Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 78
78 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Stutt í stuttskífu! SVO virðist sem nýjasta afkvæmi þeirra Radiohead félaga sé óska- barn þjóöarinnar aðravikunaíröð. Einsog flestirættu nú að vita er Kid A fráhvarf frá gítar- rokki fyrri platna og meira lagt upp úr stemmingu og hrynjanda en áður. Viðupptökurá plötunni kláruðu þeir félagar um 25 lög og hefur útgáfufyriræki þeirra geflð í skyn að sveitin .hyggist gefaút snemma á næsta ári stuttskífu sem inniheldur þau lög sem þeir hafa veríð að leika á tónleikum upp á síðkastið en eru ekki að finna á nýju breiðskífunni. Þeir félagar eiga enn um fimmtán lög uppi í hillu hjá sér og það kitlar eflaust marga aðdáendur sveitarinnar aö komastyfirþau. Kakó með rjóma! ÞAÐ er örugglega ekki verra aó haf< mann eins og Hauk Morthens stuttfrágeisla- spilaranum, eða þá a.m.k. sam- ansafn hans bestu laga. Ó. borg mín borg, syngur hann á nýútkominni, samnefndri, tvöfaldri safn- plötu sem hef- ur að geyrrta öll hans þekktustu lög. Þau verða líkleg- ast ófá ömmukakóboðin í lágu húsunum í vet- ur þar sem söngur Hauks mun, ásamt kakó- sopanum, verma uppgestina í skammdegínu. Enda vinnur söngrödd hans svipað verk fyrir eyrun og sálina og kakósopi með rommi og rjóma gerir fyrir tunguna. Nr.; var jvikuri 'l ; Diskur í Flytjandi : Útgefandi Nr. ♦1. ; 1. ; 2 : ; Kid A I Radiohead ÍEMI 1. 2. i • ; 1 ; N : Annar máni iSálin hans Jónsmíns :Spor 2.* 3. i - i 1 : Black Market Musk ] Placebo :EMI 3. 4. ; 2. i 4 : : Pottþétt 21 :Ýmsir : Pottþétt 4. 5. 1 5. : 5 : ; Selmasongs (Doncer In The Dark) i Björk jSmekkleysa J 5. •6. i 11. i 3 i Ó borg min borg j Haukur Morthens ;fsl. tónar 6. 7. i 7. i 10 i i Parachutes í Coldplay ÍEMI 7. 8. i 4. i 21 i Marshall Mathers LP ; Eminem iUniversal 8. 9. i 3. i 4 i i Music ;Madonna iWarnerMusici 9. 10.; 30. i 6 : II: Marc Anthony :Marc Anthony :Sony 10. 11.i 12.: 29 : : Sögur 1980-1990 ]Bubbi ílsl. tónar 11. 12.; 6. i 27 i i p,°y ■ Moby iMute 12. 13.; i5.; 2 ; ; Best ; Todmobile ;ísl. tónar 13. 14.: 9.; 3 i i Sailing To Philadelphia jMark Knopfler i Universal 14. i5.; i4.; 22 i i Oops 1 Did It Again í Britney Spears ÍEMI 15. i6.; i6.; io i i Tourist ;St Germain ÍÉMI 16. i7.; •; i ; i Warning ! Green Day :Wamer 17. 18. i 13; 2 : Primitive Digi 1 Soulfly iRoadrunner 18. 19. i - : í I i Baby iRagga IVitund 19.« 20.: 8.: 7 : Born To Do it • Craig David iEdel 20. 2i.;i7.; 2 i ; Infest J Papa Roach ÍUniversol 21. 22.: 28. 2 i i Stúlkan með lævirkjaröddina ; Erla Þorsteinsdóttir ;fsl. tónar 22. 23.; 19.; 20 i i Ultimate Collection J Borry White i Universal 23. 24.; 20.; 13 i i Fuglinn er floginn i Utangarðsmenn ;ísl. fónar 24. 25.; 35.; 2 i i Bowie At The Beeb (Ltd) x : David Bowie ÍEMI 25. 26.i 18. i 6 : : íslenski draumurinn :úr kvikmynd : Kvikm. fél. ísL’ 26. 27.i 10. i 71 : 0: Agætis byrjun JSigur Rós ISmekkleysc 27. 28.; 34.; i : Óskalögin 4 J Ýmsir :fsl. tónar 28. 29.: 25.: 2 ] ; Trans Nation 4 J Ýmsir ÍMin. of Sound; 29. 