Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTOBER 2000 49 MINNINGAR + Ragna Kristín Þórðardóttir fæddist í Bolungar- vík 11. maí 1938. Hún lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 12. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þórður Hjaltason, f. 5. janúar 1904 á Markeyri við Isa- fjarðardjúp, d. 15. niars 1969 í Reykja- vík, og k.h. Kristín Jóna Guðmundsdótt- ir, f. 20. september 1911 á Kvíabryggju í Eyrarsveit, Snæfellsnesi. Systkini Rögnu voru: 1) Sigurborg, f. 10. janúar 1937, d. 19. júlí 1992. Var gift Friðgeiri Sörlasyni, f. 16. júní 1935. Sonur þeirra er: a) Þórður Víkingur, f. 16. nóvember 1957, kvæntur Helgu Kristjánsdóttur, f. 20. nóvember 1966. Dætur þeirra eru Assa Borg, f. 9. októ- ber 1995, og Sesselja Borg, f. 14. apríl 1999. 2) Ásgerður, f. 29. janúar 1940, gift Gunnari Kar- lssyni, f. 2. desember 1940. Börn þeirra eru: a) Guðlaug, f. 13. des- ember 1964. b) Kristín Þórunn, f. 6. ágúst 1967, dóttir hennar er Sonja Rún, f. 22. maí 1997. c) Gunnar Karl, f. 19. október 1976. í dag finnst okkur óréttlæti heimsins takmarkalaust, enn á ný er höggvið skarð í okkar litlu fjöl- skyldu. Ragna er farin frá okkur svo alltof, alltof snemma. Hugurinn reikar til baka og minningarnar streyma fram. Ragna var einstak- lega gefandi manneskja og sá eig- inleiki einkenndi allt hennar líf, bæði í starfi og einkalífi. Þess nut- um við systrabörn hennar í ríkum mæli og verður aldrei frá okkur tekið. Allt sem hún tók að sér að gera var innt af hendi fullkomlega, það vita þeir sem til hennar þekktu. Alltaf boðin og búin til að liðsinna þeim er á þurftu að halda. Hún hafði yndi af að umgangast smáfólkið, ekki síst litlu dömurnar þrjár sem fæðst hafa í fjölskylduna í seinni tíð, af þeim hafði hún ómælda gleði og ánægju sem svo sannarlega var gagnkvæm. Ragna greindist með illkynja sjúkdóm í júlí sl. Baráttan var snörp og óvægin. Hún tók veikind- um sínum af einstökum hetjuskap, staðráðin í að berjast til þrautar. Snemma var þó ljóst að sigur hefð- ist ekki í þessari baráttu, þeim tíð- indum var tekið með stóískri ró. Hún þótti líka einstakur sjúklingur, alltaf þakklát, aldrei kvartað. Á líknardeild Landspítalans hlaut hún þá albestu umönnun sem hægt er að hugsa sér, og er hér með komið á framfæri þakklæti til starfsmanna deildarinnar sem hafa sýnt okkur öllum í fjölskyldunni ómælda hlýju og stuðning. Elsku Ragna, án þín verður ekk- ert eins og það var. En minningu þína munum við rækta í hjörtum okkar, hlýja og yndislega líkt og þú varst sjálf. Við huggum okkur við það að nú ertu laus við þjáningarn- ar og komin til þeiiTa sem á undan hafa farið, til föður þíns og systkina og litla Dags Freys. Það er erfitt að sætta sig við orðinn hlut og söknuðurinn er mikill. Við trúum því að meiri þörf hafi verið fyrir krafta þína annars staðar og þökk- um fyrir allar stundirnar sem við nutum saman. Elsku Ina-amma, mamma og Lauga, missi ykkar verður ekki með orðum lýst. Elsku Ragna, við sjáumst seinna meir. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég veit að þú vakir yfir litlu prins- essunum þínum, Össu, Sesselju og Sonju. Við hugsum stöðugt til þín. Hvíl í friði. Þínar Kristín og Sonja Rún. Elskuleg vinkona mín, Ragna Þórðardóttir, hefur nú kvatt okkur 3) Guðmundur Birg- ir, f. 29. maí 1942, d. 9. febrúar 1961. 