Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 62
§2 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Svar við fyrirspurn RANNVEIG Jóns- dóttir setti fram fyrir- spurn til dómsmála- ráðherra í Morgun- blaðinu síðastliðinn fimmtudag um rann- sókn á vændi, m.a. með tilliti til starfsemi nektardansstaða, sem ráðherra ákvað að gangast fyrir. Ekkert er sjálfsagðara en að gefa upplýsingar um fjt.öðu þessa máls, þó áð Rannveig hefði vissulega getað aflað sér þeirra með minni fyrirhöfn. Hins vegar er gott að fá nú tilefni til þess að segja á þessum vett- vangi frá þeirri miklu vinnu sem lögð hefur verið í þennan mála- flokk á vegum dómsmálaráðherra að undanförnu. Ég get glatt Rann- veigu með því að um- rædd rannsókn hefur nú staðið í nokkra mánuði og er niður- staðna að vænta innan nokkurra vikna. Á grein Rannveigar mátti skilja að henni þætti helst til hægt ganga, en vitaskuld er það svo að rannsókn af þessum toga tekur tíma ef vel á að vera. Um leið og umræða um starfsemi nektar- dansstaða og mögu- legt vændi kom upp brást ráðherra við og kallaði eftir tillögum frá fagaðilum um hvernig mögulegt væri að gera rannsókn á viðfangsefninu. Sú rannsóknarvinna hefur nú staðið yfir í nokkra mánuði eins og áður sagði, en það er klárt að vændi er afar vandmeðfarið rannsóknarviðfangsefni. Athæfið er ólöglegt og því dulið - fáir vilja viðurkenna þátttöku, hvorki að þeir bjóði slíka þjónustu né hafi þegið hana. Þá eru fyrirliggjandi opinberar upplýsingar af skornum skammti. Erlendir fræðimenn hafa bent á að í löndum þar sem vændi er ólöglegt sé nær ómögulegt að meta umfang þess með rannsókna- raðferðum á borð við spurninga- listakannanir, sem yfirleitt er beitt í slíkum tilgangi. Vegna þessa hef- ur verið talið best að gera við- talskannanir til að nálgast upp- lýsingar um málið. Meiri líkur eru taldar á að réttar upplýsingar ná- ist með þeim hætti. Þessi aðferð er hins vegar tímafrek enda hefur rannsóknin nú staðið yfir í fjóra mánuði, sem telst ekki langur tími þegar um er að ræða vandasama Ingvi Hrafn Óskarsson Nektardans * Eg get glatt Rannveigu með því, segir — Ingvi Hrafn Oskarsson, að umrædd rannsókn hefur nú staðið í nokkra mánuði og og er niðurstaðna að vænta innan nokkurra vikna. rannsókn á borð við þá sem hér er rastt um. í rannsókninni hefur verið leit- ast við að kanna hvort vændi sé stundað meðal ungs fólks og hvað knýi það til þess að afla fjármagns með þeim hætti. Leitast hefur ver- ið við að draga upp mynd af að- stæðum þessara ungmenna. Þá hefur athygli beinst að starfsemi nektardansstaða, með það að markmiði að varpa ljósi á hugsan- legt vændi í tengslum við starf- semina. I rannsókninni hafa verið tekin viðtöl við fjölmarga aðila auk þess sem aflað hefur verið víð- tækra upplýsinga úr gögnum, sem þykja geta varpað frekara ljósi á viðfangsefnið. Ég tel ekki fráleitt að ætla að þessi rannsókn veiti okkur skarpari sýn á eðli og út- breiðslu vændis á íslandi, þó að of snemmt se nú að fullyrða nokkuð þar um. Ég tel líka mikilvægt að geta þess að samhliða þessari rannsókn er nú á vegum dóms- málaráðuneytisins unnið að