Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 15 Morgunblaðið/Árni Sæberg Þau tímamót urðu hjá varnarliðinu í Keflavík í fyrradag að allar fímm Sikorsky HH60G björgunarþyrlur þess voru í flughæfu ástandi á sama tíma en ekki er gert ráð fyrir því að svo sé. Reglan er sú að tvær séu til taks á hverjum tima. Allar þyrlur varnarliðs- ins í flughæfu ástandi ÞAU tímamót urðu hjá varnarlið- inu í Keflavík fyrir skömmu að all- ar fimm Sikorsky HH60G björgun- arþyrlur þess voru í flughæfu ástandi á sama tíma en ekki er gert ráð fyrir því að svo sé. Regl- an er sú að tvær séu til taks á hverjum tíma. Af því tilefni flugu þyrlurnar fimm saman yfir höfuð- borginni. Tillaga um Vatnsenda á aðalfundi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu V ar tekin á dag- skrá og vísað frá án umræðu SAMÞYKKT var á aðalfundi Sam- taka sveitarfélaga á höfuðborgai’- svæðinu, að taka á dagskrá tillögu um skipulag á Vatnsendalandi sem Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi í Reykjavík, lagði fram. Þegar að henni kom í dagskránni undir lok fundarins bar Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, fram frávísunartillögu sem samþykkt var með 24 atkvæðum gegn 7. Fékkst því tillaga Ólafs ekki rædd á fundinum. Þegar rætt var um skýrslu stjóm- ar á fundinum kynnti Olafur tillögu sína um Vatnsendaland og óskaði eftir að hún yrði tekin á dagskrá undir liðnum önnur mál. Tillagan er svohljóðandi: „Aðalfundur Samtaka sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu, haldinn á Seltjarnarnesi 20. október 2000, beinir þeim eindregnu tilmælum til bæjaryfirvalda í Kópavogi, að ráðast ekki í framkvæmdir vegna byggðar í Vatnsendalandi skv. nýju deiliskipu- lagi, fyrr en að loknum nauðsynleg- um rannsóknum á orsökum mengun- ar í Elliðavatni og áhrifum aukinnar byggðar á hana. Fundurinn leggur áherslu á að litið sé á lífríki Elliða- vatns og Elliðaánna sem einnar heildar og að útivistarsvæði fyrir alla íbúa höfuðborgarsvæðisins við EU- iðavatn verði tryggt. Fundurinn tel- ur að fyrirætlanir um stóraukna byggð í nágrenni Elliðavatns og fjöl- býlishúsabyggð milli Vatnsendaveg- ar og Elliðavatns samrýmist ekki þessum sjónarmiðum og því sé nauð- synlegt að endurskoða þær.“ Frávísunartillaga borin upp Þegar kom að því að ræða tillög- una bar Sigurgeir Sigurðsson upp frávísunartillögu ásamt fleirum. „Eg og fleiri höfum talið að samtökin gætu endað á nokkuð hálli braut ef þau ætluðu að fara að álykta um inn- ansveitarmál hjá ákveðnum sveitar- félögum er við höfum aðra staði til þess og önnur samtök," sagði Sigur- geir og las svofellda tillögu: „Með vísan til þess að skipulags- og um- hverfismál svæðisins eru til efnis- legrar meðferðar í svæðaskipulags- nefnd höfuðborgarsvæðisins, jafn- framt þeirri staðreynd að viðræður eru að hefjast milli Kópavogs og Reykjavíkur, meðal annars um sam- eiginleg hagsmunamál á Vatnsenda- og Elliðaársvæðinu, er tillöguni vís- að frá.