Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 53 -------------------------T kona. Við hátíðleg tækifæri skartaði hún íslenska búningnum sem hún hafði sjálf saumað eins og svo margt bæði fyrir sig og aðra. Hún naut söngs og söngiðkunar og trúfastari tónleikagest var vart að finna þegar þau tækifæri gáfust. Hún söng í kór frá unga aldri og til marks um áhuga hennar og atorku söng hún í litlum kór sem æfði kórverk bæði á latínu og þýsku, þá komin um áttrætt. Bára var einstaklega hugsunarsöm, fylgd- ist með öllum þessum stóra hópi frændfólksins og átti hlý orð og gam- anyrði við stóra sem smáa. Síðasta heimsókn mín til Báru var á sólbjört- um júlídegi í sumar. Við ræddum um gamla menningartíma og hún gaf mér vasabók afa þar sem hann skráði öll þau kórlög sem æfð voru fyrstu starfsár hans í Mývatnssveit. Við rifjuðum upp allar þær ungu fjöl- skyldur sem hófu búskap í kjallaran- um á Bjargi, sem líka hýsti verslun- arstarfsemi ásamt fleiru. Hún sýndi mér möppuna þar sem hún hafði skráð sálma og fleira sem henni var kært og hún var tilbúin til að takast á við þá læknisaðgerð sem til stóð. Við kvöddumst á tröppunum og morgunfrúrnar loguðu í sólinni. Nú hefur Bára gengið inn í fögnuð Herra síns eins og hinir trúföstu þjónar áður og þar munu blómin skarta og gleðin ríkja. Að leiðarlok- um þökkum við Stuðlabörnin ást- fóstrið og biðjum aliri fjölskyldu Báru blessunar Guðs. Margrét Bóasdóttir. Þegar ég var lítil þótti mér mörg húsin í sveitinni líkjast eigendum sínum. Eða var það öfugt, að eigendurnir líktust húsinu. Sérlega gott dæmi um þetta fannst mér Bára á Bjargi og húsið hennar. Nú, þegar ég er ekki lengur lítil eða leik mér að því að sjá líkindi milli húsa og persóna, verður mér samt sem áður staldrað við þessa líkingu. Bára, móðursystir mín, var sem bjargið á margan hátt. Traust og virðuleg. Tignarleg í fram- komu. Áreiðanleg og heilsteypt. Ég átti hana að vinkonu mörg hin síðustu ár. Milli okkar ríkti gagnkvæm virð- ing og mikill kærleikur. Ég naut þess þá og mun njóta þess áfram hversu hún fræddi mig um liðna tíma, sérstaklega um þann tíma þeg- ar hún óx upp í Vogum. Frásögurnar af afa og ömmu, störfum þeirra, gild- um og vonum, þraut aldrei. Þessi arfur var Báru brunnur bæði visku og gildismats. í þann brunn sótti hún aftur og aftur og miðlaði þeim sem vildu taka á móti. Á þann hátt þurfti Bára aldrei að vera í vafa um hvað var hið góða og hvað hið rétta. Hún hafði numið það í föðurgarði og gert heilshugar að sínu. Til hennar var því tilgangslaust að fara með slúður eða þvaður. Síðasta minning mín og samvera með þessari góðu konu var um síðastliðna páska. Ég sat með þeim mömmu og henni og fræddist og naut, hlustaði á þær spjalla saman á lágum nótum um afa og ömmu. í þetta sinn ræddu þær og skoðuðu bréf sem ömmu höfðu borist eftir andlát afa. í þessum bréfum kom fram djúp virðing og kærleikur til ömmu sem snerti okkur allar. Bára las og við mamma hlýddum á og þurrkuðum tárin. Síðan töluðum við saman hljóðlega lengi, lengi. Þessi stund var heilög stund þar sem ríkti eining og sátt við lífið, þroski, bjargfesta og trú. í þakklæti geymi ég þessa síðustu samverustund með Báru í hjarta mínu og mun einungis draga upp minningu hennar og fægja á slíkum stundum þar sem virðing og kærleiki og eining eru höfð í hávegum. Ég votta nánustu ástvinum Báru mína dýpstu samúð. Sólveig Anna Bóasdóttir. Að hryggjast og gleðjast hérumfáadaga. Aðheilsastogkveðjast það er lífsins saga. (P.J.