Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 64
M A FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ im áí/aAaJasv Sími 587 7777 Funahöfða 1 - Fax 587 3433 www.litla.is VW Passat 1.6 Basicline 3/99, 5 g., álfelgur, vindskeið silfurgrár, ek. 27 þ. km, bílalán 1150/20 þ. á mán., v. 1.550 þ 'Subaru Legacy 2.0 Stw Anniversary 2/97, 5 g., álfelg- ur, vindsk., dráttarkr., ek. 56 þ. km, blár/grár, v. 1.450 þ. MMc Space Star 1.3 1/2000, 5 g., allt rafdr., abs, silfurgrár, ek. 10 þ. km, bílalán 1.130/25 þ. á mán., v. 1.280 þ. Peugeot 306 1.6 stw 4/98, 5 g., allt rafdr., abs, Ijósblár, ek. 37 þ. km, v. 1.050 þús. Tilboð 850 stgr. (Einnig aðrar árg.) Suzuki Vitara Se 1.6 4x4, 7/98, 5 g., allt rafdr., álfelgur,. Ath. nokkrir bílartil. V. 1.350 þ. Mazda 323 Glx 1.5 6/97, sjálfsk, vindskeið, ek. 33 þ. km, silfurgrár, bílalán 620/15 þ. á mán., v. 990, sk ód. (Einnig 1996, 1.3, v. 660 þ.) Toyota Corolla Touring 1991, 5 g„ ek. 187 þ. km, rauður, v. 450, tilboð 360 stgr. Einnig árg. 1994, v. 700 þ. stgr. Opel Astrá 1.6 1/2000, 5 g„ álfelgur, vindskeið, filmur, aukadekk, ek. 17 þ. km, silfur- grár, bílalán 1.100/18 þ. á mán„ v. 1.530 þ. Nissan Patrol Se 10/99, 5 g„ 35“ breyttur, álfelgur, cd, kubbur, dráttarkr., ek. 17 þ. km, hvítur, bílalán 2,4 m„ v. 3.750 þ. VW Golf Cl 1.8 1996, sjálfsk., aukadekk, cd, ek. 70 þ. km, hvítur, v. 780 þús. www.litla.is/tilboðsbílar Fjöldi bífreiða á tilboðsverðí UMRÆÐAN Það yrði ekki aftur snúið! IBUAR við Elliða- vatn sem og margir aðrir hafa undanfarið mótmælt byggingar- áformum við vatnið eins og þau birtast í tveimur deiliskipu- lagstillögum sem skipulagsnefnd Kópa- vogs hefur til umsagn- ar þessa dagana. Fjölmargar athuga- semdir hafa borist gegn þessum tillögum frá einstaklingum, samtökum, bæjarfé- lögum o.fl. Þessu hafa Hanne Fisker verið gerð góð skil í fjölmiðlum. Eg er Vatnsendabúi og er búin að vera það í rúmlega tíu ár en bý utan þess svæðis sem þetta um- deilda skipulag nær til. Ef þessar byggingar verða að veruleika er ég því svo lánsöm að þurfa ekki að sjá þær út um eldhúsgluggann. Þó gat ég ekki, frekar en fjölmargir aðrir, setið aðgerðalaus og beðið eftir úrskurði skipulagsnefndar. Farið var út í að kanna skoðun almenn- ings í þessu máli með því að safna undirskriftum. Það rann fljótt upp fyrir okkur sem komum að þessu, að það væri í raun okkar eiginn dugur sem réði því hve vel sú söfn- un myndi ganga. Hvatningin var slík og undirtektirnar svo yfir- gnæfandi jákvæðar. Við ákváðum þó að láta staðar numið eftir tæp- lega þrjár vikur. Ég er þakklát öll- um þeim rúmlega tíu þúsund Islendingum sem studdu okkur. Við hefðum svo auð- veldlega getað náð til mun fleiri. En ég treysti því þó, að sjón- armið tíu þúsund ís- lendinga hafi vægi þegar ákvörðun verð- ur tekin. Það eru margar spurningar sem hægt er að velta fyrir sér í þessu máli og margir þættir sem eðlilegt er að gera athugasemdir við. Nú hefur verið samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs eignarnámssátt við landeigendur. Sú sátt gefur landeigendum leyfi til að byggja eins og lýst er í