Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ 56 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 :,?____-________ MINNINGAR ARI JÓNSSON + Ari Jónsson fæddist á Fagur- hólsmýri í Oræfum 1. maí 1921. Hann lést á öldrunardeild Land- spítalans á Landakoti 14. október síðastlið- inn. Hann var elsta barn Jóns Jónssonar bónda á Fagurhóls- mýri, f. 8.2. 1886, d. 4.3. 1976, og eigin- konu hans Guðnýjar Aradóttur, f. 2.7. 1891, d. 15.11. 1976. Systkini Ara eru: Guðrún, f. 12.7. 1922, gift Gunnari Jónssyni sem er lát- inn og eignuðust þau einn son; Guðjón, f. 21.5. 1924; Jóhanna Þuríður, f. 12.12. 1925, gift And- rési Valberg og eiga þau þrjú börn; Sigþrúður, f. 29.12. 1929, d. 14.6. 1999, gift Marteini Winkler og eiga þau þrjár dætur; Sigur- geir, f. 24.5. 1932, kvæntur Guð- mundu Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn; Gústaf Albert, f. 24.12. 1933, d. 29.11.1954, og Sigríður, f. 21.8. 1936, gift Sigurjóni Jónssyni og eiga þau þijú börn. Eftirlifandi >systkini búa í Reykjavík nema Sig- urgeir sem er bóndi á Fagurhóls- mýri. Ari kvæntist 1952 Sigríði Guð- mundsdóttur frá Borgarhöfn í Suðursveit, f. 9.8. 1929. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson, f. 29.11. 1899, d. 19.2. 1988, og Jó- hanna Kristín Jónsdóttir, f. 17.1. 1891, d. 4.12. 1948. Ari og Sigríður stunduðu búskap á Fagurhólsmýri og Borgarhöfn til 1959 en áttu eftir það sitt heimili á Langholts- vegi í Reykjavík. þau eignuðust fjóra syni sem eru: 1) Jón Guðni, f. 8.4. 1952, vélstjóri, kvæntur Aðalheiði Ósk Sig- fúsdóttur, böm Ari f. 2.3. 1984 og Adam f. 11.5. 1986. 2) Guð- mundur Jóhann, f. 18.2. 1954, líffræðingur, kvæntur Önnu Hólmfríði Yates, börn Vala Sigríður f. 14.5. 1983, og Rögn- valdur og Ari Hlynur f. 23.10. 1985. 3) Aðalgeir, f. 22.4.1957, líf- fræðingur, kvæntur Margréti Þor- björjgu Þorsteinsdóttir, börn Pét- ur Olafur f. 5.7. 1984, Ari Hálfdán f. 13.5.1988 og Þorsteinn Hjalti, f. 20.4 1991.4) Einar Sigurbergur, f. 20.2.1970, guðfræðingur. Á búskaparárum sínum vann Ari einnig við vöruafgreiðslu á flugvellinum á Fagurhólsmýri auk deildarstjórastarfs fyrir Kaupfé- lagið. í Reykjavík starfaði Ari í Ingólfsapóteki, Burstagerðinni, og um tíma við hitaveitulagnir og ýmsa byggingarvinnu en frá 1970 sem afgreiðslustjóri hjá Mjólkur- félagi Reykjavíkur. Utför Ara fer fram frá Lang- holtskirkju i dag klukkan 13.30. Orð geta engan veginn lýst því sem fer um hug manns þegar svona stendur á. En mig langar til að deila einhverju af minningum mínum um föður minn með öðrum sem þótti vænt um hann. Ég hef engum kynnst sem var eins hjálpsamur og gefandi og faðir minn, og sem fór eins vel með það sem honum var fengið í hendur. Honum var það í blóð borið að rétta hjálparhönd, og vafalaust hefur það átt sinn þátt í því, að hann var elstur í stórum systkinahópi og mörg hafa verið heimilisverkin. Þær sögur sem ég hef heyrt um verkefni sem hann hafði með höndum sem barn og unglingur benda til að honum hafí frá upphafi verið treyst fyrir nánast hvaða verkefnum sem var, svo sem að sækja ljósmóður langa bæjarleið einn síns liðs ellefu ára gamall og að taka þátt í róðrum og uppskipun úr strandferðaskipi 16 ára, sá eini und- ir tvítugu. Við þessi skilyrði og með þessa hjálpsemi innbyggða var ekki þess að vænta að hann