Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ VIKU LM LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 45 Reuters Hugh Hefner, stofnandi tímaritsins Playboy, er einn þeirra sem lofað hafa Viagra opinberlega. Hefner hefur sagt að lífið leiki við hann sem aldrei fyrr og þakkar hann það Viagra, vökum þeim sem fylgir skemmt- anafýsn hans og að vera í sambandi við fjórar konur samtúnis. Með Hefner á myndinni er fyrirsætan Heather Kozar. Rannsóknir á Viagra og hjartaáföllum Engar vísbend- ingar finnast um aukna hættu Washington. Reuters Health. NÝ rannsókn á Viagra (sidenafil), sem gerð var eftir að lyfið kom á markað, hefur ekki leitt í Ijós neinar vísbendingar um að menn sem taka lyfið við getuleysi séu í aukinni hættu á að fá hjartaáfall, að því er framleiðandi lyfsins, lyfjafyrirtækið Pfizer, greinir frá. Segir framleiðandinn að rann- sóknin hafi verið gerð af óháðum að- ila í Bretlandi og náð til 5.391 manns, og var meðalaldurinn 57 ár. Höfðu mennirnir tekið lyfið að meðaltali í fimm mánuði. Þá segir að „ekkert til- felli hjartaáfalls, heilaáfalls eða dauða“ var skráð á fyrsta mánuðin- um eftir að notkun lyfsins hófst. Skömmu eftir að lyfið var fyrst leyft í Bandaríkjunum 1998 bætti Pfizer við aðvörun á merkingu þess, að kröfu bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins, um hugsanlega aukna hættu á aukaverkunum á hjarta sjúklinga sem hafi hjartasjúk- dóm fyrir. Var aðvöruninni bætt við eftir að 128 manns létust eftir að hafa notað lyfið. Sjötíu og sjö dauðs- fallanna voru rakin til hjarta- eða heilaáfalls. Síðar kom í ljós að lyfið jók blóð- þrýstingslækkandi áhrif nítrats, eins og til dæmis í nitróglyserínplástrum eða -pillum, sem notaðar eru við meðferð á tilteknum hjartasjúkdóm- um. Lyfið er nú leyft í yfir 100 lönd- um. Víðtæk könnun á breytingaskeiði kvenna Mismunandi einkenni eftir kynþáttum New York. Reuters. EINKENNI breytingaskeiðs virðast vera mismunandi eftir kynþætti, samfélags- og efnahagslegum þáttum og lífsstíl, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Vísindamenn undir stjórn dr. Ellen B. Golds við UC Davis-læknaskólann í Sacra- mento í Kaliforníu könnuðu upplýs- ingar um 16.000 konur á aldrinum 40-55 ára, sem hafa tekið þátt í rann- sókn sem staðið hefur í Bandaríkjun- um (Study of Women’s Health Across the Nation, SWAN) síðan 1996. Pjórir minnihlutahópar kvenna og hópur hvítra voru beðnir að skrá breytingaskeiðseinkenni sín. Fengu konumar lista yfir sjö algeng ein- kenni breytingaskeiðs og voru beðn- ar að velja af honum. Japanskar og kínverskar konur nefndu yfirleitt fá einkenni en nefndu flestar gleymsku, að því er vísindamennimir segja. Konur af afrískum uppmna virtust finna meira fyrir svitakófi eða nætur- svita. Konur af rómönsku bergi brotnar nefndu oftar þvagleka, skapaþurrk, hjartslátt og gleymsku. Annars konar munur tengdist lífs- stíl og samfélags- og efnahagslegum þáttum. Meiri líkur vom á að konur fyndu fyrir sumum einkennum ef þær vora minna menntaðar, bjuggu við fjárhagslegt óöryggi, reyktu, stunduðu síður líkamsrækt eða höfðu hærra líkamsmassagildi, samkvæmt niðurstöðunum. Mismunandi hor- mónamagn kann að útskýra mismun- inn, segir Gold. „Sumir innkirtlaf- ræðingar telja að allai- konur séu eins, en kannski era hormónar mis- munandi eftir kynþáttum.“ Fyrri rannsóknir hafa bent til þess að vera kunni mismunur á einkenn- um breytingaskeiðs eftir menningar- svæðum, en þetta er í fyrsta sinn sem konur frá ýmsum menningarsvæðum taka þátt í sömu rannsókninni, segir Gold. Til að tryggja að mismunurinn væri menningarlegur en stafaði ekki af mismunandi skilningi á spuming- unum var þeirra spurt á mismunandi tungumálum, sagði Gold. Næst segir hún að safna þurfi upplýsingum um hvers vegna þessi mismunur komi fram. TENGLAR Upplýsingar um breytingaskeið: www.netdoktor.is/Konur/ index.asp. Enskur upplýsingabanki um sama: www.menopause-online.com/. Glæsileg ensk gólfteppi óérstakur afeíéttur 16.-25. október Ensku gólfteppin frá Stoddard og Victoria Carpets setja einstakan svip á heimilið. Hb> mjúk og endingargóð. Pantið tímanlega jyrirjól! Frá 16.-25. október bjóðum við 10% afslátt af sérpöntuðum ullarteppum Gosði í hvcrjum þrusði! Grensásvegi 18 s: 568 6266 Ullarteppi eru okkarfag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.