Morgunblaðið - 21.10.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.10.2000, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 242. TBL. 88. ÁRG. LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Níu Palestírmmenn láta lífíð í óeirðum, þeim hörðustu í hálfan mánuð Dauðsföllum af völdum ebólaveirunnar fækkar Umsamið vopnahlé hundsað Nablus, Kairó, Jerúsalem. AP, AFP, Reuters. NÍU Palestínumenn létust og á sjöunda tug særðist á einum blóðug- asta degi átaka ísraela og Palestínu- manna í gær. Vopnahlé það sem taka átti gildi í gær og samið var um á neyðarfundi leiðtoganna á þriðjudag var virt að vettugi. Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, sagði ísraela myndu bíða átekta og sjá hver yrði niðurstaða leiðtogafundar arabaríkjanna, sem hefst í dag. Þegar niðurstaða lægi fyrir myndi Israelsstjórn taka ákvörðun um hvort friðarumleitun- um yrði fram haldið. Ef ofbeldið tæki hins vegar ekki enda myndi Israel taka sér hlé til að endurmeta ástand mála og taka sér eins langan tíma til þess og þyrfti. Talsmenn Bandaríkjastjómar reyndu að draga úr þessum ummælum Baraks og sögðu að þau yrði að skoða í sam- hengi við allar samningaviðræður liðinna ára. „Við höfum alltaf sagt að við tækjum einn dag í einu í þessu ferli,“ sagði talsmaður Hvíta húss- ins, Nanda Chitre. Átök brutust út rétt eftir að vopnahlé átti að heQast Utanríkisráðherra ísraels, Shlomo Ben-Ami, sagði í gærmorg- un að hann vænti þess að vopnahlé hæfíst kl. tvö eftir hádegi. Stundar- korni eftir að tíminn rann upp hófust hörðustu átök dagsins rétt fyrir sunnan bæinn Nablus á Vesturbakk- anum. Þar skutu liðsmenn Tanzim- sveita Fatah-hreyfingarinnar, stjórnmálahreyfingar Yassers Ara- fats Palestínuleiðtoga, úr launsátri að hermönnum ísraela. Þeir skutu til baka og létust fjórir Palestínumenn í átökunum. í bænum Ramallah gengu um 2000 Palestínumenn að Rússum fækkar Moskvu. AFP. RÚSSUM fækkaði um rúmlega 500.000 manns á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Voru þeir 145,1 milljón 1. september sl. að sögn Interfax. Á fyrmefndum tíma fækkaði Rússum um 0,3% en um 0,4% á sama tíma fyrir ári. Fyrir hvert eitt barn, sem kom í heiminn, létust 1,76 íbúa landsins. Vladímír Pútín, forseti Rúss- lands, gerði þessa þróun að um- talsefni í stefnuræðu stjórnar sinnar 8. júlí í sumar og sagði þá, að hún stefndi „tilveru þjóð- arinnar í voða“. Er fækkunin rakin til þess bága ástands, sem í landinu er, en meðalævilíkur rússneskra karlmanna eru nú aðeins 60 ár. eftirlitsstöð ísraela og hófu grjót- kast. ísraelsmenn skutu gúmmíkúl- um til baka og voru 20 Palestínu- menn sárir innan við 20 mínútum síðar. Unglingsdrengur, sem skýldi sér á bak við bílflak, lést samstundis eftir skot í höfuðið. Einnig létust unglingar í átökum í Qualiqilya, Tulkarem og 21 árs mað- ur í Jenin. Þá kom til átaka í útjaðri Jerúsalem og Betlehem. Palestínu- menn hófu skothríð frá þorpunum Beit Sahour og Beit Jalla á Vestur- bakkanum að Gyðingabyggðum í Gilo. ísraelar svöruðu fyrir sig með árásum skriðdreka og úr herþyrlum. Ekkert mannfall varð í þessum árásum en nokkrir særðust. Nú hafa um 120 manns látist, flestir Palest- ínumenn, í átökunum, sem staðið hafa í þrjár vikur, og mörg hundruð særst. Palestínumenn hafa sakað ísraelsmenn um að beita hernum af fullum þunga í átökunum en Israels- menn segja hersveitir sínar halda sig mjög til hlés. Clinton hringdi í Barak og Arafat Bill Clinton Bandaríkjaforseti hringdi á fimmtudagskvöld í Barak og Arafat til að reyna að greiða götu friðarviðræðna. Clinton vonaðist til að vopnahlé yrði komið á fyrir helgi, en gærdagurinn gerði út um þá von. