Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 47
46 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 47 JltaqpniMfiftifr STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SKATTAHÆKKUN? NEFND um tekjustofna sveit- arfélaga hefur kynnt tillögur, sem eiga að bæta fjárhags- stöðu sveitarfélaganna. Leggur nefndin til að hámarksprósenta út- svars verði hækkuð um tæpt 1% á tveimur árum úr 12,04% í 13,03% en á móti lækki tekjuskattshlutfall ríkis- ins um 0,33%. Ennfremur leggur nefndin til að álagningarstofn fasteignaskatts verði fasteignamat og muni ríkissjóður mæta tekjutapi sveitarfélaga með 1100 milljóna króna framlagi í Jöfn- unarsjóð sveitarfélaga. Auk þessa eru nokkur önnur efnisatriði í tillögum nefndarinnar. Jón Kristjánsson, formaður fjár- laganefndar, sagði í viðtali við Morg- unblaðið í gær, að hann hefði gengið úr skugga um að tillögurnar nytu stuðnings ríkisstjórnarinnar. Nú er ljóst, að eitt er að auka heim- ildir sveitarfélaga til að hækka útsvar og annað hvort þau nýta sér þá hækk- un. Hins vegar er líklegt miðað við stöðu margra stærri sveitarfélaga að mörg þeirra muni nýta sér þessa heimild. I þeim tilvikum, þar sem það verður gert að fullu, er erfitt að kom- ast hjá þeirri niðurstöðu að í þessum breytingum felist skattahækkun. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenzkra sveitarfé- laga og einn af forystumönnum borg- arstjórnarflokks sjálfstæðismanna, segir í bókun á fundi nefndarinnar: „Mér finnst miður, að ríkisstjórnin vildi ekki teygja sig lengra í lækkun tekjuskatts á móti hækkun útsvars.“ Þessi ummæli eru væntanlega vís- bending um að borgarfulltrúinn telji að ríkisstjórnin hefði þurft að lækka tekjuskattsprósentuna meira til þess að tryggt væri, að ekki yrði um skattahækkanir að ræða. Er frambærilegt að hækka skatta með þessum hætti um þessar mundir? Það hefði mátt færa rök að því á undanförnum misserum, að nauðsyn- legt væri að hækka skatta til þess að slá á þensluna eða alla vega falla frá þeim skattalækkunum, sem ríkis- stjórnin var búin að skuldbinda sig til í kjarasamningum. En flest bendir nú til að ofhitnun efnahagskerfisins sé að baki og meiri líkur á einhverjum samdrætti á næstu mánuðum. Staða ríkissjóðs er svo góð, að margt bendir til að ríkissjóður verði nánast skuld- laus í lok kjörtímabilsins. Við þessar aðstæður er því erfitt að skilja nauðsyn þess að hækka skatta almennt talað. Vilji stjórnvöld halda fast við það, að ekki sé um skatta- hækkun að ræða verða þau að sýna fram á það með skýrari rökum en fram hafa komið. Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun, að til greina gæti kom- ið að taka upp sérstakt útsvar, sem væri eyrnamerkt skólum. Ibúar við- komandi sveitarfélags fengju tæki- færi til að taka ákvörðun um slíkt út- svar í almennri atkvæðagreiðslu. I niðurstöðum slíkrar atkvæðagreiðslu kæmi fram afstaða íbúanna til þess hvort þeir væru reiðubúnir til að leggja fram meira fé til skólastarfs. I þeim sveitarfélögum, þar sem vilji væri til þess, yrði auðveldara að laða að hæfa kennara og byggja upp betri skóla. Jafnframt er ljóst að betri skól- ar laða að fleiri íbúa og auka tekjur sveitarfélaganna. Skattabreytingar á þessum for- sendum eru allt annað mál en skatta- hækkanir af því tagi, sem hætt er við að felist í tillögum umræddrar nefnd- ar. ÍSLENSKUDEILD VIÐ MANITOBA-HÁSKÓLA