Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 V1 —............ MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ASTA SIGUR- BRANDSDÓTTIR PELTOLA + Ásta Sigur- brandsdóttir Peltola fæddist í Flatey á Breiðafirði 24. júní 1918. Hún lést á sjúkrahúsi í Sysmá í Finnlandi 6. október síðastiiðinn. Foreldrar hennar voru Snót Björns- . dól tir, f. 1. maí d. 17. desember 1951 og Sigurbrandur Krist- ján Jónsson, f. 21 mars 1880, d. 19. september 1966. Al- systkini Ástu voru Anna, f. 7. janúar 1908, d. 3. nóv- ember 1978; Einar, f. 1 janúar 1910, d. 11. október 1932; Sigríð- ur, f. 2. desember 1911, d. 24. maí 1994; Jónina, f. 21 október 1913, d. 7. mars 1978. Hálfsystkini hennar samfeðra voru Ágúst, f. 7. ágúst 1898, d. 21. nóvember 1966; Ingigerður, f. 22. ágúst 1901, d. 26. janúar 1994; Einar Ragnar, f. 20. júní 1935; Kristján Hugi, f. 18. --júní 1937; Guðmunda Hjálmfríð- ur, f. 2. október 1943 og Sigrún, f. 6. ágúst 1949, d. 2. mars 1950. 26. apríl 1947 giftist Ásta Arno Ruotala, f. 13. júní 1919, d. 25. maí 1948. 19. október 1950 giftist Ásta Jussi Peltola, f. 16. júní 1922, d. 15. desember 1981. Þau eignuð- ust synina: 1) Olavi Ville Juhani, f 21.9. 1952, maki Vappu Peltola. Synir þeirra Oskari, f. 4.8. 1977, og Matti, f. 29.1. 1979. 2) Tapani Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Þetta átti svo sannarlega við um Ástu Peltola sem nú er látin í Finnlandi. Fyrir 40 árum, eða í september 1960, hélt ég til arki- tektúrnáms í Finnlandi, en hér heima hafði ég komist í kynni við verðandi svila minn, Benedikt Bogason, sem var við verkfræðin- ám í tækniháskólanum í Helsing- fors. Hann hvatti mig til að sækja um inngöngu í arkitektúrdeild skólans. Benedikt sagði að gott Arno Einar, f. 17.3. 1954 kvæntur Pirjo Peltola, f. 3.1. 1960. Dætur þeirra Nina, f. 1.10. 1985 og Satu, f. 31.3. 1990. Ásta nam hjúkrun við St. Jósefsspít- alann við Griffe- feldsgade í Kaup- mannahöfn á árum síðari hcimsstyrja- Idarinnar og lauk þaðan námi 1. sept- ember 1941. Hún starfaði á sjúkra- húsum í Danmörku og siðan á sjúkrahúsum og berklahæli í Þýskalandi í lok styrjaldarinnar. í Þýskalandi veiktist Ásta af berklum og gekk á flótta í stríðslok f einn og hálf- an mánuð til Danmerkur. Hún dvaldi á berklahæli í Danmörku í eitt, ár og kynnstist þar fyrri manni sínum Arno Routala. Til Finnlands flutti hún haustið 1946 og bjó þar til dauðadags. Síðari eiginmanni si'num giftist Ásta 1950. Árið 1978 var Ásta sæmd íslensku fálkaorðunni fyrir að- stoð við Islendinga og fyrir efl- ingu á samskiptum Finna og Is- lendinga. Hún var heiðursfélagi í Félagi íslendinga í Finnlandi og Félagi íslandsvina í Finnlandi og hlaut æðstu viðurkenningu finnska Rauða krossins. Uför Ástu fer fram frá Sysma- kirkju í Finnlandi í dag, laugar- daginn 21. október. væri að nema við tækniháskólann, þar væri góður andi og gott fólk. Benedikt hafði svo sannarlega rétt fyrir sér. Fljótlega eftir að ég kom til Helsingfors, en þar voru fyrir fjórir Islendingar auk Benedikts, frétti ég að í Sysma í miðju Finn- Iandi ætti heima íslensk kona gift finnskum bónda, Jussi, og byggi þar stórbúi. Hinir íslendingarnir höfðu komist í samband við Ástu árið áður, þannig að hún var þegar byrjuð að fylgjast með „strákunum t Móðir okkar, VALGERÐUR SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Eystri-Sólheimum, Mýrdal, verður jarðsungin frá Sólheimakapellu í dag, laugardaginn 21. október, kl. 14.00. Sigríður Þorsteinsdóttir, Sigrún