæti þeirra numið nærri 50 milljónum króna. Dómur Héraðsdóms Reykjavík- ur yfir Kio Briggs, sem hæstirétt- ur felldi úr gildi, kvað á um sjö ára fangelsi. Nýlega var Guðmundur Ingi Þóroddsson dæmdur í sjö ára fangelsi og Sveinn Ingi Bjarnason og Ingi Þór Arnarson fimm ára fangelsi. Þeir, ásamt fjórum öðrum sem hlutu vægari dóma, voru fundnir sekir um að hafa átt þátt í smygli og sölu á um 4.000 e-töflum. Beinverndarátak í tilefni Alþjóðlega beinverndardagsins Fjárfestu í góðum beinum „ ALLT sem þið gerið í dag varðandi mataræði og hreyfingu mun búa í liaginn fyrir ykkur þegar þið verðið eldri,“ sagði Erla Gunnarsdóttir, íþróttakennari í Hamraskóla í Graf- arvogi, í gær í upphafí leikfimitíma hjá stúlkuin í áttunda bekk, en und- anfarna daga hefur Beinvemd lagt áherslu á að ná til ungs fólks með sérstöku beinvemdarátaki, í tilefni alþjóðlega beinvemdardagsins sem er í dag. Yfirskrift beinvemdardagsins er „Fjárfestu íþínum beinum" og er lögð áliersla á að ná til ungs fólks svo það geti vanið sig á lífsvenjur og mataræði sem stuðlar aðþví að fyr- irbyggja beinþynningu. íþrótta- kennarar hafa dreift bæklingi „Hollusta styrkir bein“ til nemenda í áttunda bekk og einnig lagt fyrir þá spurningablöð um mjólk og bein- vemd. Mikilvægt að leggja grunninn að góðri heilsu í leikfimitímanum í Hamraskóla í gær brýndi Erla fyrir stúlkunum hversu mikilvægt það væri að leggja granninn að góðri heilsu með holl- um lífsháttum. Hún benti þeim á að beinin era lifandi vefur sem sé stöð- ugt að endurnýjast og að á fyrsta þriðjungi ævinnar sé uppbygging þeirra mun meiri en niðurbrot. Hún sagði þeim einnig að það væra þrjú Erla Gunnarsdóttir, íþróttakennari í Hamraskóla í Grafarvogi, sagði nemendum í áttunda bekk frá því að það væru þijú lykilatriði sem þyrfti að huga að til að styrkja bein. Iykilatriði sem þyrfti að huga að til að styrkja bein og koma í veg fyrir beinþynningu síðar. f fyrsta lagi yrði að hugsa um mataræðið og gæta þess að fá nóg kalk og nægt hD-vítamín, í öðru lagi væri brýnt að stunda hreyfingu reglulega og í þriðja lagi ætti að forðast reyking- ar. Þriðja atriðið virtist ekki vefjast fyrir stúlkunum og segjast þær líka vilja hreyfa sig reglulega, en vora hins vegar sumar í vafa um hvort þær treystu sér til að taka lýsi dag- lega. Bekkjarsystur þeirra bentu þeim á að lýsistöflur gerðu sama gagn og virtist þá ríkja nokkur sátt um það innan bekkjarins að lýsis- neysla þyrfti ekki að vera svo slæm. Vaxandi vandamál meðal karla Erla segir að þó að beinþynning sé vissulega afar fjarlægt vandamál fyrir stúlkur á þessum aldri sé mjög mikilvægt að brýna fyrir þeim að í dag séu þær að byggja upp líkama sinn fyrir framtíðina. Þannig geti þær komið í veg fyrir að fá bein- þynningu og verða veikburða á efri áram með því að neyta mjólkur og lýsis daglega núna. Beinvernd leggur áherslu á for- varnir í tilefni alþjóðlega beinvernd- ardagsins, en beinbrotum vegna beinþynningar hefur farið fjiilgandi á undanförnum árum. Samkvæmt upplýsingum frá Beinvemd má áætla að árlega brotni að mimista kosti um eittþúsund einstaklingar af völdum beinþynningar, það er að segja við lítinn eða engan áverka. Beinþyning heijar að jafnaði í ríkara mæli á konur en er nú vax- andi vandamál meðal karla og eru um 30% mjaðmabrota núorðið hjá körlum. Nefnd um tekjustofna sveitarfélaga hefur kannað hvernig bæta megi fjárhagsstöðu þeirra Tillaga um hækkun á útsvarshámarki Sveitarfélög fái 1,1 milljarð vegna lægri fasteignagjalda Meðal þess sem nefnd um tekjustofna sveit- arfélaga leggur til er að fasteignaskattar verði miðaðir við fasteignamat og að allur stofnkostnaður við framhaldsskóla og sjúkrastofnanir verði greiddur úr ríkissjóði. NEFND um tekjustofna sveitarfé- laga kynnti í gær tillögur sínai' til að bæta fjárhagsstöðu sveitarfélaganna svo og greiningu á þróun í fjármálum sveitarfélaga árin 1990 til 1999. Nefndin