Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 31 LISTIR Nína Margrét flyt ur öllpíanóverk Páls Isólfssonar Morgunblaðið/ Kristinn Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari. NÍNA Margrét Gn'msdóttir píanó- leikari leikur öll píanóverk dr. Páls Isólfssonar á tónleikum í Salnum í Kópavogi í kvöld en þau hafa hvorki verið hljóðrituð né flutt áður í heild sinni. Tónleikarnir eru í Tíbrá, tón- leikaröð Kópavogsbæjar, og hefjast þeirkl. 20.00. Að sögn Nínu Margrétar er hér um að ræða tuttugu frumsamin verk fyrir píanó sem flest eru samin undir áhrifum rómantíkur seinni- hluta 19. aldar auk nokkuira styttri verka í anda J.S. Bachs. Hún segir að í heild sinni séu þessar tónsmíðar eitt mikilvægasta framlag íslensks tónskálds til tónlistarsögunnar og þar skipti mestu sameining fag- legra vinnubragða af hæsta gæða- flokki og gegnheilla tónhugmynda. Viðþaðað vera óspilandi Píanóleikai'amir Örn Magnús- son, Rögnvaldur Sigurjónsson og Jórunn Viðar hafa hvert um sig frumflutt og hljóðritað hluta verk- anna en þetta er sem fyrr sagði í fyrsta skipti sem verkin eru flutt i heild. Þá hljóðritaði Nína Margrét öll verkin í Svíþjóð fyrr á þessu ári fyrir hljómplötufyrirtækið BIS og koma þau út á geisladiski á næsta ári. Nína Margrét segir að verkin Þrjú píanóstykki og Glettur hafí verið mjög mikið spiluð en annars hafi píanóverk Páls Isólfssonar ekki farið hátt. „Þau voru í rauninni nán- ast einu píanóverk Páls sem voru þekkt í mjög mörg ár,“ segii' hún. Síðust á efnisskrá tónleikanna^ eru Tilbrigði um sönglag eftir ísólf Pálsson. „Tilbrigðin eru einstök í ís- lenskri tónlistarsögu, þau era þau einu sinnar tegundar og í rauninni er þetta í eina skiptið sem íslenskt tónskáld hefur reynt að ski-ifa svona virtúósaverk í nítjándu aldai' stíl. Þau voru tileinkuð Rögnvaldi Sigurjónssyni og frumflutt og út- gefin 1974. Rögnvaldur hljóðritaði þau bæði fyrir Ríkisútvarpið og geisladisk en þau hafa ekki mér vit- andi verið leikin opinberlega síðan. Píanistai' hafa vitað af þeim og skoðað þau en þau hafa ekki verið flutt. Þau eru feikilega erfið,“ segir Nína Margrét. „Ég hef spilað þau svolítið erlendis og fólki ber saman um að þau séu eins og mörg af erfið- ustu tilbrigðum Mendelssohns og Schumanns flækt saman. Þannig að þau eru við það að vera óspilandi en ég ætla nú samt að reyna það,“ heldur hún áfram. Standast fylliiega samanburð Undanfai-in þrjú ár hefur Nína Margrét unnið að doktorsritgerð um píanóverk Páls ísólfssonar við City University of New York. í rit- gerðinni kveðst hún m.a. skoða hvaðan hann hefm' fengið stílhug- myndir. „Ég hef komist að því að Páll hefur verið mjög vel kunnugur tónlist seinnihluta 19. aldar sem samin var fyrir píanó og hans verk standast fyllilega samanburð. Hann hefur stúderað þetta mjög mikið en síðan valið sína eigin leið. Hann hef- ur haldið forminu en þar sem hann var alveg frábært tónskáld þá tókst honum að setja sinn eigin karakter á form sem frægari tónskáld hafa notað. Þetta eru mjög frambærileg verk, liggja yfirleitt frekar vel fyrir píanó og eru mjög krefjandi," segir hún. Nýjar bækur • Ut er komin skáldsagan Ramses - Eyðimerkurskufrg-ar eftir Frakk- ann Christian Jacq. Þetta er þriðja bókin sem kemur út á íslensku í bókaflokknum um Ramses