Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 29 Murdoch hefur litla trú á netfyrirtækjum RUPERT Murdoch, forstjóri og aðaleigandi fjölmiðlasamsteypunn- ar News Corporation, hefur lengi haft heldur lítið álit á netfyrirtækj- um og það hefur ekki verið að auk- ast. A aðalfundi samsteypunnar í Adelaide í Astralíu kvaðst hann ekki hafa neina trú á „hreinrækt- uðum netfyrirtækjum" né á net- auglýsingum. Var sagt frá þessu í ástralska blaðinu The Sydney Morning Herald. „Ef við undanskiljum netfyrir- tæki sem standa í beinum viðskipt- um og hafa mikla veltu - ég hef raunar efasemdir um þau líka - þá er um að ræða fyrirtæki sem eru í því að koma á framfæri upplýsing- um og verða að treysta á að aug- lýsendur borgi brúsann," sagði Murdoch. „Það finnst mér ekki gæfulegur rekstur enda sjáum við nú hvernig komið er. Netfyrirtæki, sem ekki eiga annan og traustari rekstur á bak við sig, fjúka út í buskann í 99 til 100% tilfella.“ Þessi orð Murdochs hitta raunar hann sjálfan fyrir að nokkru leyti og netfyrirtæki hans, Australia News Interactive, en hann segir, að hann og samstarfsmenn hans hafi lært sína lexíu hvað það varðar. I mörgum löndum hafi starfsemi News Interactive verið skorin niður en þó ekki í Ástralíu. Murdoch hefur eins og áður seg- ir haft vara á sér gagnvart Netinu en stundum hefur hann þó verið dálítið tvístígandi. Snemma á síð- asta ári lýsti hann því yfir, að Net- ið myndi eyðileggja fleiri fyrirtæki en það skapaði en þegar á leið árið og gengi hlutabréfa í netfyrirtækj- unum rauk upp úr öllu valdi, virtist hann vera orðinn á báðum áttum. Sagði hann þá, að hann skildi ekki Netið og því síður „hið yfirnáttúru- lega mat“ á verðmæti netfyiirtækj- anna „en kannski er það ekki nauð- synlegt. Við verðum hins vegar að skilja hvað Netið getur gert fjrrir okkur.“ Ekki netáætlun heldur tækniáætlun News Corporation hefur farið fremur hægt í að nýta sér net- tæknina og á aðalfundinum sagði Murdoch, að honum væri það með- al annars að þakka. „Fólk spyr mig gjarnan: Eruð þið með einhverja áætlun í netmál- unum? Nei, við höfum enga net- áætlun, aðeins tækniáætlun. Við munum nýta þessar tækniframfar- ir til að efla starfsemi okkar á ýms- um sviðum,“ sagði Murdoch. „Við höfum verið gagnrýndir fyrir að vera seinir, mjög seinir, en ég heyri engan hrósa mér fyrir að hafa ekki tapað nema broti af því fé sem keppinautarnir hafa tapað.“ News Corporation fjárfesti á sín- um tíma um 85 milljarða ísl. kr. í heislunetfyrirtækinu Web-Health- eon en langt er í land með að sú fjárfesting fari að skila einhverjum arði. Murdoch segist samt viss um, að sá tími muni koma þótt markað- urinn sé í svipinn á öðru máli. Sæljón í N-Kyrrahafi í útrýmingarhættu Fleiri dýr- um ógnað EF EKKI verður gripið til ráðstaf- ana til að koma í veg fyrir hnignun stærsta sæljónastofns í heimi, sem nefnist „steller“ og heldur sig á norðanverðu Kyrrahafi, getur hann að áliti sumra sérfræðinga dáið út. Þetta kemur fram í grein í The Los Angeles Times og segir þar áð lang- tímaáhrifin af brotthvarfi dýranna á lífríkið gætu haft slæm áhrif á fleiri tegundir og ofveiði gæti á endanum kippt fótum undan fiskbeiðum á þessum slóðum. Steller-sæljón geta orðið á stærð við Volkswagen-bjöllu, þau lifa á ýmsum fisktegundum, þ. á m. þorski, laxi, kolkrabba og ufsa. En fiskveiðar á svæðinu hafa aukist hratt og dregið úr fæðuframboði fyrir sæljónin sem hefur fækkað ört undanfarin 30 ár. Um 1960 voru að staðaldri um 175.000 dýr á vind- börðum klettaeyjum á Beringssundi en nú eru þau aðeins um 25.000. Ár- ið 1997 tókst umhverfissinnum eftir margra ára baráttu loks að fá sæ- ljónin sett á lista yfir dýr í útrým- ingarhættu. Keppast um ufsann við sæljónin Togarar frá mörgum ríkjum stunduðu þarna miklar veiðar þegar á sjöunda og áttunda áratugnum og síðar bandarísk skip. Aðalveiðin er ufsi, sem er notaður í fiskstauta og samlokur á skyndibitastöðum, en ufsinn er helsta fæða sæljónanna. Embættismenn alríkisstjórnarinnar í Washington, sem vildu setja reglur um takmörkun ufsaveiðanna, voru undir miklum þrýstingi frá stjórnmálamönnum og fulltrúum sjávarútvegsfyrirtækjanna. En 21. júlí sl. úrskurðaði dómari í Seattle, Thomas Zilly, að stjórnvöld hefðu ekki verndað nógu vel náttúruleg heimkynni sæljónanna og þannig brotið ákvæði laga um verndun dýra í útrýmingarhættu. Nótaveið- ar á grunnslóð voru bannaðar innan 20 mílna frá svæðum sæljónanna. Sjómenn og fleiri hagsmunaaðilar mótmæltu kröftuglega en í grein The Los Angeles Times segir að hverfi sæljónin geti jafnvægi í líf- ríkinu raskast og sama gæti gerst hvað snertir fiskinn með alvarleg- um afleiðingum fyrir mörg þúsund fiskimenn og aðra sem lifa á veiðun- um. Sæotur að verða sjaldgæfur Sæljónin eru í hættu en aðrar dýrategundir, sem einnig lifa á ufsa, eru í vanda. Meðal þeirra eru loðsel- ir og fleiri selategundir auk nokk- urra fuglategunda, m.a. rita, lang- vía og lundi. Háhyrningar, sem ekki geta lengur veitt seli og sæljón, eru nú byrjaðir að éta sæotur sem þeir gerðu nær aldrei áður fyrr. Sæotrar eru að verða sjaldgæfir um miðbik Aleuta-eyja. Ef sæljónin eru látin deyja út er búið að rjúfa viðkvæma keðju og allt lífríkið á þessum slóð- um gæti farið úr skorðum. I I jj ■ . ■ ^ t |;L’( I it 1' |i i 1 'V-- teívgii 1 :fli :i mmmi. ■ - J&m'. \ : ÍiiKSÍ® hj/ýrf-'jíi. te|S*SSi8líSi ■ !•- ; c ■;?/ -■ ■ © J kwr|i(í a M M á a Hj). fatnaði » » » » « « « « hlauptu ekki langt yfir skammt verð nú: verð áður: 593 kr. 9S9kr 897 kr. lv495 kr. 1.197 kr. 1,995 kr. 1.497 kr. 2.495 kr. 1.797 kr. 2^95 kr. 2.397 kr. 3,995 kr. HAGKAUP Meira úrval * betri kaup Skammhlaupinu lýkur á sunnudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.