R. Þorsteinsdóttir, Hildigunnur Þorsteinsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Ólafur H. Þorsteinsson. t Þökkum öllu því góða fólki, er vottaði okkur samúð og veitti okkur aðstoð við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, sonar, tengdasonar, bróður og mágs, VIGNIS VIGNISSONAR, Borgarhlíð 3a, Akureyri. * Þóra Jóna Jónatansdóttir, Jónatan Vignisson, Kolbrún Vignisdóttir, Anna Pála Sveinsdóttir, Jónatan Arnórsson, Þóra Benediktsdóttir, Sigrún Vignisdóttir, Dermont Reilly, Guðbjörg Vignisdóttir, Kristján Ármannsson, Arnbjörg Vignisdóttir, Sigmundur Brynjar Sigurgeirsson, Guðrún Vignisdóttir, Ásmundur Jónasson, Anna Pála Vignisdóttir, Páll Loftsson. sínum í höfuðborginni". Skömmu fyrir jólin 1960 komu skilaboð frá Ástu og Jussi að við værum allir boðnir til Sysmá um jólin. I bréfa- safni mínu sé ég að í desember 1960 hef ég skrifað til íslands: Um jólin fórum við strákarnir til Sysmá til að halda upp á jólin hjá Ástu og Jussi. Þau eiga tvo syni, Olavi og Tapani, 10 og 8 ára. Við dvöldum þar í góðu yfirlæti í mat og drykk og fengum meira að segja jólagjafir eins og heimilisfólkið. I apríl 1961 sé ég samkvæmt þréfasafninu að við höfum farið til Ástu og Jussi um páskana og svipuð lýsing á móttök- unum endurtekin eins og á jólunum áður. Ég sé í bréfasafninu að mikið var um að við íslendingarnir vær- um boðnir til Ástu árin sem ég dvaldi í Finnlandi. Eiginkona mín kom til Finnlands 1962 og var þar til 1967 er við fluttum heim. Ásta tók henni, eins og öðrum Islending- um, opnum örmum. Fljótlega eftir að við Islendingar vorum orðnir fjölmennir í Helsingfors var stofn- að Islendingafélag og okkar aðal- hátíðisdagur fullveldisdagurinn 1. desember og á þær hátíðir mættu Ásta og Jussi oft. Lýðveldishátíð- ardagana var það hinsvegar Juur- anto aðalræðismaður sem bauð til hátíðar, og að sjálfsögðu voru Ásta og Jussi viðstödd. Þegar lýsa skal Ástu kemur mér í hug höfðingskap- ur, gestrisni og innileg vinátta sem hún sýndi okkur íslendingum sem bjuggum í Finnlandi við nám og störf. Ásta var svo sannarlega góð- ur og verðugur fulltrúi þjóðar sinn- ar á erlendri grund. Ég vissi óljóst að Ásta hafði upplifað ógnir síðari heimsstyrjaldarinnar, en við okkur vildi hún ekki ræða slíka hluti, frekar slá á létta strengi, ræða um lífið og tilveruna og síðast en ekki síst fylgjast með okkur og fram- vindu námsins. Það var ekki fyrr en mörgum árum síðar þegar ég las ævisögu hennar, Hin hljóðu tár, sem út kom í Reykjavík 1995, að ég áttaði mig á þeirri ógnarlegu lífs- reynslu sem hún hafði orðið fyrir í Þýskalandi á stríðsárunum. Ég er ekki viss um að íslensk stjórnvöld átti sig alltaf á því hversu verð- mætt það er að eiga verðuga full- trúa á erlendri grund, þar sem ekki eru sendiráð. í mörgum tilfellum er um að ræða íslendinga búsetta í fjarlægum löndum sem taka það upp hjá sjálfum sér, með einum eða öðrum hætti, að bæta samskiptin við heimalandið. Ásta Peltola var slíkur fulltrúi íslands. Árið 1978 var hún sæmd fálkaorðunni fyrir aðstoð við íslendinga og eflingu á samskiptum Finna og Islendinga. Sumarið 1975 sótti ég ráðstefnu um skipulags- og byggingarmál í Ábo í Finnlandi og eftir ráðstefnuna var boðið upp á skoðunarferð til að skoða byggingar Alvars Aalto. Ég sá í ferðaáætluninni að ekið yrði um Sysmá og ákvað að Ástu yrði ég að heilsa upp á. Mér var tekið eins og glataða syninum og ég átti sann- arlega ekki von á slíkum viðtökum. En svona var Ásta. Enginn veit sína ævina fyiT en öll er. Ekki