Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ 40 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 Visindavefur Háskóla íslands VIKU Hvað er ofurflæði? VISINDI A Vísindavefnum hafa að und- anförnu birst svör um starf- semi hjartans, áhrif hita og kulda á mannslíkamann, ópíöt, iengd tíðahringsins, lífið i hafinu, vetnisbruna, grá hár, strok- leður, geispa, erfðafræðilegan mun á ___ manni og mann- apa, uppruna prótína og DNA, heila- stöðvar, kippi í svefnrofunum, nítjánhyrn- inga, nauðhyggju, blótsyrði, uppruna orða, notkun forsetninganna "að" og "af", staðarþágufall og risasmokkfiska. Margir hafa lagt hönd á plóginn við svörun á Vísindavefnum. Fjöldi höfunda nú um 200 og fer sívaxandi. Hver er erfðafræðilegi munurinn á manni og mannapa? Er órangúfan ekki 97% maður? Svar: Af mannöpunum standa simp- ansar næst manninum og eru prót- ín simpansa og manna flest nauða- lík. Oft er því slegið fram að erfðafræðilegur munur á þessum tegundum sé ekki nema 1% en ná- kvæm vitneskja um þennan mun fæst ekki fyrr en búið er að rað- greina genamengi apans og bera saman við genamengi mannsins. Líkamsbygging simpansa og manns er býsna ólík. Hún ræðst ef- laust að miklu leyti af starfsemi gena. Ekki er víst að genin sem þar skipta máli séu gjörólík hjá apa og manni. Mismunandi stjórn- un á starfsemi líkra gena gæti ráð- ið úrslitum. Annað sem augljóslega skilur á milli manns og apa er hæfileiki mannsins til hugsunar langt um- fram það sem þekkist hjá öpum eða öðrum dýrum. Nánast ekkert er vitað um erfðafræðilegan grundvöll þessa mismunar. Að lík- indum er um að ræða mismun á genum sem sérstaklega starfa í taugafrumum eða á tjáningu þeirra. Það er alls ekki víst að um „ný“ gen sé að ræða hjá mannin- um. Þetta gæti snúist um breyting- ar á gömlum apagenum eða breytta tjáningu þeirra. Skipulag gena hjá dýrum og mönnum býður til dæmis upp á það að sama genið geti gefið af sér mörg mismunandi afbrigði prótína. Við þróun manns- ins hefðu getað komið fram ný af- brigði mikilvægra taugaprótína. Þetta eru ágiskanir en samanburð- ur á taugaprótínum manna og apa á efalítið eftir að varpa ljósi á þann mismun sem máli skiptir. Ekki er þar með sagt að þessar rannsóknir muni á neinn hátt skýra sjálfa hugsun mannsins. Hún lætur ekki stjórnast af genum þótt ákveðin genastarfsemi liggi henni til grundvallar. Hugsunin veitir manninum einmitt frelsi frá stöðugri afskiptasemi gena og af- urða þeirra. Genin eru hins vegar ekki óhult fyrir hugsun mannsins. Guðmundur Eggertsson, prdfessor í líffræði við HI. Hve langt er lögreglunni heimilt að ganga gagnvart einkalífi einstaklings, án sérstakrar heimildar? Svar: Friðhelgi einkalífs er vernduð í 71. grein stjórnarskrár lýðveldis- ins Islands nr. 33/1944. Samkvæmt Líkamsbygging apa og manns er býsna ólík. þessari grein stjórnarskrárinnar má ekki gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri laga- heimild. Það sama á við um rann- sókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu eða truflun á einkalífi manns. Nánari ákvæði um hús- og lík- amsleit, hlustun síma og skyldar ráðstafanir er að finna í lögum nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Samkvæmt þeim er megin- reglan sú að framangreindar ráð- stafanir þurfi úrskurð dómara. Frá þessari meginreglu eru hins vegar ýmsar undantekningar. Þannig má lögreglan gera leit ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sak- arspjöllum. Einnig