Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 37 fltasmiMtitoifr STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÚRELT KERFI FÉLAGSLEGRA ÍBÚÐA FÉLAGSLEGA húsnæðiskerfið í skilningi laga um Húsnæðis- stofnun ríkisins var lagt niður hinn 1. janúar á síðastliðnu ári, 1999. í gildi komu ný lög um húsnæðismál og samkvæmt þeim var settur á stofn sérstakur sjóður, sem lána skyldi lág- tekjufólki 90% af andvirði íbúðar á al- mennum fasteignamarkaði. Sveitar- félögin héldu hins vegar áfram að leysa til sín félagslegu íbúðirnar sam- kvæmt eldri lögunum eins og áður og þeim var ýmist breytt í félagslegar leiguíbúðir eða seldar á frjálsum fast- eignamarkaði. Ef hagnaður varð af sölunni runnu tekjurnar til varasjóðs viðbótarlána, sem er í vörzlu Ibúða- lánasjóðs, en hann er í eigu og á ábyrgð sveitarfélaga. Hlutverk sjóðs- ins er að greiða niður mismun á láni byggingasjóðs verkamanna og 90% af söluverði íbúðar á almennum mark- aði. Yfirleitt er þessi mismunur já- kvæður í þéttbýlinu, en í strjálbýlinu hefur hann oft verið neikvæður. Með hækkuðu fasteignaverði á höf- uðborgarsvæðinu undanfarin misseri hefur mismunur á verði félagslegu íbúðanna og þeirra, sem verið hafa á hinum almenna markaði, aukizt stór- um, en að auki hefur dregið úr niður- greiddum vöxtum félagslega kerfis- ins, greidd eru sömu fasteignagjöld o.s.frv. Telja því margir, að hið opin- bera sé að hafa fjármuni af íbúðareig- endum og að um hreina eignaupptöku sé að ræða. Dæmi eru um, að félags- leg íbúð í Reykjavík, sem borgin leys- ir til sín á 6 milljónir króna, gæti selzt á 9 milljónir ef íbúðin væri föl á frjáls- um markaði. I lögunum segir einnig, að sveitarfélög hafi kaupskyldu í 10 ár á íbúð frá undirskrift kaupsamnings, en forkaupsrétt í allt að 30 ár. Reykja- víkurborg hefur ákveðið að beita forkaupsréttarákvæðinu í 25 ár en Hafnarfjarðarbær hefur alfarið fallið frá forkaupsrétti og kaupskyldu, nema eigendur íbúðar óski sérstak- lega eftir því, að þessum ákvæðum sé beitt samkvæmt lögunum. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa látið í ljós, að þau líti svo á, að kaup- skylda sé andstæð lögum og jafnræði, en hins vegar hefur félagsmálaráðu- neytið sagt, að Hafnarfjarðarbæ sé ekki heimilt að falla frá gildandi kaup- skylduákvæði við sölu félagslegra eigna, þar sem það sé í andstöðu við lögin um húsnæðismál og löggjafar- vilja. Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sem hefur tekið forystu um að knýja fram leiðréttingar á því ranglæti, sem í þessu kerfi felst, hefur sagt að gamla húðsnæðiskerfið væri í raun löngu búið að ganga sér til húð- ar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins hafa lagt fram tillögu í boi'gar- stjórn Reykjavíkur, þar sem lagt er til að borgin falli frá forkaupsrétti að öllum félagslegum eignaríbúðum í Reykjavík, sem ekki lúta ákvæðum kaupskyldu. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Jóna Gróa Sigurðardóttir borg- arfulltrúi m.a.: „Við teljum, að þetta sé réttlætismál. Það er búið að breyta lögunum frá því, sem áður var. Það voru rúmlega 4000 íbúðir í kerfinu og menn gátu skipt um íbúðir innan kerf- isins á sömu kjörum og þar giltu, en þegar kerfinu var lokað var girt fyrir þetta. Fólk var alveg bundið í sinni íbúð nema það vildi láta innleysa hana en innlausnarverðið er mikið lægra en markaðsverð.