Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ I samræmdum prófum Vesturbær BÖRN í 4. og 7. bekk í gmnnskólum landsins luku við samræmdu prófin sín í gær. Þá var lagt fyrir stærðfræðipróf en á fimmtudaginn var prófað í íslcnsku. Skólasysturnar í 7. bekk í Grandaskóla höfðu um nóg að spjalla á prófdaginn. Aðstöðuvandi Skotfélags Reykjavíkur Fundað með Hafn- fírðingum á næstunni Reykjavík ENN hefur ekki fundist lausn á aðstöðuvanda Skotfélags Reykjavíkur, en byggingarframkvæmdir í Grafarholti hafa það í för með sér að félagið missir æfingaaðstöðu sem það hefur byggt upp og notað áratugum saman í Leirdal. Að því er fram kom í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra á borgarstjórnarfundi í fyrrakvöld er fyrirhugaður fundur fulltrúa með Skot- félagi Reykjavíkur, Skot- félagi Hafnarfjarðar og bæjaryfirvöldum í Hafnar- firði á næstu dögum þar sem leitað verður leiða til lausnar vandanum. Þarf að byggja upp annars staðar Borgarstjóri segir ljóst að nú, þegar Skotfélag Reykjavíkur þarf að flytja sig úr Leirdalnum, þurfi það að byggja starf- semi sína upp annars staðar. Hún kveðst þeirrar skoðunar að það sé tak- mörkuð skynsemi í því að byggja upp svo sérhæfða starfsemi víða á höfuð- borgarsvæðinu, uppbygg- ingin kosti peninga sem líklegt sé að nýtist betur ef fleiri sveitarfélög sam- einist um hana. Nýlegt svæði í Kapelluhrauni Ingibjörg Sólrún benti á að tiltölulega nýlega hefði verið byggt upp skotsvæði í Kapelluhrauni í Hafnar- firði á vegum Skotfélags Hafnarfjarðar með styrk frá Hafnarfjarðarbæ og því stæði til að ræða við þá aðila um mögulegt sam- starf. Ef til þess kæmi væri aftur sjálfstætt úrlausnar- efni hvernig greiða ætti fyrir þá fjárfestingu sem leggja þyrfti út í, það hlyti auðvitað að koma til skoð- unar í því sambandi hversu mikið borgaryfir- völd ættu að leggja þar af mörkum.. Huga þarf að áhrifum á umhverfið Borgarstjóri vakti at- hygli á því að skotfimi, eins og hún hefur verið stunduð hingað til, hefði mengandi áhrif. Hún sagði að borgaryfirvöld stæðu andspænis því í Leirdaln- um að leggja umtalsverða fjármuni í að hreinsa svæðið vegna blýmengun- ar. „Það er áhyggjuefni að að þessu hafi ekki verið hugað fyrr, hvaða áhrif þessi starfsemi hefði á um- hverfi sitt,“ sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir. Hún sagði að huga þyrfti að þessu á nýjum stað þar sem starfsemin byggðist upp. Bréf Magnúsar Gunnarssonar, bæjarstjóra í Hafnarfírði, til Sambands íslenskra sveitarfélaga Kaupskylda andstæð lögum og jafnræði Hafnarfjörður HAFNARFJARÐARBÆR hefur alfarið fallið frá for- kaupsrétti á félagslegum eignaríbúðum og beitir ekki kaupskylduákvæði nema eig- endur óski eftir því, sam- kvæmt einróma ákvörðun allra bæjarfulltrúa á síðasta ári. I bréfi til Sambands ís- lenskra sveitarfélaga segir Magnús Gunnarsson bæjar- stjóri að sú leið að halda forkaupsskyldu til streitu gangi gegn jafnræðisreglu eftir að nýtt húsnæðiskerfi hefur verið sett á laggirnar og ákvæði í nýjum húsnæðis- lögum nái auk þess ekki til- gangi sínum með því móti. I bréfi, sem Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sendi Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrr í þessum mánuði, segir að við gildistöku nýrra laga um húsnæðismál nr. 44/1998 hafi komið til ný viðhorf og lagaákvæði hvað félagslegt húsnæði varðar sem kalli á ný viðhorf og úrræði, m.a. gagnvart kaupskyldu og forkaupsrétt félagslegs hús- næðis. Bæjarstjórinn vitnar til þess að í 1. mgr. IV. ákvæðis til bráðabirgða „Sala og ráð- stöfun eignaríbúða“ í lögum nr. 44/1998 um húsnæðismál segi m.a. að eftir gildistöku laganna geti eigandi félags- legrar eignaríbúðar hvenær sem er, að virtum ákvæðum um forkaupsrétt sveitarfé- laga, selt íbúð sína á almenn- um markaði, greiði hann upp skuld við framkvæmdaraðila og lán sem veitt hafa verið af Byggingarsjóði verkamanna. Forkaupsréttur sveitarfé- laga