Morgunblaðið - 25.10.2000, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 25.10.2000, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 31 UMRÆÐAN V élindabakflæði - lífsstíll eða sjúkdómur? Margrét Bjarni Oddsdóttir Þjóðleifsson ÞESSI grein, sem fjallar um vél- indabakflæði, er hluti af átaki sem Félag sérfræðinga í meltingarsjúk- dómum stendur fyrir ásamt Land- læknisembættinu og ESGE (Europ- ean Society of Gastrointestinal Endoscopy) til að fræða almenning um meltingarsjúkdóma. Vélindabakflæði er einn algeng- asti kvilli í efri hluta meltingarvegar. Samkvæmt nýrri íslenskri könnun má ætla að fjórðungur þjóðarinnar fái einkenni vélindabakflæðis a.m.k. einu sinni í mánuði, og 12.500 hafi það mikil einkenni að það hái þeim í daglegu lífi. í sömu könnun kom hins vegar í ljós að fáir vita hvað vélinda- bakflæði er. Það er því skoðun okkar að þörf sé á fræðslu um vélindabak- flæði, einkenni og meðferð. Kjörorð átaksins er „Þekking, lyk- ill að lífsgæðum" vegna þess að vél- indabakflæði truflar mikið lífsgæði. Einkenni sjúkdómsins eru margvís- leg en aðaleinkennin eru brjóstsviði, nábítur og verkir. Einkenni bakflæð- is trufla oft daglegt líf, svefn og störf og kemur meðal annars í veg fyrir að fólk geti notið góðs matar. Ef sjúk- dómurinn er vanræktur geta hins vegar komið fram h'fshættulegir fylgikvillar. Vitundarvakningunni er fyrst og fremst ætlað að kenna fólki að þekkja einkenni vélindabakflæðis á háu stigi til að hægt sé að greina það og beita viðeigandi meðferð. Er brjóstsviði alltaf hættulegur? Brjóstsviði er alls ekki alltaf hættulegur. Flestir finna fyrir brjóstsviða einhvem tímann, t.d. eft- ir veislumáltíð, vín- eða kaffidrykkju og það bendir ekki ákveðið til sjúk- dóms. Fái maður brjóstsviða tvisvar í viku, eða sjaldnar, og án þess að hann trufli daglegt hf er ekki nauð- synlegt að hafa áhyggjur. Flest ráð við vægum brjóstsviða snúast um lífsstíl og hóf í mat og drykk. A næstu dögum verður dreift á hvert heimili á Islandi bækl- ingi um vélindabak- flæði og þar er að finna leiðbeiningar um hve- nær á að taka bijóst- sviða alvarlega. Hvað er vélindabakflæði? Á mynd 1 sést hvemig eðlilegt vél- inda lítur út og til sam- anburðar vélinda með slappan hringvöðva og þindarslit þar sem súrt magainnihald gúlpast upp, en það er kallað vélindabak- flæði. Melting fæðunnar byrjar í maganum þar sem hún blandast sterkri saltsým og meltingarhvöt- um. Magainnihaldið er mjög ertandi fyrir vélindað og sýran getur valdið bmnatilfinningu undir bringubeini (brjóstsviða) og stundum brjóst- verkjum sem líkjast hjartaverk. Ef sýran fer alla leið upp í kok kemur súrt bragð í munninn sem kallað er nábítur. Ef sýran ertir raddbönd eða fer niður í lungu fylgir oft langvar- andi hæsi, ræskingar, hósti og stund- um astmi. Eðlilegt véhnda eins og sýnt er á myndinni hindrar að þetta gerist. Áhrif á lífsgæði Vélindabakflæði er lúmskt og ein- kenni þess magnast gjaman stig af stigi, oft á mörgum ámm eða jafnvel áratugum. Hóf í mat og drykk auk lífsstílsbreytinga era skynsamleg viðbrögð við vægum brjóstsviða. Ágerist sjúkdómurinn hins vegar er þróunin oft á þann veg