Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Landslagsmyndir Páls Stefánssonar ljósmyndara í náttúrusögusafninu í New York Sjaldgæfur heiður samtíma- listamanns Verk Páls Stefánssonar hanga nú uppi í bandaríska náttúrusögusafninu í New. York. Sýning þessi er óvenjulegur heiður fyrir þær sakir að safnið sýnir allajafna ekki verk einstakra listamanna, hvað þá núlif- andi. Hulda Stefánsdóttir ræddi við Pál þar sem lögð var lokahönd á uppsetningu en -----------------------7---- sýningin var opnuð 1 gær af forseta Islands. BANDARÍSKA náttúrusögu- safnið, American Museum of Natural History, er án efa eitt fjölsóttasta safn í heimi og mun sýning á verkum Páls Stefánssonar standa yíir í þrjá mánuði. Sýningin er sett upp í tengslum við víkingasýn- ingu Smithsonian-stofhunarinnar sem áður var uppi í Washington og heilsar nú öðrum áfangastað sínum í tveggja ára sýningarferð um Banda- ríkin og Kanada. Þar er að finna 9 stór ljósmyndaverk Páls undir yfir- skriftinni „ísland: Land víkinganna“. Er sýningunni ætlað að tengja nútíð við fortíð víkingasýningarinnar. Draga fram tímalausa náttúrufegurð í landi afkomenda víkinganna. Að sögn sýningarstjóra safnsins, Nancy Lynn, er sýning Páls í safninu óvenju- leg fyrir tvennar sakir. Hvorki tíðkist það að safnið setji upp einkasýningar né að verkin séu eftir samtímalista- menn. Hins vegar sé safnið að brydda upp á þeirri nýjung að tengja jaftian eina smærri sýningu við stærri sögu- legar sýningar safnsins í von um að dýpka og bæta við skiining gesta á viðfangsefninu hverju sinni. Verkin öðlast sjálfstætt líf Starfsmenn safnsins eru að leggja lokahönd á kynningartextann á vegg til móts við innganginn, bæta P-inu fyrir framan á-ið í nafni Páls, honum til mikils Iéttis. Sýningin er á löngum gangi sem myndar miðás um fyrstu hæð safnsins og tekur við af fyrsta salnum á eftir aðalinngangi. Ljós- myndin af sólsetri og skýjafari ofan við Akrafjall, fremst við ganginn, birtist þannig eins og í beinu fram- haldi af tilkomumikilli hjörð upp- stoppaðra fíla í fremri salnum. „Eg vil leyfa fólki að upplifa landið með mér,“ segir Páll. Á sýningunni er úrval Ijósmynda frá síðustu þremur árum; bæði foss- ar, hverir og fjöll, en í nýrri myndun- um er eins og náttúruformin verði óræðari. Stöðuvötn, gil og gljúfur leysast upp í einfaldari litafleti - al- menn hughrif frá íslenskri náttúru. Saman gefa verkin fjölbreytta mynd af landinu. Naut Páll aðstoðar Bjöms Bjömssonar við uppsetningu sýning- arinnar auk þess sem Bjöm sá um að velja náttúmlýsingar úr íslenskum fomaldartextum til að fara með verk- unum á veggjunum. „Þar sem ég lít hér yfir finnst mér eins og verkin hafi öðlast eigið líf,“ segir Páll. „Það er næstum eins og þau séu ekki mín lengur heldur standi hér á sínum eigin forsendum, hvert og eitt. Eins og bömin manns séu komin á unglingsaldur og þurfi að vera sjálfstæð." Eitt skref í viðböt Nýverið tók Páll þátt í sýningu sex ljósmyndara sem valdir vom af myndavélaframleiðendum Leica á stærstu ljósmyndakaupstefnu Evrópu, Photokina, í Köln. Þeim var falið að vinna röð svart-hvítra ljós- mynda. „Hin hliðin á peningnum," eins og Páll orðar það en langflestar hans mynda em teknar í lit. Fyrir myndaröðina kaus hann að vinna út- frá höfuðskepnunum fjómm, nátt- úraöflunum og sviptingum í veðráttu landsins. Hann segist vissulega kunna að meta þá virðingu sem verkum hans sé sýnd með þessari sýningu í náttúru- sögusafninu í New York. „Auðvitað er gaman þegar það er tekið eftir því sem maður er að gera. Þetta er eitt skref í viðbót,“ segir Páll. Sýningin er styrkt af verkefninu Iceland Naturally. Mannaveiðarinn ERLENDAR BÆKUR Spennusaga „HIGH FIVE“ Eftir Janet Evanovich. Pan Books 2000.336 síður. BANDARÍSKI spennusagnahöf- undurinn Janet Evanovich hefur skrifað eina sex gamankrimma um mannaveiðarann Stephanie Plum, sem býr í New York, er komin af al- þýðufólki og hefur nokkra ánægju af starfi mannaveiðarans þótt stundum geti það verið erfitt. Evanovich skrif- ar af stakri gamansemi um Plum þessa og lætur sig meira varða einka- hagi hennar, dularfulla vini og enn dularfyllri íjölskyldu en flókin eða spennandi glæpaplott. Þau virðast al- gjört aukaatriði í sögum Evanovich og gegna að því er virðist æ minna hlutverki eftir því sem bókunum fjölgar. Er nýjasta saga hennar sem kemur út í vasabroti gott dæmi um það. Hún heitir „High Five“ og er mest um Stephanie sjálfa. Mannaveiðari