Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 66
66 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 M ................ HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Of margar hryssur í of stutt' an tíma hiá stóðhestunum Lítil frjósemi stóðhrossa hefur mikið verið til umræðu að undanförnu, enda hefur kom- ið í ljós að fyljunarhlutfall hjá þó nokkrum stóðhestum hefur verið lélegt í sumar. &■ Ásdís Haraldsdóttir spurði Björn Stein- björnsson dýralækni, sem rannsakað hefur frjósemi og atferli stóðhesta, hvað hann telji valda þessu. EF OF margar hryssur eru í hólfi hjá stóðhesti í of stuttan tíma eru miklar líkur á að hluti þeirra fyljist ekki að mati Björns. Hann telur einnig hugsanlegt að nú séu hrossa- ræktendur einnig að súpa seyðið af því að hafa ekki hugað að frjósemi þeirra stóðhesta sem notaðir hafa verið í kynbótastarfinu. Áhyggjur af notkun ófrjó- samra stóðhesta „Þó erfitt sé að segja nákvæm- lega til um ástæður lítillar frjósemi í sumar, að óathuguðu máli, er það staðreynd að oft eru settar allt of margar hryssur í girðingar hjá stóðhestum," segir Björn. „Ég hef þó haft mestar áhyggjur af því und- anfarin 10-15 ár að við erum að nota stóðhesta sem vitað er að eru ekki nógu frjósamir. Við höfum heldur ekkert athugað frjósemi stóðhesta sem notaðir eru sem kynbótahestar hér á landi og tökum ekkert mið af því í kynbótastarfinu. Kannski er- um við að sjá afleiðingar þess nú þegar í ljós kemur að fyljunarhlut- fall hjá mörgum stóðhestum er mjög lélegt. Oft hefur verið bent á þetta í ræðu og riti en svo virðist sem það hafi ekkert haft að segja.“ Margt er hægt að gera til að bæta ástandið að hans mati. Það þurfi að hafa í huga að aðbúnaður og umhverfi skipta verulegu máli hjá stóðhestum. Allt rask getur haft áhrif á kyngetu þeirra svo sem mikil þjálfun, þótt það eigi ekki við um alla hesta, mikil ferðalög og læti í hesthúsum. „Graðhestar eru eins og börn „þeir verða að hafa mikla reglu,“ segir hann. „Þegar verið er að þjálfa þá mikið og sýna er það kannski þeytingurinn milli móts- staða sem hefur neikvæðust áhrif á þá. Það kemur í ljós að það fer best um þá í sinni stíu í sínu hesthúsi. Ef farið er með þá á milli staða er best að geta keyrt þá heim í hesthús strax og sýningu er lokið. Að vera í ókunnugu hesthúsi innan um ókunnug hross getur haft áhrif á kyngetu stóðhestsins." Björn segist ekki hafa trú á góð- um árangri þegar verið er að halda hryssum á húsi. Til þess að það beri árangur þarf að halda hryssunni undir hestinn annan hvorn dag frá ,því gangmál hefst og til loka gang- máls. Annars er það nánast tilviljun ef hryssan fyljast. „Fýsilegast til árangurs er að setja hryssu hjá stóðhesti á fyrra gangmáli. Best er að safna hryssunum saman nokkr- um dögum áður en stóðhesturinn kemur svo þær geti verið búnar að raða sér í virðingarröð áður en hann kemur og koma sér upp sam- skiptamunstri. Þess þarf að gæta að hryssurnar séu helst ekki fleiri Leiðrétt í frétt í hestaþætti síðasta föstudag þar sem sagt var frá að Hulda G. Geirsdóttir tæki við stöðu ritstjóra Eiðfaxa International var rangt farið með nafn fyrirtækisins sem hún ætl- aði að hefja störf hjá. Það heitir GSP Almannatengsl. Er beðist velvirð- '~4ngar á þessu. en 20 og alls ekki fleiri en 25 hjá fullfrískum stóðhesti. Til þess að öruggt sé að stóðhesturinn hafi tíma til að sinna öllum þessum hryssum þurfa þær að vera hjá honum í 6 vikur. Stóðið þarf að láta sem mest í friði á þessum tíma þótt eðlilega þurfi að huga að því og ganga úr skugga um