má leita án úrskurðar að manni sem handtaka skal ef honum er veitt eftirför eða hætta er á að hann komi sér undan ef beðið er dómsúrskurðar. í húsa- kynnum sem eru opin almenningi og í húsum þar sem lausungarlýð- ur og brotamenn venja komur sín- ar má leita, ef þörf þykir, þótt úrskurðar hafi ekki verið aflað. Líkamsleit er einnig heimil án úrskurðar ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sakarspjöllum. www.opinnhaskoli2000.hi.is Að lokum er þess að geta að í ýms- um sérlögum er að finna ákvæði sem heimila leit án úrskurðar dóm- ara, til dæmis í 42. grein tollalaga nr. 55/1987 svo að eitthvað sé nefnt. Skúli Magnússon, lektor í lögfræði við HÍ. Hvað er ofurflæði? Svar: Ofurflæði (superfluidity) er sá eiginleiki vökva að geta streymt án núnings. Ofurflæði er einungis þekkt í tveimur helínsamsætum, He-4 og He-3. Ástæða þess er sú að önnur efni hafa þegar breyst úr vökva í fast efni við það lága hita- stig sem þarf til að ofurflæði geti átt sér stað. Sem dæmi má nefna að ofurflæði í He-4 verður við 2,17 K (það er 2,17 gráðum yfir alkuli, jafngildir -270,98°C). Helstu einkenni ofurflæðis eru þau að suða hættir, eðlisvarminn vex mikið og varmi getur borist um vökvann sem púls eða högg (í stað þess að dreifa úr sér í allar áttir). Auk þess ber mismunandi seigju- mælingum ekki saman (seigja er mælikvarði á getu vökva til að flæða, til dæmis hefur karamella meiri seigju en súrmjólk sem hefur meiri seigju en vatn). Ef við mæl- um seigjuna með plötu sem sveifl- ast í vökvanum breytist seigjan lít- ið við að fara niður fyrir markhitastig ofurflæðis og verður ekki núll fyrr en við alkul. Ef við tökum aftur á móti rör sem er svo mjótt að venjulegur vökvi kemst ekki í gegn um það rennur ofur- flæðandi vökvinn viðstöðulaust í gegn upp að vissum hraða; vökvinn virðist ekki hafa neina seigju. Að lokum má nefna að ef ofurflæðandi vökva er komið á hringstreymi í fötu heldur snúningurinn stöðugt áfram án nokkurs núnings - þessi eiginleiki kallast sístreymi. En hvað veldur ofurflæði? Að baki öllum þessum eiginleikum liggur sú staðreynd að geil er í orkurófinu um örvanir vökvans. Það merkir að vissa lágmarksorku þarf til að örva atómin. Ef við lítum á kúlu sem ferðast í kyrrstæðum vökva koma fram núningskraftar við að orka flyst frá kúlunni í vökv- ann. En ef kúlan er of hægfara nær hún ekki að komast yflr orkugeil- ina þannig að enginn orkuflutning- ur á sér stað og því mælist enginn núningur. Það eðlisfræðilega líkan sem best lýsir ofurflæði er svonefnt tví- vökvalíkan. Þá er litið á vökvann sem samsettan úr tveimur vökvum, annars vegar venjulega vökvanum og hins vegar ofurvökva. Ofur- vökvinn birtist fyrst við markhita- stigið og vex svo hlutfallslega með lækkandi hitastigi. Með þessu lík- ani má útskýra alla fyrrnefnda eig- inleika ofurflæðis. Til dæmis stafa mismunandi seigjumælingar af því að fyrrnefnda mælingin mælir seigju alls vökvans og þar sem venjulegi vökvinn hefur seigju verður heildarseigjan ekki núll. I seinni mælingunni er það hins veg- ar einungis ofurvökvinn sem streymir gegnum rörið og því virð- ist seigja alls vökvans vera núll. Að lokum má geta þess til gam- ans að það er einnig orkugeil sem veldur ofurleiðni í ýmsum efnum en ofurleiðni er sá eiginleiki efnis að leiða rafmagn án nokkurs við- náms. Árd/s Eliasdóttir, nemandi i eðlisfræöi við HÍ. Bakverkinn burt Oryggistrúnaðarmað- urinn