Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ 26 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 ERLENT Israelar gera loftárásir á byggingar Fatah Jerúsalem, Gaza. Reuters, AP. Palestínumaður heldur á mynd af Yasser Arafat í byggingu Fatah í bænum Nablus á Vesturbakkanum eftir að ísraelskar herþyrlur skutu flugskeytum á hana í fyrrakvöld. YASSER Ai-afat, leiðtogi Palestínu- manna, hét því í gær að halda áfram baráttu sinni fyrir sjálfstæðu Palest- ínuríki eftir að ísraelskar herþyrlur skutu flugskeytum á þrjár af bygg- ingum hreyfingar hans, Fatah, seint í fyrrakvöld. Ekkert manntjón varð og óverulegar skemmdir urðu á byggingunum en ísraelsher sagði að loftárásirnar væru liður í nýrri bar- áttuaðferð gegn skæruhernaði Pal- estínumanna. Talsmaður hersins sagði að árás- irnar hefðu verið gerðar til að hefna drápa á þremur ísraelum síðustu fjóra daga, meðal annars á ísraelsk- um öryggisverði sem var skotinn til bana í Austur-Jerúsalem nokkrum klukkustundum fyrir loftárásirnar. Hann bætti við að þær væru einnig liður í nýrri baráttuaðferð sem fælist í því að gera „nákvæmar loftárásir" á skotmörk sem tengdust skæruhern- aði Palestínumanna. „Við vitum hverjir árásarmennirn- ir eru. Við vitum um bækistöðvar þeirra sem sendu þá. Og við segjum við þá: varið ykkur,“ sagði ísraelski ofurstinn Raanan Gissin. Saka Fatah um skotárásir Flugskeytum var skotið á bygg- ingar Fatah í Nablus og Ramallah á Vesturbakkanum og höfuðstöðvar öryggissveita hreyfingarinnar á Gazasvæðinu. Ephraim Sneh, að- stoðarvarnarmálaráðherra Israels, lýsti árásunum sem „viðvörun" og sagði að ísraelar myndu ekki láta það viðgangast að Palestínumenn héldu uppi skæruhemaði á Vestur- bakkanum og Gazasvæðinu líkt og Hizbollah-skæraliðar í Líbanon áður en ísraelar fluttu hersveitir sínar frá suðurhluta landsins í maí eftir 22 ára hemám. ísraelar saka Fatah um að hafa staðið íýrir skotárásum á varðstöðv- ar ísraelskra hermanna og byggðir gyðinga á Vesturbakkanum. Palest- ínumenn segja þær aðeins svar við óhóflegri valdbeitingu ísraela. ísraelsher sagði að Palestínu- menn hefðu haldið áfram skotárás- um á varðstöðvar nálægt Nablus, Jeríkó og Tulkarm og byggð gyðinga nálægt Ramallah í fyiTinótt. ísraelskur öryggisvörður var skotinn til bana í Austur-Jerúsalem í fyrradag og lögreglan sagði að Pal- estínumaður hefði verið að verki. Lík tveggja Israela, sem höfðu verið vegnir, fundust einnig á Vesturbakk- anum um helgina. Alls hafa a.m.k. 152, þar af ellefu Israelar, beðið bana í átökunum sem hófust fyrir rúmum mánuði. Arafat lætur engan bilbug á sér finna Leiðtogar Palestínumanna gagn- rýndu ^Ehud Barak, forsætisráð- hema ísraels, harðlega eftir flug- skeytaárásirnar. ,Árásirnar á þjóð okkar hafa magnast í samræmi við stefnu Baraks," sagði Tayeb Abdel- Rahims, einn af helstu ráðgjöfum Arafats. „Þessi ögran verður aðeins til að auka staðfestu okkar í barátt- unni við þessa árásarmenn." Arafat lét engan bilbug á sér finna þegar hann skoðaði byggingu örygg- issveita Fatah á Gazasvæðinu og benti á sprengju sem lenti á stól yfir- manns þeirra án þess að springa. ,Allt þetta bærir ekki eitt einasta augnhár barns sem heldur á palest- ínsku grjóti til að verja hina helgu Jerúsalem, höfuðborg Palestínurík- is,“ sagði hann. „Og hver sá sem þykkist við skal fá að drekka sjó Gaza.