REKVIRKI hefur verið unnið við uppbyggingu íslenskudeildar Manitoba-háskóla í Winnipeg í Kanada síðastliðna hálfa öld. Sést það kannski best á því að hvergi annars staðar er jafnstórt íslenskt bókasafn að finna ut- an Islands. Líkt og fram kemur í grein í Morg- unblaðinu í gær fylgdi íslenska land- náminu í Manitoba og var hún kennd í nokkrum skólum áður en íslensku- deildin var formlega stofnuð árið 1951. David Arnason, sem er kanadískur rithöfundur með doktorspróf í enskum bókmenntum, er forstöðumaður deild- arinnar. í samtali við Morgunblaðið í gær segir David m.a.: „Undanfarin tíu til tólf ár hafa yfirleitt ekki verið nema fimm eða færri nemendur í íslensku- námi á ári en nú erum við með sautján á fyrsta ári. I fyrra voru þeir fimm og eru fjórir þeirra í framhaldsnámi í ís- lensku við deildina en einn fékk styrk til að halda áfram námi á Islandi. Auk þess bjóðum við upp á nám í norrænni goðafræði og íslendingasögum og komast ekki fleiri að, en 45 nemendur eru í hvoru fagi.“ Mikið samstarf er við enskudeild há- skólans, þar sem David er einnig deild- arforseti, og fá nemendur fög í goða- fræði, íslenskum bókmenntum eða íslendingasögunum metin. Því segir David algengt að nemendur byrji vegna áhuga á þessum fögum en vilji að lokum læra tungumálið. Þetta hefur gert að verkum að nemendum við ís- lenskudeildina hefur fjölgað um 59% frá því á síðasta ári. Þetta er mikil breyting frá því fyrir tveimur árum er jafnvel var útlit fyrir að loka yrði deildinni vegna þess hve nemendafjöldinn hafði dregist saman. íslenska samfélagið í Manitoba brást þá við og hóf fjársöfnun til að tryggja stöðju deildarinnar. „Áhersla var lögð á mikilvægi þess að halda tengingunni við ísland með þessum hætti og árangurinn hefur ver- ið undraverður en nú erum við með um 130 nemendur í íslensku á öllum stig- um. Fyrir þremur til fjórum árum voru þeir sautján eða átján.“ Það er gleðiefni hversu vel hefur tekist til við að bjarga íslenskudeild- inni en nú stendur yfir fjársöfnun þar sem markmiðið er að safna 110 milljón- um króna til að tryggja aðra kennara- stöðu við deildina og efla bókasafnið. Samstarfssamningur við Háskóla Is- lands, sem undirritaður var fyrir um ári, hefur einnig haft mikið að segja. Islendingabyggðin við Winnipeg er einstök og Islendingum hlýnar um hjartaræturnar er þeir sjá hve mikla áherslu Vestur-íslendingar leggja á að viðhalda tengslum við uppruna sinn. Við hljótum að styðja þá í því með öll- um tiltækum ráðum. Skýrsla norsks sérfræðings um tæmingu olíu úr E1 Grillo Lagt til að boraðar verði holur í tankana og sýni tekin Bretar gripu til þess ráðs að fá Norðmenn til að sökkva afturendanum til að koma í veg fyrir aðra sprengju- árás Þjóðverja sem hefði leitt til þess að eldur kæmist í olíuna í E1 Grillo. Skipinu var sökkt í Seyðisfjarðar- höfn hinn 16. febrúar árið 1944 og þann dag tdk Ásvaldur Andrésson þessa mynd. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Ámi Kópsson kafari og einn af umsjónarmönnum köfunarinnar við E1 Grillo í september 1999 virðir fyrir sér flakið á sjávarbotni. Norski sérfræðingur- inn Thor Haavie leggur til að boraðar verði 132 holur í tanka E1 Grillo og sýni tekin, Reynist olía í þeim leggur hann til að boraðar verði svokallaðar dælingar- holur og olían fjarlægð. Haavie kannaði aðstæður við E1 Grillo og hefur skilað skýrslu um málið. ISKÝRSLU sem Hitec Framnæs AS í Noregi hefur gefið út vegna skipsflaksins E1 Grillo á botni Seyðis- fjarðar eru gerðar tillögur um hvernig standa eigi að því að tæma olíu úr flakinu. Skýrsluhöf- undurinn, Thor Haavie, byggir skýrslu sína á fyrirliggjandi upplýs- ingum og athugunum sem hann vann að meðan á dvöl hans stóð hér á landi 17.