Morgunblaðið - 27.10.2000, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 27.10.2000, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 39 Fullorðinsfræðsla í brennidepli - Grundtvig GRUNDTVIG er hátt skrifaður þáttur í menntaáætlun Evrópu- sambandsins árin 2000-2006, en hann fjallar um fullorðinsfræðslu og aðrar menntunarleiðir. Nafnið er fengið frá N.F.S. Grundtvig (1783-1872) sem var danskur guð- fræðingur og ljóðskáld. Hann lagði grunninn að fullorðinsfræðslu með verkinu „Skolen for livet“, þar sem hugmyndin um stofnun lýðháskóla var sett fram. Markmiðið núna er m.a. að efla Evrópuvitund í símenntun og end- urmenntun með evrópsku sam- starfí. Einnig að kynna nýjungar, auka gæði menntunar og auðvelda aðgengi fullorðinna að námi. Grundtvig-þáttur Sókratesar stefnir ennfremur að því að ná til sem flestra fullorðinna námsmanna í víðum skilningi en sérstök áhersla er lögð á: ► Fullorðna sem ekki hafa grunn- menntun og/eða starfskunnáttu. ► Fullorðna í dreifbýli og þá sem búa við kröpp kjör. ► Fullorðna einstaklinga með sérkennsluþarfir. ► Aðra hópa sem alla jafna taka ekki þátt í einhverskonar fullorð- insfræðslu eða símenntun. Styrkimir undir Grundtvig-nafn- inu eru ekki veittir til einstaklinga heldur stofnana og fyrirtækja sem sinna fullorðinsfræðslu; endur- menntunarstofnunum, samtökum, stéttarfélögum, bókasöfnum, öðr- um söfnum, sveitarfélögum ofl. Grundtvig er skipt í fjóra flokka: Grundtvig 1 er fyrir stofnanir og samtök sem sinna fullorðinsfræðslu og hafa hug á því að taka þátt í verkefni sem snýr að fullorðins- fræðslu í evrópsku samstarfi. Verk- efnin geta snúist um hágæða- kennsluefni eða að koma á fót námskeiðum fyrir fullorðna. Sam- starfið felur í sér þátttöku a.m.k. 3 stofnana frá þremur þátttökulönd- um. Grundtvig 2 er menntasamstarf sem styrkir smærri stofnanir til að vinna verkefni sem eru fremur smá í sniðum í samvinnu við aðrar sam- bærilegar stofnanir. Áhersla er lögð á að styrkja undirbúnings- heimsóknir milli samstarfsaðila í mismunandi löndum sem kunna að leiða til stærri verkefna. Leitast er við að gera stofnunum kleift að skipuleggja ráðstefnur og sýningar eða fjármagna heimsóknir í því skyni að miðla reynslu og aðferð- um. Heimsóknir eru stærri liður í þessum þætti en í öðrum Grundt- vig-þáttum. Grundtvig 3 veitir styrki til þátt- töku í eins til fjögurra vikna nám- skeiði í öðru landi. Námsferðir eru fyrir alla sem starfa við fullorðins- fræðslu. Grundtvig 4 er vettvangur fyrir hugmyndir um lykilatriði í full- orðinsfræðslu og dreifingu á niður- stöðum verkefna á Netinu. Styrkir eru veittir fyrir þemanet og verk- efnanet. Itarlegri upplýsingar um Grundtvig og dæmi um verkefni er að finna á slóðinni http://europa.eu.int/comm/ education/sokrates/adult/ home.html w K 0- v 1 1 Rosalegt dekkjatilboð />RCTIC TRUCKS Tölvur og tækni á Netinu /g/mbl.is Menntaáætlun 2000-2006 Með öðrum hluta Sókratesar, menntaáætlunar Evrópusambands- ins árin 2000-2006, verður lögð áhersla á sí- og endurmenntun, efl- ingu tungumálanáms og -kennslu, einnig á notkun nýrrar tækni og þar með talið opið nám og fjarnám. Evrópuvitund verður styrkt í menntun á öllum skólastigum. Einnig verður stefnt að því að virkja sem flestar stofnanir, samtök og fyrirtæki til dáða í menntamálum. Fjárveiting á þessu sjö ára tímabili er 1.850 milljónir evra. Sókrates-menntaáætlunin skipt- ist í átta þætti sem hér er raðað eftir því hversu miklu fé er veitt: ► Comeníus tengir leik-, grunn- og framhaldsskóla í Evrópu saman og markmiðið er að koma á gæða- starfi í skólum og tryggja Evrópuvitund í menntun. Comen- ius snýr að leik-, grunn- og fram- haldsskólastiginu og miðar að þátttöku allra þeirra er að skóla- menntun koma; stjórnenda, kenn- ara, nemenda, starfsmanna skóla, yfirvalda, foreldrasamtaka o.fl. ► Erasmus tengir háskóla og á að brjóta niður múra í æðri mennt- un. ► Grundtvig er um fullorðins- fræðslu og aðrar menntunarleið- ir. ► Lingua er um tungumálanám og tungumálakennslu. ► Minerva er um upplýsingatækni í menntamálum. ► Rannsóknir og nýjungar í menntakerfum og -stefnum. ► Sameiginilegar aðgerðir með öðr- um evrópskum áætlunum. ► Hliðaraðgerðir (Complementary measures). Ofangreindir þættir skiptast síð- an í undirflokka þar sem reynt er að ná til flestra sviða menntunar og allra skólastiga. Þar má nefna sam- starfsverkefni skóla fyrir nemendur annars vegar, stofnanir og skóla hins vegar, endurmenntun kennara, starfsþjálfun, námskeiðum komið á fót, námsgagnagerð, þjálfun fullorð- inna, opið nám og fjarnám. I öðrum hluta Sókratesar verða þátttökulönd alls 31, ESB-löndin 15 og Island, Liechtenstein og Noreg- ur auk Búlgaríu, Eistlands, Lett- lands, Litháen, Póllands, Rúmeníu, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklands og Ungverjalands. Loks munu Kýpur, Malta og Tyrkland bætast síðar við. • Umsóknarfrestir eru oft tví- skiptir, drög 1. nóv. og lokaumsókn 1. mars. Landsskrifstofa Sókrates- ar/Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins veitir nákvæmar upplýsingar um það, s. 525-4311. www.ask.hi.is. T.d. þurfa háskólakennarar að sækja um styrki til kennaraskipta til Alþjóða- skrifstofunnar. Einnig þurfa deildir háskóla að gera stofnanasamninga við evrópska háskóla fyrir 1. nóv. ár hvert.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.