Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 79 FOLKI FRETTUM Reiðarslag fyrir unnendur Rage Against the Machine Zack söngvari hættur SÖNGVARINN í reiðustu rokksveit- inni í bransanum í dag, Rage Against the Machine, Zack de la Rocha, hefur sagt skilið við sveitina. Hann tilkynnti þessi óvæntu tíðindi formlega £ fyrradag og studdi þeim rökum að hugmyndafræði sveitar- innar hefði einfaldlega ekki gengið npp og að hvorki listrænum né póli- tískum markmiðum sem sveitin setti sér í upphafi hafi verið náð. Hann þvertekur þó fyrir að ágreiningur við félaga sína í sveitinni hafi eitt- hvað með brotthvarf sitt að gera. Félagar hans brugðust skjótt við þessu reiðarslagi og lýstu formlega yfir að Rage Against the Machine myndu halda srnu striki og vera áfram jafn háværir, fónkaðir og hreint ekki láta deigan síga í rokkinu. Rage Against the Machme hafa allt frá stofnun verið sérlega róttæk- ir í skoðunum sinum og hafa stutt viðkvæma og óvinsæla málstaði minnihlutahópa dyggilega og áþreifanlega. Skemmst er að minn- ast þess þegar þeir stóðu fyrir mót- mælum utan við flokksþing demó- krata í Los Angeles í ágúst. Þeir hafa einnig barist fyrir málstað zapatista í Mexíkó og réttindum launaþræla. Nú sfðast var bassaleik- ari sveitarinnar, Tom Commerford, handtekinn á MTV-myndbandaverð- Iaunahátíðinni fyrir að klífa upp á sviðsmyndina og láta öllum illum lát- um á meðan Limp Bizkit tóku við verðlaunum. Þrátt fyrir ögrandi tónlistarstefnu og hugmyndafræði hefur Rage Against the Machine notið fádæma hylli og selt meira en tfu milljónir platna um heim allan. Það er erfitt að sjá hvað Rocha ætlar sér með þessari afdrífaríku ákvörðun sinni. Þótt félagslega með- vituðum tónlistarmönnum hafi vissulega tekist að hafa áhrif á þjóð- félagið og stuðlað að breytingum hafa þær sjaldnast verið svo áþreif- anlegar að viðkomandi listamaður hafi getað bent á afrek sín og sagt: „Þetta er mér að þakka.“ Rocha virðist hinsvegar haldinn þeirri MYNDBÖNP Morðingjaleit Preston Tylk Spenmimynd ★★ Leikstjórn og handrit: Jon Bok- enkamp. Aðalhlutverk: Luke Wil- son, Norman Reedus, Dennis Far- ina. (88 mín.) Bandaríkin 1999. Háskólabíó. Bönnuð innan 16 ára. sannfæringu að áhrif hans og sveitarinn- ar hefðu átt að vera einmitt svo mikil - sem verður að teljast í hæsta máta óra- unhæft mat. Félagar hans í sveitinni hafa ekkert látið hafa eftir sér um skýringar Rocha á brotthvarfinu sem poppskríbent- um þykir vera vísbending um að þeir séu honum ósammála enda hefúr sveitin vissulega haft síh áhrif. Það ætti að veita sorgmæddum fylgjendum sveitarinnar einhverja sálarró að fyrir jólin kemur út tónleikaplata með sveitiimi þar sem Zack mun æpa sig hásan - væntanlega í hinsta siim á plasfi, að minnsta kosti með Rage Against the Machine. Zack, lengst til vinstri, á meðan hann var ennþá ungur og öskuillur út í vélina. PRESTON Tylk verður fyrir miklu áfalli þegar gullfalleg eigin- kona hans sem hann ann svo heitt til- kynnir að hún hafi haldið framhjá honum um nokkurt skeið. Hann rýkur á dyr í miklu upp- námi og fer á kaffi- teríu til þess að melta þessi hörmu- legu tíðindi. Þegar hann nær áttum snýr hann aftur til fundar við konuna í lífi sínu en það er um seinan - hún liggur látin í íbúð þeirra og það er aðeins einn sem Preston grunar - fyrrverandi ást- maður hennar. Preston Tylk er ágæt spennumynd en svolítið ómarkviss °g fyrirsjáanleg, auk þess sem hæg- fara þráðurinn dreifir athygli manns meh'a en góðu hófi gegnir. Hinsveg- ar leggur leikstjórinn og höfundur- inn Bokenkamp mikið upp úr per- sónusköpun og leitast við að kynna betur fyrir manni þá sem koma að morðinu en gengur og gerist í spennumynd á borð við þessa - sem er vel og góð tilbreyting. Farina karlinn er líka traustur. 9^990 7.495 kr. Vifta m/skyggni A J 0Sr99T3 13.995 kr. Ryksuga 1500W og 375w sogkraftur 37.995 kr. Kælir/frystir Stærð: 140x54,5x60 94^90 69.995 kr. Kælir/frystir Stærð: 200x59,5x60 54re90 39.995 kr. Keramik helluborð Með halogen hellu 59r990 42.995 kr. Blástursofn Til í hvítu og svörtu 2&r990 49.990 kr. Uppþvottavél 5 þvottakerfi HÚSASMIÐJAN www.husa.is Skarphéðinn Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.