Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Lífeyrissjóðir styrkja stöðu sína í Flugleiðum ÞRÍR af fimm lífeyrissjóðum, sem fyrir einu ári voru meðal 20 stærstu hluthafa Flugleiða hf., hafa aukið hlut sinn í félaginu síðan þá. Þetta eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífeyrissjóðurinn Framsýn og Sam- einaði lífeyrissjóðurinn. Hinir tveir sjóðirnir, Lífeyrissjóður sjómanna og Lífeyrissjóður Norðurlands, hafa hins vegar minnkað hlut sinn í félaginu og sá síðamefndi seldi allt hlutafé sitt í því í september síðast- liðnum. Hlutur þeirra fjögurra lífeyris- sjóða, sem eru nú meðal 20 stærstu hluthafa Flugleiða, er samtals 239,3 milljónir króna að nafnvirði, eða 10,37% af heildarhlutafénu. Hlutur lífeyrissjóðanna fimm, sem voru meðal 20 stærstu hluthafa Flug- leiða 1. nóvember 1999, var hins vegar samtals 198,6 milljónir, eða 8,61%. Lífeyrissjóðir hafa því verið að styrkja stöðu sína meðal stærstu hluthafa í Flugleiðum þó þeim hafi fækkað. Hlutur lífeyrissjóðanna þriggja, sem hafa aukið hlut sinn í Flugleið- um, var 19. október síðastliðinn samtals 219,1 milljón króna að nafn- virði, sem er 9,49% af heildarhluta- fé félagsins. 1. nóvember 1999 var hlutur þessara þriggja sjóða í félag- inu samtals 149,0 milljónir króna að nafnvirði, eða 6,45% af heildar- hlutafénu. Aukningin hjá þessum þremur sjóðum er því 70,1 milljón eða 3,04% af heildarhlutafénu. Lífeyrissjóður verslunarmanna styrkir aftur stöðu sína Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur aftur styrkt stöðu sína í Flug- leiðum hf. eftir að hafa selt nokkum hluta af hlutafé sínu í félaginu fyrr á þessu ári. Samkvæmt hluthafa- skrá Flugleiða frá 19. október sl. er LV þriðji stærsti hluthafinn í fyrir- tækinu með 4,92% hlut, samtals 113,5 milljónir króna að nafnvirði, samanborið við 3,06% hlut 1. nó- vember 1999, 70,7 milljónir að nafn- virði, en þá var sjóðurinn fimmti stærsti hluthafinn. Hlutur sjóðsins var kominn niður í 1,99% í júlí síð- astliðnum, samtals 45,9 milljónir króna að nafnvirði. Guðmundur Þór Þórhallsson, for- stöðumaður hlutabréfaviðskipta Lífeyrissjóðs verslunarmanna, seg- ir það almenna reglu hjá sjóðnum að tjá sig ekki um einstök hluta- bréfaviðskipti. Hann segir þó að hlutur LV í Flugleiðum hafi í gegn- um tíðina oftast verið á bilinu 3-5%. Þannig hafi hlutur sjóðsins verið 3,4% í árslok 1998, 4,5% í árslok 1997 en 5,3% í árslok 1996. Lífeyrissjóðurinn Framsýn er fjórði stærsti hluthafi Flugleiða með 3,48% hlut, samtals 80,4 millj- ónir króna að nafnvirði, en hlutur sjóðsins var 2,58% 1. nóvember á síðasta ári, 59,6 milljónir að nafn- virði. Bjami Brynjólfsson fram- kvæmdastjóri segist ekki vilja tjá sig um hlutabréfaeign sjóðsins í Flugleiðum að öðru leyti en því að hlutur hans hafi lítið breyst frá síð- ustu áramótum, en hann var aukinn nokkuð á síðustu tveimur mánuðum síðasta árs. Sameinaði lífeyrissjóðurinn er 14. stærsti hluthafi Flugleiða með 1,09% hlut, 25,2 milljónir að nafn- virði, en hlutur sjóðsins var 0,81% 1. nóvember á síðasta ári, 18,7 millj- ónir að nafnvirði, og var sjóðurinn þá 19. stærsti hluthafinn. Lífeyrissjóður sjómanna er 19. stærsti hluthafi Flugleiða nú og er hlutur sjóðsins 0,88%, 20,3 milljónir að nafnvirði, en sjóðurinn var 10. stærsti hluthafínnl. nóvember 1999 með 1,34% hlut, 30,8 milljónir að nafnvirði. Lífeyrissjóður Norðurlands átti 0,82% hlut í Flugleiðum 1. nóvem- ber 1999, samtals 18,9 milljónir króna að nafnvirði, og var þá 18. stærsti hluthafi félagsins. Sjóðurinn seldi allt hlutafé sitt í félaginu í september síðastliðnum. Burðarás hf. er stærsti hluthafi Flugleiða með 31,37% hlut, sama hlutfall og 1. nóvember 1999, sam- tals 723,7 milljónir króna að nafn- virði. Þá er Sjóvá-almennar trygg- ingar hf. næststærsti hluthafinn