Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Sj ötti gír aftur á bak Hjá LIUskilja menn ekki heldur hvernig nokkrum geti dottið í hug að heimfæra útlendar kenningar um framboð og eftirspurn upp á íslenskan sjávarútveg. Umskipti eru á döf- inni og reiknings- dæmið er auðvelt. Sjálfstæðismenn: 26 þingsæti. Vinstri-grænir: 6 sæti. Samanlagt 32. Sem dugar, þingmeirihlutinn er fyrir hendi. Bræðingurinn er þegar kominn í pottinn, bíður þess eins að kveikt verði upp í gömlu, kolakyntu eldavélinni að norðan. Hvort það gerist áður en kjörtímabilinu lýkur er auðvitað spurning. En eins og er bendir ekkert til annars en að Fram- sóknarflokkurinn verði sendur inn í pólitísku eilífðina í næstu kosningum og hugsanlega fyrr. Forsætisráðherra hefur sjálfur á valdi sínu réttinn til að boða nýjar kosningar eða mynda nýja stjórn án kosninga. Ef framsóknar- VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson menn reyna í örvæntingu sinni að rétta hlut sinn í samstarfínu með því að gera óviðunandi kröfur er því lítið mál að skipta snarlega um samstarfsflokk. Að sumu leyti mælir margt með nýja stjórnarmunstrinu. Imynd stjórnarinnar fengi and- litslyftingu sem ekki veitir af og þótt furðulegt megi heita geta vinstri-grænir hentað vel til slíkra hluta. Hér er ekki átt við að forneskjan í stefnu flokksins, hóf- laus ofstýringaráráttan og eðlis- læg tortryggni gagnvart breyt- ingum, gegn öllu sem ógnað getur hefðbundum búskaparháttum í víðum skilningi orðsins muni varpa ljóma á stjórnarsamstarfið. En „nýja“ blóðið getur komið að góðum notum við að þagga niður í þeim sem segja að stjórnlaus frjálshyggja og einkavæðingar- brask ráði öllu. Og hver getur verið á móti því að fá að upplifa hápunkt sögunnar, sjá Steingrím J. Sigfússon flokksformann standa upp á Alþingi til að mæla með stjórnarfrumvarpi um einka- væðingu ríkisbankanna, Lands- símans og Landsvirkjunar? Sjónarmið ráðamanna vinstri- grænna og sjálfstæðismanna fara saman í mörgum málum og lítil hætta er á því að vamarmálin verði fjötur um fót. Samt yrði að setja einhverja tryggingu í stjómarsáttmálann til að vama því að Steingrímur og fleiri gaml- ir herstöðvaandstæðingar færu út í leynimakk um að leggja niður herstöðina. Innan flokksins er eina fólkið á landinu sem tekur andköf þegar rætt er um herstöð- ina, hún er því enn tilfinningamál. Hver veit? Vinstri-grænir gætu orðið eins konar trójuhestur í stjómkerfinu, útsendarar þeirra afla á þingi vestanhafs sem vilja losna við útgjöldin vegna Kefla- víkurstöðvarinnar og leggja hana alveg niður. Hafa yrði gætur á okkar mönnum, nú sem fyrr. Stefnan í sjávarútvegsmálum er í aðalatriðum sú sama hjá flokkunum tveim. Flokkur vinstri-grænna hefur ímugust á þeim sem vilja beita aðferðum markaðsins til að dreifa aflaheim- ildum. Hvergi finnur forysta LIU því meiri samhljóm en í herbúðum vinstii-grænna þegar rætt er um sjávarútvegsmálin. Hjá LÍÚ skilja menn ekki heldur hvernig nokkmm geti dottið í hug að heimfæra útlendar kenningar um framboð og eftirspurn upp á ís- lenskan sjávarútveg. Vita menn ekki að kenningamar eru bara eitthvað sem stendur eins og fleira í stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins, upp á punt? Vinstri-grænir verða á hinn bóginn að sýna græna litinn þeg- ar kemur að virkjanamálum. En álversdraumamir fyrir austan era sennilega reistir á sandi og Norsk Hydro gæti átt til að hlaupa skyndilega úr skaftinu af ótta við neikvæða ímynd erlendis vegna náttúraspjallanna. Og tvær grímur renna á flesta þegar þeir átta sig á því að ætlunin er að láta lífeyri landsmanna verða trygg- ingu fyrir framkvæmdunum. Álverið hefur aldrei verið Sjálf- stæðisforystunni neitt