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, hvatti í ávarpi sínu á neyðarfundi allsherjarþings samtakanna í gær, til að þingið yrði ekki of harðort í ályktunum sínum en búist var við því að þingið samþykkti ályktun þar sem beiting ísraelsmanna á hervaldi yrði fordæmd. Talsmaðui- ísraelsstjómar, Avi Pazner, sakaði í gær stjórn Arafats BANDAMENN Vojislav Kostuniea, forseta Júgóslavíu, mótmæltu í gær tilnefningu harðlínumanna úr flokki Slobodans Milosevic, Sósíalista- flokknum, í þjóðstjórn Serbíu. Kom- ist var að samkomulagi um það sl. mánudag að þjóðstjórn tæki við völd- um í Serbíu fram að þingkosningun- um 23. desember. Serbneska þingið þarf að staðfesta samkomulagið og kemur saman í dag í því skyni. Mót- mælin gætu frestað samþykktinni. Sósíalistaflokkurinn útnefndi hins vegar Milomir Minic, þingmann sem þekktur er fyrir hófsamar skoðanir, um að bera ábyrgð á ofbeldinu og sagði hana hvetja til óeirða. „Að ástandið skuli enn fara versnandi er bein afleiðing af hegðan Arafats og stjórnar hans.“ Arafat vísaði þessum ummælum á bug í gær. Barak átti í gær fund með Ariel Sharon, leiðtoga Likudflokksins, sem hefur þráfaldlega sagt að hann muni ekki taka þátt í þjóðstjórn Bar- aks. Barak sagði við komuna á fund- inn að hann teldi líkumar á þjóð- stjóm nú mjög góðar. Sharon sem forsætisráð- herra. Flokkur Milos- evic neitaði að upplýsa um önn- ur nöfti sem þeir tilnefna í bráða; birgðastjórnina. í bréfi sínu til for- seta Serbíu, Mila Milutinovic, til- tóku bandamenn Kostunica sérstak- lega Branislav Ivkovic. Hann er háttsettur í Sósíalistaflokknum og barðist hatrammlega gegn Kostun- mældist í fyrsta skipti í gær með meira fylgi en Barak í skoðanakönn- un Gallup í ísrael. Sharon mældist með 41% fylgi en Barak 31%. Skoð- anakönnunin sýndi að þrátt fyrir minna fylgi Baraks era 62% Israela enn fylgjandi friðarviðræðum. Þriðj- ungur er mótfallinn þeim og 5% tóku ekki afstöðu. Skoðanakönnunin var framkvæmd rétt að loknum leiðtoga- fundinum á þriðjudag. ■ Er friðarferli/30 ica í forsetakosningunum. Nebojsa Covic, sem tilnefndur var sem for- sætisráðherra Stjórnandstöðu- bandalags Kostunica, sagði mótmæl- in ekki vera sprottin af hatri. „Við mótmælum því að Sósíalistamir reyni að lauma umdeildustu meðlim- um sínum inn í þjóðstjórnina." Róttæki flokkurinn, flokkur þjóð- ernissinnans Vojislav Seselj sagði sig úr ríkisstjórn Serbíu í gær, í mót- mælaskyni við fyrirhugaðar breyt- ingar. Úrsögnin kom ekki á óvart. ■ Handbendi Milosevic/28 WHO varar við fleiri far- öldrum Genf, Kampala. AFP. WHO, Álþjóðaheilbrigðisstofnunin, sagði í gær, að 47 hefðu látist og 122 sýkst í ebólafaraldrinum í Norður-Úganda. Jafnframt var var- að við því, að líklega væri þetta að- eins fyrsti faraldurinn af mörgum. Valary Abramov, talsmaður WHO, sagði, að of snemmt væri að segja hvort faraldurinn hefði náð hámarki, meðal annars vegna þess, að svo virtist sem hann kæmi í bylgjum. „Við höfum aðeins orðið vitni að fyrstu bylgjunni," sagði hann. Abramov sagði, að ebólaveiran, sem valdið hefði faraldrinum, væri svokallað Súdanafbrigði en það veldur dauða 50 til 90% þeirra, sem smitast. Annað afbrigði, sem kennt er við Zaíre, er hins vegar enn ban- vænna og dregur til dauða 70 til 90% sjúklinganna. Innan við 40% deyja í Úganda hafa heilbrigðisyfirvöld góðar vonir um, að tekist hafi að hefta útbreiðslu sjúkdómsins, enda hefur dauðsföllum fækkað og einnig þeim, sem hafa smitast. I upphafi faraldursins dóu 70% sjúklinganna en nú er hlutfallið komið niður fyrir 40%. Nú þegar ljóst er, að um Súdan- afbrigðið af veiranni er að ræða, þykir ekki ólíklegt, að hún hafi fyrst komið upp meðal uppreisnarmanna í N-Úganda en þeir hafa einnig bækistöðvar í Súdan. FJÖLDI BLÆSILBBRA AFMÆLIS- TILB0ÐA I mSLUNUM NÓATÚNS Sýnishorn á bls. 27 í dag MORGUNBLAOIÐ 21. OKTÓBER 2000 Undirbúningur að myndun bráðabirgðastjórnar í Serbíu Tilnefningu harð- línumanna mótmælt Belgrad. AP. Milomir Minic
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.