Morgunblaðið - 27.10.2000, Page 19
Alnæmi er alvarlegasta heilbrigðisvandamál sem
Afríkubúar standa frammi fyrir. Staóreyndirnar um
þessar hljóðlátu hamfarir eru sláandi: 24 milljónir
manna eru sýktar, 12 mitljón börn hafa misst foreldra
sína og engin lækning er fyrir hendi.
Enn er hægt að skrá sig í sjálfboðaliðahóp
Rauða krossins i sima 570 4000
eða á www.redcross.is
En sjálfboðaliðar Rauða krossins í Afríku vinna krafta-
verk á hveijum degi, með heimahlynningu alnæmis-
sjúkra, umönnun munaðarlausra barna og öflugu
fræðslustarfi meðal almennings í borgum, bæjum og
þorpum. Reynslan sýnirað með markvissri fræðslu er
hægt að draga verulega úr smiti og bjarga fólki
þannig frá bráðum dauða.
Ef þú ert ekki heima við þegar sjálfboðaliðarnir koma í heimsókn, geturðu lagt átakinu lið
með þvi að leggja inn á reikning nr. 1151-26-12 (kt. 530269-2649) eða á www.redcross.is.
SÍMINN Einnig geturðu hringt i sima 907 2020 og færist þá 500 kr. framlag þitt á símareikninginn.
Við getum líka gert kraftaverk. Rauói kross íslands
gengst fyrir landssöfnun á morgun, 28. október, til
að berjast á móti þessum mikla vágesti. Þúsundir
sjálfboðaliða munu ganga í hús og safna fram-
lögum meðal landsmanna.
Við biðjum þig að taka vel á móti þeim.
Rauði kross íslands
www.redcross.is