Árdal.) Hverfum um stund aftur til sum- arsins 1965, þegar þáverandi erind- reki SVFÍ, Hannes Þ. Hafstein, kom í Mývatnssveit, til að athuga mögu- leika á stofnun kvennadeildar SVFI í sveitinni. Með honum í för var Sig- rún Pálsdóttir, formaður svd. kvenna á Húsavík. Vegna kunnings- skapar þeirra Sigrúnar og Báru heimsóttu þau hana að Bjargi og reifuðu málin. Bára var þá formaður kvenfélagsins Hrings, sem var ann- að tveggja kvenfélaga í Mývatns- sveit. Eftir þessar samræður og nokkum umhugsunartíma fékk Bára þá snilldarhugmynd að breyta gamla Hringsfélaginu í slysavarnadeild, sem starfa skyldi samkvæmt lögum SVFÍ. Gekk það eftir og hinn 9. októ- ber 1966 var fyrsti fundur svd. Hrings haldinn og í formannsstarfið kom auðvitað engin til greina nema Bára. Gegndi hún því starfi um margra ára skeið af miklum áhuga og dugnaði og var óþreytandi við að benda á verkefni, bæði stór og smá, og lá hún ekki á liði sínu, enda var þessi deild óskabarn hennar frá upp- hafi, sem hún helgaði krafta sína, þar til heilsu hennar fór snögglega að hraka í sumar. Naut hún í því sem öðru er hún tók sér fyrir hendur fulltingis og stuðnings Illuga bónda ALMA ELLERTSSON + Alma Ellertsson, fædd Steihaug, fæddist í Alvdal í 0sterdal í Noregi hinn 21. ágúst 1919. Hún lést á öldrunar- deild Landspitalans á Landakoti 6. októ- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogs- hkirkju 13. október. Elsku Alma. Það var sumarið eftir landspróf sem ég kom fyrst í heimsókn á Húnabraut 1. Það var um verslunar- mannahelgi er ég fékk að fljóta með Rikka stóra bróður og nokkrum skólabræðrum hans í Húnaver og ekki kom annað til mála en ég gisti í sama húsi og Rikki. Mér leið strax og ávallt síðan eins og ég væri líka tengdasonur á heimilinu, ekki vegna Evu yngri systur Idu heldur vegna þess hvernig sérstaklega þú og einn- ig Sveinn tókuð á móti mér. Það gekk stundum svolítið á hjá þér þegar komið var í heimsókn meðan Sveinn sat í rólegheitum og tottaði sína pípu. En þetta var bara þinn háttur, þú vildir láta fólk finna hversu annt þér var um það og sama umhyggja barst frá Sveini bara á annan hátt. Það hlýtur að hafa verið undarlegt að flytja frá Noregi til íslands og setj- ast að á Blönduósi en þú áttir örugg- lega auðvelt með að aðlagast breytt- um aðstæðum. Samt varstu alltaf mikill Norðmaður í þér. Það hafði alla tíð ver- ið svo kuldalegt að koma til Blönduóss, í rauninni bara hálfnuð leið á leiðinni til eða frá Akureyri. En eftir þessa fyrstu heimsókn á Húnabraut 1 hlýnaði yfir staðnum því ekki kom annað til greina en að koma við án þess þó að gert væri boð á und- an sér og móttökurnar ætíð jafn innilegar. Það kólnaði aftur yfir staðnum þegar Sveinn dó og þú íluttir suður. En eftir það hittumst við reyndar miklu oftar, í kaffi, jólaveislum, femingarveislum og stúdentsveislum heima hjá Rikka og Idu og svo nú síðast í sumar í gift- ingarveislu Sifjar og Sandros. Ég hef trú á því að þú hafir þekkt mig í gift- ingarveislunni þó svo að þú hafir ver- ið búin að vera mikið veik um tíma. Það var gaman að sjá hvað þú ljóm- aðir af gleði og hvað þú hafðir mikið úthald þrátt fyrir veikindin. Að lokum vil ég þakka þér og Sveini fyrir hin góðu kynni og hversu vel og innilega þið og þú, eftir að Sveinn dó, tókuð á móti mér og minni fjölskyldu, hvort sem það var á Blönduósi eða þegar við hittumst annars staðar. Við Adda sendum ídu og Rikka, Evu, Braga og fjölskyldum þeirra allra samúðarkveðjur. Víðir. + Helgi Guðlaugs- son fæddist í Gerðakoti í Ölfusi 20. mars 1906. