Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Kaupmannahöfn. Morgnnblaðiö. Umferðaröngþveiti og deilur um Fiskitorg, nýjustu verslanamiðstöð Kaupmannahafnar Neyðast til að loka á sunnudögum FAA hefur líklega órað fyiir því um- ferðaröngþveiti og þeim deilum sem nýjasta verslanamiðstöð Danmerkur, Fiskitorgið, hefur valdið. Hún er staðsett við höfnina við svokallaða Dybbölsbrú, skammt frá Vesturbrú, og hefur nú þegar valdið nágrönnun- um mikilli armæðu vegna umferðar- þungans sem hún hefur í för með sér. Pá hefur verslanamiðstöðin einnig vakið heita umræðu um afgreiðslu- tíma verslana, en breyting á lögum um hann liggur nú fyrir danska þing- inu. Nágrannar Fiskitorgsins eru allt annað en hrifnir og segjast þurfa að reikna með allt að hálfri klukkustund til að komast frá heimilum sínum á bíl eftir að miðstöðin var opnuð. Við- skiptavinirnir eru þó á öðru máli, enda er þetta stærsta verslanamið- stöð Danmerkur, með 100 verslanir innanstokks. Þar á meðal er stærsta kvikmyndahús Danmerkur, Cine- maX, sem margir telja að muni sigla smærri kvikmyndahús í kaf. Umfangsmikil kynning á verslana- miðstöðinni fór fram áður en hún var opnuð og kom fram að hún yrði opin á sunnudögum, sem hefði verið alger nýjung. Hugðust eigendur hennar notfæra sér glufu í lögum um af- greiðslutíma verslana sem segir að hafa megi verslanir á hafnarbakkan- um opnar á sunnudögum gagnstætt því sem gildi um aðrar verslanir. Al- menna reglan er sú að ekki er leyfi- legt að hafa búðir með ársveltu yfír 140.000 milljónir ísl. kr. opnar á sunnudögum. Þessi ákvörðun mælt- ist illa fyrir hjá stjórnvöldum og þá ekki síður verkalýðsfélögum sem hót- uðu að koma í veg fyrir opnun versl- anamiðstöðvarinnar. Vinnumálaráð- herrann Pia Gjellerup, kynnti þá nýja tillögu um afgreiðslutíma sem lokaði hafnaropnunarglufunni, en bauð þess í stað að leyfilegt yrði að hafa opið fjóra sunnudaga á ári. Hafa stjóm- endur Fiskitorgsins nú fallist á þessa tillögu, sem verður lögð fyrir nýhafið þing. Reyndar lá við að illa færi við opnun verslanamiðstöðvarinnar í síð- ustu viku, hreinlega vegna troðnings, en þúsundir manna hugðust nýta sér opnunartilboð verslananna. Lögin um afgreiðslutíma verslana eru mun strangari í Danmörku en t.d. í nágrannalandinu Svíþjóð, einkum til þess að vemda kaupmanninn á hom- inu sem á undir högg að sækja í sam- keppni við verslanamiðstöðvar sem spretta nú upp. Em nú uppi áætlanir um að reisa slíkar miðstöðvar í Rpdovre, Kolding, Taastmp, Lyngby og við hina nýju Eyrarsundsbrú. Safnar ryki. Við ábyrgjumst hvert einasta smáatriði Dell netþjóns I þrjú ár. Hann vinnur stöðugt allan sólarhringinn og heldur tölvukerfinu þlnu gangandi á meöan hann situr óhreyfður inni I skáp og lætur lltið fyrir sér fara. Pað er þvl hætt við að þú gleymir að þurrka af honum vikum og mánuðum saman. Dell Power Edge 3ja ára ábyrgð D&U. EJS vinnur samkvæmt ISO 9001 vottuðu gæðakerfi 4- EJS hf. + 563 3000 + www.ejs.is + Grensásvegi 10 + 108 Reykjavik ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Streymi í samstarf við The Romann Group Margmiðlunarfyrirtækið Streymi áformar stofnun nýs fyrirtækis á Bandaríkjamarkaði í samstarfi við auglýsingasam- steypuna The Romann Group. Nýja fyrirtækið Romann Architecture mun sérhæfa sig í framleiðslu háhraða breiðban- dsvefja sem notað verður við kynningar, auglýsingar og markaðssetningu á hinum ört vaxandi breiðbandsmarkaði. I fréttatilkynningu kemur fram að æ fleiri tengjast nú Netinu með háhraðatengingum og þar með opnast nýir mögu- leikar fyrir auglýsendur til að ná og halda athygli hugsanlegra viðskiptavina. Hið nýja fyrir- tæki, Romann Architecture, mun byggja á tækniþekkingu og þróunarvinnu sem orðið hef- ur til hjá Streymi og nýta mark- aðs- og auglýsingaþekkingu og viðskiptatengsl The Romann Group. „Samstarfið við The Romann Group og stofnun fyrirtækis með þeim í Bandaríkjunum er afar mikilvægur áfangi fyrir áframhaldandi þróunarvinnu Streymis og rennir styrkari stoðum undir rekstur fyrirtæk- isins,“ að því er fram kemur í fréttatálkynningu. 3p fjárhús kaupa 35% hlut í Mecca Spa FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ 3p fjárhús hefur keypt 35% hlut í heilsuræktarfyrirtækinu Mecca Spa. 3p fjárhús eru í meirihluta- eigu bræðranna Sigurðar Gísla Pálmasonar, Jóns Pálmasonar og Páls Kr. Pálssonar framkvæmda- stjóra. Að sögn Páls hafa 3p fjárhús í allnokkurn tíma haft hug á að fjár- festa í heilsurækt og afréðu að lok- um að fjárfesta í Mecca Spa. Mecea Spa hefur verið starfrækt síðan í ágúst 1998 og er þar boðið upp á alhliða heilsurækt. Fyrir- tækið sérhæfir sig sérstaklega í líkamsmeðferð sem tengist að miklu leyti vatni og þarf sérhann- aðan tækjabúnað til að ná sem bestum árangri. Á Mecca Spa er einnig starfrækt nudd- og snyrtistofa og einkaþjálf- arar leiðbeina viðskiptavinum um æfingar og mataræði. Aðaleigendur Mecca Spa eru hjónin Undína Sigmundsdóttir og Jóhann Þór Halldórsson. Páll Kr. Pálsson mun taka sæti í stjórn Mecca Spa fyrir hönd 3p fjárhúsa. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.