að allt sé í lagi. Það er hrossunum alls ekki eðlilegt ef verið er að taka stóðhestinn úr girðingunni og setja hann aftur í eða ef hryssur eru teknar úr hópn- um eða öðrum bætt í. Allt slíkt rask eykur vinnu stóðhestsins sem hefur nóg að gera við að halda utan um hópinn og sinna hryssunum. Stóð- hesturinn stjórnast af frumhvötum og eðli hans segir honum að hugsa um hryssurnar fyrst og fremst og sinna þörfum þeirra. Ef of margar hryssur eru hjá honum hefur hann ekki tíma til að bíta, leggur af og missir kraft. Staðreyndin er sú að stóðhestar geta ekki fyljað nema ákveðinn fjölda hryssna á hverjum degi og geta alls ekki fyljað allan daginn og marga daga í röð. Ef of margar hryssur eru hjá hesti og margar að ganga á sama tíma er því ljóst að einhverjar verða útundan. Það hef- ur verið rannsakað að hryssur höfða misjafnlega til stóðhesta og því verða þær sem þeir telja minna aðlaðandi alveg útundan ef of margar hryssur eru hjá þeim.“ Fastar hildir valda öfrjósemi hjá hryssum Björn telur að auðvelt sé að rannsaka frjósemi graðhesta. í rauninni sé einföld heilbrigðisskoð- un undirstaðan. Þá eru kynfærin skoðuð og sæðið athugað. Aðrir hlutir sem skipta máli er að nota alls ekki þá stóðhesta sem vitað er að séu ekki nógu frjósamir og að hryssurnar fari undir stóðhest á fyrra gangmáli ef reyna á að ná fram hámarks frjósemi. Á seinna gangmáli þegar farið er að líða á sumarið eru þær ekki eins frjósam- ar auk þess sem sæðismagn hesta hefur oft minnkað og sumir hverjir hreinlega orðnir þreyttir. Björn vill minna á að gleyma því ekki í umræðunni að stundum get- ur orsaka vandamálanna verið að leita hjá hryssunum. Hann segir ekki óalgengt að við skoðun komi oft í Ijós að leg eða eggjastokkar séu ekki í lagi. Stundum kemur fyr- ir að hryssurnar losna ekki við hild- imar eftir köstun. Ef það er ekki uppgötvað strax og hildirnar fjar- lægðar af dýralækni berast bakter- íur inn í legið og valda legbólgu. Yf- irleitt eru hryssur ófrjóar næsta ár og einnig kemur fyrir að legbólga veldur varanlegri ófrjósemi. Vaxandi áhugi á ís- lenska hestinum í Bandaríkjunum Yfír 50 hross skráð á fyrstu kyn- bótasýn- inguna MIKILL áhugi er á fyrstu kyn- bótasýningu á íslenskum hestum í Bandaríkjunum og hafa verð skráð á milli 50 og 60 hross. Sýningin verður haldin í Tulsa í Oklahoma 3.-5. nóvember næstkomandi og munu þeir Ágúst Sigurðsson, hrossaræktarráðunautur Bænda- samtakanna, og Jón Vilmundarson kynbótadómari dæma á sýning- unni. Þeim til aðstoðar verður Helga Thoroddsen á Þingeyrum. Ágúst sagði í samtali við Morg- unblaðið að aldrei fyrr hefðu ís- lensk hross verið dæmd á alvöru kynbótasýningu í Bandaríkjunum þótt þau hefðu komið þar fram á sýningum til kynningar og tekið þátt í keppni af ýmsu tagi. Á sýn- ingunni í Tulsa verður fólki sem á íslensk hross boðið að koma með þau og sýna þau fyrir kynbóta- dómi. Dæmt verður samkvæmt sama kerfi og dæmt er eftir hér á landi og til dæmis á heimsmeist- aramótum, svokölluðu FEIF-kerfi. Ágúst telur mikilvægt að byrja strax að dæma eftir þessu kerfi og gera sömu kröfur og gerðar eru hér svo hægt verði að færa gögnin frá sýningunni yfir í Heims-Feng og að þau verði marktæk til sam- anburðar við gögn frá öðrum kyn- bótasýningum. Námskeið fyrir þá sem ekki hafa sýnt fyrr Fæstir þeirra sem koma með hross á þessa sýningu hafa sýnt hross fyrr og sumir hverjir hafa aldrei séð íslensk hross dæmd og vita ekki hvernig kynbótasýning fer fram. Því var ákveðið að bjóða upp á stutt námskeið og kynningu daginn fyrir sjálfa