30.; 27: 19 ■ ; Greatest Hits í Whitney Houston ;bmg ; 30. Á Tónlistanum em plötur yngri en tveggjo éra og eiu í verðflokknum „fullt vetð". Tónlisttnn ei unninn af PricewaterhouseCoopers fyiit Sambond hliðmplötuframleiðando og Moigunbloðið í samvinnu við eftiiloldoi veislonit: Bókvol Akuieyti, Bónus, Hogkoup, Jopís Bioutarholti, Jopís Kiingiunni, Jopís fougavegi, Músik og Myndii Austursfraefi, Músík og Myndii Mjódd, Somtónlist Kiinglunni, Skífon Kringlunni, Skífon lougovegi 26. Barnaleg plata! HENNI Ragnhildi Gfsla- dóttur hefurtekist aó gefa því að vera „bamaiegur“ splunku- nýja meiningu. Á nýj- ustu plötu sinni, Baby, glímirhún við þá þraut aðgera sértiibúna tónlistfyrirungabörn. En þarerhlustunar- hópur sem ekki margir hafagefið sértímatil þess að semja fyrir, ber þó helst að nefna raftónlistarfrömuðinn Raymond Scott sem varí svipuöum pæling- um á sjötta áratugnum. Á plötunni sýnir Ragnhildur á sér nýja hlið sem auövelt er að ímynda sér að enginn hafi séö áður nema kannski börnin hennar. Annar máni, annað sætið! að hafa aö- einsvenð vikunnar seldist plata Sálarinnar hans Jóns míns nægilega mikið til þess að hoppa beint upp í annaö sæti Tónlistans. Þaö veröur spennandi að sjá hvort platan nái toppsætinu í næstu viku en það er alveg við því að búast þar sem margir hafa beðið spenntireftirplötunni. í næstu vikurer þó von á nýrri plötu frá rokksveitinni Limp Bizkit og er ekki ólíklegt að sú plata verði helsti keppinautur Sálarinnar í næstu viku. Sálin er þessa dagana á fullri keyrslu og má búast við því að sveitin haldi útgáfutónleika i lok nóvember. ERLENDAR 0000(90 ★★★★☆ Rafn Marteinsson fjallar um Black Market Music, nýjasta geisladisk Placebo. Engin meðal- mennska „Þolinmæði er dyggð,“ eru lokaorð Rafns um Black Market Music sem er strax farinn að bíða næstu plötu Placebo. LOKSINS myndu sumir segja, öðr- um er sjálfsagt alveg nákvæmlega sama. í fjögurra ára sögu sinni hefur Placebo óneitanlega tekist að skapa sér nokkra sérstöðu á tónlistarmark- aðinum. Ekki aðeins fyrir athyglis- Verðan söngstíl Brians Molkos heldur einnig sérstæða framkomu og sögur af villtu líferni meðlima. Hér er á ferðinni þriðja breiðskífa þeirra félaga og er ekki laust við að nokkur eftirvænting ríki um út- komuna í þetta sinn. Aðallega vegna þess að fyrri tvær plötur þeirra fé- íaga voru þrælgóðar en afar ólíkar svo ekki sé meira sagt. Aðspurðir um ástæðu þess sögðust þeir forðast að endurtaka sig og leituðu því sífellt á nýjar slóðir. Engar tvær plötur eins, takk. Fyrsta platan sem hét einfald- lega Placebo og kom út 1996 var afar hrá, textarnir sóðalegir og spila- mennskan tæp á köflum. Frammi- staða meðlima var misgóð, út>- setningar einfaldar og söngur Brians Molko svona upp og ofan. Þrátt fyrir það var platan býsna góð og kom sveitinni á kortið. Athygli vakti sér- stakur söngstíll Molkos og kraftur sá tí&þessum þrem ræfilslegu náungum tókst að framkalla. Lagið Nancy Boy náði vinsældum og þótti svo gott að David Bowie fékk þá til að leika það í fimmtugsafmæli sínu. Árið 1998 kom svo út Without You I’m Nothing. Þegar þama er komið við sögu höfðu þeir losað sig við trommarann Robert Schultzberg en í staðinn fengið Steve Hewitt til liðs við sig. Spilamennskan tók stakkaskiptum og tónlistin varð fágaðri. Alveg hreint afbragðsplata á alla kanta og með þeim betri er ratað hafa í geislaspilarann minn. Placebo halda uppteknum hætti árið 2000. Á Black Market Music er að finna tólf lög sem þeir semja í sam- einingu en Molko er ábyrgur fyrir textum. Númer eitt er „Taste in Men“ en það hefur töluvert heyrst í útvarpi upp á síðkastið. Frábært byrjunarlag og gefur fín fyrirheit fyr- ir framhaldið. „Days Before You Came“ minnir á „Brick Shithouse“, „Bruise Pristine“ eða jafnvel „Nancy boy“ af fyrri plötum Placebo. Hrár keyrslurokkari frá fyrstu sekúndu til þeirrar síðustu. „Special K“ er annað tveggja bestu laga þessarar plötu. Það fjallar um tvennt það í lífinu sem fólk verður helst háð að mati höíúnd- ar, ást og eiturlyf. Er sælutil- finningunni sem fylgir því að vera ástfanginn