Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 35 LISTIR ÞÖGNIN ER HLUTI TÓNLISTAR Raftónlistarhátíðin ART2Q00 hófst á mið- vikudag og 1 kvöld verða meðal annars flutt verk eftir þýska tónskáldið Bernhard Giint- er sem mun einnig ræða tónsmíðar sínar. Bernhard Gilnter BERNHARD Gunter fæddist árið 1957. Fimm til sex ára gamall var hann farinn að gera hljóðtilraunir með teygjur og vindlakassa afa síns. ,Á þeim tíma var ég aðeins að búa til hljóð án tilgangs, nokkuð sem ég leit- ast við að gera enn þann dag í dag.“ Gúnter fór svo að fást við tónlist tólf ára þegar hann tók þátt í tón- listartilraunum á vegum kennara við skóla Koblenz sem var undir miklum áhrifum frá John Cage. Um líkt leyti fór hann að spila á trommur, fyrst með rokksveitum, en síðan tók hann til við djassinn. Átján ára gamall komst Gúnter yfir rafgítar sem varð hans aðalhljóðfæri næstu árin. Hann segist hafa leikið í ýmsum skammlífum hljómsveitum og hafði í sig og á með því að kenna á gít- ar. Árið 1980 fluttist hann til Parísar og einsetti sér að ljúka tónlistamámi á eigin spýtur. Hann sat löngum stundum á bókasafni IRCAM-nú- tímatónlistarstofunnai’ og sótti nám- skeið og kynningar á vegum hennar og íyrirlestra hjá Pierre Boulez, sem stýrði IRCAM. Kammerverk, balletttónlist og rokkreggí Með tímanum fór Gúnter að semja kammerverk og balletttónlist, en fluttist síðan aftur til Þýskalands 1987 og gekk í rokkreggísveit og ferð- aðist með henni um Þýskaland og víðar. Þegar sú sveit hætti reyndi Gúnter fyrir sér með ýmsum til- raunasveitum en segist hafa gefist upp á hljómsveitarsamstarfi með tím- anum og snúið sér að því að semja tónlist, taka upp og ganga frá einn með aðstoð tölvunnar. Eftir fjögurra ára tilraunamennsku var Gúnter búinn að setja saman verkin sem síð- an rötuðu inn á diskinn un peu de neige salie. Gúnter segist ekki hafa orðið íyrir áhrifum frá öðrum rafeindatónsmið- um þegar hann var að móta eigin stíl, því fyrirmyndir hans, Boulez, Feld- man og Xenakis hafi stuðst við hefð- bundnari hljóðfæri. „Það kom mér mjög á óvart þegar fólk tók að senda mér diska eftir að un peu de neige sal- ie kom út og ég komst að því að það voru fjölmargir að fást við tónlist á svipaðan hátt og ég.“ Ögn af óhreinum snjó Un peu de neige salie, ögn af óhreinum snjó, er í raun fimm verk sem er skipað á diskinn í sömu röð og þau eru samin. Gúnter segist ekki hafa ætlað sér að gefa verkin út er hann var að semja þau, „þau voru til- raunir mínar til þess að finna rétta leið til tónsmíða í rafeindatónlist. Fólk heldm’ væntanlega að þau séu eitt verk vegna þess að þegar kom að því að gefa þau út á diski vann ég þögnina á milli verkanna, enda óskyn- samlegt að hafa tveggja sekúndna þagnir á milli verka sem í eru upp undir 30 sekúndna þagnir." Gúnter segist ekki hafa velt fyiir sér útgáfu og það hafi því komið skemmtilega á óvart þegar honum bauðst að gefa verkin út á vegum Sel- ektion-útgáfunnar. Hann skipaði verkunum því niður og raðaði á D AT- spólu sem hann sendi til útgefandans. „Eg var nokkuð kvíðinn því mér fannst eins líklegt að enginn myndi vilja hlusta á svo lágstemmd verk með svo mörgum þögnum og það jók á áhyggjur mínar þegar umsjónar- maður útgáfunnar hringdi í mig og sagði að menn hjá fyrirtækinu sem framleiðir diska fyrir Selektion hafi haft samband við sig og kvartað yfii’ því að DAT-spólan væri skemmd, á henni væri ekkert nema brak og brestir.