Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 UMRÆÐAN Fj ölbrautaskólahugsj ónin SKÓLAR eru í eðli sínu íhaldssamar stofn- anir og endurspegla þá þjóðfélagsgerð sem þeir eru hluti af. Þetta helgast af að hlutverk þeirra hefur fyrst og fremst verið að miðla arfi kynslóðanna. Hraðfara breytingar tuttugustu aldarinnar hafa sett strik í reikn- inginn og gert nýjar kröfur til skólastarf- semi. Krafan um fram- haldsmenntun öllum til handa er orðin hið nýja viðmið. Gömlu stóls- skólarnir, í Skálholti og á Hólum, þjónuðu fyrst og fremst embættis- mannakerfínu, veittu menntun til prestsstarfa. Lítil breyting verður þegar þessir skólar sameinuðust í Reykjavík undfr lok átjándu ald- arinnar. Skólahaldið á Hólavöllum þótti alla tíð með endemum og mikil framför þegar skólinn flutti að Bessastöðum enda piltar og kennar- ar þá fjarri bæjarsollinum. Samt var Menntun Skólinn verður að koma til móts við þarfir fólks- ins og samfélagsins, segir Asgeir Sigurðs- son, hafa sveigjanleika Ásgeir Sigurðsson og umfram allt bjóða upp á mikla fjölbreytni. brugðið á það ráð að fytja skólann aftur til Reykjavíkur 1846. Hér gætti aðdráttarafls hins vaxandi höfuð- staðar. Ári síðar var prestaskóli stofnaður og starfaði hann fyrst í einni stofu hinnar nýju Latínuskóla- byggingar. Læknaskólinn var settur á stofn 1876 og Lagaskólinn 1908. Þessfr þrír skólar sameinuðust við stofnun Háskóla íslands 1911, að við- bættri heimspekideild. Nám á fram- haldsskólastigi hélst lítið breytt til heimastjómar 1904 þegar Latínu- skólanum er breytt í almennan menntaskóla. Eftir þær breytingar má segja að veruleg stöðnun hafi ríkt meira en hálfa öld í framhaldsskóla- menntun landsins. Nýii- framhalds- skólar komu að vísu til sögunnar, MA 1927, ML 1953 og MH 1966. Stofnun Fjölbrautaskólans í Breiðholti 1975 var svar við kalli hins nýja tíma. Víðsýnir skólamenn sáu að ekki var við það unandi öllu lengur að útiloka um 90% af ungu fólki frá framhaldsmenntun enda þjóðfélags- gerðin að verða öll önnur. Hinar þröngu dyr framhaldsmenntunar, landsprófið, var lagt niður til að greiða þessari þróun braut. Hið fjöl- breytilegasta nám skyldi sameinað undir einu þaki og ekki gert upp á milli bóklegra, verklegra og Úst- rænna greina. Frum- heijinn, séra Guð- mundur Sveinsson, lagði alla tíð sérstaka áherslu á þetta. Guð- mundur hafði verið ráð- inn skólameistari hins nýja skóla tveimur ár- um fyrr og taldi það vera hið rétta stofnár. Ásamt Guðmundi komu að stofnun skólans Jó- hann S. Hannesson skólameistari og fræðslustjórarnir Kristján J. Gunnarsson og Jónas B. Jónsson. Stofnun skólans hafði verið samþykkt í borgarstjóm þegar 1971 og sem lög frá Alþingi 1973, samvinnuverkefni ríkis og borgar. I þessum lögum er gert ráð fyrir að skólinn verði tilraunaskóli á fram- haldsskólastigi. Guðmundur Sveins- son og Jónas B. Jónsson kynntu sér það framsæknasta í skólamálum annarra þjóða, einkum í Bandaríkj- unum og Svíþjóð. Skólanum var það mikið lán að fá þennan reynda skóla- mann og eldhuga til að stýra honum fyrstu sporin en heilsubrestur varð honum of fljótt fjötur um fót. Hann bjó yfir styrkri skaphöfn og hafði virðingu til að bera. Hann var frjór að umbótatillögum og kunni að fylgja þeim eftfr. Húmanískur andi sveif yf- ir vötnunum. Sú þróun síðustu árin, að skólinn missir frá sér verklegar brautir og tónlistarbraut hefði verið Guðmundi lítt að skapi. Skal nú vikið stuttlega að upp- byggingu skólans. í upphafi vom nemendur um 220 og kennarar um 20. Síðan hefur skólinn lengst af haft um 1.500 dagskólanemendur og um 800 í öldungadeild og kennarar verið um 130. Þegar frá árinu 1979 bauð skólinn upp á sjö námssvið: 1. Al- mennt bóknámssvið (menntaskóli) sem skiptist í: tungumálabraut, tón- listarbraut, félagsfræðibraut, eðlis- fræðibraut, náttúrufræðibraut og tæknibraut. 