Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 MORGUNBLjUOIÐ LISTIR Víkingasýn- ingin opnuð í New York Víkingasýning Smithsonian-stofnunarinn- ar í Bandaríkjunum, sem fyrst var opnuð í Washington í apríl, hefur verið flutt til náttúrusögusafnsins, American Museum of Natural History, í NewYork. Hulda Stefánsdóttir segir frá opnun sýningar- innar og viðburðum henni tengdum. SÝNINGIN verður opnuð almenningi í dag. Sérstök hátíðarforsýning var haidin sl. fimmtudags- kvöld þar sem tignir norrænir gestir í borginni, Karl Gústaf Svía- konungur og Siivía Svíadrottning, Viktoría krónprinsessa Svía, Martha Lovísa Noregsprinsessa og Benedikta Danaprinsesssa gengu um sali ásamt forseta ísiands, 01- afi Ragnari Grímssyni. Fyrr um daginn hafði Ólafur Ragnar opnað sýningu á landslagsljósmyndum Páls Stefánssonar sem sett var upp í safninu í tengslum við sögu- sýningu víkinganna. Handverk og list víkingatímans verða í brenni- depli fyrstu sýningarhelgina í vík- ingaþorpi sem reist hefur verið fyrir framan safnið. Þá hefur vík- ingaskipið íslendingur lagst að bryggju ofarlega við vestanverða Manhattan, í göngufæri frá safn- inu, og verður boðið upp á skoðun- arferðir um skipið næstu daga. Vfkingasýningin í New York er með nokkuð óiíkum áherslum frá fyrstu sýningunni í Washington. Að sögn sýningarstjóra safnins, David Hurst Thomas, var leitast við að gera viðfangsefnið aðgengi- legt fyrir breiðan hóp sýningar- gesta og er framsetning verkanna í senn einföld og lifandi. Lét safnið t.d. smiða eftirlíkingu af dæmi- gerðu víkingaskipi til að gera áhorfendum betur grein fyrir stærð og umfangi slíkra fara. Ein- kenni sýningarinnar er þó vfk- ingaskipið Islendingur cn mynd af því hefur m.a. verið prentuð á stóran borða sem hangir yfir aðal- inngangi safnsins á vestanverðu 79. stræti. Á sýningunni hér í New York er iögð áhersla á að leiðrétta al- gengar ranghugmyndir og klisjur Ljðsmynd/D. Finnin/AMNH Ólafur Ragnar Grimsson, forseti íslands, og Dorrit Moussaieff við opnun víkingasýningarinnar í New York. sem haidið hefur verið fram um klæðaburð og hegðun víkinga og ekki reynist fótur fyrir. Vfkinga- hjálmar hanga þar uppi í ýmsum útgáfum, úr stáli, plasti og flaueli, með deri og með hárfléttum niður- undan hliðunum en alltaf með hornum. Sagt er frá því að engar fornar heimildir finnist fyrir því að víkingamir hafi nokkum tím- ann borið slíkt höfuðfat. Þá er lögð áhersla á að víkingarnir hafi ekki einfaldlega verið ofbeldisfullir berserkir sem fóra um lönd með ránshendi heldur hafi þeir verið sannir landkönnuðir sem með ferðum sinum kynntust menningu framandi þjóða og höfðu með því mikil áhrif á framgang vest- rænnar sögu og pólitískrar þróun- ar í Evrópu miðalda. Fyrirferðarmesti hluti sýning- arinnar er svo heimildir um Vínlandsferð Leifs heppna. Á sýn- ingunni er að finna líkan vikinga- þorpsins í L' Anse aux Meadows auk eftirritana af Eiríks sögu rauða og Grænlendingasögu. Frumrit Jónsbókar frá Islandi er á sýningunni og sagt er frá Al- þingi til forna. AIls telur sýningin um 300 muni frá árinu 800 til dagsins í dag. Elstur muna er hin frægi Lindis- farne-steinn þar sem lýst er innrás víkinga á norðausturströnd Eng- lands. Vonir um mikinn fjölda gesta Náttúrasögusafnið í New York er talið meðal aðsóknarmestu safna í heiminum. Þangað sækir mikill fjöldi innlendra og erlendra ferðamanna, sem og íbúa og hópa skólafólks í borginni. Aðspurð hvaða væntingar safnið gerði til fjölda sýningargesta svaraði kynn- ingarfulltrúi safnsins, Sallie Slate, að bragði: „Heilum hellingi." Nefndi hún að frá því að safnið tók í notkun nýja viðbyggingu í febr- úarmánuði hafi 2 milljónir manna sótt það heim. í tengslum við Víkingasýningu náttúrasögusafnsins í New York verður haldið málþing í safninu 6. desember nk. þar sem m.a. Orri Vésteinsson flytur fyrirlestur sem nefnist Konungar Islands. Fjallað verður um víkinga á Bret- landseyjum, í Noregi og Græn- landi og um Vínland hið góða. Vík- ingasýningin verður uppi í New York til 19. janúar á næsta ári þeg- ar haldið verður áfram 2 ára ferð hennar um Bandaríkin og Kanada. Er sýningin ein sú umfangsmesta sem Smithsonian-stofnunin hefur ráðist í á seinni áram. