Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ r Reuters Heilsugæslustarfsmaður úðar sótthreinsandi efni á fólk, sem hugsanlega hefur smitast af ebóla-veirunni. Ebóla-faraldurinn í Uganda Skjót við- brögð hefta útbreiðslu Gulu, Kampala, Kabede Opong. AP. SKJÓT viðbrögð yfirvalda og alþjóð- legra samtaka eru talin ein helsta skýring þess að ekki hafa fleiri en raun ber vitni látist í ebóla-faraldri í Úganda. Nú hafa41 af þeim 111 sem eru smitaðir látist. Það eru 37% sýktra en vírusinn veldur yfirleitt dauða hjá 50-90% þeirra sem smit- ast. Ef sjúkdómurinn greinist á frumstigi er miklu líklegra að sjúkl- ingur lifi af en engin lyf eru til við veirunni. Einangrun sjúklinga er lykilatriði vegna þess að veiran berst eingöngu manna á milli með líkams- vessum. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO) hófu þjálfun starfsfólks í heilbrigðisstétt- um Úganda í gær. Einnig var von á fulltrúum Lækna án landamæra og bandarískra sérfræðinga í vömum gegn útbreiðslu sjúkdóma. Sérfræðingamir komu með út- búnað með sér fyrir starfsfólk sjúkrahúsa, sem þarf að vera vel var- ið til að forðast smit. Allir á leið inn og út úr deildum smitaðra em sprautaðir með sótthreinsandi efni frá hvirfli til ilja. Faraldurinn núna er sá fyrsti í Úganda en hann hefur sprottið upp með ára millibili í nokkrum löndum V-Afríku síðan hans varð fyrst vart 1976. Vísindamenn vita ekki hvar hann heldur sig á milli, telja ömggt að eitthvert dýr sé hýsill veimnnar en vita ekki hvaða dýr. Líkist flensu í fyrstu Fyrstu einkenni sjúkdómsins em lík flensu, þannig að erfitt er að átta sig á að um ebóla-veim sé að ræða. Þrír hjúkmnarfræðingar, sem með- höndluðu fyrstu sjúklingana, létust. Sjúklingar fá síðan niðurgang og uppköst og „blæðir út“ í gegnum nef, munn og augu tíu til fimmtán dögum síðan. Ef þeir fá rétta aðhlynningu, nægan vökva og mat er líklegra að þeir lifi af. Vegna þess hversu stuttan tíma það tekur ebóla-veimna að draga sjúkling til dauða nær hún yfirleitt ekki að breiðast yfir mjög stórt svæði áður en tekst að hefta út- breiðslu hennar. Það er gert með einangmn. Flest tilfellin í Úganda hafa komið upp í grennd Gulu sem er 362 km norður af höfuðborg Úganda, Kampala. Dr. Guanel Rodier, sér- fræðingur hjá WHO, sagði í gær að ekki ætti að reynast erfitt að hefta útbreiðslu faraldursins. Hann sagði að öll tilfelli sem líkjast ebóla yrðu athuguð en orðrómur hefur verið um ebóla annars staðar í Úganda. Rodier sagði hins vegar ólíklegt að um ebóla-tilfelli væri að ræða ef við- komandi hefði ekki komið nálægt Gulu. ERLENT Bandaríkin stefna að því að ná forystu í hátæknigeiranum Uppstokkun og uppboð á farsímarásunum Haustið 2002 er gert ráð fyrír að umfangs- mikið uppboð á farsímarásum muni eiga sér stað í Bandaríkjunum til að opna fyrir hrað- virkari þjónustu á þriðju kynslóð farsíma. Aður en ný leyfí verða veitt þarf þó að stokka upp núverandi kerfí og jafnvel ýta sumum notendum til hliðar. Margrét Björg- úlfsdóttir ræddi við embættismenn í Wash- ington um framtíð þráðlausra samskipta. AP Gífurlegur vöxtur hefur verið í Qarskiptaiðnaðinum á síðustu árum og þar er það farsúninn sem trónir á toppnum. Hér er farsúnaauglýsing við verslunarmiðstöð í Peking en í Kína fjölgaði símnotendum eða síma- númerum úr 10 milljónum 1992 f 200 milljónir 1998. Þar af eru far- súnanotendur 65 milljónir. FOSTUDAGINN 13. októ- ber sendi Bill Clinton Bandaríkjaforseti frá sér yfirlýsingu þar sem hann m.a. hét stuðningi stjórnvalda við að tryggja áframhaldandi forystu- hlutverk Bandaríkjanna á þeim tveimur sviðum hátæknigeirans sem skipta