4) Guðlaug, f. 20. ágúst 1947. Synir hennar eru: a) Guð- mundur Birgir, f. 22. maí 1966, kvæntur Heiðveigu Jóhannsdóttur f. 27. október 1969. Sonur Guðmundar var Dagur Freyr, f. 3. apríl 1995, d. 8. apr- íl 1995. b) Þórður Hjalti, f. 14. janúar 1971, unnusta hans er ída Braga Ómarsdóttir, f. 24. júlí 1973. Ragna Kristín lauk kennara- prófi árið 1966 og starfaði sem kennari allar götur síðan. Hún 1 lauk prófi í heyrnleysingja- kennslu frá Statens Spesiallær- ereskole í Noregi árið 1969 og prófi í talkennslu frá sama skóla árið 1991. Hún var kennari við Heyrnleysingjaskóla íslands frá 1966-1967 og frá 1969-1977. Hún kenndi við Bústaðaskóla frá 1977-1980. Við Öskjuhlíðarskóla kenndi hún frá 1980 og allt til dauðadags. Utför Rögnu Kristínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. samferðafólk sitt allt of snemma. En enginn ræður för. Við Ragna áttum það sameigin- legt að alast báðar upp í sjávar- þorpum á Vestfjörðum á svipuðum tíma í skugga heimstyrjaldar. Hún í Bolungarvík en ég á Flateyri. Þar að auki ólumst við báðar upp á sím- stöðvum sem í þá daga voru „mið- stöðvar" bæjarlífsins í plássunum okkar. Reynsluheimur okkar á bernskuárunum var þannig mjög af sama toga. Það var þó ekki fyrir vestan heldur í Reykjavík sem leið- ir okkar Rögnu lágu saman. Báðar tilheyrðum við því sem kalla mætti fyrstu kynslóð íslenski’a sérkenn- ara og kynntumst þegar sér- kennarastéttin var að hasla sér völl, kynna sérsvið sitt útávið og skapa starfinu faglegan grundvöll í skólum og stofnunum. Það rifjast upp nú að í fyrsta sinn sem ég kom heim til Rögnu, þar sem hún bjó með Kristínu móður sinni á Háa- leitisbraut, var það einmitt til þess að ræða í leshring bókina um ein- hverfa drenginn Dibs sem var að leita að sjálfum sér. Á þessum ár- um starfaði Ragna í Heyrnleys- ingjaskólanum og í Bústaðaskóla en hún hafði þá lokið tveggja ára sérkennaranámi í Noregi með kennslu heyrnarskertra sem sér- grein. Síðar fór hún aftur utan og lauk námi sem talmeinafræðingur. Þegar Ragna hóf störf í Öskjuhlíð- arskóla urðu hin starfslegu kynni okkar eðlilega meiri og nánari en við þau bættist persónuleg vinátta sem aldrei hefur fallið skuggi ár. Á árunum níu sem ég nú aftur búið vestur á Flateyri hefur í heimsókn- um Rögnu hingað vestur bæst enn í þann sjóð góðra minninga sem ég á af þessari miklu öðlingskonu. Eiginlega finnst mér að Ragna nálgist það meira en flestir sem ég hef kynnst um ævina að hafa verið „vammlaus manneskja“. Hún var svo einstaklega vönduð, mannkostir hennar bæði margir og ekkert venjulegir. Einhvern veginn hafði hún lag á að sjá þá hlið á málum sem eftir nánari athugun reyndist vera hin „rétta“ en kannski ekki að sama skapi sú auðveldasta eða létt- asta. Þetta einkennir gjarnan þá sem gera miklar kröfur - þá ekki hvað síst til sjálfra sín og mótaði án efa líf Rögnu að talsverðu leyti. Af mörgum eðliskostum Rögnu sem einkenndu persónulegt líf hennar jafnt og starf voru líklega sterkast- ir ósérhlífni hennar og fórnarlund sem fjölskylda hennar og vinahóp- ur naut góðs af; vandvirknin sem tengdist öllu sem hún snerti á og varð til þess að fagmennska hennar var ævinlega í hæsta gæðaflokki. Og hæfileiki hennar að setja sig í annarra spor og geta líka á góðri stund séð hið spaugilega við ýmis- legt í amstri daganna. Það koma á sárri kveðjustund í hugann ótal augnablik sem geymd eru í sjóði góðu minninganna um Rögnu: Ragna að segja okkur vin- konunum gamansögur af æskuslóð- um vestur í Bolungarvík svo ósegj- anlega skemmtilegar, svo lifandi og fullar af húmor að manni fannst sögupersónurnar og atvikin þeim tengd væru að