reikna ég með að Ástu hafi órað fyrir því lífshlaupi sem framundan var, þegar hún sem ung stúlka var að alast upp í Flatey á Breiðafirði. Um tvítugt fór hún til Danmerkur til hjúkrunarnáms, þaðan sem leið hennar lá til Þýskalands og síðan til Finnlands þar sem hún bjó og starfaði í um fimmtíu ár. Ásta lést í Sysmá föstudaginn 6. október og verður jarðsungin þaðan í dag. Við hjónin vottum aðstandendum henn- ar okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Ástu Peltola. Sigrún Magnúsdóttir og Sigurður Thoroddsen. Yfír heim eða himin hvort sem hugar þín önd skreyta fossar og fjallshlíð öll þín framtíðarlönd! Fjarst í eilífðarútsæ Vakir eylendan þín: Nóttlaus vor-aidar veröld, Þar sem víðsýnið skín. Það er eins og Stephan G. Steph- anson hafi ort þessar Ijóðlínur sér- staklega fyrir hana Ástu, svo mikið verður manni oft hugsað til hennar þegar þær eru sungnar. Sennilega er skýringin sú að þær voru marg- ar hennar líkar sem örlögin spunnu þann vef að hverfa úr heimahögum um langan veg um ókunn lönd og síðan skapa sér nýjan heim í nýju landi. Þannig kynntumst við henni sem komum til Éinnlands í lok 6. og í byrjun 7. þratugarins. Sinn nýja heim hafði Ásta þá byggt upp langt inn í landi í miðjum finnskum greniskógi. Þar bjó hún höfðing- legu búi og breiddi faðminn út mót löndum sínum og hverjum þeim sem að garði bar. Hlýjunni og gestrisninni voru engin orð til að lýsa. Við hlið hennar stóð staðfast- ur finnsku stórbóndi, Jussi, sem hafði í Ástu eignast allt sem hann þurfti. Fyrirmyndar húsfreyju, af- bragðs ráðgjafa og félaga í öllum málum, móður sona sinna og af- bragðs veislustjóra á hátíðum. Við sem komum til Rantala í Sysmá gleymum því aldrei. Sysmá liggur í einum fegursta hluta Finnlands, þar sem stöðuvötnin tengast hvert öðru og hægt er að sigla um mikið landsvæði. Þrátt fyrir erfiða tíma stríðsár- anna í Danmörku og síðar í Þýska- landi settu þeir ekki svip sinn á daglegt líf Ástu. Árin eftir stríð voru einnig mörgum erfið í Finn- landi og jafnvel erfitt um mat fram undir 1960. Ekki munu þau hjón hafa verðlagt hvern matarbita sem af bænum fór á þessum árum, enda voru þau í miklum metum meðal sveitunga sinna. Ásta gegndi ýms- um trúnaðarstörfum í sveit sinni. Hún náði snemma mjög góðum tök- um á finnskri tungu og þar með var vegurinn greiður að hjörtum samferðarmannanna. Hún geislaði af gleði á góðri stund og var hrókur alls fagnaðar. Oft komst Flatey á dagskrá enda frá mörgu að segja frá glöðum bernskuárum í þessari merkilegu eyju, þar sem íslensk hámenning blómstraði um aldir og mannlífið var enn ríkt og fjölskrúð- ugt fram undir miðja 20. öldina. Fátækleg orð á kveðjustund segja fátt eða ekkert um þá stór- kostlegu manneskju sem Ásta var í augum þeirra sem henni mættu á lífsleiðinni. Olavi og Tapani og fjöl- skyldum þeirra sem og öðrum ætt- ingjum eru sendar innilegar sam- úðarkveðjur. Borgþór S. Kjærnested. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna veikinda og við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU SÍMONARDÓTTUR MELSTEÐ frá Vatnskoti í Þingvallasveit, áður til heimilis á Rauðarárstíg 3, Reykjavík. Sérstakar þakkir faerum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar. Sigursteinn G. Melsteð, Hanna Ingólfsdóttir, Pétur G. Melsteð, Jónfna G. Melsteð, Gunnar H. Gunnarsson, Laufey Erla Kristjánsdóttir, Hrefna Þorbjarnardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartað í mér er fugl vestur i Flatey Hvernig ættir þú margslugna