Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Gréta Gísladóttir við eitt verka sinna. Gréta Gísla- dóttir sýnir á Selfossi GRÉTA Gísladóttir opnar sýningu á verkum sínum í Gallerí Garði, Mið- garði, Austurvegi 4, Selfossi, í dag, föstudaginn 20. október. Gréta er fædd á Selfossi 1973 og bjó þar til ársins 1981 og hefur því sterkar taugar til staðarins. í dag er Gréta búsett á Akranesi og starfar þar sem leikskólakennari og sést það gjarnan í verkum hennai- þar sem hún málar mikið börn að leik. Gréta kom í sumar heim til Is- lands eftir ársdvöl við danska Kunst- og handverkskolen í Engelsholm þar sem hún lagði stund á málun. Einnig lærði hún að vinna með kalt gler. Danmörkudvölinni lauk með einka- sýningu í Galleri Aakjærs í Velje. Aður hafði hún haldið þrjár einka- sýningar í handverkshúsinu Drymlu á Bolungarvík. Gréta málar olíu-, acryl- og vatns- litamyndir og eru verkin fjölbreytt og takmörkun í litavali nær engin. Þetta er sölusýning og lýkur henni 15. nóvember. --------------- Handverk Bjarna Þórs Kristj ánssonar í Glugganum GLUGGINN í Galleríi Hnoss að Skólavörðustíg 3 verður að þessu sinni helgaður gömlu en ekki gleymdu handverki. Bjami Þór Kristjánsson handverksmaður sýnir þar handverksmuni og gömul og ný handverkfæri þeim tengd. Bjarni hefur lagt sig fram um að grafa upp og viðhalda gamalli hand- verkskunnáttu sem búið hefur með þjóðinni allt frá landnámsöld, svo sem eldsmíði, tálgun, útskurði og tínugerð (traföskjur o.fl.). I Glugganum verða sýndar tínur, tálgaðar skeiðar, ausur og bollar, út- skurður og eldsmíðuð verkfæri. Auk þess verða gömul og ný handverkfæi í Glugganum til að undirstrika klass- ískt notagildi þeirra og minnt á sál- rænt gildi þess að vinna með hönd- unum. -♦-♦-♦■ Loftbólur í Gall- erfí Nema hvað GUÐFINNA Anna Hjálmarsdóttir opnar sýningu í nemendagalleríi Listaháskóla íslands, Nema hvað, Skólavörðustíg 22, undir yfirskrift- inni Loftbólur - leikur við Móður jörð í dag kl. 17. Guðfínna er loka- ársnemi í myndlist við Listaháskóla íslands. Sýningin verður opin, auk opnun- ardagsins, laugardag og sunnudag frá kl. 16 til 18. íslenski sálmalaga- arfurinn mikil gullkisla Sálmar lífsins er yfirskrift útgáfutónleika sem þeir Sigurður Flosason saxófónleikari og Gunnar Gunnarsson orgelleikari halda í Hallgrímskirkju á morgun. Margrét Svein- björnsdóttir ræddi við Sigurð um tónleik- ana, samnefndan geisladisk og tilnefningu sem hann hlaut nýverið til tónlistarverð- launa Norðurlandaráðs. YFIRSKRIFT tónleikanna og geisladisksins, Sálmar lífsins, vísar til þess að þeir félagar hafa leitað fanga í hinum mikla sjóði íslenskra sálmalaga, allt frá fimmtándu öld og fram til nútímans. Flest er sálmalög- in að finna í sálmabók íslensku kirkjunnar en Sigurður og Gunnar flytja öll lögin í eigin útsetningum, þar sem þeir hafa lagt mikla áherslu á spuna af ólíkum gerðum. A tónleikunum í Hallgrímskirkju á morgun, laugardag, kl. 17 leika þeir lög af geisladiskinum sem þeir sendu frá sér í apríl sl. í bland við nýrra efni sem þeir hafa unnið að undanförnu. A næstu dögum munu þeir svo leggja land undir fót og halda tón- leika bæði norðanlands og sunnan. Diskurinn hefur vakið mikla athygli og fengið góða dóma og seldist fyrsta upplag upp hjá útgefanda, Máli og menningu, en ný sending er nú kom- in í verslanir. Þá vakti sálmaspuni Sigurðar og Gunnars óskipta athygli á Kristnihátíð á Þingvöllum í sumar en fyrstu sálmaspunatónleikana héldu þeir fyrir rúmu ári í Hall- grímskirkju. Spuninn er alltaf nýr Sigurður