ítar- legri skýrslu um samanburð á lagaumhverfi á Islandi og annars staðar á Norðurlöndum varðandi löggjöf og eftirlit með klámi, vændi o.fl. Bæði rannsóknarverk- efnin leggja nauðsynlegan grund- völl fyrir stefnumótun til framtíð- ar. Höfundur er aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. ISLENSKT MAL MÉR hefur borist afar vinsamlegt og skemmtilegt bréf frá Pálma Jónssyni á Sauðár- króki. Drep ég hér á nokkur at- riði sem þar koma fram. Meðal annars barst mál hans að sögn- inni að klaka sem er ævaforn og kom fyrir í oddhendu Guð- mundar Benediktssonar í 1073. þætti. Þessi sögn merkir sama og kvaka. Af henni er til nafn- orðið klak sem einnig kemur fyrir í fleirtölu, klök. Um fornan höfðingja segir í kvæðinu Rígs- þulu að hann „nam klök fogla“, en það hefur aðeins verið á snill- inga færi að kunna fuglamál. Limrufélögum mínum sendir Pálmi eftirfarandi kveðju sem ég hef sagt þeim og þau þakka: Ylhlýja málið með andblæinn bestan alstaðar verðskuldar hrós. Þjóstólfi þaðan og Vilfríði vestan verða oft sannindin ljós. Pá telur Pálmi að orðið þús- öld = þúsund ár sé ekki rétt hugsað og vill kalla fyrirbærið 1' tugöld, finnst að hitt sé hundr- að þúsund ár. Umsjónarmaður ætlar sér ekki hér í neina reikn- ingslist, en minnir á sex orð sem nú hafa komið fram um 1000 ár: aldartugur (ég held höfund Pór Jónsson fréttamann), þúsöld (ég held höfund próf. Pórhall Vilmundarson), stóröld (ég held höfund Helga Hálfdanarson), árþúsund (Sig. Eggert Davíðs- son og fleiri) teinöld (fréttir Stöðvar II) og nú frá Pálma Jónssyni tugöld. Sjálfur notar umsjónarmaður hið látlausa orð Helga Hálfdanarsonar stóröld, en aðrir velja fyrir sig. Sjá svo grein Þórhalls Hróðmarssonar hér í blaðinu 13. sept. Látum Pálma orða uppá- stungu sína í bundnu máli: Öll í kristni upp við uxum, ung þar námum talna val. Msöld verður þrugl í hugsun þegar fagna tugöid skal. Umsjónarmaður þakkar Pálma bréfið og góð orð sem með fylgdu. ★ Til mín hringdi Skúli Ólafs- * son fyrrverandi sjómaður til þess að andæfa ljótum og óþörf- um tvítekningum. Hann tók dæmi: áhafnarmeðlimur, val- kostur og orsakavaldur. Állt er þetta hárrétt hjá Skúla. „Áhafnarmeðlimi“ (sjá Mbl. síðu 2,8. sept.) er betra að kalla áhöfn, það er nóg, mönnum eru Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1080. þáttur settir kostir til að velja um, mis- jafnlega góðir, jafnvel úrslita- kostir, en ekki tvítekningin *úr- slitavalkostir. I lífinu skiptast á orsakir og afleiðingar. Lang- lokan „orvakavaldur" er óþörf. Umsjónarmaður notar tæki- færið og tilfærir kennimyndir sagnarinnar að valda, þátíð olli og lýsingarháttur þátíðar hef valdið. Skúla sendi ég bestu kveðjur. ★ Árni R. Árnason sýnir enn umhyggju sína fyrir móðurmál- inu og sendir mér hið skilmerki- legasta bréf sem ég birti með þökkum, fýrri hlutann hér og síðari hlutann í næsta þætti: „Heill og sæll Gísli. Tungumálið okkar, íslenskan, er ekkþeinungis það sérkenni okkar íslendinga sem öðrum sérkennum betur greinir okkrn- frá öðrum þjóðum, heldur er hún um leið okkar eina tæki til að skila hverri uppvaxandi kynslóð Iítt brengluðum menn- ingararfi