2. Heilbrigðissvið sem skiptist í: heilsugæslubraut, sjúkra- liðanám, framhaldsbraut og snyrti- braut. 3. Hússtjórnarsvið sem skipt- ist í: matvælatæknibraut og framhaldsbraut. 4. Listasvið sem skipist í: grunnnámsbraut og fram- haldsbraut. 5. Tæknisvið sem skipt- ist í: húsasmíðabraut, málmiðna- braut, rafvirkjabraut, vélsmíðabraut, tréiðnabraut og rafiðnabraut. 6. Uppeldissvið sem skiptist í: fóstur- og þroskaþjálfabraut, félags- og íþróttabraut. 7. Viðskiptasvið sem skiptist í: samskipta- og málabraut, skrifstofu- og stjómunai-braut, versl- unar- og sölufræðibraut, tölvufræði- braut, sérhæft verslunarpróf, stjórn- unar- og skipulagsbraut og markaðs- og sölufræðabraut. Þessi upptalning ætti að nægja til að gefa hugmynd um það fjölbreyti- lega námsframboð sem skólinn gat boðið fáum áium eftir stofnun. Eng- ar blindgötur eru í kerfrnu. Af öllum brautum er hægt að Ijúka stúdents- prófi. Áfangakerfið hefur þann mikla kost, fram yfir bekkjarkerfið, að nemendum gefst kostur á að haga námshraða sínum eftir námsgetu. Þeir dugmestu ljúka stúdentsprófi jafnvel á þremur árum. Sumarskóli hefur verið starfræktur við FB í rnörg ár og gefur nemendum enn aukna möguleika á hraðara námi. Þannig hefur FB þegar svarað kalli tímans um skjótari námsframvindu. FB reynir einnig að koma til móts við þá sem búa við skerta námsgetu með því að veita þeim sérhæfða kennslu. Félagslífið hefur lengst af staðið með blóma enda uppeldislegt gildi þess ótvírætt. Starfandi hafa verið fjölm- argir klúbbar við skólann og allir fundið eitthvað við hæfi þótt íþrótta- staifið, leiklistina og tónlistina hafi borið hæst. Miðlun þekkingar er vissulega enn mikilvægasta hlutverk framhalds- skóla. Hinar hraðfara þjóðfélags- breytinar gera samt stöðugt auknar kröfur til skólanna, ekki aðeins þekk- ingarlegar heldur og þjóðfélagslegar og sálfræðilegar. Kennarar vinna undir stöðugt vaxandi þrýstingi gæðaeftirlits, samstarfs, stjórnunar, viðveru, breyttra kennsluhátta, tæknikrafna og nemenda með væg- ast sagt mismunandi þekkingarlegan og uppeldislegan bakgrunn. Stjóm- völd og almenningur mættu vera sér þessa betur meðvituð og gefa kenn- urum oftar tækifæri til endurmenn- tunar en einu sinni á starfsferlinum. Án þess er vart hægt að gera kröfur um að þeir hafi tíma eða efni á að til- einka sér allt það nýjasta í fræðun- um. Þegar á heildina er litið er ekki ósennilegt, að sagan muni dæma stofnun fjölbrautaskólanna eitt merkilegasta framarasporið í skóla- sögu landsins síðan skólahald hófst hér á elleftu öld. Krafa tímans er að framhaldsnám sé ekki aðeins fyrir hina útvöldu. Skólinn verður að koma til móts við þarfir fólksins og samfé- lagsins, hafa sveigjanleika og um fram allt að bjóða upp á mikla fjöl- breytni. Á sínum skamma ferli hefur FB tekist allvel að koma til móts við þessar þarfir samfélagsins að margra mati. Námsframboð á yfir fimmtíu brautum ber því glöggt vitni. Á aldarfjórðungsafmælinu er því yfir nokkru að gleðjast. Snorri Sturluson hafði þau fleygu orð um Erling Skjálgsson, að hann kæmi öllum til nokkurs þroska. Væri sá mæti maður uppi nú er ekki ósennilegt að hann teldi fjölbrautaskólana verðskulda þau fögru ummæli. Höfundur erkenaari við FB. 1 ÖOD. í 4x6 1 Ácidophilus 1 4 safton Potency * 6 Probiolic Straim » Dairy Fmc Bjóðum upp á 3 tegundir: 2 billj., 4 billj. og 8 billj. APÓTEKIN FRÍHÖFNIN Uppl. í síma 567 3534 ' '* i fÆ ’ Wm % _____________ Maesm f-serin BETRA MINNI - SKARPARI HUGSUN BRAINB0W er fæðubótarefni sem eflir startsemi heilans og talið er bæta vemlega minnið með því að hjálpa taugaboðum að berast á milli taugamóta. ÞITT FE HVAR SEM ÞÚ ERT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.