Morgunblaðið - 29.10.2000, Page 8

Morgunblaðið - 29.10.2000, Page 8
8 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Svona vertu ekki að brynna músum þorskhausinn þinn, það er engin framtíð fyrir okkur á þessum krummaskuoum, góði. Minnkandi reykingar nemenda í Verzlunarskólanum 3,5% pilta og 6% stúlkna í 3. bekk reykja AÐEINS 3,5% pilta og 6% stúlkna í 3. bekk Verzlunarskóla íslands reykja, samkvæmt nýrri könnun sem skólalæknirinn hefur látið gera. Astandið hefur stöðugt verið að batna síðustu ár, en fyrir tæpum ára- tug reyktu 15% pilta og 20% stúlkna. Spurt hefur verið um reykingar í heilsufarskönnun meðal nemenda í 3. bekk á hverju hausti síðan 1988 og hefur því fengist betra yfirlit um ástandið en í mörgum öðrum fram- haldsskólum. Fjöldi stúlkna sem reykir hefur yfirleitt verið meiri en fjöldi pilta nema árið 1996 þegar 12,8% pilta reyktu en 11,2% stúlkna. Reykingar hafa ýmist aukist eða minnkað frá árinu 1988 en þá reyktu 3,2% pilta og 16,3% stúlkna eða 9,8% samanlagt. Árið 1991 reyktu 15,8% nemenda í 3. bekk og mestar urðu reykingarnar árið 1993 þegar alls reyktu 16,6% 3. nemenda 3. bekkjar. Á síðasta ári reyktu 7,8% nemenda 3. bekkjar og í haust var talan komin niður í 4,8%. Markvissri forvarna- stefnu þakkað Sveinn Magnússon skólalæknir segir að þessar ánægjulegu niður- stöður megi meðal annars þakka markvissri forvamastefnu Verzlun- arskólans, en reykingar eru óheimil- ar innan veggja skólans og á lóð hans. I reglum skólans segir m.a. um reykingar: „Reykingar eru litnar alvarlegum augum og ber að tilkynna skólayfir- völdum tafarlaust. Þeim sem verður uppvís að reykingum skal gert að hreinsa lóð hans. Á sama hátt skal tilkynna skólayfirvöldum um þann sem verður uppvís að munn- tóbaksnotkun. Endurtekin brot á banni við tóbaksnotkun varða brott- rekstri úr skóla.“ Reykingar nemenda í 3. bekk Verzlunarskóla íslands Könnun skólalæknis ad hausti Ný og skemmtilega hönnuö staeða frá Pioneer sem hverfur léttilega í landslagið heima hjá þér, festist hæglega á vegg og er kraftmikil prýði hvar sem er. -10 hljómflutnlngstæki • 2x50W RMS-útvarpsmagnari með 24 stöðva minni • Einn diskur • Aðskilinn bassi og diskant • Stafræn tenging • Tvískiptur hátalari (2 way) • Ðjúpbassi Siglingar skólaskipsins Drafnar Komast færri að en vilja Þór Ásgeirsson ÞESSARI viku hófst starfsemi skólaskips- ins Drafnar sem Haf- rannsóknastofnunin gerir út. Þór Ásgeirsson er verk- efnastjóri um borð í skip- inu en á því fara í ferðir nemendur 9. og 10. bekkja grunnskólans. Þór var spurður hvert væri markmið þessarar starf- semi? „Markmiðið með skóla- skipinu er að gefa öllum 9. og 10. bekkjar nemendum á landinu tækifæri tO að komast á sjó og kynnast líf- ríki sjávar og rannsóknum á því ásamt því að kynnast almennum störfum um borð.“ - Hvafí geta margir ver- iðíeirm? „Við tökum um fimmtán til sautján nemendur í hverja ferð og þeim fylgir venjulega kennari. Við förum yfirleitt tvær ferðir á dag.“ - Hvað lengi standa þessar sigl- ingaryfír? „Þetta hófst sem tilrauna- verkefni sem er styrkt af sjávar- útvegsráðuneytinu en er í umsjón Fiskifélags íslands, Hafrann- sóknastofnunar og sjávarútvegs- ráðuneytisins. Skipið er starfrækt sextíu daga á árí og er þessu til- raunaverkefni nýlega lokið, en þó hafa verið skipulagðar ferðh- fram að áramótum. Ekki er búið að skipuleggja starfið á næsta ári.“ - Verður skipiðgert útá þennan háttáfram? „Verkefnið hefur verið borgað alveg af sjávarútvegsráðuneytinu fram til þessa, en framhaldið ræðst af því hvort sveitarfélögin geti komið inn í starfið með fjár- magn. Undirtektir hafa verið já- kvæðar en ekkert hefur verið ákveðið ennþá.