II., sem var faraó Egypta fyrir rúmum þrjú þúsund árum, og sjálfstætt framhald hinna tveggja. I fréttatilkynningu segir: „Bæk- urnar hafa verið þýddar á yflr þijá- tíu tungumál og notið mikilla vin- sælda víða um heim en höfundur þeirra er sérfróður um menningu, sögu og lífshætti Egypta til forna. Eyðimerkurskuggar fjallar um valdabaráttu, svik, ástríður og sigra fyrir botni Miðjai'ðarhafs rúmum þúsund árum fyrir Krists burð. Hag- sæld ríkii' í Egyptalandi en ekki er allt sem sýnist. Ögn steðjar að rík- inu, því hinir herskáu Hittítar hafa komið sér upp njósnaneti við Níl og virðast jafnvel nánustu vinir og ætt- ingjar Ramsesar flæktir í það. Og meðal þegna faraós krauma öfund og valdagræðgi. - Lýsingar höfund- ar eru lifandi og trúverðugar og atburðarásin hröð og spennandi. Bækurnar um Ramses II. eru heill- andi skáldverk, þrungin dulúð hins foraa Egyptalands." Þýðandi bókarinnar er Helgi Már Barðason. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin varprentuðí Odda hf. og er 334 bls. að lengd. Björn Hermann Jónsson hannaði bókarkápu. Leið- beinandi verð er 3.990 krónur. Hvers vegna a5 borga hœrra verð fyrir sömu vöru ? raugnovers/^ Gj. _ . _ _ .. Æm mm.syj.MUn Þar sem Glœsibac «S Hafnarfirði 9®®Q9lCra.U9U 588-5970 565-5970 KOSta mmnQ Ath! Tilboö þetta stendur meöan birgöir endast! Utsölustaðir: Verslunin Esar, Húsavík Verslunin Selið, Mývatni Verslunin Lækurinn, Neskaupstað Samkaup Hafnarfirði Samkaup Keflavfk Samkaup (safirði Kaupfélag Vopnfirðinsa Kaupfélag Skagfirðinga Kaupfélag Steingrímsfjarðar Llrval, Hrísalundi, Akureyri Fríhöfnin Leifsstöð Kaupfélag A-Húnvetninga, Blönduósi Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga Verslunin Perla, Akranesi Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum Kaupfélag Héraðsbúa, Fáskrúðsfirði Lífstykkjabúðin, Laugavegi Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi KÁ verslanir: Selfossi Hcllu Hvolsvelli | Höfn Hornafirði Nýkaup Seitjarnarnesi Nýkaup Garðabæ Bónus Holtagörðum Bónus Skútuvogi Bónus Seltjarnarnesi Bónus Grafarvogi Bónus Tindaseli Bónus Faxafeni Bónus ísafirði Bónus Hafnarfirði Bónus Iðufelli Bónus Smiðjuvegi Bónus Eddufelll | Bónus Laugavegi Hagkaup Kringlunni Hagkaup Skcifunni Nettó, Mjóddinni, Reykjavrk Versl. Dalakjör, Búðardal Versl. Melabúðln, Hagamel, Reykjavík Versl. Hliðarkaup, Sauðárkróki Versl. ísold, Sauðárkróki Versl. Plús markaður, Hátúni 10b, Reykjavfk Versl. Eskikjör, Eskifirði Versl. Fatabúðin, Silfurtorgi, fsafirði I Versl. Grund, Flúðum Hagræði Lyf og Heilsa, HveragerðiVersl. Mettubúð, Bíldudal Versl. Skagaver, Akranesi Apótekið Siglufirði Versl. Þín Verslun, Seljabraut, Reykjavík Versl. Grundaval, Akranesi Versl. Búrfell, Húsavik Versl. Fjarðarkaup, Hafnarflrði Versl. Nóatún, Kefiavík Versl. Nóatún, Furugrund 3, Kópavogi Versl. Nóatún, Háaleitisbraut 6B—70, Austurveri, Rvk. Versl. Nóatún, Hringbr. 119, Rvk. Versl. Nóatún, Hamraborg 14, Kópavogi Versl. Nóatún, Nóatúni 17, Rvk. Versl. Nóatún, Pverholti 6, Mosfellsbæ Versl. Nóatún, Rofabæ 39, Rvk. Versl. Nóatún, Kleifarseli 18, Rvk. Versl. Nóatún, Hólmgarði, Rvk. Versl. 66, Vestmannaeyjum Versl. Palóma, Grindavík Versl. Sparkaup, Reyðarfirði Verslun Bjama Eiríks, Bolungarvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.