Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 31 LISTIR Síðasti konungur Hannover var Georg V, sem missti sjónina á vinstra auga 13 ára og hægra auga 25 ára gamall. innar þar. Stóð ég fullkomlega á gati yfir því hve þessar fátæku þjóðir, nýfrjálsar undan jámhæl Sovétríkj- anna, lögðu mikið í skála sína en þetta sýnir glögglega hve mikilvægt þykir að árétta og jarðtengja þjóðar- vitund sína og sérstöðu á slíkum heimsframníngum. Einnig að um er að ræða rótgrónar menningarþjóðir sem berjast fyrir lífi sínu og tiiveru og sjá það heillavænlegast gert á þennan eftirminnilega hátt. Þá er bókmenntaþjóðinni hollt að hafa í huga, að í Litháen koma út að jafnaði 6 bækur á dag og ekkert jólabóka- flóð! Aðkoman þótti mér sýnu hugvit- samlegust í finnska skálanum, hreint ævintýri, með myndverk barna um alla veggi í afar líflegri framsetningu sem kom öllum í gott skap. Danski skálinn að vonum vel hannaður yst sem innst, ekki einungis um menn- ingarlega markaðssetningu á danskri hönnun að ræða heldur var hanri afar þjóðlegur á þá veru sem gert hefur danskt hugvit að heims- þekktri útflutningsvöru. Líkast er sem Svíar telji sig helst stadda á vörukynningu og seint get ég með- tekið sniðugheitin í því að flotta sig með kynningu á fjórum útlendum heimsstjömum, þar á meðal Marilyn Monroe og Elvis Presley en lifandi eftirlíkingar þessa fólks voru að spranga um svæðið í kringum skál- ann og víðar. Hafði ég mig með hraði á brott, gott ef ég tók ekki til fótanna. Norska skálann sá ég aðeins að ut- an og stóð hann íyrir sínu, afar falleg- ur, veit að hann er ekki síðri að innan en það var flóknara mál að komast inn í hann en hina og fyrir sérstakar ástæður lét ég það bíða, hafði svo ekki tíma er til kom. Nokkrir skál- arnir brenndu sig á þessu mikilvæga atriði, þannig var ég lengi að finna blaðainnganginn að kanadíska skál- anum en er ég loks fann hann fékk ég góðar móttökur. Skálinn reyndist væn kynning fyrir kanadísku þjóð- ina, einkum gerði mikilfenglegur vatnagjörningur mannfjöldann ang- dofa, þar gengu gossúlur upp og nið- ur í fjölbrögðóttum leik þannig að viðstaddir gleymdu stað og stund. Mestan áhuga fékk ég fljótlega á sjálfum skálunum sem vom margir afar fin smíð, sumir mikiis háttar jafnvel stórbrotin hönnun en ógjöm- ingur að melta allt innan þeirra á ein- um og hálfum degi. Hafði komið eldsnemma morguns til borgarinnar og þurfti að bíða í tvo tíma á hinni miklu og vel hönnuðu brautarstöð eftir að hótelmiðlunin opnaði. Allt gekk þá vel fyrir sig en er á hótelið kom þurfti ég að bíða fram yfir hádegi eftir herbergínu. Notaði tímann til að skoða mikla sýningu á verkum málarans Kurt Schwitter (1895-1952) í Sprengel-safninu en hinn mikli fjöllistamaður bjó á tíma- bili í borginni. Safnið reyndist kalt aðkomu og þótt ég yrði síst fyrir von- brigðum af myndverkunum náði sýn- ingin ekki fyllilega til mín í þessu hráa rými en sýningarskráin hins vegar frábær doðrantur (til 5. nóv- ember). Á mánudögum eru söfn yfir- leitt lokuð en ráðhúsið var hins vegar opið og virtist eitthvað mikið um að vera á staðnum er farartæki postul- anna báru mig þar hjá, svo ég fór að athuga málið. Reyndist sögusýning, afar fróðleg og vel upp sett, og að auk voiu þrjú stór líkön af borginni í for- höllinni, eitt frá 17 öld, eitt frá 1945 og eitt af borginni í dag. Hannover hefur verið mjög falleg á árum áður en mikil hryggðarmynd var líkanið eftir loftárásir bandamanna í síðari heimsstyrjöld og ekki laust við að maður hugsaði stríðsherrunum öUum þegjandi þörfina, lítið hernaðarvægi í húsum, konum, bömum og gama- lmennum. í Hannover bjó einnig