hjartans mál. Þeir Davíð Oddsson og liðs- menn hans hafa litið á hugmynd- irnar sem einka-björgunarbát Framsóknar á Austurlandi, ör- væntingarhjal sem menn yrðu að sætta sig við til að halda friðinn á stjórnarheimilinu. En oft hafa þeir vafalaust beðið þess að bik- arinn með þessari ólyfjan yrði frá þeim tekinn. Græna liðið kemur því eins og endurlausnari. Ekki ættu Evrópumálin að verða til vandræða. Fulltrúar vinstri-grænna tárast af hrifn- ingu þegar þeir minnast á einarða afstöðu forsætisráðherra til villu- ljósanna í Brassel. Nýr flokkur þarf að ná fótfestu og gömul trú reyndra stjórnmála- refa gengur út á að nýr flokkur geti helst öðlast strax almenna tiltrú með því að sanna sig sem fyrst í ríkisstjórn. En það flækir nokkuð málið að innan raða vinstri-grænna er talsvert af fólki sem vill að flokkurinn verði ekki of stór og helst að hann sé þægi- lega lítill. Þá er svo auðvelt að halda honum hreinum og óspillt- um og markhóparnir eru litlir og notalegir. Ef flokkar fara að taka inn í sinn náðarfaðm of marga rifrildisseggi vex líka hættan á klofningi. Fyrir era á bekknum hjá vinstri-grænum fjölmargir sem hafa góða æfingu í að þrasa og þusa, kýta og kljúfa. Ef fram færi íslandsmeistaramót í þess- um þjóðlegu íþróttum myndu vinstri-grænir sópa að sér verð- launum. En þeir fara í stjórn ef tæki- færið býðst, raunsæið verður of- an á og til hvers era vinstrimenn yfirleitt í pólitík ef ekki til að ráða? Síðan fer það eftir frammi- stöðunni hvort flokkurinn tekur við gömlu hlutverki Alþýðu- flokksins sáluga og verður næstu áratugina eins og samherjinn sem uppnefndur var Hækjan, flokkur- inn sem sjálfstæðismenn geta ávallt treyst. Margt óvæntara hefur nú gerst í stjómmálum á Islandi. En ef eitthvað gæti grafið undan þess- ari þróun era það líklega frjáls- lyndir markaðssinnar í Sjálfstæð- isflokknum. Þeim gæti oíboðið og fundist að eftir fimm ára fram- sóknarvist sé ílokkurinn þeirra að fara úr öskunni í eldinn. Þeir gætu risið upp. MARGRET ELÍSABET HJARTARDÓTTIR + Margrét Elísabet Hjartardóttir fæddist í Hnífsdal 27. apríl 1917. Hún lést á hjartadeild Land- spítalans í Fossvogi 19. október síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Mar- grét Kristjana Þor- steinsdóttir, f. 9.4. 1879, d. 2.8. 1958, og Hjörtur Guðmunds- son, útvegsbóndi, f. 2.2.1891, d. 4.3.1967. Þau eignuðust fjögur börn, Elísabet sem var elst þeirra; Krisljönu, f. 1918; Jóakim, f. 1919, d. 1997, og Ingi- björgu, f. 1923. Með fyrri manni sínum Jóakim Pálssyni, f. 16.7. 1879, d. 13.12. 1914, eignaðist Margrét Kristjana átta börn og komust fimm systur til fullorðins- ára. Þær eru Helga, f. 1904, d. 1990; Sigríður, f. 1906, d. 1986; Guðrún f. 1908, d. 1941; Aðal- björg, f. 1912 ogMaría, f. 1914. Hinn 13. júnf 1936 giftist Elísa- bet Bjarna Ingimarssyni skip- stjóra, ættuðum frá Fremri-Hnífs- dal, f. 21.5.1909, d. 31.12.1988, og Tengdamóðir mín, Elísabet Hjart- ardóttir, var borin og barnfædd í Hnífsdal vestra snemma á tuttug- ustu öldinni. Eins og að líkum lætur var margt með öðram brag á þeim áram en nú er. Reyndar má ætla að mannlíf hafi verið til muna líflegra í dalnum á uppvaxtaráram Betu, eins og hún var ávallt kölluð, heldur en nú um stundir. Beta ólst upp í stór- um systkinahópi auk þess sem mikill samgangur var við ættingja og tengdafólk hennar sem einnig bjó í Hnífsdal og segja sögur að oft hafi verið glatt á hjalla í þeim hópi. Aðstæður allar vora með besta móti í Hnífsdal á þessum áram, barnaskólamenntun góð og nóg að bíta og brenna hjá dugmiklum sjó- sóknurum. En Hjörtur, faðir Betu, var ötull útvegsbóndi og varð síðar einn af stofnendum Hraðfrystihússins í Hnífsdal, sem enn er í fullum