yrði lang- dvölum í burtu við skólanám, eins og aðrir gekk hann í sveitaskólann um fjögurra ára skeið efth- tíu ára aldur, en síðan hélt hann áfram að hjálpa til heima fyrir. Ekki hefur vantað námsgáfurnar, því þegar ég vai' á barnsaldri og fékk eitthvað að róta í skrifborðinu hans fann ég einkunna- spjöld sem öll fjögur gáfu vel yfir 9 í meðaleinkunn. Við þetta veganesti bætti hann allt sitt líf með ýmsum hætti, því hann geymdi það vel sem hann fékk í hendur við lestur eða út- varpshlustun. Mágur minn hefur aldrei þreyst á að dást að ensku- kunnáttu hans, eftir aðeins eins árs nám fyrir mannsaldri. A unglingsárum kynntist pabbi hugsjónum samvinnu og bindindis, og fylgdi þeim æ síðan. Hann tók ríkan þátt í störfum Ungmennafé- lagsins undir dyggri leiðsögn frænda síns, Palla á Mýrinni, sem pabbi leit eiginlega á eins og stóra bróður. Á meðal þeirra verka sem ég veit að pabbi lagði drjúgt af mörkum við á árunum um og eftir tvítugt var að reisa ný bæjarhús að neðri bænum á Fagurhólsmýri. Einnig bjó hann suma veturna á þessum árum í Reykjavík og vann þá ýmis störf. Hann vaknaði alla tíð fyrir klukkan sjö alla daga vikunnar, og það reyndi á það í fyrsta skiptið á þessum árum. Þegar hann réð sig í vinnu í fyrsta skiptið festi hann kaup á gamaldags vekjaraklukku, en þeg- ar hann fór að sofa hafði hann áhyggjur af því að hávaðinn mundi vekja þetta ágæta fólk sem hann bjó hjá. Svo fór þó að hann vaknaði rétt á undan klukkunni, og sá siður hélst. Vorið 1951 urðu mikil þáttaskil í lífi pabba, því þá flutti mamma til hans og þau hófu búskap. Börnin komu eitt af öðru, og það var í nógu að snúast. Eftir fimm ár og tvö börn flutti fjölskyldan til afa í Borgarhöfn 1956. Þar hófst aftur búskapur og að ári liðnu bættist enn einn strákur í hópinn. Frá þessum árum á ég margar kærar minningar sem tengj- ast pabba. Fyrsta minningin er ein- föld, spor í snjónum, og ég með höndina lóðrétt upp í loftið, lófinn týndur í miklu stærri hendi. Þau áttu eftir að verða mörg skiptin sem ég var leiddur úti, mér er sérstak- lega minnisstætt vorkvöldið þegar ég sá vofuna - pabbi varð var við að í mér var beygur og ég vildi ekki halda áfram, og þá brá hann á það ráð að senda mig einan til að ganga að hinu óþekkta og finna út að þetta var gömul úlpa sem blakti í golunni. Þannig kenndi hann mér að það á að ganga beint að vandamálum þótt stór virðist í fjarlægðinni. Þau voru einföld, mörg ráðin sem brugðið var á, til dæmis fann hann fyrir mig homið á sænginni eitt kvöldið þegar ég átti bágt með svefn og lét mig halda í það, og það gerði ég síðan mest af minni bernsku þar sem eng- inn var bangsinn á heimilinu. Pabbi lét okkur Nonna oft og einatt fylgja sér í búverkunum, og sérstaklega man ég daginn sem hann byrjaði að kenna Nonna stafina í tilefni þess að hann færi nú að komast á skólaald- ur. Fyrsta skólastundin var haldin undir berum himni og með prik og moldarbarð sem verkfæri. Er ekki að orðlengja það, að við bræðurnir eigum allir lestrarkunnáttu okkar að þakka þeirri alúð sem pabbi sýndi okkur allt frá upphafi. Hann studdi líka vel við þá kunnáttu, var óþreyt- andi að sækja bækur á bókasafn sveitarinnar og lesa með og styðja við. Hann hafði einstakt lag á að leiðbeina, og notaði orð eins og „finnst þér ekki...“ eða „viltu kannski...