bandarískt hagkerfi mestu máli: þráðlaus fjarskipti og Netið. Forsetinn fól Alríkisfjar- skiptastofnuninni (FCC) að vinna með öðrum ríkisstofnunum sem og einkageiranum og kanna leiðir til að opna fleiri fjarskiptarásir fyrir þriðju kynslóð farsíma (3G). Búist er við að þriðja kynslóð farsíma muni skapa ótal ný tækifæri, þar sem Netið sameinast farsímum og hægt verður bjóða upp á háhraða netþjónustu. Vandi Bandaríkjanna í þessu máli stafar af ört vaxandi notendum á of fáum rásum og Clinton bað alla aðila að flýta sér, því mikið lægi við. Á blaðamannafundi í kjölfar yfir- lýsingar forsetans sagði William Kennard, formaður FCC, að í ljósi þess að stöðugt fleiri farsímafyrir- tæki væru að hasla sér völl með nýjar vörur og þjónustu væri nauð- synlegt að hraða ferlinu og opna aðgang að rásum fyrir þriðju kyn- slóð farsíma. Hann lagði fram að- gerðaáætlun og lagði áherslu á að þetta byggðist á samstarfi ekki bara FCC, viðskiptráðuneytisins og Hvíta hússins, heldur allra við- komandi aðila. Samkvæmt upplýsingum Kenn- ards eiga að liggja fyrir drög að því hvaða rásir verða valdar strax um miðjan nóvember. Sú skýrsla verð- ur síðan kynnt sem flestum og samhiiða leitast eftir ráðgjöf við mótun útboðslýsingar, en drög að útboðslýsingu eiga að liggja fyrir í lok þessa árs. Endanleg skýrsla um hvaða rásir verða í boði á svo að liggja fyrir 1. mars 2001 og á sama tíma eiga útboðsgögn að vera komin í endanlegt horf og verða væntanlega lögð fram næsta sum- ar. Ef allt gengur eftir, er stefnt að því að útboðið fari fram 30. sept- ember 2002. Stendur undir þriðjungi hagvaxtar Það er nokkuð óvenjulegt að Bandaríkjaforseti hafi bein afskipti af máli á borð við úthlutun fjar- skiptarása, en það ber að hafa í hug að á sl. fimm árum hefur upp- lýsingatæknin staðið undir um ein- um þriðja alls hagvaxtar í landinu og skapað störf sem greiða að jafn- aði 85 prósent hærri laun en með- altalið í einkageiranum, svo ekki sé minnst á laun ríkisstarfsmanna. Og þó svo að farsímanotkun sé ef til vill ekki eins algeng í Bandaríkjun- um og sumum löndum Evrópu, þá eru bandarísk farsímafyrirtæki að auka veltu sína um 30 prósent ár- lega. Máli sínu til stuðnings vitnaði Clinton í nýlega skýrslu frá efna- hagsráðgjöfum Hvíta hússins þar sem segir að ef Bandaríkin bregð- ist ekki skjótt við og úthluti rásum þá sé hætta á því að þjóðin geti misst markaðshlutdeild í atvinnu- vegum 21. aldarinnar. Markmiðin eru háleit, eða eins og segir í yfir- lýsingu forsetans „ef okkur tekst þetta, mun það eiga sinn þátt í að tryggja áframhaldandi hagvöxt, skapa ný hátæknistörf og nýja og spennandi net- og fjarskiptaþjón- ustu“. Tom Kalil, sérlegur ráðgjafi Hvíta hússins í efnahagsmálum, er einn af höfundum skýrslunnar. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að „Bandaríkin eru almennt talin fremst meðal þjóða í net- tækni og fyrirtæki búa enn að því að Netið var þróað í þessu landi. Þó svo að Norðurlöndin standi okk- ur framar í notkun á þráðlausum símum, er hér vel þróaður markað- ur fyrir áhættufjárfestingar og frumkvöðlar fá því mikilvæg tæki- færi til að markaðssetja hugmynd- ir sínar. En við megum ekki sofna á verðinum og því er gripið til þessara aðgerða. Auk þess mun háhraðatæknin leiða til frekari þróunar á öllum sviðum fjarskipta- tækni, nýjar vörur og þjónusta munu fylgja og fleiri störf verða til“. Góður árangur af uppboðum í Bretlandi og Þýskalandi Kalil bendir á að mikill áhugi sé meðal fjarskiptafyrirtækja um all- an heim á þriðju kynslóð farsíma. „Menn ætla sér greinilega stóra hluti og það hversu háar upphæðir fyrirtæki eru tilbúin að greiða fyrir aðgang að rásum sýnir það í verki.