Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ 50 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 ■Hmmmmmmmmmmmmmmmm—^mmma^—mmmmmmmmmmmmmm—^^ MINNINGAR t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR RÖGNVALDSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, föstu- daginn 13. október. Jarðarförin fer fram frá Hólaneskirkju, Skaga- strönd, laugardaginn 21. október kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Indriði Hjaltason, Guðrún Angantýsdóttir, Guðrún Hjaltadóttir, Óskar Ingvason, Ragna Hjaltadóttir, Hlöðver Ingvarsson, Guðlaug Hjaltadóttir, Þorkell Hólm, barnabörn og langömmubörn. t Maðurinn minn, HELGI ÞORLÁKSSON, fyrrverandi skólastjóri, Sléttuvegi 11, lést á Droplaugarstöðum miðvikudaginn 18. október. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Gunnþóra Kristmundsdóttir. t Minn ástkæri sonur, faðir okkar, tengdafaðir og bróðir, SVEINN KRISTDÓRSSON bakarameistari, varð bráðkvaddur þriðjudaginn 17. október. Útförin fer fram frá Bústaðarkirkju fimmtu- daginn 26. október kl. 10.30. Kristín Stefánsdóttir, Arnar Þór Sveinsson, Hulda S. Kristjánsdóttir, Svava Ann Pálsdóttir, Sveinn Ævar Sveinsson, Kristín Sunna Sveinsdóttir, systkini hins látna og aðrir aðstandendur. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÖRN BJARTMARS PÉTURSSON, lést á gjörgæsludeild Landspítalans miðviku- daginn 18. október. Kirsten Fritzie Bjartmars, Hanna Bjartmars, Kristinn Magnússon, Helga Bjartmars, Hjördís Bjartmars, Svala Ögn, Gríma og Örn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VALGARÐ BJÖRNSSON, Skagfirðingabraut 4, Sauðárkróki, lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga sunnudaginn 15. október. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 21. október kl. 16.00. Jakobína Valdimarsdóttir, Kári Valgarðsson, Hulda Tómasdóttir, Valgarð H. Valgarðsson, Valdís Skarphéðinsdóttir, María Valgarðsdóttir, Guðmundur Gíslason, Sverrir Valgarðsson, Karlotta Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Skrifstofur og vöruafgreiðsla okkar verða lokaðar í dag milli kl. 13 og 15 vegna útfarar ARA JÓNSSONAR frá Fagurhólsmýri. Mjólkurfélag Reykjavíkur, Korngörðum 5, Reykjavík. PÉTUR KJERÚLF + Pétur Kjerúlf var fæddur á Eski- firði 6. nóvember 1945. Hann lést í Landspítalanum Fossvogi sunnudag- inn 8. október síðast- liðinn. Pétur var son- ur hjónanna Jóns G. Kjerúlf, bónda á Haf- ursá á Völlum, síðar verðlagseftirlits- manns á Reyðarfirði, f. 14. desember 1891, d. 16. febrúar 1986, og Guðlaugar P. Kjerúlf frá Eskifirði, f. 1. desember 1919, sem lifir son sinn. Systur Péturs eru Þórunn, f. 1942, gift David P. Ivey, búsett í Bandaríkjunum; Vilborg, f. 1947, gift Jens Nielsen, búsett í Nes- kaupstað; og Ásta, f. 1949, hennar maður er Hjálmar Sveinsson, þau búa í Reykjavík. Eftirlifandi eiginkona Péturs er Hafdfs Ágústsdóttir, en þau gengu í hjónaband 7. desember 1973. Börn þeirra eru Ásdís, f. 1975, einkabarn Péturs, og stjúpsynir hans, Ágúst, f. 1968, og Ingvar Örn, f. 1970. Unnusta Agústs er Mig langar í nokkrum orðum að minnast hans Péturs frænda míns, sem tekinn hefur verið frá okkur allt of snemma. Það fljúga ótal minning- ar um hugann. Þær fyrstu frá því að hann og Hafdís voru að koma með krakkana í heimsókn á Leifsgötuna, ýmis ferðalög saman, grettukeppnir, góðlátleg stríðni á unglingsárum mínum, sem oft gat gert mig ansi vandræðalega, og nú undanfarið hittumst við aðallega í heimsóknum hjá ömmu. Þar horfði ég stundum á Pétur og undraðist það hversu mikið hann væri farinn að líkjast Jóni afa, og þótti alveg frábært að velta fyrir mér þessum sameiginlega sið þeirra, að renna fingrunum í gegnum hárið svo það fór allt úr skorðum. Ég hafði alltaf mikla ánægju af því að hitta Pétur og sögurnar hans voru með þeim skemmtilegri sem sagðar voru, með passlegu kryddi í blandi við hnyttnar uppákomur, sem gerðu það að verkum að ég veltist um af hlátri. Og þessi hæfileiki, að krydda lífið með skemmtilegum frásögnum, einkenndi hann alltaf því þrátt fyrir að hann væri orðinn mikið veikur gat hann alltaf séð spaugilegu hliðarnar á lífinu. Það er sárt til þess að