með 6,05% hlut, eins og fyrir ári, og er hlutur þeirra 139,5 milljónir króna að nafnvirði. KEA og Samherji ræða skipti á hluta- bréfum STJÓRNIR Kaupfélags Eyf- irðinga annars vegar og Sam- herja hf. hins vegar hafa sam- þykkt að taka upp viðræður um skipti á hlutabréfum KEA í BGB-Snæfelli hf. fyrir hluta- bréf í Samherja hf. Saman eiga KEA og Sam- herji yfir 80 % hlutafjár í BGB- Snæfelli. í tilkynningu til Verð- bréfaþings íslands kemur fram að stefnt sé að því að komist verði að niðurstöðu innan fárra daga. I samtali við Morgunblaðið sagði Finnbogi Jónsson, stjórn- arformaður Samherja, að ef hlutabréfaskiptin gangi eftir muni þau fela í sér að BGB- Snæfell verði dótturfélag Sam- herja. Finnbogi sagði einnig að ef af þessu verði megi telja full- víst að öðrum hluthöfum BGB- Snæfells yrði boðið að skipta sínum bréfum út fyrir bréf í Samherja. Samband íslenskra sparisjóóa Guðmundur Hauksson tekur við sem formaður Frestun á teng- ingu við SAXESS VERÐBRÉFAÞING íslands hf. hefur ákveðið að fresta tengingu við SAXESS-við- skiptakerfið um eina viku. SAXESS verður því ekki gangsett mánudaginn 23. októ- ber eins og stefnt hefur verið að, heldur mánudaginn 30. október. Verðbréfaþingtilbúið en hluti þingaðila ekki í tilkynningu frá Verðbréfa- þingi kemur fram að ástæða frestunarinnar sé sú að hluta þingaðila gafst ekki nægur tími til að ljúka prófunum á bak- vinnsluhugbúnaði. Verðbréfa- þing leggur áherslu á að þing- inu og OM-samstæðunni, sem leggur til SAXESS-kerfið, sé ekkert að vanbúnaði að hefja viðskipti í kerfinu samkvæmt upphaflegri áætlun. Verðbréfa- þingi þykir miður ef frestunin veldur öðrum aðilum óþægind- um. Ráðinn fram- kvæmda- stjóri Flug- stöðvarinnar • STJÓRN Flug- stöðvar Leifs Eiríks- sonarhf. hefurráðið Höskuld Ásgeirsson rekstrarhagfræðing sem framkvæmda- stjóra hins nýstofn- aða hlutafélags um rekstur Flugstöðvár Leifs Eiríkssonar og fríhafnarinnar. Höskuldur starfaði áðursemfram- kvæmdastjóri lceland Seafood Ltd. í Frakklandi og í Evrópu og var síöar fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs ís- lenskra sjávarafurða. Frá því í nóvember 1997 til febrúar 2000 var hann forstjóri Gelmer-lceland Seafood SA. í Frakklandi. Höskuldur er fæddur 1952. Hann er kvæntur Elsu Þórisdóttur og eiga þau þijú börn. Höskuldurtekurtil starfa í byrjun nóvem- ber næstkomandi. AÐALFUNDUR Sambands ís- lenskra sparisjóða var haldinn í gær. Eins og fram hefur komið var útlit fyrir að til kosninga kæmi milli Þórs Gunnarssonar, sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Hafnarfjarðar, sem gegndi embætti formanns og hafði hug á að gera það áfram, og Guðmun- dar Haukssonar, sparisjóðsstjóra í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrenn- is, sem einnig hafði áhuga á for- mannsembættinu. Til kosningar kom þó ekki á fundinum því Þór hætti við framboð og var Guðmundur því sjálf- kjörinn formaður. „Ég dró mig til baka á síðustu stundu,“ sagði Þór eftir fundinn, „með þeim orðum að minn persónu- legi metnaður og langanir skiptu ekki SÆNSKI farsímaframleiðandinn Ericsson tilkynnti í gær að hagnaður fyrir skatt á fyrstu níu mánuðum ársins hefði verið sem svarar til um 210 milljarða ísl. kr. sem er um þref- alt meira en á sama tímabili árið áð- ur. Daginn áður hafði finnski far- símaframleiðandinn Nokia tilkynnt að söluaukningin á fyrstu þremur fjórðungum þessa árs hefði verið 50%. Nægði það til að hækka gengið á sænska hlutabréfamarkaðnum um 25% og 28% í New York, að því er segir í frétt sænsku fréttastofunnar TT. Þrátt fyrir góða afkomu eru stjórnendur Ericsson ekki ánægðir því þeir höfðu sett sér enn hærra takmark. Gengi hlutabréfa í fyrir- tækinu féll um 16% við íréttimar. Ericsson er að hefja flutning á far- símaframleiðslu sinni þangað sem máli þar sem hagsmunir sparisjóð- anna væru í veði.