rússneskfæddi málarinn og arkitekt- inn E1 Lissitsky (1890-1941) og þar starfaði hinn nafnkenndi lærdóms- maður Gottfried Wilhelm Leibniz ( 1646-1716) auk fjölda nafnkenndra listamanna. Þá má geta þess að síð- asti konungur Hannover-ríkis var hinn merkilegi Georg V (1819-1878). Þrettán ára missti hann sjónina á vinstra auga og 25 ára einnig á hægra auga en fyrir gáfur og stálminni reyndist hann merkur og farsæll stjómandi. Hrökklaðist frá völdum er Bismark sameinaði þýsku ríkin og lifði landflótta, fyrst í Áusturríki en síðan í Frakklandi, heygður í Winds- or-höll á Englandi. Hið nafntogaða Kestner-safn er við hliðina á ráðhúsinu og þar stóð yf- ir viðamikil sýning í tilefni heimssýn- ingarinnar sem bar heitið Öld hönn- unar og var hin fróðlegasta, þótti þó öllu meira koma til deildar fomaldar fyrir frábæra uppsetningu og ein- staklega skilvirka skýringartexta, í hæsta máta veigamikið safn. Á leið- inni á hótelið kom ég við í Markt- kirche og alveg óvænt rakst ég í flas- ið á merkilegri framkvæmd er nefndist Glötuð Paradís, um að ræða anga sýningarframkvæmdar í öllum aðalkirkjum borgarinnar og í þessari var sýnishom af þýskri höggmynda- list á 20. öld. Þessi verk módernism- ans ogpóstmódemismans, sem dreift var um allt rýmið, fóm yfirmáta vel í hinni aldagömlu múrsteinskirkju, lyftu hreinlega upp stemmningunni innan dyra þannig að mér fór strax að líða vel. Hef aldrei áður séð jafn- mikið af nútímahöggmyndum í einni kirkju og þau virtust sannarlega eiga erindi þangað inn og hélt ég eðlilega í fyrstu að þau tilheyrðu guðshúsinu jafnfrábærilega vel og þær féllu að heildinni. Raunar kom svo í Ijós að myndverkin á sýningaframkvæmd- inni tilheyrðu söfnum um allt Þýska- land, heilum 20 talsins auk einka- safna, svo ekki var um neinn smáframníng að ræða og hún ein ær- ið tilefni fyrir áhugasama um kirkju- skreytingar sem og myndlist al- mennt að gera sér ferð til borgarinnar, enda flestir bógar þýskrar myndlistar mættir til leiks að viðbættum heimsþekktum erlend- um gestum. Hvað Expo 2000 snertir, er summ- an frá mínum bæjardyrum sú, að hér sé á ferð risavaxinn gjörningur, sam- bland af frábærri sýningu, afar verð- mætum og gagnlegum landkynning- um en líka Tívoli, Disneylandi og Sirkus sem er eðlilegt mál. Einnig gríðarlegu magni af mat og skyndi- bitastöðum af öllu tagi og ilmurinn iðulega langt í frá uppörvandi. Veit- ingabúðir sumra skáíanna eru hér þó undanskildir, sumir hinir glæsileg- ustu og bjóða upp á fágæti í mat og drykk. Sælkerar eiga þannig mikið erindi á EXPO 2000 þótt ekki sé íyrir annað en að þjóna efninu og bragð- laukunum. ' ■-V *. » t ■ t : t ' ‘ « i . - L. ’ ' d * Nýr pakki er kominn útl V' Frabært inilg^ngutilboð! Þú færð 50% afslátt af fyrsta pakkanum, borgar aðeins 640 krónur og auk þess færðu prjónahandbók að gjöf. Críptu tœkifœríð og skráðu þig í dhsEk. i * l Uúbbinn, s/m/nn er 550 , sfmfnn er 3000 Symng 22. október 2000 kl. 14.00 5TÓLKAW í VITAMUM Eftir Þorkel Sigurbjömsson Við texta eftir Böðvar Guðmundsson Hljómsveitarstjóri: Þorkell Sigurbjörnsson Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir Ný íslensk ópera fyrir börn 9 ára og eldri með Bergþóri Pálssyni og fjölda ungra efnilegra söngvara Hlutverk: Stúlka: Guðríður Þ. Gísladóttir I Oóra St. Ármaonsdóttir Piltur: ívar Helgason / Jökult Steinþórsson Óhraesið: Bergþor Pálsson Skuggabaldrar og Skrugguvaldar: Kór Tónmenntaskóla Reykjavikur Hljorosvfeit Tónmenntaskola Reykjavíkur Jjlf ——llill jij ísi,i:\sk \ oim hw !lí.„rJílll Mídaiata Slt 4200 ■ igw EraeðslumiðslDð Reykjavíkur RIYKJAVf K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.