“, var óspar á hugmyndir en gaf jafnframt til kynna að ferð- inni réði maður sjálfur. Undir slíkri leiðsögn verða öll verk skemmtileg. Þar kom að foreldrar okkar ákváðu að flytja til Reykjavíkur og ég veit að þar áttu stóran þátt draumar þeirra um góðar framtíðar- horfur okkar bræðranna í námi. Allt var frá upphafi hugsað út frá börn- unum. Hér syðra vann hann m.a. hjá Ingólfsapóteki og síðan um margra ára hríð hjá Burstagerðinni. Þegar ég var unglingur vann hann ýmis störf við byggingarvinnu og við Nonni áttum báðir því láni að fagna að hefja slík störf undir handleiðslu hans. Þess njótum við báðir, hann var mjög röskur og starfsamur og hafði jákvæða afstöðu til vinnunnar. Meðal annars kenndi hann okkur að láta aldrei koma að okkur sitjandi, hvíld var einungis leyfð í viðurvist verkstjóra. Honum féll aldrei verk úr hendi og ljóst var að honum gekk mjög vel að tileinka sér það sem vinnan kenndi honum, því á þessum árum fór hann að byggja parhús við Langholtsveg 177, og vann þar öll verk sjálfur með aðstoð okkar bræðranna og góðra frænda, ein- ungis erfiðustu verk við smíðar og raflagnir þurftu aðstoð fagmanna. Við fluttum um áramótin 1968-9, en ekki var leiðin löng því fram að þessu höfðum við búið eilítið innar við sömu götu (nr. 184). Ári síðar bættist yngsti sonurinn í hópinn. Sama ár hóf pabbi störf hjá Mjólk- urfélagi Reykjavíkur sem af- greiðslustjóri, og gegndi því starfi síðan allt til ársloka 1995, er hann fór á eftirlaun. Ég veit að hann naut þar mikils trausts og eins þekki ég það orðspor sem af honum fór á ýmsum öðrum vinnustöðum þar sem ég vann mín sumarstörf, því ég gat hvarvetna gengið að vinnu þar sem fréttist um faðernið, og sums staðar var stungið upp á að ég athugaði hvort bræður mína vantaði ekki vinnu líka. Ég hef sömuleiðis orðið var við að pabbi var í miklum metum meðal þeirra sem komu til hans að GUÐRÚN ÞÓRARINSDÓTTIR + Guðrún Þórar- insdóttir fæddist í Reykjavík 22. febr- úar 1906. Hún lést 12. október síðastlið- inn. Hún var dóttir . Jijónanna Þórarins B. Þorlákssonar, list- málara og kaup- manns í Reykjavík, og Sigríðar Snæ- bjamardóttur. Systk- ini hennar voru Dóra, f. 1904, gift Gesti Pálssyni leik- ara, og Björn, f. 1914, lengi starfsmaður Skattstofunnar í Reykjavík. Þau eru bæði látin. Guðrún lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1923. Hún giftist 15.6. 1935 Sigurjóni Guðjóns- syni, sem síðar varð prófastur í Saurbæ á Ilvalfjarðarströnd, f. 16.9. 1901, d. 17.7. 1995. Kjörsonur þeirra er Hrafnkell, starfsmaður Skelj- ungs, f. 5.12. 1939, kona hans er Unnur Jónasdóttir húsmóð- ir og börn þeirra eru: Siguijón Ragn- ar, f. 1963, Guð- mundur, f. 1965, Rúnar Þór, f. 1966, Fanney Dóra, f. 1967, og Guðrún, f. 1972. Lang- ömmubömin em átta. Útfór Guðrúnar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Minningar okkar um hana ömmu epu margar og góðar. Þegar við krakkamir vorum á róló í Hlíðunum var amma vön að koma við annað slagið á rólóvellinum með tópaspakka í veskinu sínu, við stukkum af stað þegar við sáum hana og kölluðum: ,Ámma, amma.“ Fljótlega voru allir krakkamir á róló famir að kalla: „Þama kemur amma.