segir megintilgang tón- leikanna að þessu sinni vera að kynna diskinn og því verði meirihluti efnisskrárinnar sóttur þangað. „Hins vegar höfum við verið að bralla ýmislegt annað síðan og bætt ýmsu við, þannig að þetta verður hvorki endurtekning á diskinum né tónleikunum frá í fyrra. Svo er það nú líka þannig með svona spunna tónlist að hún er í rauninni ný í hvert sinn - þó að sama lagið sé spilað er spuninn nýr,“ segir hann. Bætir svo við að reyndar séu þeir félagar með nýjan disk í undirbúningi þar sem þeir muni halda áfram að spinna út frá sálmaefni. „Líklega verður það jólaplata sem kemur út á næsta ári.“ Aftur að tónleikunum. Sigurður segir að efnisskráin endurspegli lífs- feril mannsins eins og hann tengist kirkjunni - ýmist í gleði eða sorg. Þannig verði m.a. fluttir sálmar sem tengist stórhátíðum kirkjuársins og helstu kirkjulegum athöfnum, svo sem skírn, fermingu, brúðkaupi og útför. Mörg sálmalaganna eru í hópi hinna þekktustu meðal íslensku þjóðarinnar, eins og t.d. Heyr himna smiður, Fögur er foldin, Jesús er besti vinur barnanna og Til þín Drottinn hnatta og heima, en önnur heyrast sjaldnar. Algjörlega óplægður akur Sigurður segir íslenska sálma- lagaarfinn mikla gullkistu sem skemmtilegt sé að róta í. „Það er af- skaplega mikið til af þessari músík og þó að hún sé auðvitað misjöfn þá Morgunblaðið/Einar Falur Sigurður Flosason saxófónleikari og Gunnar Gunnarsson orgelleikari halda útgáfutónleika í Hallgrímskirkju á morgun. er þar mjög margt spennandi og skemmtilegt. Þetta er í raun algjör- lega óplægður akur hér á landi og viðbrögðin eru sannast sagna frá- bær, svo það hvetur mann til enn frekari dáða,“ segir hann. „Við viss- um svo sem ekkert fyrirfram við hverju við áttum að búast. Við hefð- um allt eins getað átt von á að þetta höfðaði eingöngu til einhvers þröngs djasskjarna en þetta virðist fara út yfir öll mörk. Hlustendahópurinn er almenningur á öllum aldri. Þá hefur kirkjunnar fólk verið mjög jákvætt og stutt við bakið á okkur með öllum mögulegum ráðum,“ heldur hann áfram. Sigurður segir samstarf þeirra Gunnars með miklum ágætum. „Við eigum mjög jafnan hlut í þessu verk- efni og það er kannski ekki sjálfgef- ið. Okkur lyndir vel saman og ég held að þetta geti þróast lengra eftir því sem við gerum meira af því að spinna saman, þannig að það eru ör- ugglega einhverjir vaxtannöguleik- ar í þessu,“ segir hann. Geri mér engar grillur Yfir í allt aðra sálma. Sigurður hlaut nýverið tilnefningu til tónlist- arverðlauna Norðurlandaráðs. Hvernig skyldi hann hafa tekið því? „Það kom mér algjörlega á óvart og er náttúrulega bara gleðilegt að hafa orðið þessa heiðurs aðnjótandi. Þetta segir manni kannski líka að einhverjh- taki eftir því sem maður gerir og meti það - og fyrir það er ég bara þakklátur. Ég geri mér hins vegar engar griilur um að fá þessi verðlaun, það eru tólf manns aðrir tilnefndir og sumir þeirra eru stór nöfn í alþjóðlegu samhengi. En það er ekki aðalatriðið hver hreppir verðlaunin. Við erum reyndar tveir Islendingar sem erum tilnefndir - hinn er Skúli Sverrisson bassaleikari sem er mjög vel að tilnefningunni kominn," segir hann. Tónleikar norðanlands og sunnan I framhaldi af tónleikunum í Hall- grímskirkju munu Sigurður og Gunnar leika á eftirfarandi stöðum: I Húsavíkurkirkju sunnudaginn 22. okt. kl. 16, í Akureyrarkirkju sama kvöld kl. 20, í Ytri-Njarðvíkurkirkju mánudaginn 23. okt. kl. 20, í Hvera- gerðiskirkju fimmtudaginn 26. okt. kl. 20 og í Selfosskirkju laugardag- inn 28. okt. kl. 16. Forsala