líkt við eiturlyfjavímu og nokkurs konar samasemmerki sett þar á milli. í hinu ramm pólitíska „Spite & Malice“ fá þeir rapparann Justin Warfield til liðs við sig. At- hyglisverð blanda þar á ferð og óneit- anlega stakk það eilítið í stúf til að byrja með. Venst engu að síður vel. „Passive aggressive" er númer fimm. Rólegt til að bytja með en byggist hægt upp og við tekur rokkaðri kaíli. Það verður að segjast eins og er að við fyrstu hlustun varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum. Þó ekki vegna þess að lagið sem slíkt sé lélegt, því það er býsna gott. Frekar vegna þess að það hefði getað orðið alveg stór- gott og það munar sorglega litlu. Uppbyggingin lofar afskaplega góðu en þegar hápunkturinn nálgast er eins og röng ákvörðun sé tekin og botninn dettur úr. „Black-eyed“ er vel heppnað með grípandi viðlagi og í „Blue American“ syngur Molko óð til móður sinnar, óð innan gæsalappa. Var vafalaust illa fyrirkallaður þegar hann samdi text- ann. „Slave to the Wage“ minnir á „Every You Every Me“ af áður- nefndri „Withou You I’m Nothing". Boðskapurinn er þessi: Ekki gera út af við sjálfan þig með puði og erfiði í dag - geymdu eitthvað til að njóta lífsins síðar meir. Vinnan göfgar manninn og allt það, en hverju skilar hún okkur? „Commercial for Levi“ er tveggja mínútna lagstúfur um vininn sem reynir að hafa vit fyrir þér og kemur til bjargar þegar þú ert um það bil að sigla sjálfum þér í strand. Kaldhæðnisleg frásögn Molkos frá eigin krísutíma. Reyndar er Levi þessi hljóðmaður Placebo og bjargaði eitt sinn lífi Molkos þegar sá síðar- nefndi hafði fengið sér einum of mikið neðan í því. I staðinn samdi hann lag og texta til heiðurs bjargvætti sínum. Sniðugt. „Haemoglobin" er pönkað, einn og sami kaflinn samfellt í vel á fjórðu mínútu. Viðfangsefni: Aftökur og dauðinn. „Narcoleptic" er „hitt“ besta lag plötunnar og minnir óhjá- kvæmilega á „Burger Queen“ af „Without...“ Einföld ballaða sem gengur hundrað prósent upp. Loka- lagið er einnig afar vel heppnað. „Peeping Tom“ fjallar um gægjufíkn þar sem gægirinn sjálfur segir sög- una. Dregin er upp samúðarfull mynd af honum og reynt að útskýra þær annarlegu hvatir sem liggja að baki hegðun hans. Spilarinn heldur áfram þó að laginu ljúki - þeir þolin- móðu fá aukaglaðning í restina. Helsti munurinn á „Black Market Music“ og fyrri verkum Placebo ligg- ur í lagasmíðum. í þetta sinn eru eng- ir stórsmellir á borð við „Pure Morn- ing“, „You don’t Care About Us“ eða „Nancy Boy“. Það þarf ekki að þýða að lagasmíðar séu verri fyrir vikið. Maður getur þurft að liggja lengi yfir sumum laganna og gefa þeim tíma. En þolinmæðin borgar sig. Ég verð nefnilega að viðurkenna að í upphafi var ég langt í frá hrifinn af heildar- útkomunni. Útsetningar eru fjöl- breyttari en áður. Strengir og píanó koma vel inn á vissum stöðum og henta tónlist Placebo ótrúlega vel. Textamir hafa einnig breyst. Hingað til hafa þeir fjallað um ofsóknaræði, eiturlyf, svall og álíka viðfangsefni. í þetta sinn fáum við pólitískari og jafnframt mildari texta þó svo að Molko hafi ekki alveg sagt skilið við fyrri hugðarefni. Placebo virðast hafa fundið sér samastað. Maður fær á tilfinninguna að þeir séu núna loks búnir að ákveða stefnuna og séu jafnvel sammála um hana. Þar með sé þeim ekkert aðvan- búnaði að telja í og fara alla leið. I dag eru þeir stórir en þeir verða risa- stórir með þessu áframhaldi. Við bíð- um því bara róleg eftir næstu plötu Placebo. Þolinmæði er dyggð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.