“ Það hefur verið óánægjuefni íbúa í félagslegum íbúðum áratugum sam- an, hvað erfitt hefur verið að komast út úr þessu kerfi og hvað framlag íbúanna til þess að halda íbúðunum við og endurbæta þær hefur verið lít- ils metið. Jafnframt hefur þessu fólki fundizt „kerfið“ sýna sér lítilsvirð- ingu í almennum samskiptum. Nú eru allar forsendur gjörbreytt- ar frá því, sem áður var. Þess vegna er nú tilefni til að brjóta þetta kerfi upp. Þess vegna er ástæða til að hvetja borgarstjórn Reykjavíkur til þess að samþykkja tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Jafnframt er meiri ástæða til þess fyrir félagsmála- ráðuneytið að taka höndum saman við aðra um að finna leiðir út úr þessu kerfi en lögsækja Hafnarfjarðarbæ. Það er hægt að breyta lögum, sem hafa verið sett. Oll rök hníga til þess, að sanngjarnara sé að breyta lögun- um en hefja málsókn á hendur þeim, sem reyna að knýja fram umbætur, sem augljós rök eru fyrir. EINKAREKSTUR SJÚKRAHÚSA HEILBRIGÐISRÁÐHERRA, yfirlýsingu, enda væri það út í hött. Ingibjörg Pálmadóttir, skýrði IJmsókn um einkarekstur á sjúkra- frá því á Alþingi í fýrradag, að ekki hefði verið mörkúð stefna um einka- væðingu sjúkrahúsa. „Hvað sjúkra- húsin varðar þá er engin einkavæð- ing í bígerð,“ sagði ráðherrann, sem var að svara fyrirspurn frá Bryndísi Hlöðversdóttur, sem vildi fá svör við því, hvort starfsleyfi yrði veitt fyrir einkareknu sjúkrahúsi. Bryndís túlkaði svör ráðherrans þannig: „Ég lít svo á, að hæstvirtur ráð- herra hafi verið að lýsa því yfir hér, að það væri ólíklegt, að hún myndi gefa út starfsleyfi fyrir einkarekið sjúkrahús.“ Heilbrigðisráðherra gaf enga slíka húsi hefur ekki komið fram ennþá og þess vegna ekki hægt að segja til um, hvernig slík umsókn hljóðaði og á hvaða forsendum hún byggðist. Umsókn hlýtur að fá efnislega með- ferð komi til hennar. Væntanlega er Bryndís Hlöðversdóttir ekki að gera kröfu til að hugsanleg umsókn verði afgreidd að pólitískum geðþótta og án þess, að efnisleg rök séu skoðuð? Valfrelsi og samkeppni er nauð- synleg í heilbrigðisþjónustu sem öðrum atvinnugreinum. Ef umsókn um rekstur einkarekins sjúkrahúss berst verða ríkisstjórnin og heil- brigðisráðherrann að sjálfsögðu að meta hana á faglegum grunni. Erindi Davíðs Oddssonar á hádegisfundi á vegum Sagnfræðingafélags íslands Samtöl stj órnmála- manna hafa meira gildi en gögn Davíð Oddsson forsætisráðherra hélt í gær erindi á fundi Sagnfræðingafélags Islands undir yfírskriftinni „Hvað er stjórnmálasagau. Þar fjallaði hann meðal annars um hvernig nýju upplýsingalögin leiða til þess að minna er skrifað manna á milli en áður og þar af leiðandi minna til af heimildum fyrir sagnfræðinga fram- tíðarinnar. Birna Anna Björnsdóttir sat fundinn. Morgunblaðið/Kristinn Davíð Oddsson í ræðustól í Norræna húsinu í gær. HVAÐ er stjórnmála- saga“, er yfirskrift er- indis sem Davíð Odds- son forsætisráðherra hélt í gær í Norræna húsinu á há- degisfundi í fundaröð Sagnfræð- ingafélags íslands um stjórnmála- sögu. I upphafi máls síns sagði Davíð að minni okkar flestra væri ósjálf- rátt hallandi okkur til heilla. Þá sagði hann sögu af því að fyrir stuttu hafi hann átt spjall við góð- an