gerast í raunveru- leikanum. Ragna að „giánast" eins og henni einni var lagið hvort sem það var í berjamó, í ótalmörgum bæjarferðum okkar, einkum eftir að ég fór vestur eða við önnur tækifæri. Ragna að bjarga mér þegar ég hafði reist mér hurðarás um öxl í einhverju efni og lét þá ekki klaufaskap minn ergja sig heldur í mesta lagi verða tilefni smástríðni sem hún vissi að ég þoldi. Á starfsárum mínum sem skóla- stjóri Öskjuhlíðarskóla þurfti ég oft að leiða gesti um skólann og stund- um án fyrirvara eins og gengur. Voru þá oft góð ráð dýr. En alltaf gat ég reitt mig á að stofa Rögnu væri rétt eins og sýnidæmi um hvernig kennslustofur ættu að vera. Þar eins og „angaði" allt af fagmennsku: Alltaf var stofan fal- leg; alltaf snyrtileg; alltaf full af merkjum um að þar færi fram metnaðarfullt starf; alltaf skólanum okkar til sóma. Ragna var ákaflega góður kennari. Hún hafði slíkt lag á að ná til barna að ekki er nema fáum gefið. Og námsgögnin sem hún bjó í hendur nemenda sinna báru bæði sterkt vitni um kunnáttu á sviði sérkennslu og þekkingar á þörfum nemendanna sem nutu leið- sagnar hennar. Mætti starf Rögnu vera okkur íslenskum sérkennurum fyrirmynd. Aðrar betri er varla unnt að finna. Oft sagði ég við Rögnu þegar hún hafði gert mér greiða sem eng- inn möguleiki var að endurgjalda að ég myndi náttúrulega fá tæki- færi til að launa henni síðar - ef ekki í þessu lífi þá í því næsta. Nú eru vonirnar um að geta launað henni í þessu lífi brostnar en þakk- lætið fyrir allt sem hún gerði fyrir mig, börn mín og barnabörn er meira en fátækleg orð fá lýst. Minningin um Rögnu er svo björt og styrkur hennar á þessu síðasta sumri, síðustu ævidagana, svo einstakur að það hlýtur að verða okkur hinum, sem enn eigum eftir að berjast eitthvað lengur í þessum harða heimi, tilefni íhugun- ar og þá fyrst og fremst hvatning til að láta ekki hugfallast þótt stundum blási á móti. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég til Kristínar, móður Rögnu, til systra hennar, systrabarna og ann- arra aðstandenda. Jóhanna G. Kristjáns- dóttir, Flateyri. Stundum verður maður þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast mann- eskju sem er gædd slíkum mann- kostum að maður sjálfur verður að- eins betri af því af eiga vináttu hennar. Þannig manneskja var Adda frænka eins og yngsta fólkið í fjölskyldu okkar kallaði hana. Ragna var kona sem átti fáa sína jafningja. Hún á að baki gæfuríka starfsævi sem hún varði allri til að hjálpa okkar minnstu bræðrum og systrum. Fyrst kenndi hún heyrn- arskertum börnum við Heyi’nleys- ingjaskólann en síðar fjölfötluðum börnum við Öskjuhlíðarskólann. Hag skjólstæðinga sinna bar hún ríkulega fyrir brjósti enda elskaði hún börnin sín rétt eins og þau hana. Börn og ævi Rögnu eru samtvinnuð þannig að ekki verður á milli skilið. Alla ævi notaði hún krafta sína í þeirra þágu. Henni varð sjálfri ekki barna auðið en það skipti engu máli, milli Rögnu og barna myndaðist vinátta, ást og traust. Fyrst áttum við systrabörn hennar því láni að fagna að eiga hana að vini og þegar við sjálf eign- uðust börn nutu þau sömu ástar og umhyggju. Vakin og sofin bar hún hag barnanna okkar fyrii brjósti og 'hefði öllu fórnað fyrir velferð þeirra. Meira að segja á sínum dánarbeði þegar ógurlegar kvalir steðjuðu að gat Ragna gleymt stað og stund í návist þeirra. Þá var sem birti yfir ásjónu hennar og hún varð um stund heilbrigð á ný. Það mun aldrei líða okkur hjónum úr minni