skuli aldrei vera lengri en 30 ár frá útgáfudegi síð- asta afsals en sveitarstjórn sé heimilt að stytta þann tíma hvenær sem er. Með vísan til þessa ákvæðis hafi bæjarstjórn samþykkt samhljóða 1. júní 1999 að falla frá for- kaupsrétti að öllum félags- legum eignaríbúðum í Hafn- arfirði og neyta því eingöngu forkaupsréttar bæjarfélags- ins þegar því er það skylt lögum samkvæmt, sem sé í þeim tilvikum þegar eigandi íbúðar, þar sem kaupskylda varir, krefst innlausnar og við nauðungarsölu. Eigend- um félagslegra íbúða í Hafn- arfirði sé því nú frjálst að selja íbúðir sínar á almenn- um fasteignamarkaði, hafi þeir áður greitt upp áhvíl- andi lán og skuldir. Eiganda beri ekki að taka tillit til kaupskyldu „I framangreindu IV. ákvæði til bráðabirgða er ekkert kveðið á um að eig- anda félagslegrar eignar- íbúðar beri að taka tillit til kaupskyldu sveitarfélags og því greinilegt að hún skiptir eiganda/seljanda ekki máli eftir að forkaupsrétti hefur verið hafnað nema þá að seljandi óski eftir innlausn á íbúðinni með vísan til kaup- skyldunnar. Væri kaup- skylda sveitarfélaga skilyrð- islaus hefði þetta ákvæði í reynd litla sem enga þýð- ingu,“ segir í bréfinu. Þá segir að ljóst sé að vilji löggjafans hafi staðið til þess með setningu nýrra húsnæðislaga að leysa þá, sem njóta og hafa notið fé- lagslegrar fyrirgreiðslu til þess að eignast íbúðir, úr þeirri spennitreyju sem gamla kerfið var þeim. „Með IV. ákvæði til bráða- birgða er eiganda félagslegr- ar eignaríbúðar heimilað að selja hana hvenær sem er að virtum ákvæðum um for- kaupsrétt sveitarfélaga og sveitarstjórnum jafnframt heimilað að stytta forkaups- réttartímann hvenær sem er,‘Vsegir í bréfinu. „í 1. gr. laga nr. 44/1998 segir að tilgangur laganna sé að stuðla að því með lán- veitingum og skipulagi hús- næðismála að landsmenn geti búið við öryggi og jafn- rétti í húsnæðismálum. Að framanrituðu virtu verður vart hjá því komist að draga í efa að það stand- ist almenna jafnræðisreglu að halda forkaupsréttinum gagnvart eldri íbúðum til streitu eftir að lög nr. 44/ 1998 tóku gildi. Til að skýra þann ójöfnuð sem eigandi í félagslegri eignaríbúð, sem beittur er kaupskyldunni gegn vilja hans, verður fyrir samanbor- ið við þann sem kaupir íbúð með félagslegri fyrirgreiðslu í formi viðbótarláns skal hér tekið eitt dæmi: Hinn 21. janúar 1999 fékk íbúðarkaupandi viðbótarlán til kaupa á íbúð í Hafnar- firði. Kaupverð íbúðarinnar var kr. 5.700.000,- og útborg- un samkvæmt því kr. 570.000,-. Þann 5. apríl 2000 er íbúð þessi seld á kr. 8.400.000,-. Við sölu þessa fær selj- andinn til baka útborgun sína með 374% ávöxtun. A sama tíma hækkar vísitala neysluverðs, sem er til við- miðunar um verðmyndun í félagslegu húsnæði, um 6,9% Tvöfalt fleiri Hafnfirð- ingar í eigið húsnæði Hvernig á að skýra þetta fyrir eiganda að félagslegri eignaríbúð, sem fékk íbúð samkv. eldri lögum e.t.v. mánuði fyrr, sem beittur væri ákvæði um forkaups- rétt?“ Þá segir að Hafnarfjarðar- kaupstaður hafi lagt ríka áherslu á að geta orðið við umsóknum um viðbótarlán með þeim árangri að dregið hafi úr eftirspurn eftir fé- lagslegu leiguhúsnæði. „Nýju lögin hafa skapað svigrúm til þess að gera tvöfalt fleiri bæjarbúum kleift að eignast eigið hús- næði heldur en unnt hefði verið að óbreyttum lögum. Ljóst er að þeir sem fyrir- greiðslu njóta samkv. nýju lögunum eru mun sáttari við þá fyrirgreiðslu sem þeir nú fá heldur en var þegar unnið var eftir eldri lögum. Þeir sem fyrirgreiðslu njóta fá núna að velja sér sjálfir það húsnæði sem þeir kaupa og eru ekki lengur flokkaðir í sérstakt „félagslegt“ hús- næði. Ekki er lengur um það að ræða að verið sé að halda að fólki lausnum sem því hentar ekki, t.d. vegna verðs, staðsetningar o.íl. eins og oft vildi verða áður. Þar sem engar kvaðir fylgja eignum sem viðbótarlán hvíla á aðrar en að greiða lánið upp við sölu, fær fólk tilfinningu fyrir því að það eigi húsnæðið gagnstætt því sem áður var þegar fólk fann sig njörfað niður af lögum og reglugerðum og leit oft á tíð- um ekki á íbúðirnar sem sína eign.