Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Hvað var ð um fólkið? ÍReykjavík vantarylgegn frosti ogskjól fyrir vindum og regni. U' " t er komin sérlega vönduð og eiguleg bók er nefnist „20. öldin. Brot úr sögu þjóðar“. Bókin hef- ur að geyma myndir og stuttan texta, sem ætlað er að varpa ljósi á líf íslensku þjóðarinnar á öld- inni, sem er að líða. Þessu verki ætti að halda að ungu fólki á Is- landi. Það er fallið til að vekja áhuga og spurn. I ritinu er að finna myndir, sem margar hverjar eru öldungis einstakar. Myndir frá Reykjavík á fyrri hluta aldarinnar vekja sér- staka athygli. Þær sýna m.a. Knud Ziemsen bæjarstjóra taka að sér umferðarstjórn í miðborg- ,inni; múgur og margmenni hefur sýnilega fylgst með kappreiðum Fáks í Elliðaárdal árið 1927 og mökkur fólks var jafnan saman kominn á Melavelli þegar þar fóru fram íþróttamót. Tívolí í Vatnsmýrinni VIÐHORF Eftir Asgeir Sverrisson naut viðlíka vinsælda. Eitt stend- ur uppúr þegar þessar gömlu Reykjavíkur- myndir eru skoðaðar: A þeim öllum er fólk. Hvað er orðið af öllu þessu fólki? Vísast blasir svarið við; Reyk- víkingar eru ýmist í kringlum höfuðborgarinnar eða fastir í bíl- um á leiðinni þangað. En vakna ekki vangaveltur um skipulags- mál í höfuðborginni og þróun hennar þegar svo er komið að fólk sést vart á ferli utan dyra? Og hvar ætti það fólk annars að vera? Saga borgarskipulags í Reykjavík er ekki fallin til að auka trú á mannsandann. Hörmuleg mistök hafa verið end- urtekin hvað eftir annað ára- tugum saman. Byggð er dritað út , og suður; hvar annars staðar skyldi ónýtur flugvöllur frá stríðsárunum ráða þróun höfuð- borgar við upphaf nýrrar aldar? Hvers vegna leggur enginn stjórnmálamaður til að mannlífi verði leyft að þrífast í Reykjavík? Einhverjir munu benda á að andstyggilegt loftslag á íslandi sé ekki líklegt til að skapa mann- líf utan dyra. Þetta er augljóslega rétt. Var veðrið ef til vill skárra á Islandi á árum áður? Hvernig stendur á því að forðum gátu karlmenn borið hatta? Aðrir munu taka fram að versl- un hafi verið hrakin úr miðborg- , inni og að henni hafi verið breytt í „helgar-hverfi“ veitinga- og skemmtistaða. Þetta er einnig augljóslega rétt þótt með því sé ekki sagt að harma beri að veit- ingastöðum og vínstúkum hafi fjölgað í Reykjavík. Öðru nær. Vitur maður sagði einhverju sinni að aðeins eitt væri skemmtilegra en að horfa á fólk drekka áfengi og það væri að neyta þess sjálfur. Dauði miðbæjarins ski’ifast hins vegar á metnaðar- og fram- taksleysi borgaryfirvalda. Þar vantar yl og skjól - „lífsrými“. Með miklum ólíkindum er hversu lítið hefur verið gert til að búa til skjól þannig að menn geti komið saman utan dyra án þess að eiga á hættu að vindar allra átta feyki þeim út í hafsauga. Hið sama gildir um yfirbyggðar/ upphitaðar götur, torg, port, garða og hvaðeina. Yfirvöld í Reykjavík hafa gleymt þeirri skyldu sinni að hlúa að mannlífinu í borginni. Og kom- ist upp með það. Hinn frjálsi markaður hefur tekið það að sér og að sjálfsögðu á eigin for- sendum; kringlurnar eru sam- komustaðir íslendinga nú um stundir. Fólk fer jafnvel saman út að borða þar. Ef til vill ættu íbúar höfuð- borgarinnar að þakka fyrir versl- unarmiðstöðvarnar; þær hafa a.m.k. gert fólki kleift að hittast í Reykjavík. Þetta bandaríska út- hverfa-fyrirkomulag sýnast staðnaðir borgarfulltrúar telja hið þekkilegasta. Aratugum saman hafa grunn- þættir borgarsamfélags verið yf- irvöldum í Reykjavík gjörsam- lega framandi. Enn virðast menn halda að Reykvíkingar kjósi helst að koma saman, klæddir sem pólfarar, í þeim dapurlegu