Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 6 . -----------------------^ UMRÆÐAN Sjoppa forsætis- ráðherrans Meðalafli á ári á Islandsmiðum í tonnum: Þorskur Ufsi Ýsa 1950-1974 408.000 73.000 67.000 548.000 1992-2000 213.000 50.000 41.000 304.000 Minna árlega 195.000 23.000 26.000 244.000 ÞEGAR Davíð Oddsson tók við stjórn landsmála var komin á þjóð- arsátt, svokölluð samtök atvinnu- lífsins og launþega, og þar með stöðugleiki. Vandamálið hjá stjórn Davíðs Oddssonar var skuldasöfnun ríkissjóðs en skuldirnar tvöfölduð- ust í tíð Friðriks Sophussonar sem fjármálaráðherra. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi. Þá var gripið til þess ráðs að heimila veðsetningu kvótans og allt í einu flæddu pen- ingar inn í þjóðfélagið þegai- menn í útgerð seldu einkaleyfi sín og ríkis- sjóður tútnaði út eins og púki á fjós- bita. En böggull fylgdi skammrifi. Erlendar skuldir hrönnuðust upp vegna aukins innflutnings og nálg- Kvótinn Aflinn síðustu 8 ár, segir Halldór Halldórsson, er 244 þúsund tonnum minni en þegar út- lendingar voru einnig á miðunum. uðust 600 milljarða króna en skuldir umfram eignir um 360 milljarða en við eigum aðeins um 33 milljarða í gjaldeyri. Skuldir í útgerðinni eru gríðarlegar, eru að nálgast 200 milljarðana í hinu heimsfræga kvótakerfi, vel á annað hundrað af því erlendis. Vaxtagreiðslum til út- lendinga má líkja við auðlindagjald. Svo hafa þessar kvótasölur vakið upp verðbólgudrauginn. Verðbólga hefur verið 5-6% í á annað ár. Það er hugtakamisskilningur að tala um að hið heimsfræga kvóta- kerfi stjórni veiðum okkar Islend- inga. Það er öðru nær, það tak- markar aðeins veiðarnar en stjórnar þeim ekki. Ef þú átt kvóta máttu veiða hann í það löglega veið- arfæri sem þú kýst. Það er snarvit- laust að skilja ekki að veiðar togara og báta. í Noregi t.d. hafa togararn- ir 32% aflamagn á þorski en bátarn- ir 68%. Hinn sextán ára „árangur“ hefur skilað okkur um næstu áramót í þremur botnfiskstegundum miðað við meðalafla á ári í þúsundum tonna eins og eftirfarandi tafla sýn- ir, þ.e. meðalafla áranna 1950-1974 og 1992-2000 og hve miklu minna hefur fiskast síðustu 8 ár. Þetta gera 244 þúsund tonnum minni afla á ári síðustu 8 ár en var þegar útlendingar voru einnig á miðunum. Þetta kerfi hefur sannað sig sem gríðarleg sóun á auðlindinni með notkun á röngum veið- arfærum því bátafloti okkar veiddi um 60% af þorskveiðinni í þessi 25 ár, 1950-1975, eða samtals 245 þúsund tonn að meðaltali. Við veiddum 272 þúsund tonn alls en útlending- ar aðeins 33% þess magns eða 136 þúsund tonn á ári. Tillögur Auðlinda- nefndar um gjaldtöku eða auðlindaskatt væri auðvelt að framkvæma ef allur ferskur fiskur færi á uppboð eins og viðgengst annars staðar í Evrópu, t.d. fer all- ur ferskur fiskur á uppboðsmarkað í Færeyjum. Þá mætti setja á virð- isaukaskatt sem yrði tekinn af óskiptum afla en aðeins þyrfti að ákveða hve háan. Nei, ekki má setja virðisaukaskatt á sægreifana frekar en á laxveiðimenn en virðisauka- skattur er lagður á meðul sjúklinga. Svona mismunun og samviskuleysi er Alþingi og ríkisstjórninni til vansa. I kjarasamningum sjómanna og útgerðarmanna er kveðið á um að við hlutaskipti afla skuli miða við hæsta verð. Nýlega birti Þjóðhags- stofnun