hugsa að hann Pétur frændi verði ekki hluti af hópnum næst þegar fjölskyldan hitt- ist. Það hefur stór tollur verið tekinn af þessum hópi, sem átti svo ánægju- leg áramót saman fyrir tæpu ári, því nú eru tvö þeirra horfin á braut. Pét- ur var hrókur alls fagnaðar, eins og venja var þegar við hittumst, og það er yndislegt að skoða myndir sem teknar voru við þetta tækifæri, þar sem allir nutu þess að fjölskyldan skyldi ákveða að fagna þessum tíma- mótum saman. Líklega eigum við seint eftir að skilja tilgang þess að ástvinir okkar eru teknir frá okkur í blóma lífsins og það hafa margir misst styrka stoð við fráfall Péturs. Elsku amma mín, Hafdís, Asdís, Ágúst, Ingvar og fjöl- skyldur, ég veit að missir ykkar er mikill og bið þess að þið öðlist styrk til að takast á við þessa erfiðu tíma. Guð geymi þig Pétur minn. Guðlaug Hrönn (Gulla). Elsku Pétur frændi, ég kveð þig hér með miklum söknuði. Þetta er svo erfitt þar sem veikindi þín bar svo brátt að. Ekki er langt síðan við vorum fjölskyldan saman í brúð- kaupi Jóns og Döggu í mars á þessu ári þar sem þú varst svo kátur og hress með okkur eins og þú reyndar alltaf varst. Þetta ár er aldeilis ekki búið að vera ár okkar fjölskyldunn- ar, þú að fara frá okkur svona stuttu á eftir mömmu minni sem var móð- ursystir þín. Elsku Pétur, nú þegar ég skrifa þessi orð rifjast svo margt Guðrún Björg Sig- urðardóttir. Agúst á soninn Illuga Pétur, níu ára. Kona Ingvars er Kristín Heiða Kristinsdóttir, börn þeirra eru Melkorka Rut, ellefu ára, og Kristinn, tveggja ára. Pétur ólst upp á Reyðarfirði og gekk í barnaskóla þar. Landsprófi lauk hann frá Alþýðuskól- anum á Eiðum 1961 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1965. Pétur lauk embættisprófi frá lagadcild Háskóla Islands 1972. Sama ár hóf hann störf hjá Bæjarfógetanum í Hafnarfirði og starfaði þar til ársins 1978. Hann rak lögmannsstofu í Hafnarfirði um árabil með frænda sfnum, Ingvari Björnssyni, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Pétur vann hjá Hlutafélagaskrá frá hausti 1993 til dauðadags. títför Péturs fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. upp fyrir mér, hversu gott var alltaf að tala við þig um alla hluti enda leit ég alltaf á þig sem stóra bróður. Það rifjast upp fyrir mér þegar ég dvald- ist í Tungu á sumrin þegar ég var barn hjá Laugu og Jóni, foreldrum þínum, og fannst mér svo gaman að bursta fyrir þig skóna þegar þú varst að byrja að fara út á lífið. Þú varst alltaf svo ánægður með það og borg- aðir mér alltaf pening fyrir. Svo löngu seinna þegar þú byrjaðir í Há- skólanum komst þú svo oft við á Ás- vallagötunni, heim til okkar fjöl- skyldunnar og hjálpaðir okkur systkinum með heimalærdóminn og alltaf hrósaðir þú okkur fyrir hve dugleg við værum. Það var alltaf svo gaman þegar þú komst, þú hafðir alltaf frá svo mörgu að segja og sagðir svo skemmtilega frá. Svo seinna meir þegar við vorum orðin eldri og ég farin að búa og þú orðinn lögfræðingur kom það fyrir að við þurftum á lögfræðiaðstoð að halda. Þá var alltaf svo gott að leita til þín og fá ráð. Alltaf hafðir þú tíma til að aðstoða okkur. Ég vildi að við hefð- um öll getað hist miklu oftar síðustu árin en því miður virðist maður alltaf hafa svo mikið að gera að lítill tími virðist til heimsókna. Ég trúi því að til sé annað líf eftir þetta og þar eig- um við eftir að hittast og tala um það sem við ekki náðum í þessu lífi. Minningin um þig mun alltaf lifa í hjarta mér. Elsku Lauga, Hafdís, börn og aðr- ir aðstandendur, megi góði Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Bessý, Om og synir. Elsku frændi. Nú ert þú farinn héðan frá okkur allt of snemma og þín er sárt saknað. Mínar fyrstu minningar af þér eru síðan ég var lítil stelpa. Þá varst þú við nám í Háskólanum. Mér fannst alltaf vera ævintýraljómi yfir þínu lífi og þú varst minn fallegi ævin- týraprins. Duglegur varst þú að koma í heimsókn til okkar og alltaf þurftir þú að taka mig í nokkrar kleinur og gretta þig fyrir mig. Sér- staklega man ég eftir apagrettunum ykkar Vilborgar systur þinnar og ég sé þær ennþá fyrir mér án þess að loka augunum. Áugu