leggur til að hámarks- prósenta útsvars verði hækkuð um tæpt 1% á tveimur árum eða úr 12,04% í 13,03% og á móti lækki tekjuskattshlutfall ríkisins um 0,33 prósentustig. Þá leggur nefndin til að álagn- ingarstofn fasteignaskatts verði fast- eignamat og muni rfldssjóður mæta tekjutapi sveitarfélaga með 1,1 millj- arðs króna framlagi í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Nefndin leggur einnig til að sveitarfélögin fái í ár 700 millj- ónir króna í sérstakt framlag í Jöfn- unarsjóð og sömu upphæð á næsta ári. Þá er lagt til að fækkað verði únd- anþágum írá fasteignaskatti og hún telur æskilegt að kostnaður sveitarfé- laga vegna lagafrumvarpa og stjóm- valdsákvarðana verði metin, að ríki og sveitarfélög skuli hafa samráð um fyrirkomulag kostnaðarmatsins og að fjárhagsleg samskipti.ríkis og sveitar- félaga skuli rædd á samráðsfundum í tengslum við fjárlagagerð hveiju sinni. Einnig telur nefndin æskilegt að verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga verði breytt og að færður verði til rík- isins alfarið stofnkostnaður sjúkra- stofnana, heilsugæslustöðva og fram- haldsskóla og kostnaðm' við inn- heimtustofnun sveitarfélaga. Jón Kristjánsson, formaður tekju- stofnanefndarinnar, tjáði Morgun- blaðinu að hann hefði gengið úr skugga um að tillögumar ættu stuðn- ing vísan í rfldsstjóminni. Sagði hann fmmvarp verða lagt fyrir Alþingi mjög fljótlega en lagabreytingar væm nauðsynlegar ættu tillögumar að ná íram að ganga. Hann sagði nefndina hafa átt um 30 fundi á síð- ustu 12 mánuðum og að miklum gögn- um og upplýsingum hefði verið safnað sem gefin verða út á næstunni. Aukið svigrúm sveitarfélaga „Tillögumar fela í sér aukið svig- rúm sveitarfélaga til útsvarsálagning- ar,“ segir nefndin m.a. um fjárhagsleg áhrif tillagnanna. „Ekki er ljóst í hve miklum mæli sveitarfélögin munu nýta sér þessar auknu heimildir sem ræðst af ákvörðunum viðkomandi sveitarstjóma í ljósi fjárhagslegrar stöðu. Því er ekki hægt að segja um það hversu mikil hækkun verður á tekjusköttum einstaklinga. Á móti slíkum hækkunum vegur lækkun fasteignaskatts," segir ennfremur. Ef sveitarfélögin nýta fulla álagn- ingarheimild útsvars þýðir það 2.500 milljóna tekjuaukningu á næsta ári og 3.750 milljóna aukningu árið 2002. Haldi þau hins vegar útsvarshlutfóll- um sínum óbreyttum munu hefldar- áhrif skattalagabreytinganna leiða til 2.350 milljóna króna minni skattbyrði að mati nefndarinnar. „Nýti sveitai-félögin sér á hinn bóg- inn þessar auknu heimildir að fullu mun heildarskattbyrðin aukast um 1.400 milljónir króna. í ljósi mismun- andi fjárhagsstöðu sveitarfélaga er ekki búist við að sveitarfélög nýti sér að fullu þær auknu heimildir til út- svarsálagningar sem hér era lagðar til og því gert ráð fyrir óveralegri aukningu á skattbyrði. I þessu sam- bandi skal bent á að núverandi heim- ildir sveitarfélaga til útsvarsálagning- ar era ekki nýttar að fullu og að ónýtt heimild þeirra nemur u.þ.b. 400 millj. króna miðað við álagningu vegna árs- ins 1999.“ Auka þarf tekjur sveitarfélaga um 6-7 miHjarða Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitarfé- laga, sem sat í tekjustofnanefndinni, lagði fram bókun og sömuleiðis Guð- mundur Ámi Stefánsson alþingis- maður. í bókun Vilhjálms segir að niðurstöður sýni að hallað hafi á sveit- arfélögin í fjármálasamskiptum við rfldð allt frá árinu 1991. „Öll rök benda til þess að auka þurfi árlegar tekjur sveitarfélaganna í heild um 6-7 milljarða króna. Við teljum, að nú séu forsendur fyrir því að rfldð geti að sama skapi dregið úr skattheimtu sinni og höfum við bent á ýmsar leiðir til útfærslu í því sambandi. Harmað er að fulltrúar ríkisvaldsins í nefnd- inni hafa ekki fallist á að koma nægj- anlega til móts við tillögur okkar um að rétta hlut sveitarfélaganna til sam- ræmis við það sem á þau hefur hallað á undanfömum árum, þrátt fyrir ítar- legan