mismun á verði á þorski, ýsu, ufsa og karfa sem útgerðin landaði hjá eigin fjrrirtækjum og á fiskmörkuðum. Á árunum 1988 og 1999 var þessi munur tæpir 12 millj- arðar. Þarna fara um 4 milljarðar úr vasa sjómanna og ríkið verður af skatttekjum upp á 1,5 milljarða. Ekki fá sjómenn þetta leiðrétt þótt leitað sé til dómstóla enda hefur það verið víðtæk venja að setja lög á sjómenn ef þeir eiga í deilu við LIÚ. Rök alþingismanna eins og Ein- ars Guðfinnssonar, að ódýrara væri að gera út eitt skip en tvö eru ekki mikil rök og ósköp barnaleg ef ekki er tekin fram stærð eða verð skip- anna. Það er enginn vafi á því að bátaflotinn er miklu hagkvæmari til þorsk- og ýsuveiða en togararnir. Á vertíðartímabilinu janúar til 15. maí sl. voru nokkrir línu- bátar að fá yfir 1.000 tonn af slægðum fiski. Meðan menn máttu veiða á þessum tíma með þeim takmörkun- um, sem voru viss lengd línu og neta, var allt í lagi með stofn- ana. Nú er svo komið að faðir kvótakerfisins vill að útlendingar fái að kaupa upp auðlind hafsins, fiskinn synd- andi við strendur landsins. Já, menn skipta um skoðun á Al- þingi sem annars stað- ar. Utanríkisráðherra fær sjálfsagt hærra verð fyrir þær aflaheimildir sem hann og fjölskylda hans á nú ef útlendingar fá að bjóða í herlegheit- in, einkaleyfi hans og fjölskyldu. Mikið söluæði hefur verið aðal- smerki þessarar ríkisstjórnar Sjálf- stæðisflokks og Framsóknai-flokks og undrar engan þótt forsætisráð- herra hefði á orði að loka „sjopp- unni“ og senda mannskapinn til Kanarí. Hann hefði eflaust verið til- búinn að lána öldruðum og öreigum fyrir farinu. Hræddur er ég um að forsætisráðherra sem líkti þjóðfé- lagi því, sem hann stjórnaði, við sjoppu hefði þurft að biðjast lausnar í alvöru þjóðfélagi. Svona ummæli eru makalaus og lýsa ríkisstjórninni betur en nokkuð annað. Nú þegar kvótinn hefur verið seldur úr mörgum sjávarplássum og margir íbúar þessara svæða eru fluttir suður í „sæluna" taka stjórn- völd sig til og flytja stofnanir út á land og buðu fjarvinnslu sem aldrei kom. Þetta minnir mann á að sagan endurtekur sig víst alltaf og þessi vinnubrögð minna mjög á verklag Bakkabræðra þá þeir ætluðu að bera sólskinið í bæinn í húfunum sínum. Höfundur er skipstjóri. Halldór Halldórsson Tískulyf og annar tilbúningur Á ÁRSFUNDI Tryggingastofnunar ríkisins talaði heilbrigð- is- og tryggingamála- ráðherra um að sífellt fleiri neyttu svokallaðra tískulyfja. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra, sem hefur jafnframt menntun á sviði heilbrigðismála, setur niður við að fjalla svona um þann mikil- væga málaflokk sem lyf eru. Lyfjanotkun fólks lýtur öðrum lögmálum en heimur tískunnar, t.d. í fata- eða húsbúnaðarvali. Lyf eru vandmeðfarinn málaflokkur þar sem sérhæfð lyf verka á sérhæfða sjúkdóma. Innan sama lyfjaflokks geta verið lyf sem verka misvel á mis- munandi sjúkdómsafbrigði sama sjúkdómsins. Mikið hefur verið rætt um nýjan flokk þunglyndislyfja og þann kostn- að sem af honum hlýst. Lyfin sem nýi flokkurinn hefur leyst af hólmi voru misgóð. Aukaverkanir voru miklar og áhrif á hjarta og aðra líffærastarfsemi gerðu það að verkum að fáir sjúkling- ar gátu tekið þessi lyf í langan tíma. Eldri lyfin gátu verið vanabindandi, valdið truflun á blóðsykri og