al- menningsgörðum, sem er að finna í borginni. Ráðamenn virð- ast aukinheldur telja að borgarlíf fái aðeins þrifist þegar skipulagð- ar eru svonefndar „uppákomur“ oftar en ekki í nafni illskiljanlegs gríns eða menningar. Loks hefur verið lögð óhófleg áhersla á of- skipulögð „útivistarsvæði“ á kostnað nýtanlegs „lífsrýmis" í borginni. Enda er bæjarbragurinn svo dauflegur að leitun er að öðru eins. I Reykjavík vantar yl gegn frosti og skjól fyrir vindum og regni. Slíkur viðbúnaður er for- senda þess að framtak einstakl- inga og fyrirtækja fái notið sín borgarlífinu-til heilla. Þau rök eru vissulega áleitin að ekki sé æskilegt að íslendingar komi saman og nægir þar að vísa til þeirrar þjóðarlygi að maður sé manns gaman. A hinn bóginn er sá skilningur viðtekinn um allan hinn vestræna heim, hið minnsta, að verkefni borgaryfirvalda sé m.a. að skapa forsendur þess að þar fái þrifist mannlíf enda sé maðurinn „pólitískt dýr“. Nýlega var greint frá því að ís- lendingar notuðu þjóða mest þunglyndislyf. Þótt skýringin liggi í augum uppi - Framsóknar- flokkurinn er hvergi annars stað- ar í ríkisstjórn - hljóta jafnframt að styrkjast grunsemdir um að mistekist hafi með öllu að skapa Islendingum umhverfi og lífsskil- yrði, sem fallin séu til að létta lund og vernda geð_. Geðlyfjanotkun íslendinga er vitanlega áfellisdómur yfir stjómmálamönnum og því þjóð- félagi, sem fram hefur þróast undir leiðsögn þeirra. Að því kemur að lýst verður eftir nýrri hugsun, nýrri nálgun, nýrri sýn. Getur talist eðlilegt að fólk sjá- ist aðeins á kreiki í höfuðborginni drukkið og um helgar? Vitanlega má gleðjast jrfir því að Islending- ar séu þvílík hreystimenni að þeir fái haldið uppi mjög viðunandi áfengisneyslu við svo erfiðar að- stæður. En seint verður sagt að það ástand lýsi sligandi metnaði kjörinna fulltrúa almennings í borginni. Og er ekki eitthvað undarlegt við það, að minningar úr æsku um fólk á ferð í borginni skuli sækja á miðaldra meðalmenni þegar það virðir fyrir sér gamlar myndir frá Reykjavík? + Ott<5 Svavar Jó- hannesson var fæddur á Móbergi í Langadal Austur- Húnavatnssýslu 1. júlí 1912. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Elísabet Þor- leifsdóttir og Jó- hannes Halldórsson. Systkini hans voru Óskar, Björg, Ingi- ríður, Halldór, Guð- mundur, Jón og Helga Kristín. Þau eru öll látin. Eftir lifir bróðirinn Axel sem búesettur er á Akureyri. Svavar kvæntist hinn 17. júlí 1943 Hallfríði Mörtu Böðvars- dóttur, f. 8. júní 1913. Foreldrar hennar voru hjónin Böðvar Mar- teinsson, og Guðbjörg Jónsdóttir, sem bjuggu á Hrútsstöðum í Lax- árdal, Dalasýslu. Börn Svavars og Hallfríðar eru: 1) Björgvin Böðvar, kennari, f. 12. apríl 1944. Hann var kvæntur Kristínu Garðarsdóttur, kennara. Börn þeirra eru, Helga, Svavar, Hörð- Ég vil með nokkrum orðum minn- ast tengdaföður míns sem lést 12. október og jarðsettur er í dag frá Kópavogskirkju. Svavari kynntist ég fyrir nokkrum árum þegar ég giftist Björgvini syni hans. Frá fyrstu tíð umvafði hann mig með elsku sinni og umhyggju og var mér kær vinur. Börnum mínum og bamabömum var hann eins og besti afi. Eftir að Svavar varð einn töluðum við saman í síma nánast á hverju kvöldi. Þetta var orðinn fastm- liður sem ég sakna nú. Svavar var mikið Ijúfmenni. Hann var áhuga- samur um allt sem við gerðum og fylgdist með og gladdist yfir því sem unga fólkið tók sér fyrir hendur. Síð- astliðið vor flutti Svavar á sambýli aldraðra á Skjólbraut la í Kópavogi. Þar naut hann umhyggju og hlýju sem ég vil þakka fyrir. Svavar lést eftir stutta legu á sjúkrahúsi, hann var