rökstuðning og kröfur okkar þar að lútandi," segir m.a. í bókuninni. Vilhjálmur sagði að í tillögunum fæl- ist viðurkenning ríkisstjómarinnar á fjárhagserfiðleikum og tekjuþörf sveitarfélaganna. „Mér finnst miður að ríkisstjórnin vildi ekki teygja’sig lengra í lækkun tekjuskatts á móti hækkun útsvars. Það er von mín að þessar tillögur leiði til þess að skuldir sveitarfélaganna minnki og að þau geti einnig dregið úr fjármagnskostn- aði,“ sagði hann. Guðmundur Ami Stefánsson segir m.a. í bókun sinni að skýrsla tekju- stofnanefndar leiði í ljós mikilvægi þess að stórauka þurfi hlutdeild sveit- arfélaga í tekjum hins opinbera. Segir að veikleiki tillagna nefndarinnar séu ávísun á skattahækkanir, einkum á suðvesturhomi landsins. „Nefndin viðurkennir umtalsverða viðbótar- fjárþörf sveitarfélaga, en meirihluti hennar leggur þá ábyrgð á hendur sveitarfélögum að hækka skatta á gjaldendur í stað þess að rfldssjóður, sem er aflögufær, myndi lækka sína skatta á móti. Ef heimildir era nýttar hjá sveitarfélögum hér á suðvestur- homi landsins, sem sum hafa safnað miklum skuldum, gæti það þýtt skattahækkanir á íbúa á þessu svæði í kringum 1,6 milljarða króna. Það jafngildir nærri 50 þúsund króna hækkun á hveija fimm manna fjöl- skyldu á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali miðað við höfðatölu," segir í bókun Guðmundar Árna. Halli á sveitarfélögum allan áratuginn Meðal niðurstaðna á greiningu tekjustofnanefndar á þróun í fjármál- um sveitarfélaga síðustu tíu árin er að bókfærðar tekjur sveitarsjóða hafa aukist að raungildi um 69% en rekstr- ar- og fjármagnsgjöld aukist um 97,4%. Hlutfall rekstrargjalda af af skatttekjum hefur aukist úr 78,4% ár- ið 1990 í 91,5% ífyrra. Þá segir að allan áratuginn hafi sveitarsjóðir verið reknir með halla. Hann hafi verið 8,6 milljarðar árið 1994 en í fyrra 2,7 milljarðar og fyrir- sjáanlegur sé halli á þessu ári miðað við fjái'hagsáætlanir. Einnig kemur fi-am að heildarskuldir sveitarfélaga hafi verið 51,8 milljarðar króna í árs- lok og hafi rúmlega tvöfaldast frá ár- inu 1990. „Peningalegar eignir þeirra hafa einnig aukist en þó ekki í takt viæ skuldirnar og því hefur peningaleg staða sveitarsjóðanna versnað um nærri 21 milljarð síðan 1990 eða um liðlega 72 þúsund kr. að meðaltali á íbúa,“ segir í niðurstöðum nefndar- innar. Rekstrarafkoma sveitarsjóða á Vestm'landi, Norðurlandi, Austur- landi og Suðurlandi hefur versnað meira en í Reykjavík og á Reykjanesi. Peningaleg staða sveitarfélaga á síð- astnefndu svæðunum hefur þó versn- að meira en á hinum svæðunum. „Þá þróun má m.a. rekja til meiri fjárfest- inga á suðvesturhorninu er námu að meðaltali um 22 þúsund kr. á íbúa á ári á tímabilinu meðan fjárfestingar í sveitarsjóðum í öðrum landshlutum; vora um 20 þúsund kr. á íbúa.“ Búseturöskun og lagabreytingar hafa áhrif Nefndin segir ýmsar ástæður fyrir t versnandi fjárhag sveitarfélaga síð- ustu tíu árin og nefnir samspil eftir- farandi þátta: 1. Mikil búseturöskun síðustu ára hefur leitt til þess að sveitarfélög þar sem fólki fækkar lenda í rekstrarörð- ugleikum þegar færri íbúar standa undii' fjármögnum þeirrar þjónustu sem nauðsynlegt er að veita. Á hinn bóginn þurfa þau sveitarfélög þar sem fólksfjölgun á sér stað að ráðast í kostnaðarsamar stofnframkvæmdir til að mæta ófyrirséðri fjölgun íbúa. j 2. Ahrif ýmissa laga- og reglugerð- • arbreytinga hafa leitt til aukinna út- gjalda sveitarfélaga án þess að í öllum tilvikum hafi verið tryggt að nægjan- legir tekjustofnar hafi fylgt í kjölfarið. 3. Skattalagabreytingar undanfar-! inna ára hafa skert útsvarstekjur • sveitarfélaga og þannig skapað | ákveðið ósamræmi á milli þróunar út- gjaldaogtekna. 4. Mörg sveitarfélög hafa séð sig knúin til að mæta kröfum íbúanna um! aukið þjónustustig umfram fjárhags- ; lega getu þeirra." !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.