þegar við sögðum eldri dótt- ur okkar fimm ára frá því að Adda frænka væri dáin. Skelfing, sorg og óstöðvandi grátur greip barnið yfir missi sínum. Sorg okkar er einnig blandin eigingirni sökum þess að börnin hafa misst einn sinn besta og traustasta vin og skjól í lífsins amstri. Og nú er hún dáin. Illvígur sjúk- dómur hefur að velli lagt enn eitt fórnarlambið. Við sem lifum stönd- um eftir hnípin og hörmum missi okkar. Efasemdir sækja á hugann og biturð yfir að svona fór. Við get- um þó huggað okkur við að allt lífið er í raun undirbúningur fyrir dauð- ann. Við eigum að breyta rétt í lif- anda lífi og þá verður dauðinn okk- ur léttbær. Ragna lifði kærleiksríku lífi og fékk miklu góðu áorkað. Hundruð einstaklinga fengu tækifæri og nýja von, þökk sé henni. Fjölskyldu sinni og vinum var hún einstök hjálparhella og enginn var betri vinur í raun. Hún gaf miklu meira en hún þáði og við trúum því að nú þiggi hún laun erf- iðisins hjá hinum hæsta höfuðsmið. Guð blessi minningu hennar. Assa Borg, Sesselja Borg, Helga og Þórður Víkingur. Ég sakna þín, ég syrgi farinn vin, í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn, er hóf sig yfir heimsins dægurglys. Á horfna tímans horfi ég endurskin, ég heyri ennþá glaða, þýða róminn, frá hreinni sál með hárra vona ris. (Steinn Steinarr.) Leiðir okkar Rögnu lágu fyrst saman fyrir þrjátíu og sex árum þegar ég hóf nám við Kennaraskóla Islands. Við náðum strax svo vel saman, kannski vegna þess að við vorum báðar að vestan og báðar vorum við með þeim elstu í bekkn- um okkar. Með okkur tókst góð vinátta. Hún hefur varað æ síðan og aldrei neinn skuggi fallið á. Ragna var gull af manni. Hún var gædd öllum þeim bestu eiginleikum sem prýða góða og trausta mann- eskju. Ragna átti mjög gott með nám og sinnti því af samvisku- og elju- semi og árangurinn lét heldur ekki á sér standa. Hún var alltaf með glæsilegasta vitnisburðinn og sama hver námsgreinin var. Hún gaf sig alla í það sem hún var að gera hverju sinni. Hún sýndi mikla ná- kvæmni í öllum sínum verkum og mátti aldrei vamm sitt vita. Árin okkar í KI voru einstaklega ánægjuleg og átti Ragna ekki hvað síst þátt í því að gera þau ógleym- anleg. Við rifjuðum það oft upp þegar við áttum að undirbúa okkur fyrir próf í hjálp í viðlögum í skól- anum. Eins og alltaf varð undir- búningurinn að vera sem allra bestur. Nú brugðum við á það ráð að útvega okkur „sjúkling“ og fyrir valinu varð mannsefnið mitt. Hann var síðan vafinn og meðhöndlaður eftir öllum forskinftum kennslubók- arinnar. Já, það var mikið hlegið og gert að gamni sínu þá kvöldstund- ina á Bergstaðastrætinu. Ragna hafði til að bera alla þá eiginleika sem prýða góðan kenn- ara. Hún hafði fengið bestu eigin- leika kennarans í vöggugjöf og hæfni til að þroska þá allt sitt líf. Hún var þolinmóð, skilningsrík, ákveðin, fræðandi, skipulögð og einstaklega næm á mannlegt eðli. Snemma á starfsferlinum menntaði hún sig sérstaklega í talkennslu og kenndi lengst af í Öskjuhlíðarskól- anum við mjög góðan orðstír. Sl. haust gat hún ekki hafið kennslu vegna þess að þá hafði hinn illvígi sjúkdómur heltekið hana. Þótti henni það mjög miður að geta ekki komist í skólann, þótt ekki væri nema til að hitta stutta stund sam- starfsfólkið og nemendur sem hún bar svo mikla umhyggju fjTÍr. Nokkru eftir að við útskrifuð- umst úr KI ákváðum við „stelpurn- ar í bekknum“ að koma saman einu sinni í mánuði um vetrartímann og núna síðustu árin höfum við einnig. hist