Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Inga Sólveig Friðjónsddttir: Gullskipið, ljósmynd með rissi, 2000. Inga Hlöðversdóttir: Leiðarljós, olía á striga, 2000. ECHO MYNDLIST IláAhús Reykjavíkur MYNDVERK- INGA SÓLVEIG FRIÐJÓNSDÓTTIR, INGA HLÖÐVERSDÓTTIR Opin alla daga á tima Ráðhússins. Til 23. október. Aðgangur ókeypis. Sýningarskrá 500 krónur. ÞAÐ virðist ekki hafa farið hátt, að í þró Ráðhússins hefur síðustu vikur staðið yfir sýning sem verð er fyllstu athygli. Að vísu eru Ráðhússýningar víðast hvar sérfyrirbæri sem stíla meira á kynningargildið en að um al- varlega og gilda viðburði á mynd- listarsviði sé að ræða sem kalla á reglulega umfjöllun. A stundum jafn- vei langtífrá ástæða til að rýna í þær, engan veginn um skipulagða starf- semi að ræða líkt og í listhúsum, hins vegar hafa framningamir iðulega nokkuð og á stundum mikið frétta- gildi. A sumrin taka gagnrýnendur sér eðlilega frí eins og aðrar starfsstéttir, þótt öllu minna sé um það hérlendis en gengur og gerist vegna óskipu- legrar sýningastarsemi listhúsa, en þessi íslenzka síbylja tíðkast hvergi annars staðar á Norðurlöndum, alls ekki yfir sumarmánuðina og því alltaf hætta á að eitthvað kunni að fara úr- skeiðis hjá okkur. Nöfnurnar tvær sem standa að sýningunni í Ráðhúsinu eru báðar al- varlegar listakonur sem um árabil hafa verið virkar á vettvanginum heima og erlendis. Inga Sólveig menntuð í San Francisco en Inga Hlöðversdóttir í MHÍ og Rotterdam og hefur að mér skilst ílenst þar. Sýn- ingin er í tengslum við Reykjavík - menningarborg Evrópu 2000, og verður einnig sett upp í tengslum við Rotter- dam - menningarborg Evrópu 2001 og mun styrkt af Centrum Beeld- ende Kunst, Rotterdam. Framkvæmdinni íylgir líka vönduð og skilvirk sýningarskrá með upplýs- andi skrifum eftir Jón Proppé myndlistargagn- rýnanda og Ralp van Mejgaard listmálara. Það sem helst má telja eftirtektarvert við sýning- una er að báðar leita lista- konurnar til minna úr ís- lenzkri sögu, en slíkt virðist mjög hafa færst í vöxt á undanfömum árum og er væn þróun. Islenzkir myndiistarmenn hafa aUt- of lengi einblínt til útlands- ins og viðhorfa sem spretta upp í allt öðru umhverfi,og er spegUmynd þess, en kemur okkur á útskerinu minna við. Landið og sagan býður nefnilega upp á ótæmandi og gild viðfangsefni, þótt listamenn þurfi ekki endilega að klæðast bún- ingi fjósamannsins tíl að miðla þeim til umheimsins. Öll mikU list sprettur vel að merkja upp fyrir áhrif næsta umhverfis og víxlverkun við heims- Ustina... Hið fyrsta sem kom upp í hugann við skoðun sýningarinnar var að hún er á röngum stað þrátt fyrir að lífga mjög upp á stemmninguna í kaldri þrónni, hefði i öllu falli þurft vandaðri búning á staðnum. Slíkur framningur kallar einfaldlega á mjög yfirvegaða innsetningu í rými tU að myndverkin njóti sín til fulls og í þessu tilviki eru möguleikamir óþrjótandi. Það var þannig ekki fyrr en við aðra skoðun að ég fór að átta mig á málverkum Ingu Hlöðversdóttur, sem komu mér spánskt fyrir sjónir í fyrstu enda um umtalsverða breyt- ingu frá fyrri stfibrögðum að ræða. Myndföng hennar eru sótt til sögunn- ar af Jóni Hreggviðssyni og hinnar þrískiptu skáldsögu Halldórs Lax- ness, einkum þeim kafla hennar sem segir af kynnum Jóns af Hollending- um, en hann dvaldi upp undir 20 vik- ur í landinu. Langstærsta myndin á sýningunni og sú sem mest er borið í er einmitt byggð á frásögninni af því er hann kveður bændafjölskyldu sem hann hefur unnið hjá í nokra daga í skiptum fyrir mat og gistingu. „Öll fjölskyldan grét við tilhugsunina að sjá á bak þessum tvífætta málleys- ingja. Jón Hreggviðsson grét svolítið á móti af kurteisi, kysti síðan fólkið að skilnaði. Maðurinn gaf honum tréskó, konan gaf honum sokka og barnið gaf honum bláa perlu.