“ Reuters Schröder í Jerúsalem GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, teygir sig hér að hand- fanginu sem stýrir eldsneytisflæð- inu að hinum eilífa eldi sem logar í helfararminnismerkinu Yad Vash- em í Jerúsalem, en kanzlarinn er nú á ferðalagi um Miðausturlönd og átti viðræður við ísraelska ráða- menn í gær. Schröder hugðist skerpa á eldin- um en ekki vildi betur til en svo að hann sneri handfanginu í ranga átt og loginn slokknaði. Israelskur starfsmaður þurfti að nota kveikj- ara til að kveikja hinn eilífa eld á ný og athöfnin hélt áfram samkvæmt áætlun. Meintir barna- níðingar teknir LÖGREGLAN í Kaupmanna- höfn hafði ekki erindi sem erfiði þegar hún í gær reyndi að fá 61 árs gamlan mann, sem var handtekinn vegna gruns um að hafa gerzt sekur um kynferðis- lega misnotkun á börnum, dæmdan í gæzluvarðhald. Mað- urinn var handtekinn eftir að rannsóknarblaðamennskuþátt- ur um lögleg samtök dansks áhugafólks um barnaklám, „Pædofílgrappen1^ var sýndur á sjónvarpsstöðinni TV2 í fyrrakvöld, en í honum talar hann fyrir falinni myndavél um kynferðislegt samneyti sitt við drengi undir 15 ára aldri. Hann var látinn laus eftir að dómari úrskurðaði að forsendur væra ekki nægar til að fallast á gæzluvarðhaldsbeiðnina, að því er segir í netútgáfu Politiken. Hinn 19. október handtók lögreglan í Lyngby mann, sem fram kemur í þættinum, fyrir að hafa barnaklám í fórum sín- um. Hann var líka látinn laus. Farið fram á bann Nokkrir danskir þingmenn, þar á meðal Peter Skaarup úr Danska þjóðarflokknum, hvöttu strax að lokinni útsend- ingu þáttarins til þess að „Pædofilgi-uppen“ skyldi bönn- uð, en dómsmálaráðherrann Frank Jensen tók ekki undir slíkt. Hann fól hins vegar lög- reglustjóranum í Kaupmanna- höfn, Hanne Bech Hansen, að hefja rannsókn á umræddum samtökum og á öllu athæfi meintra barnaníðinga í landinu. Frakkar sakaðir um eiginhagsmunapot 1 lokalotu ríkjaráðstefnu ESB Smærri aðildarríkin fylkja liði gegn hinum stærri Frakkar, sem gegna formennsku í ESB út árið, sæta nú gagnrýni fyrir verkstjórn sína á ríkjaráðstefnunni um breytingar þær, sem gera þarf á ESB fyrir stækkun þess. Auðunn Arnórsson skoðaði hvar vígiínan liggur. VÍGLÍNAN í deUu aðildarríkja Evrópusambands- ins (ESB) um endurskoðunina á stofnanakerfi þess og fyrirkomulagi ákvarðanatöku, sem hin væntan- lega fjölgun aðildarríkja útheimtir, er skýrari nú en nokkra sinni áður, eftir því sem fullyrt er í þýzka blaðinu Die Welt. Þegar aðeins sex vikur eru til leið- togafundarins í Nice, þai- sem til stendur að ganga frá samkomulagi um hinar fyrirhuguðu breytingar, era smærri aðildarríkin tíu að stUla saman strengi sína í slagnum við stóra ríkin fimm um það hvers konar breytingar verði gerðar á framkvæmda- stjóminni og ráðherraráðinu. Á óformlega leiðtogafundinum í BiaiTÍtz fyrir rúmum hálfum mánuði skýrðust h'nur í deilunni þannig, að stóra ríkin fimm - Frakkland, Þýzka- land, Bretland, Ítalía og Spánn - vilja minnka fram- kvæmdastjómina sjálfa, þannig að eftir fjölgun að- ildarríkja muni ekki lengur hvert þeirra hafa alltaf a.m.k. einn fulltrúa í henni. Þessi tillaga, sem Ger- hard Schröder, kanzlari Þýzkalands, bar fram, fór „mjög íyrir brjóstið á minni ríkjunum", eftir því sem haft er eftir Kimmo Sasi, Evrópumálaráðherra Finnlands. Smærri ríkin era öll á einu máli um að það komi ekki til greina að sætta sig við annað en að hafa áfram eigin fulltrúa í framkvæmdastjórninni. Fram að þessu hafa þau haft einn fulltrúa í henni en stærri ríldn tvo hvert. Hætta talin á hraðsoðinni málamiðlun Fyrir lok þessarar viku hyggst franska stjómin, sem gegnir formennsku í ESB þetta misserið, leggja fram fyrstu drög að niðurstöðu ríkjaráð- stefnunnar um breytingar á stofnanalegri upp- byggingu sambandsins. Frakkamir ætla hins vegar að fresta því að leggja nokkuð fram um helztu deilu- málin sem eftir er að útkljá, þ.e. hvemig fram- kvæmdastjórnin skuli skipuð og hvemig atkvæða- vægi aðildarríkjanna í ráðherraráðinu verður endurskoðað. Stjómarerindrekar annaiTa ríkja en Frakklands era ekki sáttir við þetta, eftir því sem fram kemur í nýjasta hefti vikuritsins European Voice, sem