þjóðarinnar um þús- und ár. Án íslenskunnar værum við rótleysingjar í heimi mikilla og hraðfara breytinga, ekki að- eins á sviði nýjustu tækni held- ur fjölmörgum syiðum mann- legra athafna. Ég hef ætíð óblandna ánægju af þáttum þín- um í Morgunblaðinu, enda kast- ar þú ekki til þeirra höndunum. í þeim fjallar þú um viðfangs- efni sem ég tel afar mikilvægt. Ég ætla nú að nefna við þig fá- ein atriði, hið síðasta að vísu nokkuð annars eðlis. Ekki skrifa ég þér þetta sinn vegna bögumæla og stundum öfugmæla íþróttafréttamanna, sem mér að vísu þykir enn fara með afar slæmt mál í fjölmiðl- um (og nægir að sinni að nefna golflýsingamar með tvemum). Nú sendi ég þér línu því ég gladdist í gærmorgun þegar ég opnaði Morgunblaðið. A forsíðu þess var í fyrirsögn talað um ár- þúsundamótaráðstefnu SÞ. Að vísu dofnaði ánægjan þegar kom að Degi sem sagði frá þúsaldarráðstefnu SP. Allt síð- an Réykjavíkurborg ákvað þessa misheppnuðu nafngift á nýja hverfið í Grafarholti hefur þetta orðskrípi dunið á okkur linnulaust í fjölmiðlum þar til nú að Mogginn hóf upp betra tungutak. Mér fannst algjör óþarfi og raunar óþurftarverk að smíða slíkt orðskrípi og halda fram sem nýyrði í stað ár- þúsunds. Eða hvernig þætti sömu mönnum nýyrðið hundöld um hundrað ár í stað aldar? Frú Bibba á Brávallagötunni hæddist mjög að þeim sem fara rangt með málshætti og orðtök, eða einfaldar setningar. Háð hennar var ekki að ófyrirsynju því margir verða til þess, en því miður held ég að ábendingarnar hafí farið íyrir ofan garð og neð- an einmitt hjá þeim sem á þurftu að halda. Stundum gera menn þetta vegna misskilnings á myndrænu máli sem á ekki lengur samsvörun í daglegum störfum. Oftar má þó kenna kæruleysi viðkomandi. Undir ágústlok heyrðust í hádegis- fréttum RUY þessi gullkorn: „... betur fór á en horfðist"! Og: „Klukkunni vantar fjórar mín- úturíeitt"! Alþekkt er orðtakið „helm- ingi stærra en“ og vonandi auð- skilið. Með svipuðu móti segja menn nú til dags „tvöfalt stærra“ sem er þó ekki eins skemmtilegt enda beinir það engri sérstakri hugsun tO áheyrandans. Hins vegar heyri ég oft, og ekki síst í fréttatím- um, sagt „tvöfalt minna en“ og í hvert sinn lendi ég í óleysanleg- um vanda, ég fæ engan botn í þessa lýsingu. ★ Hlymrekur handan kvað: Og enn var það Amgrímur stinni sem ólst upp hjá frændkonu minni týhraustur og frækinn og svo tandur-ættrækinn að trúlofast langömmu sinni. ★ Auk þess fær Telma Tómas- son gildan staf fyrir að fara hár- rétt með orðtakið að leita dyr- um og dyngjum = alstaðar í húsinu. Dyngja var sérherbergi kvenna. Éf þrautleitað taldist, var friðhelgi þessara herbergja jafnvel rofin. Petta orðtak skildist illa og til er af því hin skemmtilega af- bökun að leita með dunum og dynkjum, sem merkir þá vænt- anlega með hávaða og fyrir- gangi. ★ Inghildur austan kvað: I Lyngá er langt milli skara, en hún lýkur ei samvistum para sem hlaupa á svelli og hittast í hvelli svo hikslaust - þau viþ'a það bara. „Geðveikir dagar“ FJÓRIR dagar í októberlok verða til- einkaðir geðheil- brigði í Háskóla Is- lands þar sem Stúdentaráð Há- skóla Islands, í sam- starfi