að útiloka þarf æ fleiri þætti úr fæðunni, ekki borða seint á daginn og sofa með hátt undir höfðinu. Það getur verið hæg- ara sagt en gert að fylgja ströngu mataræði. Flest okkar deila mat með öðram á heimili eða í mötuneytum og í veislum og á ferðalögum getur reynst snúið að fylgja ströngu fæði. Vélindabakflæði getur raskað Bakflæði Vélindabakflæði er lúmskt, segja Margrét Oddsdóttir og Bjarni Þjóðleifsson, og ein- kenni þess magnast gjarnan stig af stigi. fleira en matarvenjum. Einkenni geta komið fram við áreynslu og sér- staklega þar sem fólk þarf að bogra. Þegar við bætist þrálátur hósti, ræskingar og hæsi er ljóst að hfs- gæði era veralega skert. Sumir hafa hætt að stunda söng og líkamsrækt af þessum ástæðum og störf eins og garðrækt og sum húsverk geta verið kvalræði. Rannsóknir, sem mæla heilsutengd lífsgæði eftir ákveðnum kvörðum, hafa sýnt að lífsgæði sjúkl- inga með miðlungs eða alvarlegt vél- indabakflæði era bágborin. Þeir mælast t.d. með minni lífsgæði en sjúklingai- með kransæðasjúkdóm (anginu) en álíka og bæklunarsjúkl- ingar sem bíða eftir bakaðgerð. Eftir að sjúklingar með bakflæði fá rétta meðferð, hvort heldur er með lyfjum eða skurðaðgerð, mælast lífsgæði þeirra þau sömu og heilbrigðra. Þjóðhagsleg áhrif Er þessi kvilli ekki bara einkamál þeirra sem hafa ekki gætt sín í mat og drykk og lifa óheilbrigðu lífi? Lífs- stíll og óhóf skipta máli fyrir vægari stig sjúkdómsins, þótt þau eigi ekki nema að takmörkuðum hluta þátt í að valda honum. Vélindabakflæði á háu stigi hefur ekkert með lífsstíl að gera. Þeir sjúklingar þurfa rannsókn og fulla meðferð með lyfjum eða skurðaðgerð. Án réttrar meðferðar skerðist vinnuþrek, fjarvistir frá vinnu aukast og stundum þarf með- ferð á sjúkrahúsi vegna fylgikvilla. Það getur verið dýrt fyrir þjóðfélag- ið, sé ekki bragðist rétt við og sjúk- dómurinn greindur og meðhöndlað- ur strax. Eftir margra ára eða áratuga sýrabakflæði geta komið framu- breytingar neðst í vélinda (Barretts- breytingar) sem taldar era forstig krabbameins. Með réttri meðferð er hægt að stöðva þessar breytingar og verið er að rannsaka hvort hægt sé að snúa þeim til baka. Seinustu ára- tugi hafa orðið mjög merkilegar breytingar á tíðni magasjúkdóma í vestrænum löndum. Sár í maga og skeifugörn eru á hröðu undanhaldi og sömuleiðis magakrabbamein. Skýringin á því er að árið 1982 fannst magasýkill (Helicobacter pylori) og í ljós kom að hann á stóran þátt í þess- um sjúkdómum. Frá árinu 1990 hef- ur verið gefin viðeigandi meðferð gegn honum, þar sem það á við, en jafnframt er hann að hverfa með yngri kynslóðum sem alast upp við meira hreinlæti og betri mat en fyrri kynslóðir. Á sama tíma og magasjúk- dómar era að hverfa er krabbamein í vélinda í hröðum vexti og hefur ekk- ert krabbamein aukist jafn hratt á Vesturlöndum á seinasta áratug. Ekki er að fullu ljóst hvað veldur, en aukin tíðni vélindabakflæðis á þar vafalaust stóran hlut að máli. Vél- indakrabbamein hefur aukist á ísl- andi sl. tíu ár þótt ekki sé eins hratt og víða í kringum okkur. Hins vegar má telja víst að þróunin fari í sama farveg ef ekki verður gripið í