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykja- víkur 25. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskapellu 2. október. Helgi Guðlaugsson, vinur okkar og félagi sl. 30 ár, er fluttur til framlífs af jörðinni og til annarrar stjörnu, samkvæmt hugmynda- fræði hinnar íslensku heimspeki, sem birtist í Nýal eftir dr. Helga Pjeturss. Hin íslenska heimspeki gaf Helga Guðlaugssyni tilefni til djúp- viturs mats á tilverunni og hinum mannlega þætti og hefur hann verið fylgismaður dr. Helga sl. 50 ár. Þegar við hjónin kynntust Nýal og hugmyndafræði hans varð Helgi okkar helsti bakhjarl og sam- starfsmaður. Helgi var ekki hár maður vexti, en rökfastur var hann með afbrigðum og stóðst honum þar eng- inn snúning og stað- fastur í því sem hann tók að sér að gæta. Hann var höfðingi heim að sækja og af félögun- um virtur sem óum- deildur foringi hópsins og hvers manns hug- ljúfi var hann. Hann var söngvinn mjög og kunni ógrynni ættjarðarljóða og gamanvísur smellnar. Helgi sameinaði þrjá frábæra eig- inleika, afburðavit, mannblendni og skopskin, enda var hann hrókur alls fagnaðar og átti til að bregða fyrir sig hnittnum tilsvörum. Mjög gestkvæmt var hjá honum og varla leið sá dagur að hann fengi ekki heimsókn frá stórum frænd- og vinagarði og þeir dagar eru ekki margir þar sem enginn kom, fram að síðasta degi. Ég hygg að ekki fari margir í fötin hans hvað varðar fjölda heim- sókna og ekki eru þeir margir dag- arnir þar sem hin íslenska heimspeki kom ekki til umræðna á einn eða annan hátt. Helgi ritaði margar greinar um hina íslensku heimspeki, birti sumar, las upp aðrar og sá til þess að lesið væri upp úr Nýal í útvarpinu. Hann gekk snemma til liðs við fé- lag nýalsinna og var þar öflugur fé- lagsmaður og á níunda áratugnum gekkst hann fyrir stofnun Félags áhugamanna um stjörnulíffræði í Reykjavík. Ekki vildi hann gerast foi-maður, það eru aðrir hæfari, sagði sá hæfasti. Helgi var gerður að heið- ursfélaga 1986. Við hjónin söknum Helga, en ósk- um honum velfarnaðar og kærleiks- ríkrar framtíðar í framlífinu. Lifðu heill vinur, Sigríður Guðmundsdóttir og Atli Hraunfjörð. HELGI GUÐLA UGSSON síns, sem ætíð studdi hana með ráð- um og dáð. Það mun t.d. hafa verið að frum- kvæði Báru að svd. Hringur stóð og stendur ennþá fyrir veitingasölu á Hlíðarrétt í fjáröflunarskyni. Mikil þörf var á að afla tekna til styrktar björgunarsveitinni Stefáni sem stofnuð var fljótlega eftir tilkomu kvennadeildarinnar. Ýmsar aðrar leiðir voru farnar til fjáröflunar, s.s. hlutaveltur, skemmtisamkomur, sala Árbóka og merkja SVFÍ og síðast en ekki síst sala jólaskreytinga og hurð- arkransa sem deildarkonur unnu sjálfar. Hefur sá þáttur reynst deild- inni ein drýgsta tekjulindin gegnum árin. Ekki lét Bára þar, frekar en annars staðar, sitt eftir liggja og mætti þá gjarnan með smákökur, vöfflur og rjóma, eða sætsúpu til að gæða konum á. Hafði hún oftast myndavélina með og eru til margar skemmtilegar myndir sem hún tók við þessi tækifæri. Bára hafði allt sitt líf gaman af að vera vel tilhöfð og klæðast fallegum fötum, svo ekki sé talað um þegar hún klæddist íslenskum þjóðbúningi. Hún var mikil myndarhúsmóðir, vel verki farin og má segja að allt hafi leikið í höndum hennar og