kunningja. Barst talið að löngu liðnum atburðum og fannst honum hann muna allvel rás viðburða og einkum það sem gerðist bak við tjöldin. Síðar sama dag hefði hann kannað hvað dagbók hans hafði að segja um þetta mál. „Sem betur fer hafði ég skráð daginn mjög vel þó margar stað- reyndavillur kæmu í ljós. En sér- staklega tók ég eftir því að ég hafði gert minn hlut bæði veglegri og göfugri í samtalinu en efni stóðu til samkvæmt dagbókar- færslunni," sagði Davíð og bætti því við að nokkuð víst væri að hann hefði ekki hallað á sjálfan sig í dagbókinni. Hann sagðist hafa leiðrétt þetta við kunningja sinn og nefnt í leiðinni að samkvæmt dagbókarfærslunni hefði kunn- ingjanum einnig tekist, væntan- lega óafvitandi, að auka sinn hlut verulega. „Þrátt fyrir slíka annmarka eru beinii- vitnisburðir afskaplega áríðandi fyrir sögulegar niður- stöður. Dagbækur eru samkvæmt þessu betri en síðari tíma frásagn- ir þótt þær kunni að vera litaðar af sjónarmiðum skrifarans," sagði Davíð. Hann nefndi ævisögur stjórn- málamanna og sagði að í þeim væri gjarnan mikill fengur. Slík- um bókum mætti hins vegar skipta í marga flokka og persónu- lega þætti honum þær sem stjórn- málamenn skrifa sjálfir betri en þær sem skrifaðar væru af öðrum og í nánu samstarfi við viðkomandi eða ættingja hans. „Slíkar bækur eru stundum samfellt mærðarmas í minningar- greinastíl auk þess sem viðfangs- efnið lætur skrifai’a sinn jafnvel koma höggi á andstæðinga sína eða félaga sem hann myndi ekki treysta sér til að gera í sögu í fyrstu persónu," sagði Davíð. Tengsl upplýsinga stjórn- málamanna og sagnfræðinga Þá vék hann að stjórnmála- mönnum og sagnfræðingum og sagði að stundum væri sagt að að- stöðumunur þeirra lægi í því að stjórnmálamenn þyrftu að komast að niðurstöðu þegar aðeins lítill hluti æskilegra upplýsinga lægi fyrir en sagnfræðingar árum eða áratugatugum síðar, þegar mest- ur hluti upplýsinga lægi fyiir, þar á meðal afleiðingar ákvarðana stjórnmálamanna. Hann sagðist telja þessa skiptingu óheppilega þar sem ákvarðanir stjórnmála- manna geti skipt sköpum um líf og afkomu fjölda manna á meðan nið- urstöður sagnfræðinga hefðu fræðilegt gildi. Þá sagðist Davíð hafa komið sér upp kenningu byggðri á eigin reynslu sem hann kynnti með þeim fyrirvara að hún væri ef til vill hvorki ný né rétt auk þess sem þetta væru ekki nákvæmnisvísindi heldur sett fram til skýringar. „Segjum sem svo að stjórnmála- maður hafi 10 til 30% allra upp- lýsinga við höndina þegar hann verður skyndilega að taka mikil- vægar ákvarðanir en sagnfræð- ingur hafi 60 til 80% upplýsinga við höndina þegar hann geru- upp niðurstöðuna löngu síðar. Mín kenning er sú að sá hluti 10 til 30% af upplýsingunum sem mest áhrif höfðu á stjórnmálamanninn komi ekki endilega fram í þeim 60 til 80% hluta upplýsinganna sem sagnfræðingurinn hefur síðar meir heldur falli undir þau 20 til 40% upplýsinganna sem honum eru hulinn,“ sagði Davíð en þannig væru þýðingarmestu upplýsing- arnar oft ekki tiltækar sagnfræð- ingnum. Það sem er opinbert um einkavæðingu FBA segir litla og jafnvel villandi sögu Davíð tók dæmi af málefnum Fjárfestingabanka atvinnulífsins sem sprottinn er úr sjóðum úr ýmsum greinum atvinnulífsins. Margir hefðu viljað stofna upp úr þeim sérstakan