taum- ana. Vitundarvakningin um vélinda- bakflæði snýst því ekki eingöngu um lífsgæði fjölda íslendinga á næstu áram, heldur einnig um að koma í veg fyrir krabbamein í vélinda eftir 10-20 ár. Margrét er dósent og sórfræðingur i almennum skurðlækningum. Bjami er prófessor og sórfræðingur í meltingarsjúkdómum. Lífeyriskerfið „okkar“ ÉGHRÖKKvið núí vikunni þegar ég heyrði fjármálaráð- herra tala í fréttum um að við þyrftum að verja lífeyriskerfið okkar. Mikið óskap- lega varð ég ánægður að heyra hann taka svona til orða, það era ekki nema nokkur ár síðan að verkalýðs- hreyfingin þurfti, ásamt samtökum at- vinurekenda, að beita sér af alefli til þess að verja lífeyriskerfíð gegn atlögu stjórn- málamanna. Stjórn- málamennirnir gengu þá erinda auðhyggjunnar og hefðu áætlanir þeirra náð fram að ganga hefði kerfið okkar hrunið. Þá vann verka- lýðshreyfingin annan af sínum glæstustu sigrum á undanförnum árum, hinn var þegar tókst að kné- beygja ríkisstjórnina og ná fram breytingum á nýrri vinnumarkaðs- löggjöf. Á þessum tíma hljómuðu t.d. frá ungum sjálfstæðismönnum og frjálshyggjuliðinu þau ummæli að lífeyriskerfið væri einungis 10% aukaskattur sem rynni til verka- lýðshreyfingarinnar, sem svo ekk- ert kæmi úr til gamla fólksins!! Þetta var m.a. stutt af Verzlunar- ráði, sem undir stjórn Vilhjálms Egilssonar pantaði skýrslu frá nefnd, sem hann setti saman. Þessu skýrsla var eitthvert vitlausa plagg, sem hefur verið sett saman, og varð til þess að hann og Verzlunaráðið urðu að athlægi meðal allra sem að þessum málum hafa starfað. Ein- hvern veginn minir mig að núver- andi fjármálaráðherra hafi þá verið sammála SUS geng- inu. En ég er að velta því fyrir mér hvort ég hafi kannski misskilið fjármálaráðherra og hann sé að tala um að verja lífeyrssjóð ráð- herra og lífeyrissjóð alþingismanna, sem við vitum að eru þeir langbestu á landinu. í lífeyrissjóð fjármála- ráðherra greiðir at- vinnurekandinn (lesist skattgreiðendur) 80% á móti 4% framlagi ráðherra og sem veld- ur því að þeir öðlast full réttindi á nokkrum árum, eða m.ö.o. 14 sinnum hraðar en í sjóð- um okkar venjulega fólksins. Sömu menn eru svo að auki með full rétt- Lífeyrir Fjármagnið væri einskis virði, segir Guðmundur Gunnars- son, ef ekki kæmi til hin vinnandi hönd. indi í lífeyrissjóði alþingismanna, en þar greiðir sami atvinnurekandi 40% á móti framlagi alþingis- manna, þar er bara 7 sinnum hrað- ari ávinnsla en hjá okkur hinum. Og svona til þess að vera virkilega sanngjarnir sömdu þessir menn við sjálfa sig um að lífeyrisgreiðslur úr þessum glæstu sjóðum væru bundnar við launakjör ráðherra og alþingismanna eins og þau verða á hverjum tíma. Það er vegna þessa sem Pétur Blöndal er svona glaðbeittur í sjón- varpinu, þegar hann segir að full- orðið fólk og öryrkjar hafi það svo svakalega gott og það sé bara engin ástæða til þess að hlusta á bölvaðan barlóminn í því, það sé allt saman bull og vitleysa. Þegar ég hlusta á málflutning þeirra félaga detta mér einhverra hluta vegna alltaf í hug orð Johns Voight: Ef allir væru ríkir og allir gætu lifað á skuldabréfum eða vöxtum Þyrfti enginn að vinna og allir myndu deyja