“ Þá segir að ákvörðun Hafnarfjarðarkaupstaðar um að falla frá forkaupsrétti hafi mælst mjög vel fyrir á meðal eigenda félagslegs húsnæðis og í mörgum til- vikum gjörbreytt viðhorfi þeirra til eigna sinna og opn- að útgönguleið fyrir þá sem óánægðir hafa verið og gert þeim kleift að eignast annað húsnæði án annarrar félags- legrar fyrirgreiðslu, nema þá e.t.v. viðbótarlána. Þá séu dæmi þess að þetta hafi bjargað fólki frá því að missa íbúð á nauðungarsölu. „Það að falla frá forkaups- réttinum samhliða tilkomu viðbótarlána hefur dregið úr þeirri flokkun sem var áður í þjóðfélaginu í félagslegar íbúðar og annað húsnæði og þar með dregið úr þeim for- dómum sem verið hafa í samfélaginu gagnvart íbúum í slíku húsnæði. Fullyrða má að framan- greindar breytingar hafa eflt sjálfsímynd og sjálfsbjarg- arviðleitni margra og án efa gert ýmsa að nýtari þjóðfé- lagsþegnum en ella,“ segir bæjarstjóri. Ibúðalánasjóður hagnast Ennfremur segir að stjórn Varasjóðs viðbótarlána hafi sett sig á móti ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar og hald- ið því fram að hún sé óheimil og byggi þá skoðun sína á því kaupskyldan sé fortaks- laus og að henni beri að breyta þótt í óþökk eiganda/ seljanda sé. „Stjórn Varasjóðsins telur að sjóðurinn verði fyrir tekjutapi vegna þessa sem er rétt miðað við þann skiln- ing sjóðstjórnarinnar að hægt sé að beita eiganda kaupskyldu gegn vilja hans. Til þessa hafa verið seldar frjálsri sölu út úr kerfínu 36 íbúðir í Hafnarfirði og sam- hliða verið greidd upp lán hjá íbúðalánasjóði að fjár- hæð samtals kr. 192.306.380. Ef frjáls sala hefði ekki ver- ið leyfð má ætla að af þess- um 36 íbúðum hefðu 10-12 íbúðir komið til innlausnar eða verið seldar nauðungar- sölu og uppgreidd lán þá numið ca. kr. 70.000.000,- og er þá tekið tillit til þess að fyrst og fremst þeir sem sáu fram ámestan hagnað af söl- unni hefðu hætt við hana og beðið þess að kaupskyldan rynni út. Ætla má að hagn- aður Varasjóðsins af inn- lausn 10-12 íbúða hefði num- ið 3-5 millj. kr. Enginn vafi er á því að Ibúðalánasjóður hagnast verulega á því að fá þessi fé- lagslegu lán gi-eidd upp að fullu. Mismunur á ávöxtun lána annars vegar með 2,4% vöxt- um og hins vegar 5,1% vöxt- um m.v. 35 ára lánstíma er um 667.000,- á hverja lánaða milljón. Miðað við uppgreidd lán af félagslegum íbúðum, sem seldar hafa verið frjálsri sölu í Hafnarfirði eftir gildistöku 1. 44/1998 nemur hagnaður Ibúðalánasjóðs af breyttri ávöxtun samtals um 128.000.000,-. Hefði frjáls sala ekki verið heimiluð væri hagnaður Ibúðalánasjóðs vegna vaxta- munar ca. kr. 46.200.000,-, þ.e. „Hafnarfjarðaraðferðin" hefur fært Ibúðalánasjóði í hagnað ca. kr. 81.800.000,- umfram það sem annars hefði verið. Samkvæmt þessu er ljóst að ávinningur Ibúðalána- sjóðs af „Hafnaríjarðarað- ferðinni" er mun meiri en hagnaður Varasjóðsins væri af sölu innlausnaríbúða þótt forkaupsréttinum væri beitt að fullu í Hafnarfirði sam- kvæmt skilningi stjórnar Varasjóðsins." Þá segir Magnús það skoðun sína að eðlilegt sé að hagnaður vegna uppgreiðslu lána á félagslegum eignar- íbúðum verði færður frá Ibúðalánasjóði og látinn renna í Varasjóðinn. „Til að taka af öll tvímæli skorar undirritaður því á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að beita sér fyrir nauðsynlegum breyt- ingum á lögum og reglugerð- um til þess að svo megi verða. Ég tel að þetta sé farsælli leið til þess að leysa upp gamla félagslega íbúðarkerf- ið, sem allir eru sammála um að sé meginmarkmið nýju húsnæðislaganna, en að halda til streitu því viðhorfi sem viðhaldið er innan stjórnar Varasjóðs viðbótar- lána í dag hvað kaupskyld- una varðar," segir loks í bréfi bæjarstjórans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.