sýninguna. Þar verður farið yfir kennslugögn sem notuð eru á slíkum námskeiðum og sýndar myndir og myndbönd frá kynbótasýningum. Ágúst sagði að nauðsynlegt væri að bjóða upp á slíkt námskeið til að eyða tortryggni og stressi og til að leiðbeina fólki svo það gæti bet- ur áttað sig á því hvort það teldi hrossið sitt eiga erindi í kynbóta- dóm eða ekki. Hestamenn gera athugasemdir við deiliskipulag við Elliðavatn FULLTRUAR fimm hestamanna- félaga á höfuðborgarsvæðinu hafa sent bæjaryfirvöldum í Kópavogi athugasemdir vegna nýs deiliskipu- lags við Elliðavatn. Að sögn Hall- dórs Halldórssonar, fulltrúa Hesta- mannafélagsins Andvara í nefndinni, var meðal annars óskað eftir að reiðvegur, sem talinn er liggja of nálægt íbúðarbyggð sam- kvæmt skipulaginu, verði færður. Fulltrúar þessara félaga eru í reið- veganefnd Kjalamesþings hins foma, en hún er skipuð fulltrúum frá sjö hestamannafélögum allt frá Hvalfjarðarbotni að Reykjanestá, þ.e Herði, Fáki, Andvara, Gusti, Sörla, Sóta og Mána. Halldór sagði að við athugun á deiliskipulaginu hafi komið í ljós að reiðvegurinn þótti liggja allt of nærri íbúðar- byggðinni og óskað var eftir að hann væri færður fjær byggðinni og nær vatninu. Gert er ráð iyrir nýju hverfi við Vatnsenda þar sem lóðir verða 1400 fm eða stærri og verður leyft að byggja hesthús á lóðunum. Bent var á að tryggja þyrfti fólki sem þar myndi byggja aðgang frá hverfinu eftir reiðvegi sem lagt er til að komi vestan við núverandi byggð og niður að Elliða- ánum. Þar kæmi hann á brú sem ætluð væri fyrir gangandi og ríð- andi umferð og yrði við nýju brúna yfir Breiðholtsbrautina og tengdist reiðveginum sem liggur undir henni. Einnig var óskað eftir því að reið- leið frá Elliðahvammi yfír í Heims- endahverfið verði rækilega merkt inn á skipulag og einnig vegurinn frá Heimsenda að Elliðavatni, en hann var ekki merktur inn á skipu- lag. Halldór sagði að þetta væri mjög mikilvæg tenging við reiðleið sem Andvaramenn nota þegar riðið er í kringum vatnið. Hann sagði að reiðleiðir á þessu svæði væru sann- kallaðar lífæðar á milli hestamanna á höfuðborgarsvæðinu og mikil- vægt að standa vörð um þær. Dæmi um skipulagsslys sem snerti hesta- menn mikið væri þegar Lindar- hverfið í Kópavogi var byggt, en það þrengir mjög að hesthúsahverfi Gusts. Á þetta hafi verið bent í at- hugasemdunum. Reiðveganefndin hefur starfað í nokkur ár og lagt áherslu á að fé- lögin ynnu saman að reiðvegamál- um á þessu svæði. Af nógum verk- efnum hefur verið að taka. í þessari viku var til dæmis verið að ljúka við að setja efsta lagið á svokallaða Smyrlabúðarleið, úr Hjalladalnum suður á Kaldárselsveg, og sagði Halldór að þar með væri komin mjög góð reiðleið úr Hafnarfirðin- um á Fákssvæðið. Sett var upp án- ingagerði á mótum Selgjár og Búr- fellsgjár sem kemur í stað Gjá- réttar, en hún er á náttúru- og fornminjaskrá. Einnig er verið að vinna í reiðvegagerð á Hólmsheiði milli Fákssvæðisins í Reykjavík og svæðis Harðar í Mosfellsbæ. Reiðvegamálin eru eilíf barátta að mati Halldórs. Næsta verkefni Andvaramanna er að fá reiðveg með Vífilsstaðahlíð því búið er að byggja veginn upp þar og á að fara að setja á hann bundið slitlag. Góð leið er á þessum slóðum og var hún talin forn reiðleið. Halldór sagði að einn góðan veðurdag hafi þessari leið verið lokað fyrir hestaumferð og breytt í gönguleið. Síðan hafa hestamenn þurft að notast við ak- veginn, sem eins og áður segir er verið að byggja upp og leggja bundnu slitlagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.