deili- skipulagstillögunum. Deiliskipu- lagstillögurnar eru enn í vinnslu hjá skipulagsdeild Kópavogs sem er þessa dagana að fara í gegnum innsendar athugasemdir og taka afstöðu til þeirra. Er ekki hætta á að sáttin, sem er bindandi, hafi áhrif á þá afstöðu sem skipulags- nefnd, bæjarráð og bæjarstjórn eiga eftir að taka? Af hverju hefur Kópavogsbær aðeins látið gera frumathugun á þeim umhverfis- áhrifum sem íbúðabyggð mun hafa? Niðurstöður þeirrar athug- unar eru, að nánari rannsókna sé þörf á nær öllum þáttum sem at- hugunin nær til. Eru einhver sann- færandi rök fyrir að staðsetja Heilt og sælt veri fólkið! HEILBRIGÐ bein eru sterk sem stál en léttari og sveigjanlegri. Beinin eru undraver- öld, þar sem ríkir jafn- vægi milli uppbygging- ar og niðurbrots beins undir stjórn álagsnema og með flóknu samspili hormóna, kalks og D- vítamíns. Heilbrigð bein eru sprelllifandi. Þau eru forðabúr kalks til lífsnauðsynlegrar innri starfsemi líkam- ans. Þau eru askja sem verja mikilvæg líffæri hnjaski og þau gera hreyfingar líkamans starfrænar. Við getum faðmað þann sem við unnum, farið ferða okkar og gengið til þeirra starfa sem við kjós- um okkur. Beinvernd Daglegur göngutúr, segír Þórunn B. Björns- Þórunn B. Björnsdóttir dóttir, styrkir bæði vöðva og bein. Bein geta lagað sig að kröfum um- hverfisins. Þessi svörun beinsins er komin undir ýmsum þáttum. Erfðir ráða hér nokkru um svörun beinsins en ýmsir aðrir þættir koma til. Það þarf ákveðið magn af kalki og D-víta- míni, mismunandi magn eftir ald- ursskeiði og hæfilega hreyfingu. Við . endurtekið álag þéttast beinin og styrkjast til þess að standast álagið. Þegar hreyfingu skortir tapast bein, hratt fyrst í stað en síðan næst að lokum nýtt jafnvægi, þar sem beinið er þó veikara en áður og þolir minna álag. Kyrrseta og rúmlega er því eit- ur í beinum mannsins. Alvarlegustu brotin sem verða vegna beintaps eru hryggjarliðir, sem taka að falla sam- an og brot á lærleggshálsi við byltur. Þessi brot eru öll mun algengari hjá konum en körlum. Við þetta lækkar líkamshæðin, herðakistill myndast, öndun verður erfiðari og færni til gangs tap- ast. Hámarksbeinþéttni næst við tuttugu og fimm til þrjátíu ára ald- ur. Öflug hreyfing og góð kalk og vítamíninn- taka skipta miklu máli hér. Eftir þennan aldur tapast bein hægt og bítandi. Við tíðahvörf kvenna kemur tíu ára tímabil, þar sem kon- umar tapa beini hratt í tengslum við kvenhormónskort. Kvenhormón- meðferð á við sumar konur, en hollir lífshættir og líkamleg áreynsla að minnsta kosti í 2 klukkustundir á viku stuðlar einnig að vernd bein- anna. Aldurstengda beintapið segir helst til sín eftir sjötugt, þegar iðu- lega bætist við kyrrseta, sem veiklar ekki aðeins beinin, heldur einnig vöðvana. Þá er það sem lærleggs- hálsbrotin verða algengari og fæmin tapast og vítahringur minnkandi hreyfingar og færni myndast. Daglegur göngutúr styrkir bæði vöðva og bein og það gerir reyndar öll almenn hreyfing, hvort sem er við heimilisverk eða önnur störf, þar sem reynt er á hina stóra vöðva lík- amans. Góð inneign í beinabankanum á fyrsta hluta lífshlaupsins er dýrmæt