“ - En hvað með undirtektir nem- enda? „Nemendur hafa tekið þessum ferðum mjög vel og kennarar hafa einnig verið ánægðir með þetta starf og segja það skila eins miklu og heils árs nám í líffræði á grunn- skólastigi. Rösklega 4.000 nem- endur hafa hingað til siglt með Dröfn. Krakkarnir fá að kynnast skip- inu í hólf og gólf, fara í brúna og niður í vélarrúmið, síðan fá þeir að veiða og gera að aflanum og skoða líffræði fiska og annarra sjávarlíf- vera. Það koma krabbar, kross- fiskar og ígulker og fleira með í botntrollið sem jafnan er sett út í hverri ferð. Nemendur fá að taka aflann heim með sér og við kenn- um þeim einnig flökun og með- höndlun á sjávarafurðum." - Hafa krakkar nútímans mik- inn áhuga á veiðum og sjómennsku? „Það er greinilegt þegar þau koma um borð að fiskveiðar og sjómennska er ekki efst á vinsældalistan- um hjá þeim. En þegar komið er út á sjó og farið er að sýna veið- amar og þau fræðast um lífríkið þá kviknar áhuginn hjá mörgum þeirra. Þetta virðist vera svipað alls staðar á landinu, áhuginn virðist lítið meiri í sjávar- plássum í kringum landið.“ - Væri hægt að gera eitthvað til þess að örva frekar áhuga ungs fólks á sjómennsku og veiðum - sem eru jú undirstaða alls sem fram fer hérá þessu landi? „Ég held að verkefni af þessu tagi auki tvímælalaust áhuga ungs fólks á auðlindinni, á lífríki sjávar og sjómennsku. Jafnframt því hef- ur sjómannsstarfið breyst svo ► Þór Ásgeirsson fæddist í Reykjavík 6. apríl 1964. Hann lauk stúdentsprófi árið 1983 frá Menntaskólanuni í Kópavogi og prófi frá Kennaraháskóla íslands 1986. Hann lauk mastersprófi í kennslufræðum frá Boston Uni- versity 1990 og M.Sc.-prófi frá University of Massachusetts 1992 í sjávarvistfræði. Hann hef- ur starfað við kennslu við m.a- •Kópavogsskóla, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Menntaskólann í Reykjavík. Frá 1996 hefur hann starfað hjá Hafrannsóknastofn- un við fisklirfurannsóknir og gegnir nú stöðu aðstoðarfor- stöðumanns Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Þór er kvæntur Sigrúnu Þorkels- dóttur tónlistarmanni og eiga þau tvö börn. mikið á undanförnum árum að krakkar hafa ekki áttað sig á því. Þau hafa enn þá mynd að sjó- mannslíf sé allt mjög erfitt og fráhrindandi. Umhverfi og aðbún- aður ásamt tækni um borð hefur hins vegar batnað stórlega þannig að allt er orðið auðveldara. Þessi þáttur sjómannsstarfsins er því ekki erfiður lengur.“ -Hvað með öryggismál, takið þið þau fyrir? „Já, la-akkarnir fá fræðslu um öryggismál sjómanna en jafnframt er gætt fyllsta öryggis þeirra um borð þannig að þeim stafi ekki hætta af því sem gerist í ferðinni." - Hefur verið sóst eftir að kom- ast í þessar ferðir með skólaskip- inu Dröfn? „Já, eins og staðan er í dag eru margir skólar á biðlista með nem- endur sína eftfr að komast í ferð- ir.“ - Hvað kostar þetta starf? „Kostnaðui- við rekstur þéssa mun hafa verið nálægt ellefu milljónum króna á ári. Áhöfnin um borð er auk fiskifræðings eða líffræðings sjö manns. Líffræðingurinn talar um hafrannsóknir og gildi þeirra og veitir nemendum innsýn í störf fiskifræðinga og almenn rannsóknarstörf Hafrannsóknastofnunarinnar. Nemendurnir eiga að fá tilfinn- ingu fyrir sjómennsku og veiðum, rannsóknum og gildi þeirra." -Er fræðslan eingöngu verk- leg? „Nei, nemendum eru sýnd myndbönd af veiðarfærum og fiskrannsóknum. Síðan fá þau leið- sögn um siglingatæki og stundum fá þau að renna fyrir fisk með handfærarúllum. Þegar sérstakir sjóvinnuhópar grunnskólans eru með í ferð er lögð ríkari áhersla á siglingatæki og stjórnun skipsins. Nemendur fá tilfínningu fyrir sjó- mennsku og veiðum, rann- sóknum og gildi þeirra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.