blóð- þrýstingi, valdið syfju og möguleiki var á ofskömmtun sem gat leitt til dauða. Nýju geðdeyfðarlyfin hafa bætt líðan sjúklinga með geðhvörf og gert þeim kleift að taka þátt í lífinu á nýjan leik, t.d. með aukinni atvinnu- þátttöku. Ef sagan er skoðuð má sjá hliðstæð dæmi. Fyrir 6-7 árum komu á markað ný lyf sem hafa áhrif á magasýrur og minnka þannig líkur á að sár og bólgur myndist í maga. Lyf- in hafa valdið straumhvörfum og nú er svo komið að þetta eru hverfandi sjúkdómar. Á þessum tíma var talað um að magasár væri tískusjúkdómur - fólk gat sjálfu sér um kennt - það átti ekki að vera svona stressað. Nú í sumar hætti Tryggingastofn- un ríkisins að taka þátt í greiðslu sveppalyija. Samkvæmt ofantalinni rökfræði ættu sveppalyf að vera í tísku. Af hverju þarf kalla það tísku- sveiflur þegar ný lyf koma á markað sem lækna sjúkdóma og bæta líðan fólksins í landinu til muna? Deilt hefur verið á markaðssetn- ingu lyfja hér á landi. Deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu segir að lyfjafyrirtækin eyði 300 kr. á móti hverri krónu ráðu- neytis til upplýsinga um lyf. Hvernig þessi tala er fengin er óvíst. Ólíklegt er að ríkið sé tilbúið að standa straum af þeim kostnaði sem felst í því að kynna heil- brigðisstéttum landsins ný lyf og lyfjaform. Það er hlutverk lyfjaíyrir- tækja að kynna sín lyf og koma þeim á fram- færi. Lyfjafyrirtækin hafa háskólamenntað fólk á sviði lyfja- og heil- brigðismála til að sinna þessum kynningun??* Áðumefndur deildar- stjóri sagði einnig í sjónvarpsviðtali að lyfjafyrirtækin segðu ekki frá aukaverkunum og verði lyfja á kynningum hjá lækn- um. Þetta er reginmisskilningur og lítilsvirðing við lækna og starfsfólk lyfjafyrirtækja. Samkvæmt reglu- gerð um lyfjaauglýsingar frá júní 1995 er skylda lyfjafyrirtækja að vera Lyf Olíklegt er, segir Hildur Ragnars, að ríkið sé tilbúið að standa straum af kostnaði við að kynna heilbrigðisstétt- um ný lyf. hlutlaus í umfjöllun sinni, skýra satt og rétt frá og birta texta Sérlyfja- skrár með hverri lyfjakynningu. Við þróun og markaðssetningu lyfja þarf að huga að mörgu. Vinna við að þróa og hanna nýtt lyf tekur vrrt* indamenn um 10-15 ár og aðeins um 10-20% þeirra lyfjaefna sem byrjað er að rannsaka enda sem fullbúin íyf. Við þróun og markaðssetningu lyfja er þörfin fyrir hið nýja lyf að sjálf- sögðu athuguð þar sem meðalkostn- aður við þróun nýs lyfs er um 45 millj- arðar íslenskra króna. Lyfjafyrir- tækin eru því ekki að þróa og markaðssetja ný lyf sem eru engu betri en þau sem fyrir eru, það væri að kasta ómældum fjármunum og vinnu á glæ. Ráðamenn þjóðarinnar eiga ekki eingöngu að láta kostnaðartölur hafa áhrif á sig. Lyijakostnaður hefur vissulega aukist á síðustu misserum en það verður að horfa á þá tölu út fflfcr’ betri meðferðarúrræðum, aldri þjóð- arinnar, flóknari sjúkdómum og sí- breytilegu þjóðfélagi. Höfundur er lyfjafræðingur. Hildur Ragnars IgprAj ^ ' in fimföicocw' JOKINQ SAUCí ^'iíOMArOSCARfW COOKING SAli CiSAMYCOCON1- JKlNtj SAUC 'CHíOMAIOtONRA COOKING SAUO OOKINC/ SAUCI Kynning Eldum í dag og á morgun ilmandi indverska rétti á Grœna torginu í Blómavali frá kl. 14-16 - Allt til indverskrar matargerðar! Kynningarafsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.