“ Já, hún varð amma okkar allra á róló. Eitt það skemmtilegasta sem við ömmubömin gerðum var að fá að gista hjá ömmu og afa í Eskó, þar var stjanað við okkur og við frædd um heima og geima. Þegar við hugsum til baka og reyn- um að finna eitthvað eitt sem lýsir ömmu best er það þegar við voram á heimilissýningunni í Laugardal. Þar var margt að skoða og sjá. En hún amma beið alltaf spennt eftir því að komast í tívoh'tækin með okkur. Hver getur státað að því að hafa átt rúmlega 70 ára gamla ömmu sem s'Kemmti sér konunglega í tívolítækj- unum og þá sérstaklega ballerínunni þar sem hatturinn hennar fauk af henni og héldum við að hún mundi aldrei hætta að hlæja. Desembermánuður þótti okkur krökkunum vera sérstaklega spenn- andi mánuður, amma var dugleg að fara með okkur öll á Laugaveginn að kíkja á jólasveinana í gluggunum og var svo endað í kakó og rjómatertu á Hressingarskálanum. Amma fylgdist alla tíð mjög vel með tískunni og er okkur mjög minn- isstæð setning hennar sem við heyrð- um oft: „Er þetta móðins?" Einnig spurði hún mikið um nútímatækni og tól, t.d. tölvur, video og pizzur, en það var ánægjuleg stund hjá henni og afa þegar við færðum þeim eina pizzu í kvöldmat. Það er endalaust hægt að finna góðar minningar um hana ömmu. Við gátum alltaf leitað ráða hjá henni um hvað sem var. Einhvemveginn átti hún alltaf svör við öllu. Amma hafði fallegt bros sem hún sparaði ekki, og ótrúlega smitandi hlátur sem við fengum oft að heyra, hún gat hresst alla við ef þeir þurftu á því að halda og hún hafði sko húmor- inn í lagi. Amma eyddi sínum síðustu æviáram á elliheimilinu Grand, hún var alltaf mjög frísk nema undir það síðasta og hjálpaði það okkur mikið að fá að sitja hjá henni síðasta daginn sem hún lifði og halda í hendur henn- ar og sjá hvað það ríkti mikil ró og friður yfir henni. Elsku amma, við viljum þakka þér íyrir aliar þær yndislegu stundir sem við höfum átt með þér. Minningin um þig mun ávallt lifa í hjarta okkar. Fanney Dóra, Guðrún, Siguijón Ragnar, Guð- mundur og Rúnar Þór. Langamma okkar er dáin og það er sorglegt. Langamma er komin upp til Guðs. Á 17. júní fljúga margar blöðrur upp til himna og stundum okkar en það er alit í lagi af því að langafi fær þær til sín. Næsta 17. júní getur lang- amma hjálpað afa að taka á móti blöðranum okkai' og þá eiga þau sam- anfulltafblöðrum. Bless bless langamma, Danfeia Rut og Ásdis. Elskuleg móðursystir okkar, Guð- rún Þórarinsdóttir, eða Gauja eins og hún var kölluð af vinum og ættingj- um, er látin í hárri elli, 94 ára að aldri. Hún var af sterkum stofni komin og bar með sér sterk ættareinkenni for- feðra sinna hvað skynsemi og greind snerti. í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd helgaði hún stærstan hluta ævi sinnar störfum manns síns, séra Siguijóns Guðjónssonar, sem var prestur þar um 30 ára skeið. Þar var hún manni sínum stoð og stytta á löngu prests- þjónustuskeiði. Séra Siguijón lést 94 ára að aldri fyrir fimm áram. Saur- bær er í sögu landsins og í hugum þjóðarinnar nátengdur séra Hall- grími Péturssyni, sálmaskáldinu fræga. Gauja var kona yfirlætislaus í allri framkomu, vann störf sín í kyrr- þey. Hún var þægileg í viðmóti með sinni glaðværð, sagði skemmtilega frá og var minnug á alla atburði í nútíð og fortíð. Þegar við látum hugann reika til æskuáranna stendur ávallt upp úr sumardvöl okkar systkinanna í Saur- bæ. Þar fengum við að kynnast sveitalífinu í orðsins