að sumri til. Þessar samveru- stundir hafa veitt okkur mikla gleði og ánægju og óhætt er að segja að hópurinn hafi styrkst og bundist enn tryggari böndum síðustu árin. Nú er einn hlekkurinn brostinn. Ein úr hópnum er horfin yfir móð- una miklu. Nú verður ekki lengur hoppað upp í bílinn hennar Rögnu og ekið í Fjörðinn, út á Nes, upp á Skaga eða til Keflavíkur í sauma- klúbbinn okkar. Ökuferðh-nar sjálf- ar voru einnig svo uppbyggjandi og skemmtilegar. Við skiptumst á fréttum af fjölskyldunni og höfðum frá mörgu að segja og leituðum ráða hvor hjá annarri ef þess þurfti með. Hin síðari árin fórum við stelp- urnar árlega að Flúðum okkur til hressingar og heilsubótar. Þetta voru ógleymanlegar ferðir, mikið hlegið, borðað og rabbað um lands- ins gagn og nauðsynjar. Ragna átti sinn þátt í því að gera þessar ferðir skemmtilegar með kímnigáfu sinni og frásagnargleði. Ekki má nú heldur gleyma ferðinni okkar til Glasgow fyrir tveimur árum. Hún var sérlega vel heppnuð. Okkur þótti það bara töluvert þrekvirki að komast út fyrir landsteinana eftir rúmlega þrjátíu ára klúbbastarf^ semi hér heima. Ferðin tókst svo vel að strax var farið að safna í þá næstu. Ragna var hinn frábæri ferðafélagi. Nú verður hennar sárt saknað. Enginn ræður sínum næt- urstað. Kallið kemur þegar minnst varir. Heilsteypt og einstök kona kveð- ur þetta jarðlíf langt fyrir aldur fram. Ragna skilur þó eftir einstak- ar minningar sem aldrei verða frá þeim teknar er kynntust henni. Hún gaf samferðafólki sínu ómet- anlegar andlegar gjafir með nær- veru sinni. .Þetta getum við í saumaklúbbnum, bekkjarsystur hennar úr KI, svo sannarlega stað- fest og fyrir það erum við allar þakklátar. Við vottum móður henn- ar, systrum og fjölskyldum þeirra og öðrum ástvinum, okkar dýpstu samúð og biðjum þeim blessunar. Það gerir Grétar minn líka. Gengin er göfug og hugrökk kona. Hafi Ragna þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning hennar. Sigrún Andrewsdóttir. Ragna Þórðardóttir hóf kennslu við Óskjuhlíðarskóla haustið 1980. Áður kenndi Ragna við Heyrnleys- ingjaskólann, en í framhaldsnámi Y Noregi lærði hún kennslu heyrnar- lausra barna. Þekking og reynsla Rögnu nýttist vel í skólastarfinu í Öskjuhlíðarskóla. Fyrstu árin sinnti Ragna bekkjarkennslu og var hún jafnvíg á kennslu yngstu barnanna sem þeirra elstu. Um þriggja ára skeið gegndi hún starfi yfirkennara við skólann. Ragna hafði ekki látið staðar numið í að afla sér frekari menntunar og árið 1990 fór hún aftur til Noregs og lærði talkennslu. Að námi loknu kom Ragna aftur til starfa við Öskjuhlíðarskóla og sinnti þaðan í frá talkennslu, auk þess að veita kennurum annarra skóla kennslu- fræðilega ráðgjöf, sem hún hafði reyndar gert um árabil. Skóli er ekki bara hús. Skóli er samfélag og hver og einn skóli á sína sérstöku menningu sem bygg- ist á viðhorfum, þekkingu og reynslu og jafnvel sameiginlegri lífssýn þeirra sem þar starfa. Ragna var mikill fagmaður sem sinnti störfum sínum af kostgæfni. Hún var skemmtilegur samstarfs- maður og félagi. Okkur sem störf- uðum með henni og nemendum og foreldrum þeirra gaf hún mikið. Með þekkingu sinni, reynslu og við- horfum lagði hún sannarlega sitt af mörkum til skólasamfélagsins. Við kveðjum Rögnu með söknuði og þakklæti fyrir samfylgdina. Móður Rögnu, systrum og ástvin- um öllum vottum við okkar dýpstu samúð. Einar Hólm Ólafsson skólastjóri. f RAGNA KRISTIN ÞÓRÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.