“ Málverkið sem nefnist Leiðarljós hefur undirfurðulegan svip af ýmsu í hollensku málverki og íslenzkri sveit á árum áður þar sem fólk var jafnvel svo feimið að líkast var sem það blygðaðist sín fyrir að vera til. Það er afar vel málað og útfært og trúlega nokkuð í anda hollensks postmódern- isma dagsins þótt ég viti á augnablik- inu minna um þróunina á þeim slóð- um síðustu árin. Við seinni yfirferð rann ýmislegt upp fyrir mér sem ég hafði ekki alveg melt við íyrstu sýn og það er alveg víst að málverkið vinnur á við nánari kynni og er alveg jafngilt þótt ekki sé það af helgu né prúðbúnu fólki, segi það hér vegna þess að myndin ber nokkum svip af íkonalist, en hér er hvunndagur í mannheimi sjálfur guðdómurinn. Um leið kemur málverkið ýmsu af þeirri kostulegu kímni til skila sem ein- kennir sögu Laxness, án þess að vera bókmenntalegt. Fleiri eftirtektar- verð málverk á Inga á sýningunni, en ljósið í salnum fer ekki alítof vel með þær né andrúmið sjálft. Hvað ljósmyndir Ingu Sólveigar snertir eru þær hinar athyglisverð- ustu og fara mun betur í rýminu en málverk nöfnu hennar. Listakonan sækir föng sín í söguna af hollenska gullskipinu, Het Wapen van Amster- dam, sem strandaði í Meðallands- ijöra, en hana þekkja allir Islending- ar í bak og fyrir og ítrekaðar tilraunir vaskra að grafa það upp hér um árið. Ekkert framlag Ingu Sólveigar til þessa hefur gripið mig jafnsterkum tökum, einkum fyrir yfirbragðið og þá tímalegu kynngi sem er höfuð- einkenni ljósmyndanna. Inn í þær hefur Inga rissað líki draugaskipsins, ævintýraborg, kynjafiska o.fl., sem virka bæði sem útópíur og ógn úr for- tíð. Það sem helst kom upp í hugann við fyrstu sýn var sögnin um Hollend- inginn fljúgandi í bókinni um Persival Keene, sem ungir lásu með áfergju á árum áður og gera vafalítið enn. Afar vel útfærðar og kynngi- magnaðar ljósmyndir þegar best læt- ur, einnig þær sem era hreinar náttúrastemmur svo sem hin drauga- lega og magnþrungna mynd af Skollamel, sem situr í heilakirnunni löngu eftir að maður er horfinn af vettvangi. Dregið saman í hnotskurn er þetta í senn sterk og óvenjuleg sýning og rétt að minna hér á að henni lýkur á mánudag. Bragi Asgeirsson Dominique Ambroise: Hrafn við Hrútfell. Kerfíð bak við tilveruna Tilveru- land MYIVÍDLIST L i s t h ú s i ð F o I d MÁLVERK- DOMINIQUE AMBROSIE Opið virka daga frá 10-16. LaugardagalO-17. Sunnudaga 14-17. Til 22. oktúber. Aðgangur ókeypis. MÁLARINN Dominique Ambr- oise er frönsk að uppruna, en með meistaragráðu í myndlist frá York háskóla í Toronto, áður hafði hún numið við einn háskóla í París, einn í Marseilles og einn í Kanada. Námsferillinn segir manni að hún hafi vísast verið við grunnnám í heimalandi sínu, en aflað sér allra framhaldsáfanga til meistaragráðu í Kanada. Það er hins vegar erfitt að sjá þetta mikla og í sjálfu sér staðgóða nám að baki myndanna í baksal listhússins. Upplýsir aftur á móti hve nám í myndlist er margvíslegt í heimi hér, gildin mörg og ólík. En satt að segja á það að vera þannig, þótt enginn verði sleginn til riddara í listinni í skóla, slíkt er seinni tíma miskilningur, allt lífið eftir er skólanámi sleppir og leiðin að markinu löng. Kannski hefur Dominique tekið skólafræðin full alvarlega og háskólanám með ritgerðum, fyrir- lestrum, prófum og lokahnykk iðu- lega öllu grunnristara akademískri þjálfun sem varað getur í 10-15 ár