nýttist henni námið í Húsmæðraskólanum á Laugum einkar vel. Tónelsk var Bára í meira lagi, söng í kirkjukór Reykjahlíðar- kirkju um áratugaskeið, og bar hag' kórs síns og kirkju mjög fyrir brjósti. Senn líður að jólum og gerð kerta- skreytinga og hurðakransa stendur fyrir dyrum eins og endranær. Mun- um við slysavarnakonur þá sakna Báru sárt og notalegheitanna sem henni fylgdu ætíð við þessi tækifæri. Að endingu viljum við þakka Báru samstarfið í gegnum árin og allt hennar óeigingjarna starf í þágu deildarinnar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Bömum Bám, systkinum og að- standendum öllum vottum við inni- lega samúð. Kveðja frá Hringskonum. -Þarseni vinmngarnirfást HAPPDRÆTTI dae Vinningaskrá 25. útdráttur 19. október 2000 íbúðavinningur Kr. 2.000.000_Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 7 1508 Ferðavinningur Kr. 100.000 Kr. 200,000 (tvöfaldur) 3029 3 7 2 7 7 52470 6 9 5 9 1 rerðavinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 9504 22355 26771 41495 65058 68225 10681 26267 27559 50596 67095 70301 Húsbúnaðatvinningur Kr, 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) 485 9841 18247 29620 40768 51364 63773 73052 546 9890 19533 31694 41051 51643 64304 74670 1498 10036 21 183 34885 43551 52079 65130 76274 1598 10759 21550 36027 44969 52692 65644 76868 2429 10840 22070 36194 45687 54158 65737 76954 2790 11786 22622 36598 45900 54782 66858 77927 3769 12395 24090 36769 46217 55026 67900 78202 4491 13642 24391 3 718 8 46901 56982 68752 78707 4497 13888 25125 37367 47463 57151 69377 79108 5561 14826 25437 38103 47565 60275 69593 8331 16015 26524 38682 48079 607 14 70702 8563 16022 26907 39185 48602 61019 72243 9490 18003 27867 40204 50306 63373 72743 Húsbúnaðarvinningur Kr. 5.000 Kr. 10.000 (tvöfaldur) 173 10164 240 18 33421 45072 53962 63866 71514 178 10196 24164 33431 45248 54072 64230 72084 262 10347 24247 33680 46494 54133 64716 73086 472 10550 24414 33722 46548 54250 64990 73242 743 10693 24633 34111 46981 54833 65002 73474 1406 10703 24772 34524 47111 55281 65042 73698 1593 11012 25017 34757 47192 55737 65070 73902 1824 11014 25129 3561 1 47285 56293 65095 74306 2053 11434 25490 35630 47333 56588 65252 74428 2702 11852 25533 35704 47734 56637 65346 75095 2841 13005 26017 36643 48013 57109 65415 75695 3128 13011 26354 36814 48105 57146 65418 75782 3189 13385 26595 36970 48518 57266 65575 76037 3824 13596 27142 37068 49817 57296 65586 76052 4106 14412 27193 37479 50039 57814 65843 76262 4115 15065 27226 38897 50071 58013 65992 76691 4305 15589 27394 40423 50169 59120 66677 76847 4502 16213 27463 40637 50720 59258 66685 77182 4639 16738 28207 40816 50960 59495 67447 77462 4971 16951 28358 41383 51319 60009 67581 77539 5598 17314 2841 1 41690 51424 60112 67712 77973 6091 17683 28702 41849 51525 60412 67881 78179 6571 17988 29037 41998 51627 60655 68309 78237 6966 18616 29224 42886 51729 61455 68348 79109 7090 18708 30037 42992 51942 61951 68351 79120 7115 20034 30050 43469 52068 61985 68730 79870 7937 20727 30179 43743 52271 62120 69022 7966 21974 30547 43830 52408 62834 69492 8034 22452 30710 44110 52479 62960 69928 8036 2331 1 31632 44640 52546 63021 70011 8638 23657 32793 44876 52801 63417 70313 9858 23779 33404 44935 53077 63816 70761 Næstu útdrættir fara fram, 26. okt. & 2. nóv. 2000 Hcimasíða á Interneti: www.das.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.