“ Gúnter segist hafa upplýst menn um að vissulega væri tónlist á diskin- um og því bjuggu þeir til frumeintak og sendu í diskasteypuna. Þar stopp- aði framleiðslan aftur því menn héldu að frumeintakið væri gallað, en létu svo til leiðast að framleiða diskinn. Það varð svo til að kóróna allt saman þegar umsjónarmaður útgáfunnar fékk diskana í hendumar og hringdi í Gúnter til að leggja til að settur yrði miði með í umslagið til að vekja at- hygli fólks á því að á diskinum væri aðeins þögn, enda heyrði hann ekkert þar sem hann sat í ys og þys á skrif- stofu sinni. Gúnter hefði svo sem ekki þurft að bera kvíðboga fyrir undirtektum því þær voru góðar og hann segir að sér hafi komið verulega á óvart hve margir höfðu við hann samband til að þakka fyrir diskinn og tónlistina sem á honum var. Á endanum birtist í tónlistartímaritinu Wire sú umsögn að platan væri í hópi þeirra 100 platna sem ollu hvað mestum umskiptum í tónlistarheiminum í sömu grein og þar sagði meðal annars að hún væri í hópi bestu platna ái’sins að mati blaðsins. Ekki naumhyggja Gúnter hefur gjaman verið skipað á bekk með naumhyggjutónsmiðum eins og Morton Feldman, John Cage og fleirum. Hann segist reyndai’ kunna því illa þegar menn eru að skipa tónlist í flokka eða stfla og sjálf- ur gæti hann til að mynda ekld út- skýrt íyrirbærið naumhyggjutónlist. „Mér finnst að menn eigi frekar að meta tónlist með tilliti til þess hvað er í gangi hverju sinni og þannig skipti pizzicato-nóta meira máli eftir klukkutíma í íyrsta strengjakvartett eftir Feldman en í strengjak\’artett eftir Brian Femeyhough, því það sé svo mikið í gangi hjá þeim síðar- nefnda að enginn tekur eftir því. Lág- ur hljóðstyrkur og alger þögn sé hluti af uppbyggingu verka Gúnters vegna þess að þegar menn heyra brak eftir tuttugu sekúndna þögn taka menn eftir því og með þessu móti takist honum að láta fólk heyra hluti sem annars fæm framhjá því. „Þögnin er hluti tónlistar eins og skuggi er nauð- synlegur til að menn skynji ljósið,“ segir Gúnter og bætir við að hann hafi lært það af tónlist Feldmans hvemig beina mætti athygli hlustandans að því sem tónskáldinu þykir skipta máli. „Tónlist Feldmans er mér kær, enda Feldman mun merkilegra tón- skáld en til að mynda John Cage.“ Tónlistin er gjöf Bemhard Gúnter segist alla jafna aðeins vinna með hljóð sem hann hljóðritar heima hjá sér, hann taki yfirleitt ekki upp utan dyra, en noti einnig lítilræði af tilbúnum hljóðum. Með tímanum hefur hann þó treyst æ meira á stafræna tækni og vinnur að sögn gjaman þannig að hann tekur hljóðbút eða hljóm af geisladiski og klippir og sníður þar til hann er búinn að setja saman safn nýrra hljóða. ,Annars kýst ég helst að nota búta af hliðrænum hljóðum því þau fela í sér svo mikla hljóðrýmd sem ekki er til staðar í stafrænum upptökum og gefa Kl. 17-18:30 íSalnum: Bernhard Gúnter og Clarence Barlow flytja fyrirlestra um tónlist. Kl. 20-21:30 íSalnum: Flutt verk eftir Bernard Gúnter: Untitled 1/92 Time, Dreaming Itself Buddha with the sun face / Buddha with the moon face Verk eftir Conlon Nancarrow: Study #19 & #21 f. sjálfspilandi píanó. Verk eftir Curver sem kynnt verða á tónleikunum. mér meiri efnivið í smíðar.