-23. janúar síðastliðinn. Haavie hefur víðtæka reynslu af svipuðum verkefnum í Noregi og hefur verið ráðgjafi við hreinsun ol- íu úr þremur skipum í Narvík í Nor- egi. Þar var á annan tug þýskra skipa sökkt árið 1942 og talið er nauðsynlegt að tæma olíu úr tönk- um 17 skipa þar. Helsta skrautfjöð- ur Haavies eru ráðgjafarstörf við hreinsun þýska herskipsins Blucher sem sökkt var í utanverðum Óslóarfirði og liggur þar á 90 metra dýpi. Úr skipinu náðust tæp 1.000 tonn úr 99 mismunandi tönkum. Niðurstöður Haavies eru í megin- dráttum þær að olíumagn í tönkum E1 Grillo sé að lágmarki 700 tonn og að hámarki 9.070 tonn. Hollustu- vemd ríkisins hefur áætlað að heild- armagn ohu í skipsflakinu sé 2.400 tonn. 100 milljón krónum varið til að fjarlægja ohuna Ríkisstjómin hefúr ákveðið að verja 100 milljón krónum til að hreinsa olíu úr flaki olíuflutninga- skipsins. I yfirlýsingu bæjarráðs Seyðisfjarðar frá 10. október sl. seg- ir að bæjarráðið lýsi yfir mikilli ánægju með að leysa eigi þá vá sem stafað hefur af olíuskipinu E1 Grillo. Allt frá því skipinu var sökkt hafi bæjaryfirvöld óskað eftir því að skipið yrði fjarlægt. Bæjarráðið tel- ur nauðsynlegt að enda þótt olía verði fjarlægð úr skipinu þá verði einnig ráðist í að meta þá hættu sem vera flaksins getur haft á umhverf- ið. E1 Grillo var 7.264 brúttórúm- lestir að stærð, smíðað árið 1922. 39 menn vom í áhöfn skipsins auk níu skotliða úr her og flota sem önnuð- ust vamir skipsins, sem búið var tveimur fallbyssum og fjómm loft- varnarbyssum. Talið er að skipið hafi verið fulllestað með 9.000 tonn af svartolíu og dísilolíu þegar því var sökkt 10. febrúar 1944. A.E. McGow skipstjóri skýrði frá því í skýrslu um atburðinn að þrjár þýskar flugvélar hefðu varpað fimm sprengjum að skipinu. Þrjár þeirra féllu í 7-10 metra fjarlægð bakborðsmegin og ein í svipaðri fjarlægð frá kinnung- num stjórnborðsmegin og sprungu þær neðansjávar. Fimmta sprengj- an féll um 70 metra frá skipshlið stjómborðsmegin. Sjór streymdi þegar inn um gat á stafnrými skips- ins og sökk það hratt að framan. Skipshöfn komst í lífbáta og varð mannbjörg. Flakið liggur á 43^14 metra dýpi um 400 m frá landi í Seyðisfirði. Bresk stjómvöld höfnuðu í apríl 1944 beiðni íslenskra stjórnvalda um að skipið yrði fjarlægt. Jafn- framt var því lýst yfir að eigendur féllu frá öllu tilkalh til skips og farms og íslenskum stjórnvöldum því frjálst að fara með hvort tveggja að vild. Árið 1952 tókst að dæla úr því um 4.500 tonnum. Að þeim aðgerðum stóðu Olíufélagið hf. og Hamar hf. í skýrslu Thors Haavies er lýst aðstæðum við skipsflakið og lagt mat á magn olíu í tönkum þess. Þá er lagt til að beitt verði boran í tanka skipsins til að ganga úr skugga um að þar sé að finna olíu og til að dæla upp þeirri olíu sem þar kann að leynast. í skýrslunni segir að flakið liggi á sjávarbotni í um eins km fjarlægð frá fjarðarbotninum. Aðstæður séu á þann veg að sjórinn sé gruggugur vegna árframburðar allan veturinn og einnig valdi