Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Þyngdin sexfölduð SILUNGUR hf. á Vatnsleysu- strönd hefur nú slátrað um 25 tonnum af eldislaxi úr sjúkvíum sínum á Stakksfirði. Um er að ræða svokallað skiptieldi, þar sem laxinn er fyrst alinn í kvíum á landi þar til hann hefur náð nægilegri stærð, um 700 grömm- um, til að hægt sé að setja hann í sjúkvíar. Settir voru út um 100.000 laxar í maí í vor og er hver lax þegar orðinn um fjögur kflú að þyngd, hefur því sexfaldað þyngd sína, og mun ná um fimm kflúa þyngd þegar líður að júlum. Gert er ráð fyrir því að upp úr kvíunum komi um 500 tonn af laxi að verðmæti til útflutnings um 170 milljúnir krúna. Júnatan Þúrðarson, fram- kvæmdastjúri Silungs, segir þetta mikinn áfanga og útkomuna framar vonum, enda vex laxinn þrisvar sinnum hraðar í sjúkvíum en í kvium á landi. „Þetta er vísir að nýjum atvinnuvegi við suður- strönd landsins," segir Júnatan. Morgunblaðið/HG Laxinn rotaður fyrir blúðgun í Helguvík. í gær slátraði Silungur þar um 6 tonnum af laxi úr eldiskvíum sínum á Stakksfirði. Ný sýsluskrifstofa í Stykkis hólmi formlega vígð Stykkishólmi. Morgunbiaðiö. SÓLVEIG Pétursdúttir dúmsmálaráðherra vígði í gær nýtt húsnæði Sýslumanns Snæfell- inga í Stykkishúlmi. Athöfnin húfst kl.14 með ávarpi ráðherra þar sem hún fagnaði þessum áfanga í sögu embættisins. Þetta er fyrsta hús- næðið sem byggt er eingöngu til að hýsa skrif- stofu embættisins. Hér væri byggt til framtíðar og öll aðstaða samkvæmt kröfum tímans. I hús- inu er á jarðhæð lögreglustöð sem bætir að- stöðu lögreglunnar og er þetta þáttur í að styrkja löggæsluna í landinu, að sögn ráðherra. Dúmsmálaráðherra sagði að með tilkomu þessa húss batnaði einnig aðstaða lögreglunnar í Grundarfirði, því húsið sem hýsti lögregluna í Stykkishúlmi frá árinu 1990 yrði flutt til Grund- aríjarðar. Aftur á múti væri leitað lausna varð- andi húsnæði lögreglunnar í Snæfellsbæ. Hún sagðist vonast til þess að fljútlega fengist lausn og að auglýst yrði eftir húsnæði í Snæfellsbæ. Það kom fram í máli ráðherra að málum, sem lögregluembættið á Snæfellsnesi hafi fengið til meðferðar, hafi fækkað mikið á milli ára síð- ustu 3 árin. Það eru gleðilegar fréttir, sagði ráðherra, og úskaði að sú þrúun héldi áfram. Ólafur Kr. Ölafsson, sýslumaður, bar saman að- stæður sýslumanna Snæfellinga á fyrri öldum við þá aðstöðu sem verið er að taka í notkun nú. Vitnaði hann í því máli til ævisögu Júns Espú- líns. Sýslumaður fúr yfir byggingasögu hússins og þakkaði öllum sem þar hafa komið að verki. Séra Gunnar Eiríkur Hauksson blcssaði húsið. Að lokuin var gestum boðið upp á veitingar og að skoða nýju húsakynnin sem hýsa bæði emb- ætti sýslumanns og lögreglunnar í Stykkshúlmi. Morgunblaðið/Gunnlaugur Amason F.v. Guðni Friðriksson sem starfað hefur á sýslumannsskrifstofunni í 33 ár, Ólafur K. ÓI- afsson sýslumaður og Súlveig Pétursdúttir. Fjöldi gesta var við vígsluna. Almenningi var boðið að skoða nýju sýsluskrifstofuna frá kl. 16-18. Nýja sýsluskrifstofan er á tveimur hæðum, alls 789 fermetrar. Kostnaður við byggingu hússins og kaup á skrifstofubúnaði er um 140 milljúnir krúna. FIB segir rangt að réttaróvissa ríki um stöðu vátryggingartaka Tryffgingamiðstöðin tek- ur við hluta viðskiptanna TRYGGINGAMIÐSTOÐIN hf. hef- ur tekið yfir tryggingar nokkurra vátryggingartaka FIB-tryggingar undanfarna daga, þar sem viðskipta- vinir FÍB-tryggingar hafa ekki getað endumýjað vátryggingar sínar að undanfómu né nýir viðskiptavinir getað tryggt þar ökutæki sín eftir að dótturfyrirtæki Lloyd’s í London, Octavian tryggingafyrirtækið, sagði nýlega upp samstarfssamningi sínum við Alþjóðlega miðlun ehf., rekstr- araðila FÍB-tryggingar. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að Fjármálaeftirlitið telur nokkra réttaróvissu gilda um vátryggingar- taka FÍB-tryggingar í kjölfar samn- ingsslitanna. Af þeim sökum sendi eftirlitið bréf á fimmtudag til Alþjóð- legra bifreiðatrygginga á Islandi (AÍB), en það fyrirtæki er á ábyrgð Sambands íslenskra tryggingafélaga og ber ábyrgð á öllum ótryggðum ökutækjum hér á landi. í bréfinu kom fram að AÍB geti lent í þeirri stöðu að bera ábyrgð á bifreiðum sem tryggðar hafi verið hjá FÍB-tryggingu. Athugasemdir FÍB Félag íslenskra bifreiðaeigenda sendi frá sér athugasemdir vegna málsins í gær þar sem fram kom að félagið hefði fullvissað sig um að allir þeir sem tryggja bifreiðar sínar hjá FÍB-tryggingu á vegum Lloyd’s í London njóti fullkominnar trygging- arverndar á tryggingartímabilinu. .Alþjóðleg miðlun, sem annast af- greiðslu FÍB-tryggingar, hefur upp- lýst að sá kvóti fyrir bílatryggingar sem fengist hafði á Lloyd’s markaðn- um hafi fyllst fyrr en ráð var fyrir gert. Af þeirri ástæðu þurfti að semja um aukningu, til að hægt væri að taka fleiri bíla í tryggingu. Á sama tíma ákvað sá vátryggjandi, sem annaðist FÍB-tryggingar á Lloyd’s markaðn- um, Octavian, að hætta öllum bif- reiðatryggingum utan Bretlands. Octavian hætti að taka við nýtiygg- ingum og endurtryggingum hjá FIB- tryggingu 17. október. Vegna þess að samningar við annan vátryggjanda hafa dregist á langinn hefur FIB- trygging því beint endumýjun trygg- inga tímabundið til innlends trygg- ingafélags í samræmi við umboð það sem tryggingatakar hafa veitt FÍB. Þeir tryggingatakar sem ekki kæra sig um að endumýja FÍB- tryggingu sína í gegnum innlenda tryggingafélagið em fijálsir að því að hætta í viðskiptum við FÍB-trygg- ingu og tryggja sjálfir hjá trygginga- félagi að eigin ósk. Rétt er að minna á að FIB hefur hlutast til um að FÍB-trygging standi til boða hér á landi til að efla sam- keppni í bílatryggingum og lægri ið- gjöldum. Rekstrarfyrirkomulag FÍB-tryggingar kallar á að trygging- ar þess geti færst á milli tryggingafé- laga á Lloyd’s markaðnum í London og víðar. Þar gildir allt annað fyrir- komulag en á tryggingamarkaði hér á landi og því getur sú staða komið upp að nýir aðilar taki yfir tryggingamar með litlum fyrirvara, líkt og nú,“ sagði í athugasemd FÍB. Fjármálaeftirlitið með málið til skoðunar Fjármálaeftirlitið sá einnig ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu um málið í gær: „Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum hefur Alþjóðleg miðlun ehf. hætt að taka við umsóknum um nýjai- bifreiðatryggingar fyrir hinn erlenda vátryggjanda (Octavian at Lloyd’s) sem félagið hefur miðlað fyrir. Jafn- framt liggur fyrir að ekki verði af endumýjun eldri vátrygginga hjá hinum erlenda aðila. Alþjóðleg miðl- un ehf. hefur skýi-t frá því að unnið sé að því að koma á samstarfi við annan aðila á vegum Lloyd’s. Fjármálaeftirlitið hefur tekið málið tO skoðunar í því skyni að ganga úr skugga um stöðu þeirra sem vátryggt hafa bifreiðar hjá umræddu vátrygg- ingafélagi í gegnum Alþjóðlega miðl- un ehf. Hefur Fjármálaeftirlitið átt fundi og aflað gagna hjá aðilum. Þá hefur Fjármálaeftirlitið greint dómsmálaráðuneytinu og Alþjóðleg- um bifreiðatryggingum á íslandi sf. (ABÍ) frá málinu. Athugunin nú beinist fyrst og fremst að stöðu vátryggingasamn- inga sem endurnýja átti síðustu daga eða til stóð að endumýja næstu daga eða vikur. Ekkert hefur komið fram sem gefur tilefni til að ætla annað en að staða annarra vátryggingasamn- inga sé óbreytt fram að næstu endur- nýjun. Fjármálaeftirlitið beinir því til þeirra sem vátryggt hafa bifreiðar sfnar í gegnum Alþjóðlega miðlun ehf. og komnir em að endumýjun samn- inga, að leita upplýsinga hjá Alþjóð- legri miðlun ehf. um stöðu viðkom- andi vátiyggingar. Jafnframt er þessum aðUum bent á að taka afstöðu til áframhaldandi fyrirkomulags á vátryggingu sinni og afla staðfesting- ar á aðgerðum Alþjóðlegrar miðlunar ehf. þar að lútandi. Fjármálaeftirlitið leggur áherslu á að ekki er unnt að velja Lloyd’s sem vátryggjanda að svo stöddu, en eyðu- blöð sem liggja m.a. frammi hjá sölu- aðilum bifreiða, gefa það til kynna.