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Alþjóðlegur hópur sýnir nú í Galleríi Listakoti. Michelle Gaskell, Alda Björnsdóttir, Alain Garrabe, Steinunn Einarsdóttir og Nada Borosak. Kraftur í mynd- listarfólki í Eyjum Vcstmannaeyjum. Morgunblaðið. ÞAÐ er mikill kraftur í myndlistar- fólki í Vestmannaeyjum með Stein- unni Einarsdóttur í broddi fylkingar. Myndlistamámskeið eru orðin fast- ur punktur hjá Steinunni öll haust og flykkjast áhugamenn um teikningu, vatnsliti og olíu á námskeið hjá henni sem haldin eru í Galleríi Ahaldahúsi og Tónlistarskólanum í Vestmanna- eyjum. Nemendur eru á öllum aldri og mismunandi langt á veg komnir. Nýlega lauk viku undirbúningsnám- skeiði fyrir olíu hjá Steinunni og var það fullmannað. í framhaldi af því hefst námskeið í vatnslitatækni mánudaginn 23. október og á mið- vikudögum eru námskeið í olíu og standa þau út nóvember, einu sinni í viku, þrjá tíma í senn. Myndlistarfólk lætur ekki þar við sitja heldur tók hópur þeirra sig saman ásamt Galleríi Heimalist sem rekið hefur verið við Bárustíg í Vest- mannaeyjum og opnaði nýlega Gall- erí Listakot á Bárustíg 9. Fyrsta sýningin er alþjóðleg myndlistarsýning fimm listamanna sem búsettir eru í Vestmannaeyjum og var sýningin opnuð sunnudaginn 16. október sl. Michelle Gaskell sýnir sex myndir, Alda Bjömsdóttir sýnir fimm myndir, Nada Borosak eina mynd, Alain Garrabe á átta myndir og Steinunn Einarsdóttir níu mynd- ir. Salurinn verður opinn í það minnsta næstu þijá mánuði og verð- ur með úrval af myndum, unnum af margvíslegri tækni og stílbrigðum. Skógarlíf og Bangsímon á fjölunum í Reykjavrk Sneiða framhjá Disney TVÆR leiksýningar eftir sígild- um sögum fyrir börn eru í undir- búningi í leikhúsunum í borginni. Báðar sögurnar eiga það sameig- inlegt að vera þekktastar fyrir meðhöndlun Disney-samsteypunn- ar á þeim í teiknuðum kvikmynd- um. Sýningarnar sem um ræðir eru Skógarlíf í Borgarleikhúsinu og Bangsímon sem Kvikleikhúsið sýnir í Loftkastalanum. Disney- samsteypan er löngu þekkt fyrir mjög strangar reglur um notkun á hugverkum sínum og leyfir alls engin frávik frá því útliti sem hannað hefur verið á hennar veg- um. Að sögn Guðmundar Har- aldssonar leikstjóra sem samið hefur leikgerðina að Bangsímon var þeim hjá Kvikleikhúsinu strax í upphafi ljóst að ekki þýddi að leita eftir leyfi hjá Disney til að nota útlit teiknimyndapersón- anna eða tónlist úr kvikmyndun- um. „Við höfum samið alveg nýja leikgerð og hönnum útlit pers- ónanna alveg upp á nýtt ásamt Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ur sýningu Kvikleikhússins á Bangsímon í Loftkastalanum. því að nota frumsamda íslenska tónlist í sýningunni. Disney- samsteypan hefur ekki heldur einkaleyfi á notkun íslenska heit- isins Bangsímon heldur aðeins því enska, „Winnie the Pooh“. Við rekumst því hvergi á einka- rétt Disneys með þessa sýningu,11 sagði Guðmundur Haraldsson. Hafliði Arngrímsson í Borgar- leikhúsinu hafði sömu sögu að segja um væntanlega sýningu leikhússins á Skógarlífi. „Sýning- in mun heita Móglí og er ný leik- gerð Illuga Jökulssonar á sögu Rudyards Kiplings. Utlit og tón- list er hannað frá grunni og rekst hvergi á einkarétt Disneys. Okk- ur langaði reyndar til að nota tvö lög úr teiknimynd Disneys eftir þessari sögu en það reyndist al- gjörlega útiIokað.“ Söngtónleikar í Hömrum á Isafírði SÖNGTÓNLEIKAR verða haldn- ir í dag, laugardag, kl. 17 í Hömr- um á Isafirði, þar sem fram koma barítónsöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson og píanóleikarinn Tómas Guðni Eggertsson. Á afar fjölbreyttri efnisskrá má finna lög tónskálda fyrri alda s.s. Purcells og Hándels allt til Ravels og Brittens á þessari öld, með við- komu í þýskum Ijóðum sem og ís- lenskum sönglögum. Samstarf Ólafs Kjartans og Tómasar Guðna hófst í Glasgow haustið 1996 við Skosku tónlist- arakademíuna þar sem þeir unnu til verðlauna fyrir ljóðaflutning. Félagarnir hafa haldið tónleika saman bæði hér heima og erlendis. Tónleikana á laugardaginn halda listamennii’nir í samvinnu við Tónlistarfélag ísafjarðar. Miðasala er við innganginn, að- gangur er kr. 1.200 en skólanemar 20 ára og yngri fá ókeypis aðgang eins og að öðrum tónleikum fé- lagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.