Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Félag kvenna í atvinnurekstri Morgunblaðið/Ámi Sæberg Á fundi Félags kvenna í atvinnurekstri var rætt um vinnuskipulag og líðan kvenna í atvinnurekstri en talið er að heilsufar kvenna fari hrakandi. Konur komi sér upp skel Fundur greiningardeildar Kaupþings um tæknigeirann Mikill vöxtur fyrirsjá- anlegur á næstu árum Morgunblaðið/Ásdís F.v. Rósa Guðmundsdóttir, Kaupþingi, Kjartan P. Emilsson hjá OZ.com, Eyþór Arnalds, Gylfi Árnason og Örn Karlsson. FÉLAG kvenna í atvinnurekstri hélt í gærmorgun fund undir yfír- skriftinni Vinnuskipulag og líðan kvenna í atvinnurekstri. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, doktor í félags- fræði, hélt erindi á fundinum og lagði sérstaka áherslu á það sem hún kallar kulnun í starfi, en það er íslenska yfir enska hugtakið „bum-out“. Guðbjörg sagði að heilsufari kvenna, þegar það er mælt í meðal- ævilengd og fjarveru frá vinnu, fari hrakandi. Tvær skýringar væru að- allega á þessu. Önnur væri sú að heildarvinnutími kvenna, en undir hann fellur bæði vinna utan og inn- an heimilis, væri lengri en heildar- vinnutími karla. Konur skorti því almennt hvíld. Hin skýringin væri að vinnan væri konum oft þung- bærari en körlum, sér í lagi konum í ábyrgðarstöðum og þeim sem reka eigin fyrirtæki. Konur kulni því frekar en karlar. Ástæðan fyrir því að konur kulni frekar en karlar segir Guðbjörg vera þá að konur taki vinnuna meira inn á sig en karlar geri. Konur hafi áhyggjur af vinnunni bæði þegar þær eru í vinnunni og utan hennar, en karlar eigi auð- veldara með að skilja á milli vinnu og einkalífs og skilja vinnuna eftir á vinnustaðnum. Hún sagði að kon- ur þurfi, líkt og karlar, að búa sér til skel til að halda vinnunni fyrir utan einkalífið. Úr bjartsýni í depurð og þunglyndi Guðbjörg rakti það hvernig starfsmaður eða atvinnurekandi getur smám saman breyst úr því að vera áhugasamur og bjartsýnn yfir í að fyllast efasemdum um það sem hann er að gera. Hann geti orðið fyrir vonbrigðum með að ár- angurinn sé ekki sá sem vænst hafði verið og þá kunni uppgjöf að taka við, svo taki við sinnuleysi og lokastigið sé kulnun. Hún sagði einkenni kulnunar vera neikvæðni, líkamlega þreytu, þróttleysi, dep- urð, kvíða, síþreytu og þunglyndi. Guðbjörg sagði að samkvæmt er- lendum rannsóknum virtist andlegt og félagslegt álag vera að aukast og að stór hluti fólk þjáðist að streitu. Kulnun væri ein tegund streitu og allir gætu orðið fyrir henni, ekki síst þeir sem hafi mannaforráð og starfi einir. Þeir sem reki eigið fyrirtæki falli undir báðar þessar skilgreiningar, því sá sem rekur eigin fyrirtæki sé í raun að vissu leyti einn þó hann starfi með öðru fólki. Guðbjörg sagði að auk þess sem það að ná ekki þeim árangri sem til stæði í starfi geti orsakað kulnun geti fleira haft svipuð áhrif. Þar nefndi hún að óljóst starfssvið og árekstrar þess vegna geti verið starfsmönnum erfiðir. Þá geti slæm samskipti og starfsandi á vinnustað valdið kulnun, en einnig skortur á umbun eða viðbrögðum við því sem gert er. Hrós sé starfs- mönnum mikilvægt til að koma í veg fyrir kulnun. Af þessum ástæðum sagði hún að mikilvægt væri að markmið starfsins og skipulag væru vel skil- greind, en algengara væri að þessi mál væru í ólagi hjá fyrirtækjum hér á landi en erlendis. Þá sagði hún að mikilvægt væri að móta skýra starfsmannastefnu til að vinna gegn því að starfsmenn verði