banka en átök hafi orðið um það, meðal annars innan ríkisstjórnai'innar. „Eftirleikurinn þegar að einka- væðingu kom var sögulegur og er óhætt að segja að það sem liggur fyrir opinberlega og skriflega á vettvangi fjölmiðla um þá þætti segi afar litla sögu og jafnvel afar villandi sögu,“ sagði Davíð og velti upp þeirri spurningu hvernig þessi saga yrði skírskotuð í fram- tíðinni á grundvelli bestu sagn- fræðilegra heimilda ef „sá sem mest veit um málið kýs að þegja um það í lok dags.“ Hann sagðist enn fremur telja að vandi á borð við þennan færi fremur vaxandi en hitt. Samtöl stjórmnálamanna hafa meira gildi en gögn Davíð gerði nýju upplýsingalög- in, sem hann tók fram að hann hafi beitt sér fyrir, að umræðuefni sínu og sagði að þau hefðu meðal ann- ars leitt til þess að minna væri skrifað manna á milli en áður, menn héldu síður dagbækur yfir gestakomur og slepptu því að skrifa fundargerðir sem ekki væri skylt að skrifa. Þetta hafi hins veg- ar ekki verið ætlunin með lögun- um. Hann tók jafnframt fram að þessar athugasemdir væra ekki gerðar vegna þess að stjórnmála- menn stæðu í ráðabruggi sem þyldi ekki dagsins ljós. Hins vegar væri það svo að eigi allir kosth' að vera teknir til athugunar við ákvarðanatöku yrðu menn að geta gert það í samvinnu án þess að eiga það á hættu að upplýsingar berist út þegar mál eru á viðkæmu stigi. „Eg tel að samtöl stjórnmála- manna hafi miklu meira gildi fyrir niðurstöður þeh’ra núorðið en þau gögn sem þeir fá í hendur eða láta frá sér,“ sagði Davíð. Hann sagði að flestir stjórnmálamenn væru hættir að svara fyrir sig eða leið- rétta allan þann uppspuna sem sagður væri opinberlega um þá og að sagnfræðingar muni því geta moðað úr fjölda skriflegra heim- ilda síðar sem enginn hafi and- mælt. Nær óþekkt að einn fjölmiðill gagnrýni annan Davíð vék því næst að fjölmiðl- um og sagði að flestir hefðu talið það til góðs þegar pólitísk mál- gögn lögðust af. En athyglisvert væri að í framhaldi af því hefði orðið til einskonar griðabandalag fjölmiðla. „Það er nær óþekkt að einn fjölmiðill gagnrýni annan. Glanna- leg vinnubrögð fjölmiðils í ein- hverju máli eru ekki gagnrýnd af hinum fjölmiðlunum hér á landi. Slíkt óskráð samkomulag er ekki jafnáberandi annars staðar þar sem ég þekki til,“ sagði Davíð. „Getgátur, fullyrðingar og brengl- aðar fréttaskýi’ingar standa því nú óhaggaðar,“ sagði Davíð og bætti því við þetta gæti gert sagnfræð- ingum erfitt fyrir í framtíðinni. Hann sagði einnig að dómar sög- unnar tækju endalausum breyt- ingum og til að þær breytingar yi’ðu til batnaðar þyiftu sagnfræð- ingar að hafa sem heilsteyptastar upplýsingar. „Sagan er það mikilvæg að sagnfræðingarnir, þótt góðir séu, mega ekki vera einir um hituna. Því ættum við stjórnmálamenn ekki að láta okkar efth’ liggja svo að nútíminn megi með reisn ganga inn í sína sögu þegar hans tími kemur,“ sagði Davíð í lok erindi síns. Myndi vilja skrifa eitthvað annað en eigin ævisögu í umræðum að loknu erindinu spurði Sveinn Helgason hvort Dav- íð hefði í hyggju að skrifa sjálfs- ævisögu sína. Hann svaraði þvi til að hann hefði ekki ætlað sér það. „Ef ég fæ starfstíma, líf og heilsu þá myndi ég vilja skrifa eitt- hvað annað, ég hef engan áhuga fyrir henni,“ sagði Davíð. Ólafur Helgi