heilsuhraustur alla tíð og þetta var hans eina sjúkra- húsvist. Ég kveð með söknuði og þakka samveruna. Sesselja. Elsku afi okkar. Nú ertu búinn að fá hvíldina og vonandi líður þér vel. Kominn til hennar ömmu sem þú saknaðir svo mikið. Það er svo erfitt að þurfa að kveðja þig en við gleymum aldrei öllum góðu stundunum sem við áttum saman. Við eigum eftir að sakna þín mikið en lifum í minningunni um góðan afa sem okkur þótti svo vænt um. Elsku afi, við viljum þakka þér fyr- ir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Minningu þína munum við alltaf geyma í hjarta okkar. Nú leggégaugunaftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mínverivömínótt. Æ, virzt mig að þér taka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Þín afabörn, Sif, Hiín og Freyr. Fyrstu kynni mín af Svavari voru þau að ég var stráklingur sendur til stuttrar sumardvalar að Hrútsstöð- um í Dalasýslu en þar höfðu Svavar og móðursystir mín, Hallfríður, tekið við búi foreldra hennar. Þetta var seint á 5. áratugnum og foreldrar mínir fluttir í Kópavog. Svavar var ákaflega hlýr í viðmóti og bamgóður og það var einkar þægilegt að dvelja í návist hans. Með árunum varð sum- ardvöl mín Jengri og ég kynntist Svavari betur. Svo fór að ég dvaldist á sumrin þá þeim hjónum til 15 ára aldurs. Svavar gaf mér lamb og mig ur Garðar og Hall- fríður Anna. Núver- andi eiginkona Björgvins Böðvars er Sesselja H. Guð- jónsdóttir, kennari. 2) Elísabet Jóhanna, kennari, f. 8. apríl 1948. Hún er gift Ólafi Guðmundssyni skólastjóra, og börn þeirra eru Sif, Hlfn og Freyr. Svavar og Hall- fríður hófu búskap á Hrútsstöðum árið 1943 og bjuggu þar um 11 ára skeið en fluttu þá í Kópavog og reistu sér hús í Löngubrekku 4. Hallfríður lést 12. desember 1992. Svavar stundaði trésmíðar lengst af eftir að hann brá búi - en síðustu starfsárin var hann vaktmaður í Iðnaðarbankanum v/Lækjargötu. Síðustu ævimánuðina dvaldist Svavar á sambýli aldraðra á Skjólbraut la í Kópavogi. Utför Svavars fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. minnir að þau hafi orðið ein þrjú á vetur sett þegar yfir lauk. Svavar sá svo til þess að innlegg bústofns míns væri lágt inn á bók og ég taldi mig með ríkari sveinum þessa lands. A þessum tíma var bústofninn á Hiúts- stöðum ekki stór og eitthvað höfðu foreldrar mínir orð á því að þetta bú- fjárhald mitt hjá Svavari væri eigin- lega ofrausn. Ég var hins vegar ekki á sama máli og fannst ég og lömbin fyllilega eiga þetta skilið. Eitt af verkum vikapiltsins var auðvitað að reka kýr og sækja til mjalta kvölds og morgna. A sunnudagsmorgnum átti ég þó frí því húsbóndinn, Svavar, sótti sjálfur kýrnar. Ég vissi ekki betur en þetta væri nánast lögbund- inn réttur vikapiltsins og það var ekki fyn- en síðar að mér varð Ijóst að það væri ekki beinlínis í verkahring húsbóndans að sækja kýr í haga á sunnudagsmorgnum. Svavar var af- burðasnyrtimenni og hirti bú sitt vel og skepnuhald fórst honum sérlega vel úr hendi enda mikill dýravinur. Arið 1954 bregða þau hjón svo búi og flytja í Kópavog þar sem Svavar reisti þeim fljótlega hús við Löngu- brekku. Hjá þeim dvöldu alla tíð, bæði í Dölum vestur og í Kópavogi, foreldrar Hallfríðar, Guðbjörg og Böðvar, sem bæði náðu háum aldri og nutu umhyggjusemi þeirra beggja í ríkum mæli. Svavar var mjög hagur á tré og fékkst við tréSmíðar lengst af eftir að hann flutti í Kópavog. Eg vai’ þannig þeirrar gæfu aðnjótandi að fá Svavar í mótauppslátt að húsi mínu hér í Kópavogi og átti hann stærstan hlut að því verki. Svavar fékkst einnig við fleiri störf og var alls staðar