úr hungri Oft hefur komið fram að það fari í taugarnar á þeim félögum og sá pirringur kom einnig fram í dellu- skýrslu Verzlunarráðsins, að full- trúar eigenda lífeyrissjóðanna (launamenn) skuli kjósa helming stjórnarmanna. Hinn helmingurinn er, eins og menn vita, skipaður af framkvæmdastjórn Samtaka at- vinnurekenda. I sérpöntuðu dellu- skýrslunni kemur fram sú ósk, að atvinnurekendur kysu a.m.k 60% stjórnarmanna og sjóðfélagar ein- ungis 40%. En óskhyggjan ber fleiri ofurliði, t.d. ruglast sumir al- þingismenn eins t.d. Pétur Blöndal alltaf í ríminu þegar þessi mál ber á góma. Hann talar um sig með þeim hætti að hann sé valinn á Alþingi af kjósendum og fari þar með fulltrúa- vald og eigi að hafa rétt til þess að ráðskast þar með okkar mál án af- skipta þrýstihópa, en það virðast kjósendur vera í huga Péturs á milli kosninga. Þegar kemur að launamönnum getur hann ekki sætt Guðmundur Gunnarsson sig við fulltrúavald eigenda sjóð- anna og þeir hafi með þeim hætti afskipti af sínum eigin lífeyrissjóð- um og fjárfestingarstefnu þeirra. Einhverra hluta vegna getur Pétur ekki sætt sig við að launamenn velji í frjálsum kosningum, stundum sömu menn til þess að fara með launamál sín og lífeyrismál. í þessu endurspeglast ótti gæslumanna auðhyggjunnar, að launamenn geta hugsanlega borið hönd yfir höfuð sér með áhrifum á stjórn fyrirtækja í gegnum hlutabréfakaup lífeyris- sjóðanna. Þá rjúka þeir til og krefj- ast þess að sett séu lög til þess að torvelda það. Hugarfari þessara skoðanabræðra er ágætlega lýst með orðum nóbelsskáldsins okkar: „Verslunarskipulagið dregur manninn niður í gróðafíkn seljanda, sem hefur ekki framar neitt tak- mark tilveru sinnar annað en það að eignast penínga og óverulegt glíngur. Öll fyrirbrigði mannlegrar tilveru eru gerð að spurníngu um kaupgetu og gjaldþol. Gleypugáng- urinn er í senn gerður að boðorði, fyrirheiti og takmarki." (Dagleið á fjöllum.) Maður getur ekki varist þeirri hugsun þegar þessir menn tala um að verja lífeyriskerfið okkar eigi þeir við að verja sinn rétt og þeir hafi gleymt loforðum um að jafna skuli lífeyrisrétt landsmanna. Og ég er svo andstyggilegur að ætla að þeir og SUS hafi gleymt fyrri yfir- lýsingum og hvernig þeir voru burstaðir af okkur launamönnum á sínum tíma. Arður, gengi hluta- bréfa og viðskipti hafa blindað marga. Allt sem getur skilað aukn- um arði er talið réttlætanlegt. Sjón- armiðum launamanna er vikið til hliðar, gróðafíknin ræður. Mannleg reisn og samskipti virðast gleymast þessum mönnum. Sé á það minnst að verja hluta arðs til þess að hækka laun er umsvifalaust skipt yfir, að ekki megi raska stöðugleika og verið sé að kalla á óðaverðbólgu. Það gleymist að framlag launa- manna og hin vinnandi hönd skap- aði verðmætaaukningu í fram- leiðslu fyrirtækjanna. Hlutskipti gróðafíkla er aumkunarvert því „þegar öllu er á botninn hvolft þá er lífið umfram alt saltfiskur en ekki draumaríngl". (Salka Valka.) Höfundur er formaður Rafíðnaðarsambands íslands. Sérmerktar gjafavörur r Okeypis bæklingur www.postlistinn.is SÍmi 557 1960 islenski Póstlistinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.