Kjartansson spurði Davíð hvort ekki yrði að reyna að varðveita þær upplýsing- ar sem koma hvergi fram vegna fyrrgreindra afleiðinga nýju upp- lýsingalaganna en búa að baki ákvarðanatökum. Davíð sagði að þrátt fyrir að upplýsingalögin gagnist vel í nútímanum og veiti jákvætt aðhald hafi þau þennan fylgikvilla. Til dæmis geti blaða- maður krafist þess að sjá hverjir hafa verið skráðir í viðtal hjá hon- um en við undirbúning mála væri talað við ýmsa aðila sem af þessum sökum vildu ekki endilega að við- talið yrði ski’áð. „En ég tel að það yrði til bóta fyrir sagnfræðinga síðar meir, að sjá hverjir vora að fjalla um þessi mál,“ sagði Davíð. Kýs sendibréf fram yfír tölvupóst Kjartan Magnússon spurði hvernig farið væri með trúnað inn- an ríkisstjórna eftir að starfstíma þeirra lýkur. Davíð sagði að það væri undir hverjum forsætisráð- heira komið að veita leyfi til að vitna í fundargerðir sinna ríkis- stjórna en stjórnmálamenn sem skrifa sögu sína gætu vissulega vitnað til atburða án þess að vísa í plögg. Anna Agnarsdóttir spurði Dav- íð hvort hann héldi enn dagbók. Hann játti því en sagði að í seinni tíð væri hún orðin slitróttari. Hann sagðist ekki hafa fundið sér tíma til að halda dagbók með við- unandi hættien að hann vildi bæta úr því því margt verði hvergi ann- ars staðar fundið. Valur Ingimundarson spurði Davíð tveggja spuminga. Annars vegar hvort að fundargerðir ríkis- stjórna hafi breyst og hins vegar hvort hann noti sjálfur tölvupóst. Hann svaraði því til að í fundar- gerðum ríkisstjórna væra ein- göngu bókaðar niðurstöður en ekki umræður einstakra manna. Davíð svaraði seinni spurningunni svo á þann veg að hann sendi ekki tölvupóst. Hann fengi sendan tölvupóst en sjálfur kysi hann að senda sendibréf. Hann sagðist nota tölvuna til annars gagns og að hann fari gjarnan á Netið en tölvupóst vilji hann ekki nota enda sé hann tortrygginn maður í eðli sínu og hræddur um að einhver gæti komist í hann. OLAFUR Ragnar Gríms- son, forseti Islands, sem nú er í opinberri heim- sókn á Indlandi, átti í gærmorgun fund með fulltrúum tveggja hjálparsamtaka sem mikið hafa komið við sögu Islendinga, Vim- ala Ramalingam, framkvæmdastjóra Rauða kross Indlands, og J.N. Kaul, forseta SOS barnaþorpanna á Ind- landi. Um 760 íslendingar styrkja nú þegar börn í SOS þmpunum á Ind- landi og hvatti Kaul Islendinga mjög til að leggja enn frekai’ hönd á plóg- inn. „Besta leiðin til að hjálpa okkur er að styrkja börnin beint. Besta dæmið um hve slíkt getur haft mikil áhrif er þegar maður sér barn vaxa úr grasi,“ sagði Kaul í samtali við Morgunblað- ið efth’ fundinn með Ólafi Ragnai’i. Að sögn Ullu Magnússon, fram- kvæmdastjóra SOS á Islandi, greiða styrktaraðilar 1.400 krónur á mánuði með hverju barni og það sér viðkom- andi fyrir öllu því nauðsynlegasta; húsnæði, fatnaði, fæði, námi og þess háttar. „Ef hægt yrði að tvöfalda fjölda þeiraa íslendinga sem styrkja börn hérlendis myndi það gera okkur kleift að taka að okkur um 1.000 böm í viðbót," sagði Kaul. Blaðamaður hafði orð á því að verkefni SOS barnaþorpanna á Ind- landi væri risavaxið en Kaul sagði ákveðinn: „Með sameiginlegu átaki getum við að minnsta kosti hjálpað sífellt fleiri börnum. Það er ekki gott ef við teljum okkur trú um að verk- efnið sé