Sem slík er hún líka dágóð skemmtilesning. Reyndar í lengsta lagi því Evanovich teygir óþarflega mikið á þeirri sáralitlu sögu sem hún hefur að segja og hefði mátt beita skærunum meira en sem sögumaður er Stephanie Plum ágætlega mótaður karakter, kaldhæðin í meira lagi, sí- fellt með spaugilegar athugasemdir um allt á milli himins og jarðar og sí- fellt að flækja sín kariamál þangað til lesandi veit ekki lengur hvað snýr upp og hvað niður í þeim efnum. Plum þessi býr ein með hamstrin- um sínum og vinnur það vanþakkláta starf að hafa uppi á þeim sem svíkjast um að birtast í dómsal þegar þeir eiga að mæta. Hún er þá kölluð til og færir viðkomandi fyrir dómara. Það getur kostað átök eins og í tilfelli skapstirða dvergsins í upphafi nýju sögunnar en þegar það gerist hóar Stephanie stundum í vinkonu sína og Morgunblaðið/Hulda Páll Stefánsson við eitt verka sinna á sýningunni. Brunahraun, Lómagnúpur. Ljósmynd eftir Pál Stefánsson. Stephanie Plum hjálparkokk, Lulu, sem einu sinni var mella, er yfir hundrað kíló og skap- stygg eins og bolabítur. Það eru þrír menn í lífi Stephanie. Einn er lögreglumaðurinn Joe Mor- elli, sem hún sefur hjá en grunar um framhjáhald með einhverri Ijósku. Annar er maður sem hún kallar Ranger og hún vinnur stundum fyrir, er einstaklega fáorður og dularfullur en virkar eins og persónulegur vemdarengill hennar og sér henni fyrir glæsibifreiðum. Þriðji maðurinn er geðsjúkur morðingi að nafni Ram- irez, sem njósnar um hana og ætlar að drepa hana, hægt. Sjálf segist hún helst af öllu vilja vera með Indiana Jones en það er víst ekki mögulegt. Nirfill hverfur Þannig er að dag einn hverfur Fred, frændi Stephanie, nirfill mikill og leiðindapúki sem eiginlega enginn saknar. Hann er gamalmenni sem engum gerir mein þótt hann fari í taugarnar á mörgum. Þegar hún fer að rannsaka málið mjög lauslega finnur Stephanie ljósmyndir hjá hon- um af sundurbútuðu líki í ruslagámi. Svo virðist sem Fred hafi vitað eitt- hvað sem hann mátti ekki vita. Á milli þess sem Stephanie, sem er minna hörkutól en hún lætur í veðri vaka, er að eiga við mennina í lífi sínu, sinna Iítt ábatasömu mannaveiðarastarfi og eiga við sína skrautlegu fjölskyldu, amma hennar er sérstaklega kræf kerling og skemmtileg, kafar hún æ dýpra ofan í málið og kemst að ýmsu misjöfnu varðandi svik og græðgi og peningaþvætti, sem leitt hefur til morða og annarra hörmunga. Janet Evanovich hefur ósvikinn og stundum nokkuð grófan húmor fyrir hversdagsvafstri aðalpersónu sinnar og aukapersónurnar eru vel ýktar auk þess sem frásagnargleðin er mik- il. Fyrir þá sem leita að fyndnum spæjarasögum sem taka sig ekki of hátíðlega er óhætt að mæla með bók- um Evanovich. Hún er ein af mörg- um kvenhöfundum vestra sem fást við gamansöm spennusagnaskrif og ein sú hressilegasta af þeim öllum. Arnaldur Indriðason Morgunblaðið/Gtolli Hólmfríður Sigurðardóttir (t.v.) og Lára S. Rafnsdóttir. Flygill vígð- ur í Isafjarð- arkirkju með tónleikum SUNNUDAGINN 22. október vcrður vígður flygill í Isafjarðar- kirkju með tónleikum píanóleik- aranna Hólmfríðar Sigurðardótt- ur og Láru S. Rafnsdóttur sem báðar eru frá Isafirði. Tónleik- arnir hefjast klukkan 14. Þegar Isafjarðarkirkja var vígð vorið 1995 kom í ljós að hljóm- burður kirkjunnar væri ákjósan- legur fyrir tónlcikahald, að sögn sr. Magnúsar Erlingssonar sókn- arprests. Var ákveðið í framhaldi af vígslunni að stofna flygilsjóð og segir Magnús að aðal- hvatamaður hafi verið Ingvar Jónasson víóluleikari en hann lék einmitt við kirkjuvígsluna og fað- ir hans, Jónas Tómasson, var um árabil organisti á Isafirði. Hafa ýmsir gefið í sjóðinn og haldnir hafa verið tónleikar til fjáröflun- ar._ Ákveðið var að kaupa upp- gerðan Bösendorfer af Leifí Magnússyni og var kostnaður alls um þrjár milljónir króna. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Bach, Soler, Grieg, Kabalevsky og fleiri. Leika þær Hólmfríður og Lára bæði hvor í sínu lagi og fjórhent. Báðar hófu þær píanónám sitt í Tónlistar- skóla Isafjarðar og kenndi Ragn- ar H. Ragnar þeim báðum. Hólm- fríður lauk síðar einleikara- og kennaraprófi frá Tónlistarskólan- um í Miinchen og hefur hún síðan starfað í Reykjavfk. Lára lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskól- anum i Reykjavík og síðar einleik- ara- og píanókennaraprófí frá Guildhall School of Music and Drama í London.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.