“ Fimmtán hafa samið við TM Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að FIB-trygging hafi þegar samið við Tryggingamiðstöðina um yfirtöku a.m.k. fimmtán samninga vegna vá- tryggingar ökutækja. Þeir viðskipta- vinir sem hér um ræðir eru því ekki lengur tryggðir hjá FÍB-tryggingu, heldur TM, og njóta sömu kjara og aðrir viðskiptavinir Tryggingamið- stöðvarinnar, að sögn Ragnai’s Þ. Ragnarssonar, tryggingastærðfræð- ings hjá TM. „Ég get staðfest að undanfama daga hefur Alþjóðleg miðlun ehf. gert samninga um ökutækjatryggingar við okkur fyrir hönd viðskiptavina sinna. Um þessa samninga hefur gilt sama fyrirkomulag og þegar bílaumboð eða salar tryggja bifreiðar hjá okkur. Um leið og samningur hefur komist á hætta afskipti FIB-tryggingar af við- komandi ökutæki," segir Ragnar. Hann bætir því að séu tryggingar einhverra viðskiptavina FIB-trygg- ingar runnar út án þess að þær hafi verið framlengdar annars staðar, sé það vissulega mjög alvarlegt mál. „Þeir sem þegar hefur verið samið um við okkur eru ekki í neinni óvissu. Um aðra tryggingataka hjá FÍB- tryggingu hef ég engar upplýsingar." Samstarfsslit Octavian við FÍB-f™T—:—— Hafði ekkert meo starr- semina á Islandi að gera London. Morgunblaðið. ANTHONY Hines, deildarstjóri endurtryggingadeildar breska tryggingarfélagsins Markel, sem áður hét Octavian og var í samstarfi við FÍB-tryggingu, staðfestir í sam- tali við Morgunblaðið þær upplýs- ingar FÍB-trygginga að Markel hafi dregið sig út úr samstarfinu sökum breyttra áherslna í rekstri Octavian eftir að Markel keypti fyrirtækið. Ákvörðun Markel hafi því ekki á neinn hátt sérstaklega varðað sam- starfið við FÍB-tryggingu, heldur verið almenn ákvörðun. Hines segir að samstarfið hafi komist á á liðnu ári, en Markel slitið því fyrr á þessu ári. Að sögn Hines er Markel ekki of ginnkeypt fyrir því að veita öðrum fyrirtækjum leyfi til að tryggja í þess nafni. Þetta gildi almennt um starfsemi Markel og endalok samstarfsins við FIB- tryggingu hafi því verið liður í víð- tækum samdrætti í starfsemi Mark- el utan Bretlands. Octavian hafi áð- ur verið í tryggingasamstarfi um allan heim, en öll sú starfsemi hafi verið lögð af. Starfsemi Markel ein- skorðist nú við breska markaðinn. Hagnaður af starfsemi erlendis ekki viðunandi Ástæðan fyrir þessari stefnu Markel er, að sögn Hines, einfald- lega sú að Markel hefur ekki góða reynslu af slíku samstarfi. Hines sagði að glögglega mætti sjá af rekstrarreikningum fyrirtækisins að hagnaður af starfsemi erlendis hafi ekki verið viðunandi. „Sú ákvörðun að slíta samstarfinu við FÍB-tryggingu hafði því ekkert að gera með starfsemi Markel á Is- landi, heldur var hún liður í endur- skipulagningu Markel," sagði Hin- es. Markel International stýrir starf- semi Markel Corporation, sem er skráð í Virginíu í Bandaríkjunum. Starfsemi þess skiptist í fjórar einingar, Terra Nove Insurance Company í Bretlandi, Corifrance í París, Markel Capital Limited, sem starfar innan Lloyd’s tryggingafé- lagsins breska og Markel Syndicate Management Limited, sem er eitt stærsta fyrirtækið innan Lloyd’s Eignir fyrirtækisins í árslok á síð- astliðnu ári voru metnar á yfir tvo milljarða Bandaríkjadala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.