og vinnuumhverfi Vinnuvernd- arvikan 2000 Vinnuvernd- arvikan 2000 verður haldin á Islandi í næstu viku. Um er að ræða fræðslu- og upplýsinga- átak en sérstök áhersla verður lögð á vandamál sem tengjast baki. Álitið er að 70% til 85% fólks fái bakverk einhvern tíma á ævinni og meðal fólks á vinnu- markaði er bakverkur algengur kvilli sem kvartað er undan. Hann fer ekki í manngreinarálit og herjar á alla starfshópa. Or- sakirnar geta verið margvíslegar en vinnuumhverfl og vinnuaðferð- ir eru mikilvægir þættir sem starfsmenn ættu að huga vel að því trúlega eru allir sammála um að vilja heilnæmt 'og öruggt starfsumhverfi. Vinnuverndarlögin Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum kveða á um að starfsmenn skuli fá hiut- deild í skipulagningu vinnusvæðis og vinnustöðvar á vinnustað sín- um. Þennan rétt sinn vill Vinnu- eftirlitið hvetja starfsmenn til að notfæra sér. Vinnustaður er um- hverfi innan húss eða utan þar sem starfsmaður hefst við eða þarf að fara um vegna starfa sinna. Þetta þýðir með öðrum orðum að starfsmenn sjálfir geta samkvæmt lögum haft áhrif á hvernig starfið og vinnuumhverfið er skipulagt. Það gera þeir með því að kjósa sér fulltrúa úr sínum hópi og kallast hann öryggistrún- aðarmaður. Oryggisvörður og öryggis- trúnaðarmaður Til þess að vinna að framgangi innra eftirlits í fyrirtækjum hafa verið gefnar út reglur um heil- brigðis- og öryggisstarfsemi inn- an fyrirtækja en þar segir: „I fyr- irtækjum þar sem eru 10 starfsmenn eða fleiri skal at- vinnurekandi tilnefna af sinni hálfu öryggisvörð og starfsmenn skulu kjósa úr sínum hópi örygg- istrúnaðarmann.“ Ef starfsmenn fyrirtækis eru 50 eða fleiri skulu vera tveir öryggisverðir og tveir öryggistrúnaðarmenn og kallast þá hópurinn öryggisnefnd. I fyrir- tækjum þar sem eru 1-9 starfs- menn skal atvinnurekandi í sam- vinnu við félagslegan trúnaðar- mann sinna vinnuverndarstarfinu. Leið til úrlausnar á vandamálum í stuttu máli sagt eiga öryggis- trúnaðarmaður og öryggisvörður að fylgjast með því að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnu- stað sé í samræmi við lög og reglur. Starfsmenn á vinnustað skulu koma ábendingum til þeirra um allt það sem þeir telja að geti verið slysa- eða sjúkdómsvaldur. Þeir geta rætt um vinnuskipulag ef þeim finnst þeir vera undir of miklu álagi o.s.frv. Þannig er bent á farveg til úrlausnar á vandamál- um sem upp kunna að koma á vinnustaðnum. Öryggisnefndir skulu taka til umfjöllunar öll mál og ábendingar er til þeirra berast er varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi. Öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir eru bundnir þagnarskyldu. Líf eftir starfsævina Allir starfsmenn eru hvattir til að líta í eigin barm í vinnuvernd- arvikunni og hugsa á gagnrýninn hátt um líkamsbeitingu við vinnu. Gott er ef starfsmenn geta horft hver á annan við vinnu og borið Betur vinnur vit en strit. síðan saman bækur sínar um hvað megi gera og hvort hægt sé að bæta eitthvað í vinnuumhverfinu með tilliti til þess að bakinu sé hlíft. Starfsmannafundur er kjör- inn vettvangur fyrir umræðu í kjölfarið. Mikilvægt er að fara vel með líkama sinn í starfinu og ekki má gleyma því að allir eiga rétt á því að eiga líf eftir starfsævina. Inghildur Einarsdóttir, fræðslu- fulltrúi hjá Vinnueftirlitinu og verkefnisstjóri vinnuvemd- urvikunnur 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.