við námsráð- gjöf Háskólans og Geðrækt, mun standa fyrir ráð- stefnu undir yfir- skriftinni Geðveikir dagar í Háskóla ís- lands. Þarna er á ferðinni smækkuð mynd af stóru sam- félagslegu verkefni sem ber heitið Geð- rækt og var formlega sett á lagg- imar 10. október síðastliðinn. Geð- rækt stendur fyrir eflingu á á geðheilsu manna sem og auknu forvarnarstarfi á geðsjúkdómum. Á geðveikum dögum verða fyrir- lestrar og umræður um geðsjúk- dóma, geðheilsu og geðrækt fluttir af ýmsum aðilum þjóðfélagsins sem einnig munu sitja í pallborði og svara spurningum gesta úr sal. Efling vitundar Tilgangurinn með Geðveikum dögum er fyrst og fremst að efla vitund manna um geðheilsu sína og annarra, opna umræðuna og draga úr fordómum sem og að auka forvarnir og fræðslu í samfé- laginu öllu. Þannig er ætlunin að minnka þá byrði og sársauka sem geðraskanir geta valdið. Af tíu sjúkdómum sem Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin telur verða helstu viðfangsefni heil- brigðisþjónustunnar á næstu ára- tugum eru fimm geðrænir sjúk- dómar og ber þunglyndi þar hæst. Þessi staðreynd hlýtur að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi geðheilsunnar og nauðsyn þess að hlúa að henni ekki síður en lík- amanum. Spennandi viðfangsefni Geðveikir dagar hefjast þann 23. október og þeim lýkur 26. október með leiksýningu. Fyrsta dag ráð- stefnunnar verður fjallað um geðraskanir með áherslu á kvíða, prófkvíða, þunglyndi og streitu. Næsta dag munu starfsmenn frá Islenskri erfðagreiningu upplýsa gesti um erfðarannsóknir á geð- klofa og geðhvörfum, stöðu þeirra og siðferði. Á þriðja degi verður hugtakið og verkefnið geðrækt kynnt og á lokadegi er stúdentum boðið í leikhús að sjá Háaloft eftir Völu Þórsdóttur. Verkið er verð- Geðvernd Geðraskanir, segja Sara Hlín Hálfdánar- dóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugs- dóttir, höggva skarð í mannauðinn. launaverk og fjallar um líf mann- eskju sem býr við geðhvörf. Brýnt verkefni Geðveikir dagar í Háskóla Is- lands eru hugsaðir sem vettvangur fræðslu og umræðna. Vanþekking og fordómar eru þættir sem nauð- synlegt er að vinna bug á þar sem þeir valda því að þeir sem þjást af geðröskunum taka ekki nógu snemma á vandanum og eiga þar með á hættu að hann aukist. For- dómar eru því að vissu leyti hlekk- ur í keðju sjúkdómsins. Frjór akur fræðslu og umræðu hefur verið skapaður að frumkvæði stúdenta við Háskóla íslands og er það vilji okkar sem að Geðveikum dögum standa að sem flestir láti sig mál- efnið varða. Geðraskanir höggva skarð í mannauðinn og þær kosta samfélag okkar háar fjárhæðir svo ekki sé minnst á þann tilfinninga- lega skaða sem þær valda. Hér er um að ræða þarft verkefni sem vonandi vekur fólk til umhugsunar um mikilvægi heilbrigðrar geð- heilsu. Vonandi að sem flestir sjái sér fært að mæta í hátíðarsal Áð- albyggingar kl.16 til 18: dagana 23. til 26. október. Sara Hlín er formaðurjafnréttís- nefndar Stúdcntaráðs Háskóla íslnnds. Þorbjörg Sigríður er nemi við HÍ. Sara Hlín Þorbjörg Sigríður Hálfdánardóttir Gunnlaugsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.