“ Tillagan var strax tekin til af- greiðslu og var samþykkt með 24 at- kvæðum gegn 7 að vísa henni frá. Að því loknu bað Ólafur F. Magnússon um orðið og sagði þessa meðferð hlá- lega. Hann sagði að ætluðu Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sér að standa undir nafni hlytu þau að ræða þetta alvarlega mál á aðal- fundi sínum. Hláleg meðferð „Þetta er hláleg meðferð og okkur ekki til sóma,“ sagði Ólafur og kvaðst hafa sagt við menn fyrr á fundinum að hann væri reiðubúinn að leggja til að tillögunni yrði vísað til stjórnar meðal annars með þeim rökum að hér væri hvorki um einkamál Kópa- vogsbúa að ræða né sérmál Reykja- víkur og Kópavogs. Þetta væri stór- mál allra sveitarfélaga höfuðborg- arsvæðisins. Arnþór Helgason, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, sagði að með því að komið hefði verið í veg fyrir að um- hverfis- og útivistarmál væru rædd með afgreiðslu á tillögu Ólafs hlyti að vakna spurning um samtökin sem umræðuvettvang. „Er aðalfundur SSH vettvangur fyiir lýðræðisleg skoðanaskipti um hvers kyns mál sem er ef þau fara þvert á svig við hagsmuni einstakra sveitarfélaga? Ef svarið er já ber okkur að taka þessa tillögu til efnislegrar meðferð- ar. Ef svarið er nei, þá ættum við að forðast að ræða nokkur önnur mál en þau sem við erum sammála um,“ sagði bæjarfulltrúinn meðal annars. Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, sagði það misskilning að menn vildu ekki ræða Vatnsenda- málið, aðeins hefði verið samþykkt að vísa frá umræddri tillögu. Sam- þykkt hefði verið að vísa frá tillögu sem innihéldi ákveðnar meiningar um hvernig eitt sveitarfélag ætti að skipuleggja land sitt. Helgi Hjörvar um félagslegar leiguíbúðir Leigjendur, ekki borg- in, njóta hagnaðarins Reykjavík HELGI Hjörvar, formaður félags- málaráðs Reykjavíkm-, segir að leigj- endur félagslegra leiguíbúða njóti góðs af þeim hagnaði, sem borgin nær fram af núverandi fyrirkomulagi við innlausn félagslegra eignaríbúða. Hann segir stefnt að því að fjalla um hvort ástæða sé til að stytta forkaups- réttartímann frekar en þegar hefur verið gert í lok þessa árs. í Morgunblaðinu í gær gagnrýndi Soffía Gísladóttir, sem átt hefur fé- lagslega eignaribúð í Reykjavík í 12 ár, það fyrirkomulag sem borgin starfar eftir við innlausn félagslegi’a eignaríbúða. Eignarhlutur hennar nemur um 230 þúsund krónum eftir 12 ár. Áhvílandi lán er um 6 m.kr. en Soffía telur markaðsverð íbúðarinn- ar, sem er við Langholtsveg, um 9 m.kr. Við innlausn er upphaflegt kaupverð framreiknað samkvæmt neysluvísitölu og dregin frá 1% fyrn- ing fyrir hvert ár sem íbúðin hefur verið í hennar eigu. Eftir að nýtt hús- næðiskerfi var sett á fót í upphafi árs 1999 hefur borgin hætt úthlutun fé- lagslegra leiguíbúða en veitir viðbót- arlán allt að 90% af kaupverði til þeirra sem eru undir skilgreindum tekjumörkum og kaupa fasteignir á almennum markaði. Sveitarfélög hafa kaupskyldu félagslegra eignaríbúða í 10 ár en kauprétt í allt að 30 ár. Reykjavíkurborg hefui’ ákveðið að beita forkaupsrétti í 25 ár, Mosfells- bær í 15 ár en Hafnarfjörður hefur al- farið fallið frá forkaupsrétti og kaup- skyldu nema eigendui- ósld eftir því, eins og nánar kemur fram annars staðar á síðunni. Helgi Hjörvar sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þegar breyt- ingai- voru gerðar á félagslega eignar- íbúðakerfinu og verkamannabústaðir í raun lagðir niður hafi verið Ijóst að mun fleira fólk mundi leita á leigum- arkaðinn en áður var. „Ríkisvaldið ákvað þess vegna að heimila sveitai’- félögum að nýta forkaupsrétt að verkamannabústöðum til að breyta þeim í leiguíbúðir og það hefur Reykjavíkurborg