risavaxið, jafnvel ómögulegt. Ég sagði við forsetann ykkar að líta ætti á barn sem framtíðina. Þegar það vex úr grasi og skynjar að það hafi átt vin á íslandi sem hafi séð um að halda honum uppi hlýtur viðkom- andi að bera hlýjan hug til landsins og jafnvel fara þangað," sagði hann. Ómar Valdimarsson kynnti starf Rauða krossins Ómar Valdimarsson, upplýsinga- fulltrúi alþjóðasambandsins Rauða krossins í Ásíu og á Kyrrahafssvæð- inu, með aðsetur í Bangkok, sat einn- ig fundinn í gær. „Forsetinn bað um „Börnin eru framtíðin“ Um 760 Islendingar styrkja börn á Ind- landi. J. N. Kaul, forseti SOS-barnaþorp- anna á Indlandi, hvatti Islendinga til að leggja enn frekar hönd á plóginn í samtali við Skapta Hallgrímsson. Ulla Magnússon, —— - ■ —— - — framkvæmdastjóri SOS á Islandi, segir að ef hægt væri að tvöfalda fjölda íslendinga sem styrkja indversk börn gætu samtökin tekið að sér 1.000 börn í viðbót. Morgunblaðið/RAX XJlla Mag’nússon og indversk stúlka sem tilla hefur styrkt í mörg ár. þennan fund og við notuðum tæki- færið og upplýstum hann um hvað Rauði krossinn er að gera, bæði hér í Indlandi og í Asíu almennt. Ég gat notað tækifærið og sagt honum laus- lega hvað við væram að gera í upp- lýsingamálum og almannatengslum. Við eram að reyna að búa til allsherj- — arvinnuáætlun um upplýsinga- og kynningarmál í Asíu og á Kyrrahafs- svæðinu fjögur til fimm ár fram í tím- ann. Það hefur aldrei verið gert áður og hugmyndin er að starfinu verði stýrt frá skrifstofunni sem ég vinn á í Bangkok," sagði Ómar. Hann segir hugmyndina þá að starfið verði markvissara: „Við þurf- um ekki alltaf að vera að finna upp hjólið. Ef ég er að halda námskeið um eitthvað tiltekið efni, til dæmis í Norður Kóreu eins og ég er að fara að gera í næstu viku, þarf maður í Dehlí ekki að búa til allt efnið sjálfurt— ef hann þarf að halda sams konar námskeið seinna. Hafi hann búið til efni um eitthvað sem hann er fjalla um á Sri Lanka geti ég geti nýtt mér það efni og þá reynslu annars staðar og hafi hann dottið niður á fólk sem er mjög flinkt í þjálfun af einhverju tagi gæti það nýst mér á einhvem hátt annars staðar. Svona samhæf- ingu hefur skort.“ Ómar sagði upplýsingafulltrúa al- heimssambands Rauða krossins að vísu fáa, líklega ekki nema sex, og því hafi þetta ekki verið gert áður. „Núna ætlum við að reyna að að vinna markvissara; menn hafi ákveð- in markmið að stefna að og ákveðnar leiðir til að fara eftir,“ segir hann. — 100 milljón sjálfboðaliðar Ómar segir Rauða krossinn í ein- stakri aðstöðu því hann sé með yfir 100 milljón sjálfboðahða í heiminum og 176 landsfélög. „Á þessu svæði era 35-40 landsfélög og einhverjar milljónir sjálfboðaliða; Indland, Kína og Indónesía era gríðarlega fjölmenn ríki. Sjálfsagt er enginn í betri að- stöðu en Rauði krossinn; ef eitthvað gerist er hann alltaf mættur. Það er stundum sagt að við séum þeir fyrstu til að koma en síðastir til að fara.