manneskja að geta skilið það (Nína Björk Árnadóttir.) Á kynngimögnuðustu nótt ársins þegar það sem venjulega er hulið sjónum okkar verður okkur sýni- legt og dulmagn náttúrunnar er leyst úr læðingi, fæddist stúlkan Ásta í Flatey á Breiðafirði árið 1918. Hendurnar sem tóku á móti henni höfðu numið af huldufólki og eflaust hafa huldar vættir einnig verið viðstaddar fæðinguna. Dular- fullur Snæfellsjökulinn marað við sjóndeildarhring og aldan gutlað við fjörustein á meðan morgunsólin stráði gulli yfir Breiðafjörð. Frá þessu fyrsta augnabliki lífs hennar var hjarta hennar bundið þessari litlu eyju. Eyjunni sem ól hana í öryggi fyrstu ár lífsins og gaf henni í heimanmund þann ótrúlega styrk sem hún ávallt bjó yfir. Ég hitti Ástu fyrst nokkrum vik- um eftir að ég flutti til Finnlands árið 1984. Á Þorrablóti í tíu manna íslendinganýlendunni í Finnlandi stjórnaði hún fjöldasöng og atyrti góðlátlega þá sem ekki kunnu upp- áhalds ættjarðarlögin hennar. Síðla nætur, eftir marga söngva, þorramat og brjóstbirtu, kyssti hún mig á kinnina og kvaddi með orðunum „Þú kemur til Sysmá þeg- ar vorar!“ Ég hlýddi þeirri skipun og eftir fyrstu ferðina til Sysmá um vorið urðu ferðir mínar fleiri en ég hef tölu á og símtölin svo mörg og löng að Síminn sjálfur er nú fátækari en áður. Það eru mikil forréttindi og gerir hvern mann að betri manni að fá að kynnast konu eins og Ástu. Víðsýni hennar og fordómaleysi var svo einstakt og alltaf stóð hún við sann- færingu sína. Bauð fordómum, þröngsýni og nasistaforingjum birgin, hélt hlífiskildi yfir þeim sem minna máttu sín og fylgdi því sem henni fannst réttast, sama á hverju dundi. Hún var kona sem bæði rónar og ráðherrar hneigðu sig fyrir enda gerði hún þeim jafnt undir höfði og komst upp með að atyrða þá sem henni þótti þörf á að segja til synd- anna. Kona sem alltaf átti tíma fyr- ir aðra og fólk leitaði gjarna til. Hrókur alls fagnaðar á góðum stundum. Sjálfhæðin, glaðlyndur grallari fram á hinstu stund. Ævistígur hennar var einstakur en of oft þyrnum stráður. Hún upplifði íslenska efnahags- kreppu og fátækt sem unglingur, skelfingu síðari heimsstyrjaldar- innar í Danmörku og Þýskalandi og hörmungarnar sem styrjöldin skildi eftir sig. Algleymi og all- sgnægtir Islendinga eftir stríð, Finnland í sárum eftirstríðsár- anna. Á einmanalegustu og erfið- ustu augnablikum lífsins reikaði hún í huganum um Flatey, leitaði skjóls í öryggi bernskunnar og sótti þangað styrk. Þegar ég hafði lokið við að skrifa ævisögu Astu fyrir fimm árum og hún lesið handritið yfir sagði hún. „Jæja góða, þetta gastu. Þig munar þá ekki um að hripa niður um mig minningargrein þegar ég dey. Það verða sjálfsagt ekki aðrir til þess.“ Ég finn nú að ég lofaði of miklu, en ég þykist vita að í þetta sinn hafi hún ekki verið sannspá og að það muni fleiri verða til að skrifa um hana og farnast það betur en mér. Elsku Ásta mín. Þú áttir þá ósk að fá að doka við i Flatey þegar þú kveddir þennan heim. Ég veit að þér hefur orðið að ósk þinni og eyjan þín tekið þér opnum örmum. Veit að þú hefur reikað þar um í votu grasi, gantast við fjöru- lalla og huldufólk, Snæfellsjökull tekið ofan fyrir þér og aldan gutlað við fjörustein. Veit að nú ertu þar sem ástin ein ræður ríkjum. Þú átt skilið svo mikið af henni á eftir öllu sem á undan er gengið. Olavi, Tapani og fjölskyldum og aðstandendum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Sigurbjörg Árnadúttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.