eins og ýmis önnur sveitarfélög gert í nokkrum mæli,“ sagði Helgi. Kemur leigjendum til góða „Þannig er áfram verið að nota fé- lagslegt húsnæði í félagslegum til- gangi og Reykjavíkurborg er ekki að hagnast á innlausnum." Helgi sagði að ýmsar þeirra íbúða sem kæmu til innlausna væru undir markaðsverði. „Það kemur þá aftur leigjendum fé- laglegra leiguíbúða til góða því leigan miðast við kaupverðið og þannig er verkamannabústaðakerfið í raun að gagnast áfram efnalitlu fólki. Þær íbúðir, sem ekki eru nýttar sem leigu- ibúðir, eru seldar á almennum mark- aði og söluhagnaður rennur í varasjóð sem er ætlað að greiða líka sölutap af öðrum íbúðum annars fólks í sama kerfi.“ Helgi sagði að eftir fyn-greinda kerfisbreytingu hefði forkaupsréttur borgarinnai' verið styttur úr 30 áram í 25 en auk þess hefði borgin kaup- skyldu í 10 ár og í 15 ár ef íbúð væri seld nauðungarsölu. Verður að fara að með gát „Ég hef rætt það við fulltrúa meiri- og minnihluta í félagsmálaráði að við tökum forkaupsréttinn aftm- til skoð- unar nú í árslok og hvort ástæða sé til að stytta hann frekar en það er líka ástæða til að leggja áherslu á að hér verður að fara að með gát því í verkamannabústaðakerfinu í Reykja- vík einni eru um 4000 íbúðir og ef stjómvaldsákvörðunum stór hluti þeirra kæmi skyndilega inn á al- menna markaðinn og eigendur þeirra leituðu kæmu sömuleiðis sem kaup- endur á almenna markaðinn gæti það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á eftirspum og þenslu á markaðnum sem er ærin fyrir,“ sagði Helgi. „Ég dreg ekki í efa að sú leið sé fær að falla frá forkaupsrétti,11 sagði Helgi spurður um þá leið sem Hafnarfjörð- ur hefur faiið, „en ákvarðanir í þessu verða að helgast af forgangsröðun verkefna. I Reykjavík er staðan nú sú að 500 einstaklingar og fjölskyldur em í bið eftir félagslegu leiguhúsnæði og þar af era um 300 sem búa við mjög slæmar aðstæður inni hjá að- standendum eða í öðmm neyðarúr- ræðum. Við þær aðstæður er nauð- synlegt að nýta allar færar leiðir til að fjölga leiguíbúðum," sagði Helgi. Um það verklag að draga frá eign- arhluta eigenda ef veggir em málaðir í dökkum litum og gólfefni em önnur en gólfdúkur, sagði Helgi að hafa mætti ýmsar skoðanir á þessum reglum eins og þær séu og hafi verið í verkamannabústaðakerftnu í Reykja- vík og öðram sveitarfélögum. „En það em reglur sem kaupendur í því kerfi gengu að og við höfum ekki verið að að breyta þeim í óhag,“ sagði hann. „Ég tel hins vegar að hið nýja fyrir- komulag um að fólk fái viðbótarlán til að kaupa á almennum markaði sé miklu nútímalegri aðferð við félags- lega aðstoð í húsnæðismálum og laus við þá skavanka miðstýringar og sam- þjöppunar félagslegs húsnæðis sem um sumt einkenndi verkamanna- bústaðina.“ Athugasemd frá Húsnæðisskrifstofu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Arnaldi M. Bjamasyni, framkvæmdastjóra Húsnæðisskrifstofu Reykjavíkur: „í Morgunblaðinu fóstudaginn 20. október s.l. var „frétt“ undir dálkn- um höfuðborgai’svæðið með megin- fyrirsögninni „Þeir em að græða á fátæka fólkinu". Þar er fullyrt að Reykjavíkm-borg hagnist stórlega á innlausn félagslegra eignaríbúða og hindri að eigendur þeirra njóti verð- hækkunar á fasteignamarkaði. Þar sem þessi fullyrðing er alröng er nauðsynlegt að leiða hið rétta