viður- kenndur fyrir vandvirkni og sam- viskusemi. Sér til gamans fékkst hann einnig við útskurð og einhvers staðar leynast enn útskurðarverk eftir hann. Þegar um hægðist og árin færðust yfir fékkst hann talsvert við bókband, m.a. fyrir kunningja sína. Þau hjón, Svavar og Fríða, voru vinsæl og vinmörg, hjálpsöm og greiðvikin, til þeirra vai’ gott að koma. Eftir að Hallfríður dó, 1992, dvaldi Svavar einn í húsi sínu og naut aðstoðar heimilishjálpai’ Kópavogs- bæjar en fluttist á sambýlið á Skjól- braut la í mars sl. Þegar litið er yfir lífshlaup Svav- ars má sjá að þar fór gæfumaður. Hann hafði einstaklega þjált skap, léttur í lund og gleðimaður á góðri stund. Hann komst friðsamlega af við alla samferðamenn sína, einnig þá sem höfðu stríða lund. Hann var maður friðsemdar og sátta. Honum tókst með hjálp örlagadísanna að komast hjá öllum stóráföllum og halda afbragðsheilsu þar til nú fyrir skömmu að hann er kvaddur yfir móðuna miklu. - Góður drengur er genginn. Ég, Halla, Ingunn systir og fjöl- skyldur vottum börnum Svavars, Böðvari og Betu, sem og öðrum að- standendum, okkar dýpstu samúð. Arni Stefánsson. Góður vinur er fallinn frá. Ég vil minnast hans með örfáum orðum. Ég kynntist Svavari, Hallfríði konu hans og börnum þeirra tveimyorið 1954 er þau fluttu í Kópavog, á Alfhólsveginn við Álfhólinn, á Hæðina eins og stað- urinn var kallaður. Ég vai’ þá 9 ára og átti heima í gömlu húsi þar í grennd- inni ásamt móður minni og systrum. Með fjölskyldum okkar varð fljótt vinskapur. Ég var alltaf velkominn á þeirra heimili, þó húsakynnin væru þröng, en fyrstu árin í Kópavogi bjuggu þau í litlum leiguhúsum, þar til þau byggðu sér hús á Löngu- brekku 4 í Kópavogi. í heimili voru auk Svavars og Hallfríðar og barn- anna tveggja, aldraðir foreldrar Hallfríðar, Böðvar og Guðbjörg, og voi’u þau hjá þeim alla tíð. Seinna er móðir mín byggði af litl- um efnum við Álfhólsveginn var Svavar henni mikil og góð hjálpar- hella við smíðar og innréttingar og fyrir það taldi ég mig ávallt eiga hon- um skuld að gjalda. Svavar hafði ekki átt kost á langri skólagöngu en pargt hafði hann lært í skóla lífsins. Á yngri árum stundaði hann búskap en síðari árin margs konar vinnu, svo sem trésmíðar, járnsmíðar, húsvörslu og bókband, en hagleiksmaður var hann til allra verka og stundaði vinnu fram yfir sjötugt. Eins og fyrr sagði áttu þau Svavar og Hallfríður tvö börn, Björgvin Böðvar og Elísabetu, sem bæði eru starfandi kennarar, og einn- ig ólu þau upp fósturson, Þorstein Kára Bjamason íslenskufræðing. Vinátta mín við Svavar og fjöl- skyldu hans hefm- enst alla tíð og aldrei borið skugga á. Þau hjón, Svavar og Hallfríður, voru afskap- lega hlý og umhyggjusöm við börn og fullorðna, glöddust með þeim er vel gekk og voru í raun afi og amma margra óskyldra barna. Hallfríður lést 1992. Svavar hafði allt frá upp- vaxtarárum sínum mikið dálæti á skepnum, þar á meðal hestum, og hafði hann ávallt mynd af uppáhalds- hestinum sínum, honum Dreyra, við íúmið sitt, en þann hest varð hann að fella er hann yfirgaf æskustöðvarnar. Svavar var dagfarsprúður, yfirlæt- islaus, fróður og áhugasamur um menn og málefni. Hann var alla tíð líkamlega og andlega hraustur og hélt sinni reisn til hins síðasta. Ég votta börnum hans, afabörnum og öðrum aðstandendum samúð mína við fráfall hans. Ég þakka Svavari innilega fyrh- góð kynni. Ég mun sakna hans. Orn Þorvaldsson. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beonir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. OTTÓ SVAVAR JÓHANNESSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.