forgjöf. Við tíðahvörf kvenna er mik- ilvægt að huga að beinþéttninni og eftir því sem árin færast yfir verður mikilvægt að tryggja nægilegt kalk, 800-1.200 mg, 600 alþjóðlegar ein- ingar af D-vítamíni og hæfilega áreynslu, til dæmis þrisvar í viku, til þess að beinin verði heil og sæl. Þessa skulum við minnast á bein- vemdardaginn. Höfundur er sjúkraþjálfarí og situr i stjórn Beinverndar. Elliðavatn Viljum við láta minnast okkar, spyr Hanne Fisker, sem kynslóðar- innar sem sá of skammt? blokkabyggð þetta nálægt vatninu þegar leikmanni sýnist vera góðir möguleikar á að koma henni fyrir fjær vatninu? Hvers vegna ekki að- skipuleggja svæðið í kringum Ell- iðavatn sem eina heild í staðinn fyrir í litlum sundurlausum eining- um og þá að teknu tilliti til þeirrar byggðar sem fyrir er, til lífríkis og heildaryfirbragðs landslags? Sér ekki hver maður að byggð af þess- um þéttleika, á þessum stað, er í hrópandi ósamræmi við umhverfið? Þetta era mikilvægar spurningar núna á meðan beðið er eftir niður- stöðunni - hvort deiliskipulagstil- lögurnar verði samþykktar. En við megum ekki týna aðalatriðinu. Eft- ir einhver ár verða smáatriðin gleymd. Viðhorf í skipulagsmálum hér á landi eru að breytast og áður en langt um líður er sýnin öpnur. Svæðið í kringum Elliðavatn hef- ur allt til að bera. í framtíðarbyggð gæti það orðið enn dýrmætara úti- vistarsvæði en það er í dag, hluti af grænni lífæð sem teygir sig frá Seltjarnarnesi, með ströndinni, um Fossvogsdal og Elliðaárdal. Lif- andi vatnið og umhverfi þess er það sem tengir saman Elliðaárdal og Heiðmörk. Þétt og háreist byggð á bökkum Eiliðavatns mun þrengja að þessari leið borgarbúa út í náttúrana. Viljum við það? Viljum við láta minnast okkar sem kynslóðarinnar sem sá of skammt og skemmdi umhverfi sem hefði orðið börnum og barnabörn- um höfuðborgarsvæðisins ómetan- legt? Ég treysti því að enginn kjósi slíkan minnisvarða og ég treysti því að niðurstaðan í þessu máli verði Elliðavatninu og þar með al- menningi í hag. Við berum öll ábyrgð. Höfundur er íbúi i Hvarfahverfi á Vatnsenda. Gdðærið nær til Súgandaíj ar ðar ALLT tal um niður- sveiflu í vestfirsku samfélagi hefur berg- málað í öllum fjölmiðl- um undanfarin ár og hafa fréttamenn keppst við að gera lítið úr okkur sem búum hér fyrir vestan. Við þetta „úti á landi pakk“, eins og við er- um oft kölluð, getum ekki endalaust hlustað á svona málflutning og þess vegna tók ég þá ákvörðun að vekja at- hygli á nokkram stað- reyndum sem varða minn heimabæ. Ef ég byrja á að nefna mannfjölda þá voru búsettir þann 1. des 1996 275 manns á Suðureyri en 1. des Vestfirðir Lengi má telja upp, seg- ir Elías Guðmundsson, Eh'as Guðmundsson hvernig góðærið hefur skilað sér til Súganda- fjarðar. 