gefið er út í Brassel. Þar sem svo lítill tími sé til stefnu til að finna lendingu í báðum þessum deilumálum sé með þessu stóraukin hætta á að niðurstaðan í Nice verði hraðsoðin málamiðlun, svipað og gerðist á leiðtogafundinum í Amsterdam 1997, þegar síðustu ríkjaráðstefnu lauk formlega. Einkum eru það erindrekar smærri ríkjanna sem gagnrýna vinnubrögð frönsku fonnennskunnar. Þá grunar að Frökkum gangi það til með þessu að ætla að þrýsta smærri ríkjunum til að sætta sig við lausn, sem felur í sér minnkuð áhrif þeirra. „Það er greinilegt að þeir era að þrýsta á smærri ríkin. Ef þeir viðurkenndu núna að lendingin í framkvæmda- stjómarmálinu gæti orðið sú að hvert ríki héldi ein- um fulltrúa, þá gætu þeir ekki þvingað þau til að gefa eftir hvað varðar uppstokkun atkvæðavægis- ins í ráðherraráðinu,“ hefur European Voice eftir einum erindrekanum. Þó hefur aðalsamningamaður Þjóðverja á ríkja- ráðstefnunni, Giinter Pleuger, sagzt gera ráð fyrir að lendingin í Nice verði sú, að hvert aðildarríki haldi einum fulltrúa í framkvæmdastjóminni. Inn- an hennar verði hins vegar greinileg goggunarröð, sem ekki hefur verið fram að þessu. Aðrir telja sig sjá í þessu spili Frakka tilraun til að hafa sitt í gegn í deilunni við Þjóðverja um endurvigtun atkvæða í ráðherraráðinu. Þjóðverjar sælga það fast að við endurskoðun atkvæðavægis- ins verði í ríkari mæli tekið tillit til fjölda íbúa að baki hverju atkvæði. Prodi tekur undir málstað smærri ríkjanna Að minnsta kosti út á við hefur franska stjórnin ekki viljað sýna neinn vilja til að láta undan neinum kröfum smærri ríkjanna. Hubert Vedrine utanrík- isráðherra hefur sagt að sambandið haldi þá aðeins skilvirkni sinni ef stærð framkvæmdastjómarinnar verður takmörkuð. Að baki þessu telja minni ríkin að liggi tilraun til að minnka vægi framkvæmda- stjómarinnar í stofnanakerfi ESB og þar með áhrif minni ríkjanna, sem þyrftu þá í ríkari mæli að selja sig undir ákvarðanir sem teknar væru í ráðherra- ráðinu með atkvæðum stærri ríkjanna. Smærri ríkin hafa lengi álitið hina yfirþjóðlegu Romano Prodi, forseti framkvæmdastjdrnar ESB, á blaðamannafundi í Brussel í gær, þar sem hann lýsti því áliti sínu að sum aðildar- ríkin drægju lappirnar í ríkjaráðstefnu-við- ræðunum um stofnanabreytingar ESB. framkvæmdastjórn sem virkan gæzluaðila hags- muna sinna í hagsmunapóker aðildaníkjanna. Meðal sáttmálabundinna hlutverka fram- kvæmdastjómaiánnar er að gæta hagsmuna heild- arinnar og sem slík hefur hún oft þurft að beita sér gegn yfirgangstilraunum stóra aðildaníkjanna í einstaka málum. Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnarinn- ar, kom enda málstað smærri ríkjanna til hjálpar á blaðamannafundi í Brussel í gær, þar sem hann lýsti eindregnum stuðningi sínum við að hvert að- ildamki héldi einum fulltrúa í framkvæmdastjóm- inni, þótt þeim fjölgaði. „Framkvæmdastjórnin styður heils hugar að hvert aðildamTd hafi einn full- trúa í henni;“ aðeins með þvi móti yrði tryggt, að raddir jafnvel minnstu aðildaiTÍkja heyrðust á vett- vangi ákvarðanatökunnar. Þetta útheimti hins veg- ar aðrar breytingar, í því skyni að viðhalda skil- virkni stofnunarinnar. Þar á meðal kalli þetta á að valdsvið forseta framkvæmdastjórnarinnar verði aukið. Prodi ítrekaði fyrri áskoranir til fulltrúa aðildar- ríkjanna um að virða áfram það kerfi valdajafnvæg- is milli hinna yfirþjóðlegu stofnana sambandsins, sem koma að mótun ákvarðana - framkvæmda- stjómarinnar og Evrópuþingsins - og ráðherra- og leiðtogaráðsins hins vegar, þar sem hefðbundin milliríkjasamskipti era ráðandi. „Við munum ekki sætta okkur við útvötnun valds og ábyrgðar [hinna yfirþjóðlegu stofnana],“ sagði Prodi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.