mikil úrkoma, sem von geti verið á allan ársins hring, lélegu skyggni í sjón- um. Aðstæður til aðgerða era taldar vera bestar í september og október. Áhrifa sjávarfalla er lítið talið gæta þar sem flakið liggur. Haavie segir að lágt hitastig sjávar í Seyðisfirði og lágt seltustig renni stoðum undh þær hugmyndir að tæring sé minni en við aðrar aðstæður. Óhætt sé að ganga út frá því að stálplötur í skipsflakinu hafi ekki rýrnað um nema 1-2 mm á þeim tíma sem það hefur legið á sjávarbotni. Stálið veiti því góða undirstöðu fyrir tæki sem nota þarf til að bora göt í olíutank- ana. Haavie segir að sé stuðst við frá- sögn skipstjóra E1 Grillo um að skipið hafi verið með 9.000 tonn af svartolíu og dísilolíu um borð og fjarlægðir hafi verið á milli 3.000 og 4.500 rúmmetrar af olíu 1952, auk þess sem gert sé ráð fyrir því að tankar með opnar lúgur eða engar, séu tómir, gæti niðurstaðan hugsan- lega verið sú að í tönkum séu að lág- marki 700 tonn og að hámarki 9.070 tonn. Hann telur ólíklega frásögn heimamanns um að herskip hafi tekið olíu úr E1 Grillo daginn lyrir árásina og bendir á að þótt sú hafi verið raunin hafi magnið verið hverfandi lítið í samanburði við þau 9.000 tonn sem skipið var sagt bera. Hann segir jafnframt að minnihátt- ar leki, eins og hafi orðið vart 1999, dragi lítið úr heildarmagni olíu í tönkum skipsflaksins, jafnvel þótt slíkur leki komi upp yfir margra ára tímabil. Borað í tankana og sýni tekin í skýrslunni segir Haavie að frá- sagnir vitna og skjalfestar heimildir um að lestarlúgur séu opnar í flak- inu og lítilsháttar, árstíðabundinn olíuleki frá því, gefi vissulega vís- bendingar um hvort olía sé í tönkum skipsins en hann telur þetta þó ekki ábyggilegan grann fyrir niður- stöðum í þeim efnum. Hann segir að fyrsta verk verktaka sem verði fyrir valinu sé að kortleggja flakið ná- kvæmlega. I framhaldi af því skuli hver lestarlúga fá sitt hnit þannig að þær verði auðkennanlegar. Haavie segir að ekki sé hægt að fullyrða hvaða tankar skipsins geymi olíu án þess að borað sé í þá til að kanna innihald þeirra. Hann leggur til að verktaki geri áætlun um boran að minnsta kosti 130 rannsóknarhola. Tekin verði sýni úr tönkunum og ákveðið í samráði við Hollustuvemd ríkisins úr hvaða tönkum verði dælt. Boraðar verði aðrar 44 dælingarhol- ur í tanka skipsins og olían í þeim hituð upp með sérstökum hitunar- búnaði til að hún verði fljótandi. Tillaga um ferli útboðsins í skýrslunni er lagt til að unnið verði að þessu máli í eftirfarandi sex þrepum: Undirbúningur útboðs: Lagt er til að þetta ferli taki 3^4 vikur. Snemma á þessu ferli verði efnt til forvals þar sem 3-5 fyrirtækj- um verði boðið að bjóða í verkið á grundvelli útboðslýsingar. títboðstími: Fyrirtækjunum 3-5 verði gefinn að hámarki þriggja vikna frestur til þess að leggja inn tilboð sín. Matstími: Lagt er til að afstaða verði tekin til tilboðanna innan þriggjavikna. Umþéttunartími stjórnvalda/ ákvörðunartaka: Engin tíma- mörk sett. Tilkynningar til tilboðshafa/ samningur: Lagt er til að þetta ferli taki 2 vikur. Framkvæmdir hafnar. Undirbúningstúni: Verktaka verði gefnar 8-10 vikur til undir- búnings, prófana á sérhæfðum búnaði og flutningi köfunartækis ásamt áhöfn og sérhæfðum starfsmönnum til Seyðisfjarðar. Hollustuvemd ríkisins útvegi á sama tímabili hentugt sldp eða pramma til að taka við og