íyllstu merkingu þar sem séra Siguijón var einnig mik- ill bóndi og bjó þar fullu búi. Þar tók- um við systkinin fullan þátt í öllum al- gengum sveitastörfum svo sem heyskapnum þar sem allir tóku þátt og allt starfið leitt af presti sjálfum ásamt prestsfrúnni. Þetta vora skemmtileg sumur þar sem líf og fjör ríkti. Alltaf var Gauja í góðu skapi og mátti oft heyra dillandi hlátur hennar við hin margvíslegu störf. Eftir að séra Sigurjón hætti prests- skap fluttu þau til Reykjavíkur þar sem Gauja var fædd og uppalin. Þau keyptu sér íbúð í Eskihlíð og undu sér vel þar. Bæði vora þau mjög heilsu- hraust alla sína ævi. Þau stunduðu mikið göngur, lásu mikið og fylgdust mjög með öllu fréttnæmu sem var að gerast bæði heima og erlendis. Einn- ig ferðuðust þau mildð á seinni áram. Gauja var ákaflega jákvæð kona og þakklát íyrir allt sem fyrir hana var gert. Hún var andlega hress til hins síðasta. Síðustu árin dvaldi Gauja á elli- heimilinu Grand þar sem hún naut frábærrar umönnunar sem hún var sérstaklega þakklát fyrir. Hún naut í ríkum mæli ástríki'ar umhyggju Hrafnkels, sonar síns, og Unnar, konu hans, og barna þeirra og barnabama sem vora henni mjög kær. Við þökkum Gauju frænku fyrir allt það sem hún var okkur og óskum henni guðs blessunar. Svana og Eva. Guðrún Þórarinsdóttir frænka mín eða Guja frænka eins og við kölluðum hana andaðist hinn 12. október sl. 94 ára að aldri. Mér er ljúft að minnast hennar þar sem mikil vinátta var með henni og systurbörnum hennar og af- komendum þeirra. Það er margs að minnast og fyrst koma í hugann heimsóknir mínar sem lítil stúlka í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd en þar var Guja prestsfra um langt skeið. Hún skilaði því hlutverki með miklum ágætum eins og öðra því sem hún tók sér fyrir hendur. Ég minnist heimsókna á heimili þeirra hjóna hér í Reykjavík og var maðm- ávallt margs fróðari eftir þær heim- sóknir. Hún las iðulega upp fyrir okk- ur úr dagbókum sínum frá ferðaiög- um sínum eða las upp ræður sem hún hafði flutt. Guja var vel gefin og hafði hlotið góða menntun, þótt hugur hennar stæði til að mennta sig enn frekar. Hún var fróðleiksfús, listfeng og hafði góða frásagnargáfu svo unun var á að hlýða. Ósjaldan var leitað til Guju um liðna atburði, sem öðram vora gleymdir, og brást það vart að hið glögga og óskeikula minni hennar hafði svör á reiðum höndum. Af kynn- um við suma af samferðamönnum í lífinu verður maður örlítið „stærri" og sannanlega „stækkaði" Guja sam- ferðamenn sína. Við fjölskyldan hennar áttum ynd- islegan dag með henni á níræðisaf- mæli hennar, og sat hún í faðmi fjöl- skyldunnar sátt við guð og menn og var glaðvær og áhugasöm eins og ávallt. Ég vil votta Hrafnkeli syni hennar, Unni tengdadóttur og bamabörnum samúð fjölskyldu minnar en þau sýndu henni mikla umhyggju og ástúð allt til síðustu stundar. Megi góður guð geyma og varð- veita Guju frænku. Dóra Guðrún. Snemma sumars árið 1917 lagði ell- efu ára Reykjavíkurhnáta land undir fót með föður sínum. Ferðinni var heitið austur að Laugarvatni þar sem ætlunin var að dveljast fram á haust. Sumar eftir sumar hafði Þórarinn B. Þorláksson ferðast um byggðir og óbyggðir á hestbaki með trönur, léreft og liti til þess að kalla fram feg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.