án lokaprófs. Einkum hvað verk- legu hliðina snertir, í öllu falli eru vinnubrögð listakonunnar mjög einhæf, og hvað byggingu mynd- heilda á grunnfleti áhrærir virðist þjálfun ábótavant og henni ósýnt um að tengja saman innri lífæðir myndflatarins. Myndefnið er yfir- leitt landslag að viðbættri mann- veru inni í því, sem þó liggur ein- hvern veginn svo ofan á fletinum og án innra samhengis, til viðbótar er líkast sem hætt hafi verið við mannverurnar í miðju kafi jafn lausformaðar og þær jafnaðarlega eru. Framandlegur grænn og gullinn litaskalinn gefur til kynna að lista- konan hafi haft mikið af skóglendi og frjósömum grómögnum í kring- um sig, eigi erfitt með að tileinka sér litbrigði norræns jarðarmött- uls, hinar miklu andstæður, brigði og kláru birtumögn. Kannski er henni farið líkt og norðlenzka listmálaranum sem fann sig fyrst í listinni eftir að hafa dottið í kaldan marinn á veið- um á Barentshafi, en slík lífs- reynsla getur verið á við margra ára listnám. Og þótt ég mæli sístur manna með viðlíkri eldskírn gefur það auga leið að stundum þarf djúpa lifun til að höndla neistann og samsamast umhverfi sínu í lífi og list. Einhvern veginn er lista- konan Dominique Ambroise hálf úti í víðáttum skóglendis í útland- inu og hálf uppi á Islandi beran- gursins, og slíkt tvítyngi í listinni gengur ekki upp, hér þarf djúp- stæð og hrásölt lifun að koma til. Bragi Ásgeirsson MYNDLIST M o k k a, S k «I a v ii r ú u s 1 f g VATNSLITAMYNDIR - KATHLEENSCHULTZ Til 22. október. Opið daglega frá kl. 10-23:30, en sunnudaga frá kl. 14-23:30. KATHLEEN Schultz er fyrrver- andi meistaranemi frá HdK - Lista- háskólanum í Berlín. Hingað er hún svo komin á styrk frá Daad - Þýsku styrktarstofnuninni fyrir erlend samskipti - og dvelst að því er best verður séð í Borgarfirði eystra. Það er ekki verra fyrir listamann sem er að fást við rannsóknir á skynj- un í tengslum við dularfullar breyt- ingar alheimsins og þróun hans frá hinu smæsta til hins stærsta. Það munu einmitt vera þessar breytingar sem Kathleen Schultz er að skrásetja með hjálp vatnslitanna. Eitt er víst, að vangaveltur af þess- um toga, væntanlega byggðar á raunhæfri skynjun, en tengdar fram- spekilegum niðurstöðum, verða hvergi betur útfærðar en austan Dyrfjalla, þar sem allt er á sveimi eft- ir því sem sagt er og Kjarval upplifði þegar hann málaði sína forkunnai'- fögru altarismynd fyrir kirkjuna á staðnum. Það er einmitt eins og maður finni eiminn af hinum löngu látna meistara í laufléttum og ofurfínlegum vatns- litamyndum Schultz á Mokka. Auð- vitað málar hún ekki eins og Kjarval, það er af og frá. En í þeim fáeinu vatnslitamyndum sem hún sýnir og virðast snúast um annars vegar föl- tónaðan pappírinn og hringlaga blett á miðju blaðinu, lánast henni að miðla einhveiri dulúð í ætt við álfaminni þau sem lifa svo góðu lífi í Borgarfirði eystra. Á þeim bænum birtast fyrir- bærin og hverfa líkt og risasólir al- heimsins. Þeir sem trúa á tilvist huldufólks skýra opinberan þess og hvarf gjarn- an með því að vísa til ólíkra vídda sem hegði sér líkt og mismunandi tíðnis- við. Hvort vatnslitamyndir Kathleen Schultz hverfast um slík hjásannindi skal ósagt látið því þótt myndirnar séu málaðar af næmri skynjun skort- ir því miður töluvert á skýringai' á því kerfi sem listakonan segir að liggi til grandvallai- myndum hennar. Halldór Björn Runólfsson Sérmerktar gjafavörur r Okeypis bækiingur Islenski Postlistinn SÉi 507 1960 www.postlistinn.is Morgunblaðið/Halldór B. Runólfs Tvö verkanna á Mokka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.