fyrir neikvæðum áhrifum kulnunar. Eftir erindi Guðbjargar spunn- ust nokkrar umræður um efnið, meðal annars skelina sem nefnd hafði verið. Ein fundarkvenna taldi að konur þyrftu fremur að læra að losa sig við skelina en koma sér upp þykkari skel, önnur varpaði fram þeirri spurningu hvort skelin væri ef til vill fölsk og sú þriðja sagði faglega skel mikilvæga. Á FUNDI greiningardeildar Kaup- þings í gær um tæknifyrirtæki kom fram að fyrirsjáanlegur er áfram- haldandi mikill vöxtur í greininni á næstu árum. Hugbúnaðariðnaðurinn velti um þrettán milljörðum í fyrra og við hugbúnaðargerð störfuðu um 2.200 manns og var velta á starfs- mann því um sex miHjónir króna. Hægari vöxtur í útflutningi Öm Karlsson, framkvæmdastjóri Span hf., sagði í erindi að útflutning- urinn hefði skilað um 1,1 til 1,2 millj- örðum árið 1996 en í fyrra námu út- flutningstekjurnar um 2,2 milljörðum króna. Hann tók þó fram að heldur hefði hægt á vextinum í útflutningi á síðustu árum og það mætti meðal annars skýra með því að tæknifyrir- tæki hér á landi hafi í auknum mæli stofnað dótturfélög og útibú erlendis. Umhverfi hafi hins vegar batnað verulega, hugbúnaðarfyrirtækin hafi nú meiri slagkraft vegna vaxtar á heimamarkaði, þá hefði mikil reynsla í smíði hugbúnaðar myndast hér á landi og gæðamál fyrirtækjanna stórbatnað. Aðgangur að fjármagni sé einnig betri en áður og markaður með hlutabréf í tæknifyrirtækjum hafi myndast, sprotafyrirtækjum bjóðist oft aðstaða í góðu umhverfi hjá stærri fyrirtækjunum þannig að þau hafi aðgang að allri innri bygg- ingu sem spari þeim mikið fé. Þá benti Öm á að samskipti við umheim- inn hafi batnað mjög mikið með til- komu Netsins og auk þess mætti nefna að hagnaður væri farinn að byggjast upp hjá fyrirtækjum í greininni. Mikill skortur á starfsfólki Að mati Amar felast mestu mögu- leikamir fyrir tæknifyrirtækin á þeim sviðum þar sem heimamarkað- ur er fyrir hendi, á þröngum sér- mörkuðum eða á sviðum þar sem rík- ir umframeftirspum eftir tiltekinni þekkingu. Öm sagði breytingar í þessum geira vera ákaflega örar og ný tækni sé sífellt að koma fram. Þetta skapi tækifæri og þá ekki síður fyrir minni fyrirtæki sem oft eru fljótari að bregðast við en hin stærri. Vandamálin í greininni væru einkum fólgin í því að mikill skortur á væri á fólki með menntun á þessu sviði, of fáir nemendur útskrifist á hverju ári þótt menn geti nú sótt sér tölvu- menntun á íleiri stöðum en áður. Þetta hafi meðal annars leitt til mikils launaskriðs og nú sé svo komið að laun í þessum geira séu hærri hér á landi en víða í kringum okkur. Þá sé það augljóslega vandamál hversu lágt launaðir kennarar séu því mikil- vægt sé að fá sem allra hæfasta menn til þess að kenna á tölvusviðinu. Þá þurfi að taka á skattamálum, s.s. skattlagningu dagpeninga, tvískött- unarsamningum og kaupréttarsamn- ingum en hámarksupphæðin sé allt of lág. I erindi Gylfa Amasonar, fram- kvæmdastjóra Opinna kerfa, kom fram að þróunina á tæknimarkaðin- um mætti nú gróflega fella í þrjá flokka. í fyrsta lagi væri að koma til ný þjónusta. Nýir tekjustraumar með þróun upplýsingatækninnar muni koma til sögunnar, s.s. á við- skiptasviðinu með rafrænum við- skiptum og innkaupum, í skemmtun- um og afþreyingu. Þá skapist um leið ný tækifæri til þess að auka skilvirkni í meðhöndlun upplýsinga. I annan stað sé Ijóst að sífellt fleiri tæki muni notast við tölvubúnað á komandi ár- um, í framtíðinni