“ Þór sagði að engin spenna væri á milli manna eftir fund- inn og að menn hefðu skilið sáttir. Nýr formaður, Guðmundur Hauksson, var spurður um hugsan- leg eftirmál af þeirri atburðarás sem varð í aðdraganda aðalfundarins og sagði hann að fundurinn hefði verið mjög góður og að sparisjóðimir væm alveg einhuga um að vinna að lausn sinna mála í framtíðinni. „Það örlar ekki á nokkurri sundrungu þeirra á milli og þetta fór fram í mesta bróð- emi,“ sagði hann. „Það er mjög mikið af stórum mál- um framundan fyrir sparisjóðina, því að fjármagnsmarkaðurinn í heild er í algjörri umsköpun og bæði er sam- vinnuafl er ódýrara, en þó verður ekki um uppsagnir að ræða í Svíþjóð. Afkoma Ericsson er í samræmi við afkomu marga tækniframleið- enda, t.d. var afkoma IBM verri á fyrstu níu mánuðum ársins en reikn- að hafði verið með. Nokia getur hins vegar ekki kvartað, þar sem fyrirtækið seldi bæði fleiri síma og dýrari. Þetta kom fram í afkomuskýrslu fyrirtækisins sem var kynnt á fimmtudag, viku fyrr en vænst hafði verið. Einkum var september fyrirtækinu hagstæð- ur að sögn framkvæmdastjórans, Jorma Ollila. Hagnaður Nokia fyrir skatt á fyrstu níu mánuðunum voru 4,1 milljarðar evra, sem er um 58% aukning frá fyrra ári. Kveðst Ollila gera sér vonir um að um 400 milljón- ir Nokia síma seljist á þessu ári og um 550 milljónir á því næsta. keppnisumhverfið að breytast og auk þess hafa sparisjóðimir verið að und- irbúa stefnu varðandi framtíðina fyr- ir sjálfa sig,“ sagði Guðmundur. Hann bætti því við að hugsanlega gæti orðið einhver breyting hjá spar- isjóðunum og að þar hefði hann kom- ið mjög að undirbúningi. Sagðist hann telja að taka þyrfti á mörgum stórum málum af þessu tagi á næst- unni. Fyrir fundinn sátu bæði Guð- mundur og Þór í stjóm Sambands ís- SEÐLABANKI íslands hefur að höfðu samráði við viðskiptavaka á gjaldeyrismarkaði gefið út nýjar reglur um gjaldeyrismarkaðinn og leysa þær af hólmi reglur sem settar voru 9. desember 1999. í nýju reglunum hefur verið fellt niður ákvæði sem heimilaði aðilum á gjaldeyrismarkaði að koma sér sam- an um tímabundna stöðvun viðskipta við sérstakar aðstæður, og lágmarks- SAMKEPPNISSTOFNUN mun að öllum líkindum taka til skoðunar kaup Prentsmiðjunnar Odda á prentsmiðjunni Steindórs- prenti-Gutenberg vegna stærðar fyrirtækjanna á markaðnum. Að sögn Guðmundar Sigurðsson- lenskra sparisjóða og gera það áfram. Aðrir í stjóm eru eftir fundinn Bjöm Jónasson, Sparisjóði Siglu- fjarðar, Geirmundur Kristinsson, Sparisjóði Keflavíkur, Gísli Kjart- ansson, Sparisjóði Mýrasýslu, og Halldór J. Ámason, Sparisjóði Kópa- vogs, Hallgrímur Jónsson, Sparisjóði vélstjóra. I varastjóm vom kjömir Angantýr V. Jónasson, Sparisjóði Þingeyrarhrepps, og Páll Sigurðs- son, Sparisjóði Húnaþings og Stranda. fjárhæðin sem viðskiptavakar þurfa að gefa bindandi tilboð í hefur verið hækkuð úr 1 milljón Bandaríkjadala í lVt milljón. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum er markmiðið með þessari breytingu að auka virkni og dýpt markaðarins. Jafnframt hafi viðskiptavakar á gjaldeyrismarkaði gert með sér samkomulag sem heim- ilar þeim að auka verðbil tilboða við sérstök skilyrði. ar, forstöðumanns samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, mun stofnun- in skoða kaupin að eigin frumkvæði á grundvelli samkeppnislaga, en með því sé þó á engan hátt verið að gefa í skyn að sameining fyrirtækjanna stríði gegn lögunum. Höskuldur Ásgeirsson Ericsson og Nokia Hagnaður hjá nor- rænum farsíma- framleiðendum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Breyttar reglur um gj aldey r ismar kað Kaup Odda á Steindórsprenti-Gutenberg Samkeppnisstofnun hyggst skoða kaupin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.