“ Embættismenn segja að sjálf- sögðu að markaðurinn muni ráða verði þegar að uppboði kemur eftir tæp tvö ár, en einstakur árangur af uppboðum í Bretlandi (35,4 millj- arðar dala) og Þýskalandi (46 millj- arðar dala) fyrir alls ekki löngu hefur enn frekar ýtt undir áhuga Bandaríkjamanna. Þó svo að marg- ir sérfræðingar telji að þessar upp- hæðir hafi verið allt of háar og úr tengslum við raunhæfar hagnaðar- áætlanir eru miklar vonir bundnar við slík útboð. Þar af leiðandi þykir líklegt að næsti forseti muni einnig fylgja þessu máli eftir af fullum hug. Hindrunum rutt úr vegi Ólíkt Evrópu og Japan, þá er skortur á rásum helsti vandi Bandaríkjamanna. Kalil bendir á að samkeppnislönd Bandaríkjanna á þessum sviðum séu í aðstöðu til að geta hraðað þróun fjarskipta- mála og ef ekkert verði að gert þá gætu Bandaríkin dregist aftur úr. Hægari þróun breiðbandstækninn- ar heima fyrir getur haft dýrkeypt- ar afleiðingar, ekki bara fyrir fyrir- tækin, heldur líka símnotendur. Aðspurður sagði Kalil að stjórn- völd vonuðust eftir að bæði innlend og erlend fyrirtæki myndu sýna út- boðinu áhuga og ekki bara risamir á markaðinum. „Við höfum hvatt smærri fyrirtæki til að taka þátt í þeirri hröðu þróun sem á sér stað á fjarskiptamarkaðnum. Hvað útboð- ið varðar þá má vel hugsa sér að mismunandi stórar rásir verði boðnar út þannig að sem flestir geti tekið þátt.“ Kalil bendir á að þeir sem myndu hagnast mest á þessari þró- un væru neytendur, þeim myndi standa nýjasta tækni til boða, öll netþjónusta yrði fljótvirkari og verð á fjarskiptaþónustu myndi væntanlega fara lækkandi. Jafnframt er ljóst að fjarskipta- fyrirtækjum, bæði framleiðendum og þjónustuaðilum, mun nýtast aukið framboð rása vel, enda styðja fjarskipta- og hátæknifyrir- tæki þetta framtak. Vannýttar rásir Það eru þó ýmis ljón á veginum áður en fyrirhugað uppboð fer fram. Meginhluta rásanna sem um er rætt er Iöngu búið að ráðstafa, en þær eru samt stórlega vannýtt- ar og myndu henta nýrri kynslóð farsíma betur. Opinberar stofnanir og einkafyrirtæki ráða yfir þeim og ber þar fremst að nefna varnar- málaráðuneytið. í einkageiranum hefur verið bent á fyrirtækin WorldCom og Sprint Corp., en opinberlega segist hvorugt þessara fyrirtækja hafa áhyggjur af þróun mála. Einnig hefur gjaldþrota fyrirtæki, NextWave Communications, að- gang að umtalsverðu plássi og tals- menn fyrirtækisins hafa lýst yfir að þar á bæ ætli menn að berjast fyrir rétti sínum þó svo að þeir þurfí að fara alla leið inn á þing- palla. Það er þó enginn að tala um að gera rásir upptækar, heldur á að reyna að samnýta rásirnar eða flytja fyrri notendur yfir á aðrar rásir og að bæta allan kostnað sem því fylgir. Kalil tekur einnig skýrt fram „að öryggismál og almanna- heill muni alltaf sitja í fyrirrúmi og engar ákvarðanir verða teknar í þessu máli sem teljast geta ógnað öryggi og hagsmunum þjóðarinn- ar“. Opnun nýrra rása þolir enga bið Þó svo að Bandaríkjamenn sitji ekki aðgerðalausir, óttast menn að i frekari tafir á opnun nýrra rása geti haft alvarlegar afleiðingar og því leggur ríkisstjórnin áherslu á að vel verði að verki staðið. „Netið gaf okkur forskot sem bandarísk fyrirtæki nýttu sér vel, ekki bara á Netinu sjálfu, heldur í þróun há- tækniiðnaðar og viðskipta,“ segir Kalil og bendir á tölvurisann Cisco sem dæmi. „Það skiptir því miklu máli fyrir bandarísk fyrirtæki að aðstæður heimafyrir séu þannig að Bandaríkin haldi áfram að vera þungamiðja nýrra uppgötvana og tækniþróunar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.