fram. Undir lögum um húsnæðismál nr. 97/1993 og eldri lögum var það skylda sveitarfélags að innleysa félagslegar eignaríbúðir, áður verkamannabú- staði, leitaði eigandi íbúðar eftir því. Þessi skylda er framlengd í I. kafla bráðabirgðaákvæða nýrra húsnæðis- laga nr. 44/1998. Með lögum nr. 44/ 1998 um húsnæðismál, sem kveða m.a. á um annað form félagslegrar aðstoðar við húsnæðiskaup, þ.e. svo- kölluð viðbótarlán, og ekki verður fjallað um nánai’ hér, vom ákvæði eldri laga um kaupskyldu og for- kaupsrétt framlengd. Kaupskylda sveitarfélags er þar óbreytt og áfram er þar ákvæðið um forkaupsrétt til 30 ára að hámarki. Með samþykkt borgarráðs í febr- úar 1999 var forkaupsréttur færður niður í 25 ár frá kaupsamningi. Þótti það sanngjamt og í takt við lengd lánstíma húsnæðislána frá þeim tíma. Meginrangfærsla greinarinnar felst í þeirri fullyrðingu að Reykja- víkurborg stórgræði á innlausn og endursölu íbúða, þvert á móti er leikreglum þannig hagað, samkvæmt hinum nýju iögum og reglum þeim fylgjandi, að Reykjavíkm’borg og stofnun hennar, Húsnæðiskrifstofa Reykjavíkur, ber af þeirri umsýslu vemlegan kostnað. Varasjóður viðbótarlána Hin nýju húsnæðislög kveða á um stofnun varasjóðs viðbótarlána sam- anber X. kafla, greinar 43-45. í VIII. kafla bráðabh’gðaákvæða laganna; varasjóður, segir: „í varasjóð skv. X. kafla laga þessara skulu auk fram- laga sveitarfélaga renna ... 2. Sölu- hagnaður af íbúðum sem sveitarfélög hafa byggt og innleystar em af hálfu sveitarfélaga og endurseldar með söluhagnaði.“ Af þessu er ljóst að hagnaður af seldum, innleystum íbúðum rennur í varasjóð viðbótar- lána en ekki til Reykjavíkurborgar. Rétt er að geta þess að ítrekað hafa fallið hæstaréttardómar þar sem útreikningsreglur og aðferðir húsnæðisnefndar Reykjavíkur við út- reikning innlausnarverðs hafa verið staðfestar." Aths. ritslj. Morgunblaðið vísar á bug gagn- íýni Arnaldar M. Bjamasonar á vinnubrögð blaðsins vegna um- ræddrar fréttar. Það var sjálfsagt og eðlilegt að gefa Soffíu Gísladóttur færi á að koma á framfæri gagnrýni á borgar- yfirvöld vegna þessa máls. Hún á sama rétt á að lýsa sínum sjónarmið- um og fulltrúar Reykjavíkurborgar að svara. Þess vegna er ekkert tilefni til að tala um frétt innan gæsalappa. Breytingar á umferð um Langarima Tveir kostir ræddir Grafarvogur TVEIR kostir koma til greina til breytinga á umferð við Langa- rima í Grafarvogi, að mati Arna Þórs Sigurðssonar, formanns skipulags- og umferðarnefndar Reykjavíkur. Kostirnir hafa verði kynntir á fundi með íbúum Graf- arvogs og verða nú ræddir í skipu- lagsnefnd á nýjan leik. Nefndin gerir svo tillögu sem lögð verður fyrir borgarráð til afgreiðslu. Þetta kom fram á máli Arna Þórs á fundi borgarstjórnar í fyrra- kvöld. íbúar í nágrenni Langarima hafa krafist þess að umferð um götuna verði breytt en afar skipt- ar skoðanir em um það með hvaða hætti það skuli gert. Að sögn Ama Þórs koma eftirtaldir kostir til greina: Annaðhvort verði götunni lokað algerlega eða hún opnuð í miðju en hjáleiðum við leikskóla og verslunarmiðstöð lokað. Gatan verði þá þannig úr garði gerð að hægt verði að draga úr umferðar- hraða og hluti götunnar verði gerður að 30 kílómetra hverfi með upphækkunum og traustum og öraggum gönguleiðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.