1999 voru Súgfirðingar 317 sam- kvæmt upplýsingum Hagstofu en það er um 15 % aukning og einnig er fjölgun þetta árið en nákvæmar töl- ur liggja þó ekki fyrir enn. Svo má nefna að árið 1995 var skráður kvóti Súgfirðinga 839 tonn en samkvæmt upplýsingum Fiskistofu er skráður kvóti á Suðureyri nú í dag 1.341 tonn eða aukning um tæp 60 %. Þetta er fyrir utan þann stóra flota af smábátum sem sækir Súganda- fjörð heim á hverju sumri og má nefna að landaður afli hefur aukist úr 3.552 í 5.456 tonn eða rúmlega 56% aukning á síðustu fimm árum. Fjöldi fyrirtækja skráð á Suðureyri hefur aukist úr 17 í 23 síðustu fimm árin að sögn Hagstofu. Leiguhúsnæði hefur verið af skomum skammti undanfarin ár en þó era enn fasteignir til sölu hér í nafla alheimsins. Ef minnst er á menningarmál í Súgandafirði hefur sami krafturinn verið í uppbyggingu þar og má þar nefna Sæluhelgi Súg- firðinga sem má kalla þjóðhátíð Súgfirðinga og dregur sú hátíð sí- fellt fleiri og fleiri gesti til sín á hverju ári. Svo má nefna leikfélagið Hallvarð Súganda sem reis úr rekkju fyrir þremur árum og hefur sett upp þrjár leiksýningar síðan. Einnig var listaverkum komið fyrir í Súgandafirði síðastliðið sum- ar. Þar má nefna „Vestfirsk öfl“ sem sett var á Sjöstjöm- una, 12 steindir glugg- ar voru settir í kirkjuna og „Dropi í hafið“ var sett í fjöru- borðið við Kleif. Svona er lengi hægt að telja upp hvernig góðærið hefur skilað sér til Súgandafjarðar en það sem mætti, að mínu mati, skýra þessa velgengni er nálægðin við gjöful fiskimið og að miklu leyti jarð- göngin okkar. í dag era jarðgöngin nýtt vel og má þess geta að meðalumferð um göngin á dag jafn- gildir því að hver Súgfirðingur fari rúmlega eina ferð í gegnum göngin á dag en skýringin liggur líklegast í því að fjöldi ísfirðinga og Súgfirð- inga vinna ekki þeim megin við göngin þar sem þeir eru búsettir. Vissulega fara allir flutningar í gegnum göngin og telur það mikið þegar umferð í göngunum er skoð- uð. Svo virðist einnig vera að Súg- firðingar séu hættir að treysta á op- inbera aðstoð og bjarga sér þess í stað bara sjálfir og miðað við þessar staðreyndir gera þeir það bara nokkuð vel. Hvað með þessar staðreyndir hafa því miður lánastofnanir misst trúna á því að veðsetja fasteignir sem ekki er hægt að hafa með sér á brott frá Suðureyri. Þetta er vegna ranghugmynda sem þeim hafa verið bornar á borð af fjölmiðlum undan- farin ár og er þetta gott dæmi um- hvernig fjölmiðlar geta haft áhrif á byggðaþróun í landinu. Ég, „sveita- lubbinn", gekk á milli lánastofnana nú í haust og athugaði hvort áhugi væri fyrir hendi að fjármagna fyrir- tæki á Suðureyri í samvinnu við óstofnað hlutafélag á Suðureyri. Nei, sögðu flestir, það var ekki hægt vegna þess að enginn vildi taka veð í fasteign á svona stað þar sem allt væri á hraðri leið niður á við var mér yfirleitt sagt. Þegar ég var búinn að láta hafa mig að fífli fór ég að velta fyrir mér hvort það væri staðurinn Suðureyri sem ætti undir högg að sækja eða hvort fordómar og van- þekking lánastofnana væri að gera mér erfitt fyrir með að fjármagna svona verkefni. Þegar ég velti þessu fyrir mér held ég að við „þetta úti á landi pakk“ séum búin að láta fjöl- miðla gera okkur að fífium undan- farið og svo vona ég að fjölmiðlar fari nú að láta okkur í friði og snúi sér frekar að jákvæðari fréttaflutn- ingi af málefnum á landsbyggðinni. Höfundur er fjarnámsnemi f viðskiptafræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.