flytja olíu/sjó og sjái um að það verði til taks á réttum tíma. Búnaður/starfsmenn: Bjóðendur tilgreini með nákvæmni búnað, starfsmenn og fyrri reynslu í til- boði sínu. Aðferð: Verktaki geri nákvæma athugun á skipsflakinu og komi upp nákvæmu hnitakerfi fyrir síður skipsins og efra þilfar. Til- boðshafar byggi tilboð sín á bor- un a.m.k. 130 rannsóknarhola. Sýni skulu vera tekin úr tönkum og skal verktaki hafa samráð við Hollustuvemd ríkisins um úr hvaða tönkum skuli dælt. Tilboðs- hafar byggi tilboð sín á dælingu úr a.m.k. 44 dælingarholum. Eftir dælingu úr öllum tönkum skal verktaki á ný athuga í öllum tönk- um hvort olía sé eftir. Verktaki geti átt von á því að þess verði krafist að hann komi á ný fyrir dælu- og hitunarbúnaði til að tæma tanka að fullu. Verktaki skilji við skipsflakið í snyrtilegu ástandi. Lagt er til að þessu ferli (6.3 Aðferð) Ijúki innan fjögurra vikna. Einar Sveinbjörnsson, aðstoðar- maður umhverfisráðherra, segir að mjög líklegt sé að skýi-sla Haavies verði gagnleg þegar útbúin verði út- boðsgögn. Sömuleiðis liggi fyrir að Haavie vinni með Ríkiskaupum að því að undirbúa útboðsgögnin. Fyr- irtæki hans verður þó ekki meðal bjóðenda. Einar segir að Hitec Framnæs starfi í raun ekki mikið að hreinsun heldur mun fremur sem eftirlitsaðili við slík verk. Ljóst þykir að ekki verði hafist handa við að undirbúa útboðið fyrr en fjárheimild hefur verið sam- þykkt í fjáraukalögum. Engu að síð- ur er stefnt að því að verkið hefjist næsta haust. agbókarblöð Dálœti hans á þessari undirstöðu allrar myndlistay, línunni, birtist í eftirfarandi orðum: Egfer ígöngutúr með línunni! , % % if S&F**** rf-'-' U ,r. v., ;>- - - n £ | | II If PAUL KLEE - uþþgötvar birtuna. Edinborg, á haustdögum Allar ferðir enda einhvers stað- ar og með einhverjum hætti. Og þá einnig lífið sjálft. Myndi ekki vera við hæfi að ljúka þessari ferðarispu í þeirri stórborg er- lendri sem ég kom fyrst til ungur messagutti á gamla Brúarfossi, 1946. Þá var eilífðin framundan. Nú er hún að baki. Eitt af því sem tengir Edinborg við Spánarferð- ina er Dali og verk hans sem hafa komið mjög við sögu í þessari rispu. Sem sagt, snillingurinn sem sækir myndefni sitt í freud- iska draumaveröld undirvitund- arinnar og þurfti af þeim sökum að gefa út þessa óhjákvæmilegu yfirlýsingu: Munurinn á mér og vitfirringi er einungis sá, að ég er ekki geðveikur! Stórmerk sýning hefur verið á verkum Dalis í þessari Aþenu norðursins, eins og Edinborg hef- ur verið nefnd, og má fullyrða að þessi haustsýning skilji eftir frá- bært yfirlitsrit þar sem hverri einustu mynd sýningarinnar era gerð góð skil, lýst af nærfærni og faglegri nákvæmni. Það er einnig gert á annarri sýningu í Edin- borg sem er ekki síður hnýsileg, en hún er í Listasafni Skotlands og fjallar um annan myndsnilling á þessari öld, Paul Klee og verk hans. Sú sýning hefur opnað augu mín fyrir mikilvægi hans og sér- stöðu, þótt ég hafi áður minnzt á hann í grein um Bláu riddarana fyrir margt löngu (Lesbók, 1973). Klee gekk í félagsskap þessara brautryðjenda nýlistar en þó sem einskonar sérfyrirbrigði, enda var hann einstæður alla tíð og af þeim sökum nokkuð til hliðar við meginsfraum afstraktlistar á sín- um tíma. Forystumenn Bláu riddaranna vora engir aðrir en Kandinsky, August Macke, Jawlensky og Franz Marc sem var drepinn á vígvöllum