“ Thierse heimsótti skálann á lokadegi WOLFGANG Thierse, forseti þýska Sambandsþingsins, heimsótti ís- lcnska skálann á heimssýningunni í Hannover í gær. Tóku þau Sigríður Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri íslenska skálans, og Ingimundur Sigfússon, sendiherra Islands í Þýskalandi, á móti Thierse. Síðar um daginn sleit Thierse heimssýningunni formlega en hún hefur staðið frá 1. júní. Sigríður segir að alls hafi 4.535.435 gesta heimsótt islenska Wolfgang Thierse, forseti þýska Sambandsþingsins, ritar nafn sitt í gestabók íslenska skálans. Með honum eru þau Ingimundur Sigfússon sendiherra og Sigríður Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri íslenska skálans. skálann en alls hafi um átján millj- ónir manna komið á sýningarsvæð- ið. Það þýðir að um fjórði hver gest- ur á heimssýningunni liefur komið við í islenska skálanum og var hann sá annar vinsælasti á sýningunni. Upphaflega var stefnt að því að ná inn tíunda hverjum gesti og var þá miðað við að fjörutíu milljónir kærnu á sýninguna. Sigríður segir að fljótlega eftir að sýningin opnaði hafi komið í ljós að þau áform sýn- ingarhaldara hafi verið óraunhæf og að auki hafí verið ljóst að svæðið hefði aldrei borið slikan fjölda. „Allir sem ég er í sambandi við % eru mjög sáttir við útkomuna. Að- sókn í júní var vissulega fremur lé- leg fyrir sýninguna í heild en mán- uðirnir þar á eftir voru mjög góðir. Við erum mjög ánægð ineð þetta allt saman og flott að búið er að selja skálann," sagði Sigríður að lokum. Samgöngusafn Is- lands rís við Byggða- safnið í Skógum Skpgum. Morgunblaðið. ÞÓRÐUR Tómasson safnvörður tók í gær fyrstu skóflustunguna að Samgöngusafni íslands við hlið Byggðasafnsins í Skógum. Athöfnin hófst í Byggðasafninu, þar sem Þórður bauð gesti vel- komna, stjórn Byggðasafnsins, byggingarnefndina, formann hér- aðsnefndar Rangárvallasýslu, Jón- as Jónsson, formann héraðsnefnd- ar Vestur-Skaftafellssýslu, Árna Jón Elíasson, sýslumann Rangár- vallasýslu, Friðjón Guðröðarson, Árna Johnsen alþingismann og aðra gesti. Hann rakti í stórum dráttum uppbyggingu Byggða- safnsins og hvað daginn í dag marka tímamót í sögu safnsins, þar sem hafin væri bygging Samgöngu- safns við hlið Byggðasafnsins. Síð- an lýsti Sverrir Magnússon, fram- kvæmdastjóri Byggðasafnsins væntanlegri byggingu, sem yrði límtréshús um 1.500 fermetra á stærð, en teiknistofan Arkís hefði séð um hönnun hússins í samstarfi við Límtré hf. og ístak hf. í húsinu yrði gestamóttaka, veitingastaður, safnverslun, verkstæði og um 1.200 fermetra sýningarsvæði þar sem tækniminjar yrðu til sýnis ásamt ökutækjum frá upphafi bílaldar fram á okkar daga. Kostnaðaráætl- un næmi um 65 milljónum og hefði menntamálaráðuneytið þegar veitt 18 milljónum króna til verksins, sem væri forsenda þess að hafist væri handa í dag. Síðan var farið austur fyrir Byggðasafnið þar sem stórvirk ýta undir stjórn Jón Guðmundssonar beið þess að byrjað væri og skóflu- MorgunblaðiS/Sverrir Magnússon Þórður Tómasson safnvörður tekur fyrstu skóflustunguna að Sam- U göngusafni íslands. stunga tekin. Þórður notaði fornan stungupál í stað skóflu, en þessu stungupáll var gjöf til Skógasafns frá Haraldi Ólafssyni, bankaritara, miklum velgjörðarmanni safnsins, sem var föðurbróðir forsætisráð- herra og þótti viðstöddum það vel við hæfi. Þá var öllum viðstöddum boðið til kaffisamsætis í Byggða- safninu þar sem ræður og árn- aðaróskir voru fluttar til heilla því verkefni sem biði að byggja upp verðugt Samgöngusafn Islands við hlið Byggðasafnsins í Skógum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.