Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 55 1 :' i þegar afi lést eftir erfið veikindi fyrir 10 árum og ég veit að það hefur oft verið einmanalegt á Hlíðarveginum þessi ár sem amma bjó ein. Það var samt tómt mál að tala um að flytja frá Siglufirði. Á Siglufirði var hún fædd og uppalin, þar átti hún sitt heimili, þar hvíldi afi og þar vildi hún eyða ævikvöldinu. í dag, 21. október, verður amma Fríða borin til hinstu hvíldar við hlið afa Sverris á Siglufirði. Ég er þakk- lát fyrir allar góðu stundimar sem við áttum saman og þær geymi ég í minningunni. Fríða Jónasdóttir. Það var miðvikudagskvöld, við vissum að þinn tími var að koma, síð- ustu vikumar vom búnar að vera þér mjög erfiðar og þú þráðir hvíldina sem dauðinn myndi veita þér. Samt fylltist ég trega þegar síminn hringdi og ég vissi að lífi þínu hér með okkur væri lokið. Þó að langt væri á milli okkar tókst þér alltaf að koma til skila væntumþykju þinni, hlýtt faðm- lag og silkimjúkur vangi þinn þegar þú tókst á móti okkur eða kvaddir, fallegt jólakort, og þó að ég talaði bara við þig í gegnum símann kvadd- irðu alltaf með orðunum „Megi Guð vera með ykkur.“ Ég man eftir því að einu sinni varð ég eftir á Sigló þegar mamma og pabbi fóru heim, amma Fríða bakaði ekta súkkulaðiköku og bar hana á borð með ekta súkkulaði. Amma bjó líka til það besta skyr sem ég hef smakkað, hrært út með rjóma og miklum sykri, alveg eins og lítil sjö ára telpa vill hafa það. Einu sinni komuð þið afi út í Eyjar og þú settist niður með mér og hlustaðir á hvað allar dúkkumar mínar hétu, hjálpað- ir mér að greiða þeim, klæða þær í fín föt og stilla þeim svo aftur upp í herberginu mínu en eins og eigand- inn þá voru þær ekki svona fínar lengi. Já, samverustundirnar vora kannski ekki eins margar og við hefðum viljað en minningarnar eru mér dýrmætar. Nú eru þið afi saman á ný og ég trúi því að þið séuð hamingjusöm á himnum, mig langar að kveðja þig með þínum orðum og bæninni sem þú kenndir mér. Vertu yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginnyfirminni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku amma Fríða, megi Guð vera með þér. Þín Herdís Rós. dóttur, árið 1966 og eignust þau tvo syni; Eyþór búsettan í Hlíðarbæ 14 í Hvalfii’ði og Unnar sem búsettur var á Akureyri. Hann lést af slysförum árið 1996 um borð í fiskiskipinu Þor- steini frá Akureyri þar sem hann var skipverji. Það varð þeim þungbær missir. Arnór hóf störf hjá Rafmagnsveit- um ríkisins á Sauðárki’óki árið 1964 sem vélstjóri við Gönguskarðsár- virkjun og gegndi því þar til hann lét af störfum 1995. Þá hafði sjúkdómur- inn sem hann gekk með þróast svo að hann bar starfsorkuna ofurliði. Aldrei heyrði ég hann æðrast yfir veikindum sínum, enda var honum tamt að bera ok sitt í hljóði. Kynni okkar Arnórs hófust haust- ið 1981 þegar ég var ráðinn til að sjá um rekstur Rafmagnsveitna ríkisins í Skagafirði. Stuttu áður hafði ég komið til að skoða aðstæður og tók Arnór á móti mér og kynnti mig fyrir starfsfólki og aðstæðum á þann hátt sem honum var lagið og verða þessi fyrstu kynni mér ævinlega í minni. Eg var að koma inn í mótaðan vinnu- stað með ríkjandi hefðum, þar sem Arnór lék eitt aðalhlutverkið í að annast daglega umsjón með Göngu- skarðsárvirkjun sem á þeim tíma skipaði stóran sess í þeirri