Vestur- Evrópu 1916, en þeir sem hafa komið í grafreitinn mikla við Verdun gleyma aldrei þeirri sóun mannslífa sem þar blasir við. Þessi ógnargrafreitur er einskon- ar minnismerki um þjóðemis- sinnaða páfugla stórvelda sem stundum era kallaðir þjóðar- leiðtogar en ganga einatt íyr- ir brengluðum metnaðar- eUmentum hundadagakónga! AUir vora þessir meistarar hver með sínum hætti og kannski mætti segja að þeir hafi verið einskonar express- ionistisk vísbending um af- strakthst á næstu grösum; það sem lá í loftinu eins og sagt er. Hið sama gildir um aUa þessa Ustmálara - og þá einnig að sjálfsögðu Paul Klee - að þeir höfðu full tök á þeirri gamalgrónu hefð sem öll nýUst er sprottin úr. Það era einungis skussarnir sem skýla sér á bak við tízkustell- ingar einar saman, einnig í bókmenntum. Paul Klee var fæddur í Bern 1879. Hann lézt 1940 í _ Locamo úr ólæknandi sjálfs- ofnæmissjúkdómi, var þá rétt hálfsjötugur. En síðustu árin gekk hann á hólm við endalokin og sigraði dauðann í ódauðlegum og stórbrotnum listaverkum. Það er hin hefðbundna aðferð mikilla listamanna til að sigrast á dauða og tortímingu. Þá hafði honum verið útskúfað í Þýzkalandi þar sem hann bjó áratugum saman áður en Hitler komst til valda, en nazistar tóku hundrað og tvö verka hans úr umferð í Ustasöfn- um landsins og grófu þau í kjall- aramyrkri safnhúsanna; kölluðu hann andfélagslegan siðbUnd- ingja. Þeir höfðu þá einnig efnt til sýningar í Munchen á svokallaðri entartete kunst, 1937, eða úr- kynjaðri list og átti Klee sautján myndir á þeirri sýningu. Þá þótti þetta vafasamur heiður, en nú eftirsóknarverð minning um kjark og framleika. Enn eitt dæmi um að listin á að vera þroskaður ávöxtur sem fellur af laufguðum aski tímans, en enginn tízkugrænjaxl. Á sýningu Klees í Edinborg fór ég að hugsa um vegi listarinnar, hversu óvissir þeir era í raun. Fyrstu ljóðabækur rússneska skáldsins Ossips Mandelstams vora gefnar út, bæði heima og í Beriín, ef ég man rétt, áður en - eða um svipað leyti - bolsévikar náðu völdum í Rússlandi. Síðar féll hann í ónáð hjá Stalín sem þekkti sjálfan sig í einu ljóða hans PAUL KLEE - / hjónabandi. og var hann þá útlægur ger til Gúlagsins, þar sem hann hvarf í freðmýrar Síberíu. Ætla hefði mátt að óbirt ljóð þessa skáldjöf- urs færa sömu leið og höfund- urinn, en þau vora varðveitt, ann- ars vegar í eftirritum eins og íslenzku handritin, hins vegar í minni eiginkonu hans stórmerkr- ar, Nadezhda Mandelstams, sem skrifaði eina eftirminnilegustu sjálfsævisögu aldarinnar, Von gegn von og Brostin von. Þannig getur mikil list lifað af, bæði ryð, möl og grimmdaræði einvalda. Sjálfir rotna þeir í fúa- helvíti grafhýsanna. Um þetta var ég að hugsa unz ég staðnæmdist fyrir framan dá- litla mynd þar sem punktar og beina línan era allsráðandi, en Klee var gagntekinn af línunni út af fyrir sig, ekki endilega hinni bognu línu, eins og Gaudi, heldur öllum línum; beinum línum og óbeinum, brotnum línum og heil- um, stuttum línum og löngum, breiðum línum og grönnum. Nulla dies sine linea vora ein- kunnarorð hans. Dálæti hans á þessari undirstöðu allrar mynd- listar, línunni, birtist í eftir- farandi orðum: Eg fer í göngutúr með línunni! Hljómar reyndar eins og ástarævintýri. En svo tóku litirnir við, freist- ingar skugga og ljóss. Birtan. M.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.