barna sjá hlut- ina í öðru Ijósi en augu þeirra full- orðnu. Til dæmis þegar þú dast í tröppunum og fékkst heilahristing þá gerði ég mér ekki grein fyrir al- varleika þess heldur fannst mér yfir því ævintýralj ómi. Ég var alltaf svo stolt af þér, elsku frændi, og gaman var að hitta þig. Þín einkenni voru létt lund og glað- lyndi og alltaf var stutt í grínið. Þú eignaðist góðan lífsförunaut í henni Hafdísi sem átti tvo unga drengi þegar þið kynntust. Seinna eignuð- ust þið saman dóttur en mér fannst alltaf að þú ættir þrjú böm. Það var gott að leita til þín hvort sem maður þurfti ráð frá vini eða lögfræðingi, alltaf hafðir þú tíma fyrir mann. Erfið eru sporin fyrir móður þína en hún er nýbúin að missa yngstu systur sína sem var móðir mín. Elsku Hafdís, Lauga, Ásdís, Ágúst, Ingvar, Ingibjörg, Þórunn, Vilborg, Ásta og aðrir aðstandendur. Missir ykkar er mikill og við sam- hryggjumst ykkur innilega. Megi guð vera með ykkur og veita ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Minning um góðan dreng lifir í hjarta okkar allra. Svanhvít og Tara Kristín. Aftur er skarð fyrir skildi. Ekki er ýkja langt síðan Ingvar Björnsson lögmaður, félagi okkar í brids- klúbbnum, lést úr lungnakrabba- meini, og nú er fallinn annar kær fé- lagi og vinur og enn einn lögmaðurinn í hópnum, Pétur Kjer- úlf, úr sama meini, langt fyrir aldur fram. Við hönnum hann. Pétur var lífsnautnamaður góður og færði sér í nyt margt af því sem íslensk náttúra býður best þegar hann renndi fyrir fisk í ám eða í vötn- um uppi um allar heiðar. Og ekkert veður aftraði honum frá því að ganga til rjúpu eða gæsa á haustin enda var Pétur harðger og dugandi í því sem hann tók sér fyrir hendur og vílaði þá fátt fyrir sér. Hann unni íslenskri náttúru og varð næmur á hana ekki síður en veðurfar og líkur til gæfta og því afbragðs félagi í veiðiferðum. Hann ferðaðist víða um landið og var mjög vel að sér um það, örnefni, byggð, sögu, landshætti. Þar var ekki komið að tómum kofunum hjá Pétri. En helst munum við hann þó frá spilakvöldunum. Þar naut hann sín stundum best, oft við sjálfa spila- mennskuna því fáir stóðust honum snúning við að spila úr þegar sá gáll- inn var á honum, en þó oftar í rabb- inu um heima og geima og í gáskan- um sem eru hinn eiginlegi tilgangur bridsklúbbsins okkar. Pétur var nefnilega bráðskarpur og glöggur á menn og málefni, fróður um íslensk fræði og hnyttinn í tilsvörum. Og hann kunni svo sannarlega að segja sögur, gerði það á kjamgóðu máli og með dramatískum tilþrifum. Þá hlógum við oft dátt og Pétur hátt og lengi svo ljómaði af honum h'fsgleðin. Við erum þakklátir fyrir að hafa haft hann á meðal okkar og vildum hafa haft hann lengur. Við vottum Hafdísi, eiginkonu hans og börnum, samúð okkar. Árni Jörgensen, Benedikt Þórðarson, Guðbrandur Gíslason, Jdn Sæmundur Sigurjónsson. Fyrir rúmum þrjátíu árum bar fundum okkar Péturs Kjerúlfs fyrst saman á Nýja Garði í Reykjavík. Ég var að flytja þangað inn en hann stóð og talaði í síma i anddyri hússins. Hann rétti mér lykla og pésa sem geymdi lög og reglur staðarins. Hann lauk símtalinu, sneri sér að mér brosandi, þar sem ég stóð og rýndi í bæklinginn og sagði: „Bless- aður, taktu ekki þessar reglur alltof hátíðlega, það gerir enginn hér nema Siggi og guðsmennirnir." Þar með var hann rokinn, kvaðst verða að mæta í „begravelse.“ Úlfurinn, eins og hann var best þekktur á Garði, nam lögfræði en ég var að hefja háskólanám. Fyrsta vet- urinn stundaði ég músík meir en fræðin og fann Pétur fljótlega á mig nafn og kallaði mig „popparann." Ég gruna Pétur um fleiri nanfgiftir því þarna voru Nafni, Gimbillinn og vestur í bæ bjó Bjórmaðurinn. Pétur fór ekki mikinn dagsdag- lega og var ekki í hópi þeirra Garðs- búa sem hæst létu. En þegar menn gerðu sér dagamun og komu saman var hann hrókur alls fagnaðar. Allir sóttust eftir hans félagsskap og Garðsskemmtun var aldrei eins góð án hans. Hann komst alltaf vel að orði og sagði afskaplega skemmti- lega frá. I meðförum hans gátu ósköp hversdagslegir atburðir orðið spaugilegir, svo létt átti hann með að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.