rekstri. Auðheyrt var á Betu að uppvaxt- arárin höfðu verið tími hamingju og gleði enda var hún glaðsinna að eðl- isfari, hafði yndi af söng og hljóð- færaleik og tók gjarnan lagið eða lék á píanó þegar svo bar undir. Beta hleypti snemma heimdrag- anum og fór suður til Reykjavíkur upp úr fermingu þar sem hún átti sitt heimili alla tíð eftir það. Á þess- um árum var Hnífsdalur einskonar uppeldisstöð fyrir togaraskipstjóra hins unga lýðveldis á fyrstu árum togaraaldar, en margir af aflasæl- ustu skipstjórunum komu frá þessu litla þorpi við ysta haf. Einn af þeim var Bjarni Ingimarsson sem var orð- inn annálaður aflaskipstjóri á fjórða áratugnum þegar þau Beta gengu í hjónaband. Á þessum áram vora togaraskipstjórar um borð í sínu skipi nánast allt árið, og fóra helst ekki af stjómpalli heilu veiðiferðirn- ar. Sjómannskonur urðu því að axla að mestu einar þann vanda sem fólst í að ala upp börn og sjá um stórt heimili. Til þessa hlutverks reyndist Beta frábærlega hæf í alla staði. Heimilisstörfin léku í höndum henn- ar, hvort heldur sneri að barnaupp- eldi, matargerð, almennu heimilis- haldi eða hannyrðum. Þess utan var hún vinnusöm með afbrigðum og hafði gaman af því að taka til hend- inni. Það má því með sanni segja að húsmóðurhlutverkið hafi verið henn- ar óskahlutverk og hún hafði alla tíð yndi af þeim störfum, einkum mat- argerð og bakstri. Heimili Betu og Bjarna var því mikið myndarheimili og vora þau hjón miklir höfðingjar heim að sækja og gestagangur mik- ill, enda ættingjar margir sem áttu erindi að vestan til höfuðborgarinn- bjuggu þau í Reykja- vík allan sinn bú- skap. Böm þeirra eru: 1) Hjörtur, f. 1936, kvæntist Ingi- björgu Loftsdóttur og eiga þau þrjú börn og átta bama- börn. Þau skildu. Síðari kona Hjartar er Guðrún Sigur- jónsdóttir. 2) Hall- dóra, f. 1938, gift Ragnari Ingimars- syni og eiga þau fjögur börn og níu barnabörn. 3) Mar- grét, f. 1941, giftist Ásgeiri Sum- arliðasyni og eiga þau tvo syni og sex barnabörn. Þau skihlu. Seinni maður Margrétar var Jörn Kvist. Þau skildu. 4) Svandís, f. 1946, gift Ólafi Karvel Pálssyni og eiga þau tvær dætur. 5) Guðrún, f. 1948, gift Geir Lúðvíkssyni og eignuðust þau þijú börn og tvö barnaböm, en sonur þeirra, Lúðvík, lést 1992. 6) Ingimar, f. 1955, kvæntur Rut Ólafsdóttur og eiga þau þrjú böm. Utför Elísabetar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrstu kynni okkar Betu má rekja allt til frambernsku minnar þegar hún hafði mig í pössun um nokkurra daga skeið þegar foreldrar mínir bragðu sér til útlanda. Kynni okkar urðu öllu meiri þegar ég tók að gera hosur mínar grænar fyrir næstyngstu dóttur hennar og varð heimagangur á heimili hennar og Bjarna. Þau ánægjulegu kynni hafa nú staðið í 33 ár og hefur aldrei borið skugga á. Beta var ávallt ljúf og hlý og stutt í glettni og gamanyrði. Það var alltaf tilhlökkunar- og ánægju- efni að heimsækja Betu og næsta víst að vel var veitt á slíkum fundum, ekki aðeins í mat og drykk heldur einnig af mannlegri hlýju. Af þeim fundum fór maður sælli og ánægðari en maður kom. Að leiðarlokum vil ég þakka elskulegri tengdamóður minni allt sem ég á henni upp að unna í þessu lífi. Ólafur Karvel Pálsson. Hún Beta frænka mín er dáin. Alltaf verða menn jafn slegnir við dauða ástvina og ættingja, ekki síst þegar hann ber svo brátt að sem nú. Beta var hálfsystir mömmu minnar og jafnframt svilkona, því að þær vora giftar bræðrum. Móðir þeirra, Margrét Þorsteinsdóttir, húsfreyja á Brekku í Hnífsdal, missti fyrri mann sinn, Jóakim Pálsson, aðeins 35 ára frá sjö börnum, hið elsta 10 ára gamalt. Margrét giftist aftur, Hirti Guðmundssyni. Tók hann við þessu stóra heimili og hlýtur það að teljast til