verði tölvukubbar í ótal mörgum tækjum og þar sé að fmna mjög mörg tækifæri fyrir tæknigeirann; fyrirsjáanleg sé mikil aukning í framleiðslu tækja sem nota tölvubúnað. í þriðja lagi megi svo nefna sjálfa innviðina þai’ sem kröfur um uppitíma, öryggi, álagsstjómun o.fl. muni aukast á komandi árum. Af öllu þessu megi ljóst vera að tækni- geirinn sé á fullri ferð og að vöxtur í greininni verði áfram mikill þó að hann verði ekki á nákvæmlega sömu sviðum og verið hefur til þessa. Gylfi benti á að vöxtur í sölu á PC-tölvum hafi heldur farið minnkandi og því sé raunar spáð að um samdrátt verði að ræða árið 2002. Vöxturinn í hugbún- aðgeiranum og með þráðlaus við- skipti á heimsvísu hafi verið um 15% á ári en um 8 til 10% í sölu á miðlurum og gagnageymslum. í heild megi því ætla að vöxturinn í tæknigeiranum í heild verði um 10% á ári á næstu ár- um og þessi grein hljóti því að vera álitlegur kostur fyrir fjárfesta en áhættumat væri vitaskuld nauðsyn- legt. Gylfi sagði markaðinn á íslandi að mörgu leyti sérstakan. Landsmenn ættu um 130.000 einkatölvur og um 150.000 GSM-síma og hér væri heimsmet í netvæðingu. Um 74% allra landsmanna hefðu aðgang að Netinu og hátt í 90% á aldrinum 16 til 24 ára. Þá væri það og jákvætt að áhrifa frá bæði Evrópu og Ameríku gætti hér. Ætla megi að nú starfi um 4.000 til 5.000 manns hér á landi í upplýsingatækni og veltan sé um 40 til 50 milljarðar króna á ári. Sé miðað við spár um vöxtinn í rafrænum við- skiptum á næstu fjórum árum í Evrópu sé ekki fjarri lagi að ætla að veltan í tæknigeiranum hér á landi gæti aukist um 50 til 100 milljarða á næstu fjórum árum. Hagnaður tæknifyrirtækjanna sé um 5-10% af veltu fyrir skatta. Vegna væntinga um vöxt í þessum geira á næstu árum hljóti fjárfestingar í honum að teljast vænlegar. Tækifærin séu næg og alls engrar stöðnunar gæti. Hins vegar sé ljóst að að sterkir aðilar í tæknigeir- anum muni sækja utan þegar heima- markaðurinn er orðinn of h'till fyrir þá. Fjarlægðin skiptir stöðugt minna máli í máli Eyþórs Arnalds, forstjóra Íslandssíma, kom fram að að fjar- lægðir séu ekki lengur afgerandi þáttur. Sem dæmi megi nefna að það sé ódýrara að flytja tvö megabæt frá New York til Lundúna en að flytja þau hér innanlands. Þá megi og nefna að millilan^asímtöl séu orðin ódýrari en GSM-símtöl. Fyrirsjáanlegar séu miklar og raunar tíðari breytingar á fjarskiptasviðinu en frelsi í viðskipt- um með fjarskipti sé þó forsenda framþróunar í greininni. í sögulegu samhengi megi einna helst líkja upp- lýsingabyltingunni við iðnbvltinguna. Og nú séu enn að koma fram fleiri tæknilausnir á fjarskiptasviðinu og markaðsvirði fyrirtækjanna hafi vax- ið. Ný svið séu að koma inn á fjar- skiptasviðið, þ.e. menn taki að nota gamla hluti á nýjan hátt. Sem dæmi megi nefna aukin umsvif með afþrey- ingu hvers konar, tónhát, myndbönd, leiki o.s.fW. Þá megi nefna fjármál einstaklinga, viðskipti með hlutabréf og verslun en allt muni þetta verða hluti af fjarskiptamarkaðinum og eins starfsemi fyrirtækja, s.s. birgða- hald, öryggismál, innra net o.s.frv. i BÍLSKÚRS H U R Ð I R Raynor iðnaðar- og bílskúrshurðirnar hafa þegar sannað notagildi sitt við íslenskar aðstæður. Fleka- rúllu- og hliðaropnandi hurðir. Opnunarbúnaður fyrir bæði bílskúrs- og iðnaðarhurðir. Yfir 4000 hurðir þegar uppsettar hér á landi. • Sími 567 6620 • ...........Kil,-.,' .....
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.