“ Á tónleikum flytur hann upptökur af verkunum þannig að þeir era frek- ar sameiginleg hlustun hans og áheyrenda en beinlínis spilamennska. Hann segist þó eyða miklum tíma í að setja tækin upp, koma fyrir hátölur- um og tækjum, og það geti tekið hann tvo til þijá tíma aðfinna rétta staðinn íyrir hátalarana. Á milli verka gefur hann hlustendum síðan færi á að spyrja spuminga um verkið og reynir að útskýra það eftir bestu getu. „Mér finnst best að lýsa tónlist minni eins og tré sem maður rekst á á víðavangi. Það er ekki ætlað manni sérstaklega og ber engan boðskap, en það eitt að horfa á það vekur óteljandi ólíkar hugsanir og tilfinningai’. Það spilhr tónlist séu menn að reyna að lýsa henni, tónlist á að upplifa. Ég kann best við tónlist á litlum hljóðstyrk því að ég vil ekki þvinga tónlistinni upp á fólk eins og svo oft er með vinsældatónlist. Ég bý tónlist mína eins og gjöf sem öllum er frjálst að hafna.“ Verk eftir Clarence Bai’low: Estudio Siete f. myndband og sjálfspilandi píanó. fLvXv$ f. tónband (þar sem fram kemur John Cage). Kuri Suti Bekar f. tölvu og sjálf- spilandi píanó. Kl. 22-1 á Kvöldbarnum í Café 22 PS. Böddi Brútal Póstsköll Rafmagnssveitin Plötusnúðar frá Thule Music PS. Exos PS. Árni Vector Dagskrá ART2000 í dag Atriði úr leikritinu Allt í plati. AUt í plati frumsýnd í Mosfellsbæ FYRSTA frumsýning Leikfélags Mosfellsbæjar á þessu leikári verð- ur laugardaginn 21. oktúber á fjöl- skylduleikritinu „AUt í plati“. Leikritið gerist í leikhúsi og þangað villast margir af þekktum sögupersúnum leiklistarinnar. Má þar nefna gæðablúð svo sem Héra- stubb bakara og Lilla klifurmús og úþokka eins og Mikka ref og Karíus og Baktus. Eins eru þarna ræningjarnir Kasper, Jesper og Júnatan úr „Kardimommubænum" og fleiri. Þegar allt þetta Iið hittist má nú búast við ýmsu. Þá er nú eins gott að hafa hana Línu lang- sokk sér til halds og trausts en hún er burðarásinn í verkinu og með sinum alkunnu kænskubrögð- um leysir hún öll vandamál, held- ur hrekkjusvfnunum í skefjum og kemur í veg fyrir úþokkabrögð. Leikritið Allt í plati eftir Þröst Guðbjartsson er samið utan um persúnur úr leikritum Thorbjörns Egner og Astrid Lindgren og leik- stjúri er Hlédís Þorgeirsdúttir. Sýnt er í Bæjarleikhúsinu í Mos- fellsbæ alla sunnudaga kl. 14 og 17. Samfylkingin í Norðausturkjördæmi ___Stofnfundur kjördæmisráðs Samfylkinqarinnar í Norðausturkjördæmi verður haldinn á Pollinum á Akureyri laugardaginn 21. október Kl.: 14:00 Aðalfundur Samfylkingarfélagsins á Norðurlandi - eystra Dagskrá: Aðalfundarstörf Fundurinn mun kjósa fulltrúa kjördæmisins í verkalýðsmálaráð og flokksstjórn en f/rsti flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar verður haldinn 4. nóvember nk. Kl.: 15:00 Stofnfundur kjördæmisráðs Norðausturkjördæmisins Dagskrá: 1. Tillaga að lögum borin upp 2. Ávarp Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar ^ 3. Almennar umræður Samfylkingin 4. önnur mái www.samfylking.is Samfylkingarfélögin í Norðausturkjördæmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.