afreka af ungum manni. Margrét og Hjörtur eignuðust fjög- ur böm saman og var Beta elst þeirra. Hún ólst upp á Brekkunni, eins og öll systkini hennar, en var ung að árum þegar hún fluttist að heiman og dvaldi aldrei lengi eftir það heima. Elstu systumar vora „famar suð- ur“, vora giftar þar og famar að fjölga mannkyninu. Beta fór líka suður til að aðstoða systur sínar við húshald og barnagæslu. Hún notaði líka tímann til að læra fatasaum, var í læri heilan vetur og vann eftir það um tíma hjá meistaranum. Beta vai- vel verki farin og vandvirk við allt sem hún tók sér fyrir hendur. Hún hafði ánægju af að búa til góðan mat og veita gestum, þess nutu margir. Einnig veitti það henni sérstaka gleði að fást við handavinnu, margs konar handavinnu. Liggur eftir hana ótrúlegt magn sem hún deildi að mestu milli afkomenda sinna. Marg- ir óskildir fengu einnig að njóta handavinnu Betu. Einkum vora það sérlega góðir og fallegir ungbarna- sokkar sem ganga undir nafninu ömmuhosur og era e.k. ættarfylgja. Formóðir kenndi dætram og tengdadætrum og þær sínum af- komendum og enn í dag prjóna margar ömmuhosur, þó að fáar séu jafn afkastamiklar við það og Beta mín var. Beta giftist ung Bjarna Ingimars- syni frá Fremri-Hnífsdal. Að öllum líkindum hafði Bjarni þá nýlokið námi í Stýrimannaskólanum og ver- ið um það bil að hefja sinn frægðar- feril sem togaraskipstjóri. Þau eign- uðust sex mannvænleg börn og eru afkomendurnir orðnir fjölmai'gir. Bjarni dó í des 1988, tæplega átt- ræður. Beta og Bjarni áttu farsæla sam- búð í rúmlega hálfa öld. Þau bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, síðast í stórri íbúð að Eiðistorgi. Beta bjó þar í nokkur ár eftir að hún varð ekkja. Svo kom að því, árið 1997, að hún vildi minnka við sig húsnæði og þá æxlaðist svo til að hún fékk góða, litla íbúð hjá Sunnuhlíðarsamtökun- um í Kópavogi, að Fannborg 8, íbúð sem er í sama húsi og á sömu hæð og ég. Síðan höfum við verið e.k. sam- býliskonur, haft styrk hvor af ann- arri og ánægju af nábýlinu, þó var Beta oftar veitandi og ég neytandi í okkar samskiptum. En nú er hún farin og ég sakna hennar mikið. Innilegar samúðarkveðjur til ykk- ar allra. Sigríður Halldórsdóttir. BJORG PÉTURSDÓTTIR + Björg Péturs- dóttir fæddist í Reykjavík 24. mars 1923. Hún lést á gjör- gæsludeild Land- spitalans 16. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 25. október. Jarðsett var í Fossvogskirkju- garði. Mig langar til að minnast Bjargar Pét- urdóttur eða Bubbu, eins og hún var kölluð, í npkkrum orðum. Eg kynntist henni barn að aldri, þegar yngsta dóttir hennar, Björg (Dúlla) varð mín besta vinkona. Bubba var mér einstaklega góð og minnist ég hennar með sér- stakri hlýju. Hún hafði góða kímni- gáfu og afar kjarnyrtan frásagnar- máta sem kom manni til að skellihlæja. Minnist ég góðra stunda, á ungl- ingsárunum, þegar við vinkonurn- ar sátum með Bubbu við eldhús- borðið og spjölluðum saman. Oftar en ekki var talað um fjórfætl- inga, venjulega þá hross og hunda, en Bubba var einstakur dýravinur og talaði það mál sem dýrin skildu. Eg minnist líka skemmtilegra stunda með Bubbu í útreiðar- túrum, og ánægju- legra dvala með henni og fjölskyldu hennar á Vindheimum í Skaga- firði, hjá sytur hennar og mági, þeim Gæju og Simma. Þó ég hitti Bubbu ekki oft hin síðari ár breytti það engu um hversu vænt um mér þótti um hana. Hlýjar tilfinningar og góðar minningar máir tíminn aldrei út. Ég vil þakka Bubbu kærlega góð og ógleymanleg kynni um leið og ég votta dætrum hennar þeim Dúllu, Kollu, Ollý og Sissu, ásamt öðrum ástvinum, samúð mína og fjölskyldu minnar. Marfríður Smáradóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.