aðgöngu- miða á tónleikana í Hallgrímskirkju er í bókaverslun Máls og menningar á Laugavegi. Sigurður Guðmundsson í Listasafni Islands Nýleg verk sein ekki hafa sést áður á Islandi SÝNING á nýjum verkum Sigurðar Guðmundssonar verður opnuð í Listasafni Islands í kvöld. A sýning- unni eru sjö þrívíð verk frá árunum 1995-2000. Ekkert þessara verka hefur sést á Islandi áður, en þau eru m.a. unnin í Kína, Svíþjóð og Hol- landi. Sigurður Guðmundsson er fæddur 1942 í Reykjavík. Hann stundaði nám við Handíða- og myndlistaskólann 1960-63, við Academi 63 í Haarlem í Hollandi 1963-64 og við Ateliers 63 á sama stað 1970-71. Sigurður hefur hlotið margar viðurkenningar á list- ferli sínum. Hann hlaut Prins Eugen- orðuna í Stokkhólmi 1985, DAAD- styrk í Berlín 1987-88 og Henrik- Steffens-Preis í Hamborg 1989. „Sigurður varð eins og jafnaldrar hans á sjöunda áratugnum fyrir áhrifum frá fluxus-list og arte povera og var einn af virkustu þátttakendum SÚM-hópsins í Reykjavík og hélt fyrstu sýningu sína árið 1969 í Gallerí SÚM, en hann var einn af stofnend- um gallerísins. Hann var jafnframt einn af stofnendum In-Out-Center í Amsterdam og Nýlistasafnsins í Reykjavík. A sjöunda áratugnum, eftir að hann settist alveg að í Amsterdam, þróaði hann eins konar ljósmynda- gjörninga, eða sviðsetningar eins og Morgunblaðið/Einar Falur Eitt verka Sigurðar Guðmunds- sonar á sýningunni. hann kallar þær sjálfur, þar sem hann leikur sjálfur aðalhlutverkið. Hann hefur ekki gert slík verk síðan 1980 fyrir utan verkið Encore frá 1991. Þessi miðill reyndist falla mjög vel að hugmyndalist hans eða hug- myndaljóðlist. Síðan þróuðust verk hans rökrétt yfir í hlutkennd þrívídd- arverk. Sigurður nýtur. alþjóðlegrar við- urkenningar sem myndlistarmaður og voru verk hans m.a. valin til sýn- ingar er Pompidou-listamiðstöðin í París var opnuð 1977. Hann hefur einnig sýnt á Feneyjatvíæringnum 1976 og 1978. Um þessar mundir er Sigurður búsettur í hafnarborginni Xiamen í Suður-Kína þar sem hann hefur unnið að listsköpun ásamt rit- störfum. Verk Sigurðar eru í eigu allra helstu safna í Evrópu, svo sem Stedelijk-safnsins í Amsterdam og Pompidou-safnsins í París. Nýverið hlaut hann A. Roland Holst 2000, hollensku skáldaverðlaunin," segir í kynningu. Við opnun sýningarinnar verður fluttur tónlistargjömingurinn Dúett frá árinu 1997. Flytjendur eru söngv- ararnir: Tena Palmer, Örn Arnars- son og Jóhann Jóhannsson, sem sem- ur tónlistina. Textinn er eftir Sigurð Guðmundsson. Bókaforlagið Mál og menning gef- ur út bók með öllum Ijósmyndaverk- um listamannsins sem jafnframt verður fáanleg á ensku, dönsku og hollensku. Sýningin hefur verið valin á dag- skrá Reykjavíkur - menningarborg- ar Evrópu 2000. Hún verður opin alla virka daga, nema mánudaga, frá klukkan 11 til 17. Sýningunni lýkur hinn 26. nóvember. Umur í Gallerfi Sævars Karls ILMUR María Stefánsdóttir opnar sýninguna Dysfunctionalism í Gall- eríi Sævars Karls laugardaginn 21. október kl. 14. Sýningin samanstendur af skúlpt- úrum og ljósmyndum. Verkin eru unnin á árunum 1900-2000. Ilmur útskrifaðist 1995 úr Myndlista- og handíðaskólanum og lauk MA-námi við Goldsmiths í London í ágúst 2000. Sýningin stendur til 9. nóvember og er opin á afgreiðslutíma verslun- arinnar. Sýningu lýkur SÝNINGU Dominique Ambr- oise í Gallerí Fold, Rauðarár- stíg 14-16, lýkur sunnudaginn 22. október. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga frá 10-17 og sunnudaga frá 14-17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.