þjónustu við samfélagið sem fyrirtækið annað- ist. Araór gerði sér ljósa grein fyrir þeirri ábyrgð sem á honum hvíldi. Mér varð því fljótlega ljóst að virkj- unin var í góðum höndum. Vélbúnað- ur virkjunarinnar var gamall, frá 1949, og-þurfti því árvekni til að + Guðríður Frið- rikka Þorleifs- dóttir, fyrrum hús- freyja í Viðfirði, fæddist að Hofí í Norðfirði 4. nóvem- ber 1908. Hún lést í Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 14. október síð- astiiðinn. Guðríður var dóttir hjónanna Guðfinnu Guð- mundsdóttur og Þorleifs Torfasonar. Systkini hennar voru tólf og hún sjöunda í röðinni. Eftir lifa tví- burasysturnar Óla og Sigur- björg og bróðir þeirra Stefán. Árið 1930 giftist Guðríður Þórarni Viðfjörð Sveinssyni frá Viðfírði, f. 8. júlí 1902. Hann fórst af slysförum 2. október 1936. Börn þeirra eru: 1) Sveinn, f. 12. ágúst 1930. Eiginkona hans Guðrún Sigurðardóttir. Börn: Sigurborg Jónína, Guðríð- ur Anna og Þórarinn Guðni. 2) Þorgeir Víðir, f. 9. mars 1933, ókvæntur og barnlaus. 3) Ólöf Erla, f. 8. septem- ber 1934. Eiginmað- ur hennar er Hjalti Auðunsson. Börn: Guðríður, Sigríður, Þórarinn Viðar og Auðunn Guðni. 4) Freysteinn, f. 26. desember 1935. Eiginkona hans er Steinunn Stefáns- dóttir. Börn: Páll, Ingvar, Guðlaug Stefanía og Ólína. Guðríður giftist árið 1952 Guðna Þorleifssyni frá Naustahvammi, f. 4. október 1914, sem dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes- kaupstað. Sonur þeirra er Þóra- rinn ViðQörð, f. 3. júní 1949. Eiginkona hans er Katrín Gróa Guðmundsdóttir. Börn: Laufey, Þórfríður Soffía og Ægir Guð- jón. Utför Guðríðar fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ástkær móðir okkar er látin. Hún varð að lokum að láta undan baráttu við illvígan sjúkdóm, enda aldurinn orðin hár. Það var ekki í hennar eðli að kvarta, hvorki þá né yfir þeim byrðum sem lífið lagði henni á herð- ar. Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningargrein um móður sína því minningarnar eru svo marg- ar. Okkur er er efst í huga að þakka læknum og hjúkrunarfólki frábæra umönnun og öllu samferðafólkinu í Breiðabliki ánægjulegar samveru- stundir. Þyngstur er missir eiginmanns hennar, Guðna Þorleifssonar, og biðjum við honum Guðs blessunar. Hjartans þökk fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hðrð. Þú vaktir yfir velferð bama þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. halda honum gangandi. Díselvélarn- ar voru á þessum tíma varavélar fyr- ir kerfið og var hann einkar laginn við að lagfæra það sem betur mátti fara og hafði það sem gerir vélstjóra að góðum vélstjóra, næma tilfinn- ingu fyrir ástandi véla. Ailtaf var hann mættur fyrstur manna ef eitt- hvað bar út af, sem oft var, og eru ferðir hans að nóttu í misjöfnum veðrum margar. Marga illviðrisnótt- ina hélt hann til á staðnum þegar að- stæður voru slæmar. Eftir að Arnór lét af störfum var gott að geta leitað ráða hjá honum þegar á þurfti að halda. Hann bjó yfir reynslu sem ný- ir starfsmenn nýttu sér þegar á þurfti að halda. Arnór var einn af þessum mönnum sem allt lék í hendi og var gaman að koma í kjallarann á Birkihlíð 16 og skoða smíðisgripina sem hann vann í rennibekk sem hann átti og eru þeir til vitnis um hagleik hans og listfengi. Arnór og Sigurbjörg ferðuðust mikið, áttu húsbíl haglega útbúinn sem þau gátu haldið til í á ferðalög- um sínum um landið. Vart var að finna þann stað á landinu sem þau höfðu ekki komið á og oft var Arnór spurður ef landafræðiþekkingu okk- ar samstarfsmanna hans þraut og stóð þá sjaldnast á svari. Nú er Arn- ór lagður af stað í ferðina miklu um þær lendur sem eru utan sviðs eftir- lifenda. Góða ferð Arnór og þakka þér samfylgdina. Fjölskyldunni vil ég votta mína dýpstu samúð. Jóliann Svavarsson. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum - eins og þú. Eg flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæði mitt. Er Islands mestu mæðurverða taldar, þá mun það hþóma fagurt, nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna, blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun bama þinna, - og bráðum kemur eilíft vor. (Darið Stef.) Börnin. Elsku amma! Okkur systkinin frá Hafnarfirði langar að kveðja þig með fáeinum orðum. Fyrsta minning okkar systr- anna er þegar við þriggja og fjög- urra ára komum austur. Þá voru kýr og kindur í Naustahvammi og við fórum með þér í fjósið og horfðum á þig mjólka kýrnar og svo fengum við að reka kýrnar í hagann. Seinna þeg- ar við stækkuðum og strákarnir bættust í hópinn var gaman að læð- ast inn í geymsluna undir súðinni þar sem hægt var að laumast milli her- bergja, húsið var eins og ævintýra- höll. Það var svo gaman að spjalla við þig um gamla daga, þegar þú varst að alast upp í Hofi í Norðfjarðar- sveit, þú sagðir okkur að þú hefðir aldrei átt heima í torfbæ þegar þú varst lítil, og að þú hefðir alltaf verið svo mikil pabbastelpa þegar þú varst að alast upp, einhvern tíma hafðir þú átt að fara út að gera eitthvert verk en þú þorðir ekki, því þú varst svo myrkfælin en fórst samt því þú vildir ekki láta pabba þinn sjá að þú værir hrædd. Svona var allt þitt Mf, þú lést aldrei bugast, varst alltaf svo sterk þegar á móti blés. Þú sagðir okkur að það hefðu ver- ið mikil viðbrigði þegar þú fluttir í Viðfjörð, þai’ hefði lífsbjörgin verið að mestu úr sjónum en á Hofi var mikið ræktarland. En þú hafðii’ gifst inn í stóra fjöl- skyldu og nóg var að gera, þið og tengdafjölskylda þín byggðuð stórt íbúðarhús í Viðfirði, en því miður misstir þú fyiTÍ manninn þinn, afa okkar, á svo hryggilegan hátt þegar bræðurnir drukknuðu og þú stóðst ein eftir með fjögur ung börn. Þá gekkst þú í búnaðarfélagið ein kvenna, fékkst lán fyrir efni í girð- ingar hjá Versluninni á Neskaupstað í gegnum búnaðarfélagið, því ekki þýddi að gefast upp. Þú náðir að halda börnunum þínum hjá þér og koma þeim til manns. Svo kynntist þú Guðna afa, þeim eina afa sem við systkinin kynntumst og þið áttuð einn son sem einnig ólst GUÐRÍÐUR FRIÐRIKKA ÞORLEIFSDÓTTIR upp í Viðfirði, en svo fluttust þið í Naustahvamm þaðan sem bernsku- minningar okkar eru. í lokin viljum við þakka þér alla sokkana og vettlingana sem þú send- ir okkur og barnabarnabörnum þín- um, þannig yljaðir þú okkur öllum þó fjarlægðir væru miklar. Amma, það er margs að minnast á kveðjustund en nú ert þú komin til Þórarins afa, kannski sitjið þið og rifjið upp liðnar samverustundir. Guð veri með þér amma. Þín barnabörn, Guðríður, Sigríður, Þórar- inn og Auðunn Guðni. í dag, laugardaginn 21. október, verður jarðsungin frá Norðfjarðar- kirkju frænka mín og vinkona sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 13. október sl. Stundum kemur maðurinn með ljáinn manni á óvart en ekki í þetta skipti því það hafði legið í loftinu síð- ustu vikurnar í hvað stefndi. Ótrú- lega margar af mínum fyrstu minn- ingum eru tengdar Guðríði Þorleifsdóttur, annars þekkti ég hana bara sem Guju í Nausta- hvammi og heyrði hana aldrei kall- aða annað. Ferðir með mömmu í Við- fjörð til Guju og Guðna meðan þau þjuggu þar eru í minningunni sem ævintýraferðir og ævintýraljómann sköpuðu þau góðu hjón með sinni barnelsku og hlýju. Þegar Guja varð níræð fyrir tæpum tveimur árum fékk ég vinkonu mina Jósefínu Þórð- ardóttur sem nú er látin til að búa til vísu fyrir mig til Guju um minninga- brot tengd henni, ég held að þessi vísa lýsi vel hug mínum til hennar og læt ég hana fylgja hér með. Hugann leita læt til þín ljúfagóðafrænkamín það væri margt að minnast á mínum æskudögum frá. Eitt er helst í huga skín hlátur oft það vekur minn þaðvarútafærintýri er átti ég rið skorsteininn. Um það rita enginn skyldi önnur en þú sem vissir allt það lá allt í þagnargildi það var ekki neinum falt. Gefi þér drottinn gæfu og þor og gangi þér allt í haginn heilli að stíga happaspor tii hamingju með daginn. (J.Þ.) Guja var sérlega heilsteypt, vel gefin, hlý og góð kona. Hún var margfróð, hafði góða frásagnargáfu og var hreinskilin bæði um fólk og málefni. Það var alltaf hlýtt í orðsins fyllstu merkingu í Naustahvamm- seldhúsinu, bæði frá olíueldavélinni og húsmóðurinni, þangað var gott að koma og enginn fór þar svangur frá borði. Þótt ég muni ekkert nema’ skemmtilegt og gott um hana vissi ég alltaf að hún var búin að reyna margt og lífið var henni ekki alltaí dans á rósum. Þó trúi ég því að ham- ingjustundirnar hafi verið miklu fleiri. Guja eignaðist fimm mann- vænleg börn, sem hafa fært henni mörg barnaböm og mikla hamingju, að öðru leyti ætla ég ekki að fara yfir lífshlaup hennar, til þess eru aðrir betur fallnir. Guðni minn, ég veit að söknuður þinn er mestur þar sem þið voruð alltaf saman, en fagrar minningar um svo góða konu munu hlýja þér eins og okkur öllum um ókomna tíð. Við Guðrún og krakkarnir vottum þér og þínu fólki okkar dýpstu sam^ úð. Eiríkur Ólafsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net- fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd grein^ fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, og langamma, MARGRÉT ELÍSABET HJARTARDÓTTIR, Fannborg 8, Kóparvogi, lést á Landspítalanum Fossvogi að kvöldi 19. október Hjörtur Bjarnason, Guðrún Sigurjónsdóttir, Halldóra Bjarnadóttir, Ragnar Ingimarsson, Margrét K. Bjarnadóttir, Svandís Bjarnadóttir, Ólafur Karvel Pálsson, Guðrún Bjarnadóttir, Geir Lúðvíksson, Ingimar Bjarnason, Rut Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar, STEINÞÓR GUNNAR MARTEINSSON frá Fáskrúðsfirði, lést fimmtudaginn 12. október. Jarðarförin fór fram í kyrrþey. Marteinn Steinþórsson, Valdimar Steinþórsson, Arndís Steinþórsson. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, SESSELJA DAVÍÐSDÓTTIR, Álfalandi 5, sem lést mánudaginn 16. október, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 23. október kl. 10.30. Inga Karlsdóttir, Gunnar Jónasson, Jónas Þór Gunnarsson, Sesselja Dagbjört Gunnarsdóttir. t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.