Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 42
,42 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR VALGARÐ EINAR BJÖRNSSON + Valgarð Einar Björnsson fædd- ist að Hellulandi í Hegranesi 30. nóv- ember 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga 15. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Sauðár- krókskhkju 21. októ- ber. "•' Heiður hausthim- inninn skartar litrófi í birtuskilum; úr vestri er nýr dagur á leið yf- ir vesturfjöllin, niður yfir byggðina undir Nöfum. Hljóðlaust ganga þessi átök fyrir sig; dagur ýtir nótt úr vegi. Héðan af Freyjugötunni er þetta mikilfengleg sýn út um skjá- inn. Og þegar dagsbirtan hefur tekið völdin á myndverkinu nema augun gulnað grasið í Nöfunum. Laufin á hríslunum hafa klæðst tískulitum haustsins. Ut um glugg- ann, yfir bflskúrinn sést að ljósin að Skagfirðingabraut 4 hafa verið kveikt. Þar er mannlífslitrófið ann- að en fyrir nokkrum dögum; Val- agarð Björnsson hefur lagt í þá ferð sem okkur er öllum búinn. Samband þess sem hér skrifar og fjölskyldunnar að Skagfirðinga- braut 4 er svo náið, svo persónu- legt, að ekki verður á þann hátt skrifað. En svo snúið sem það er, verður ekki undan vikist að skrifa nokkur orð á blað og þó nema orð ekki hugsun. Ekki það að vanti söguefni heldur hitt að sá sem um er rætt voru ekki öll skrif jafn geð- felld; las mikið af góðum bókum og talaði gott mál. Gat í fáum orðum *'Sagt þá meiningu sem aðrir þuftu lengra mál til og drógu þó ekki. Brá aldrei fyrir sig uppgerðar há- tíðleik. Góður vinur verður heldur aldrei kvaddur í þeim skilningi. Eða hvenær hljóðnar þér bergmál góðra minninga? En því leitar litróf morgunsins á huga að Valgarð átti auðugt litróf í samskiptum. Það væri gaman að skrifa um hversu hænd börn voru að honum. Á leik hans við börn var gaman að horfa. Hann var einstak- lega verklaginn maður og er hér ekki átt við það sem í daglegu tali er kallað að vera handlaginn. Hann var meira. Honum sóttist vel verk- ið og kom þar til góð greind hans. ,^-Hann gat allt, sagði maður sem vann með honum um áratugaskeið. Aðrir munu skrifa hér betur um. Valgarð las mikið, var minnugur og hafsjór af fróðleik og sögum og skemmtilegum tilsvörum. Frá hon- um eru kominn nokkur tilsvör sem undirritaður tók sér til handar- gangs í leikritinu Sumarið fyrir stríð. Fyrir það er nú þakkað og hefði mátt vera fyrr. (Hér hefði komið góð athugasemd frá þeim gamla.) Og hvert skal nú leita þeg- ar upplýsingar vantar um gamlan Krók? Margt er geymt en ekki allt. Og þær stundir voru of fáar þegar farið var yfir sögusvið ævinnar; gamlan Krók. Sú síðasta ekki fyrir g löngu við eldhúsborðið að Skagfirð- ingabraut 4, þegar þau Valgarð og Jakobína rifjuðu upp fyrir undirrit- uðum byggingarsögu gamla húss- ins í Ashildarholti, vegna þess að einn afkomanda KG hafði lagt fram Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. spurmngu. Rrókurinn eins og hann var einu sinni. Þegar Indriði G. Þor- steinsson skrifar um vin sinn, Króksmálar- ánn Jóhannes Geir, segir svo á einum stað; „Menn eru sjald- an nefndir fullum nöfnum á stað eins og Sauðárkrók. Annað- hvort heita þeir Jón sveitamaður eða Valli- bjössaskúl. Þetta gef- ur mannlífinu virðu- legan og óraunveru- legan blæ." Og fyrr í þessum tilvitnuðu skrifum hefur Indriði G. gefið þessa lýsingu á miðbæ Króks- ins á þeim árum sem Jóhannes Geir var að vaxa þar út grasi; „Sauðáin rann þá gegnum miðjan staðinn og til sjávar norðanvert við sláturhúsið, sem stóð frammi á malarkambinum. Hún féll í boga framhjá blómagarðinum hennar Hansínu læknisfrúar og þaðan und- ir brúna, og þegar komið var sunn- an bæinn í snjó, var brúin og kirkj- an og áin eins og mynd á svissnesku jólakorti." Þegar Indriði nefnir til þessa heiðursmenn, gerir hann það ekki af handahófi; þeir voru honum báð- ir kunnir. Vissi að þeir stæðu undir stflnum ef svo má að orði komast. En sú mynd sem þarna er dregin upp af liðnum Krók; þetta sviss- neska jólakort er í raun ævistaður Valla; þar stóð heimili hans og þar var starfsdagur hans. Gamla sláturhúsið á malarkamb- inum á sérstaka sögu. Ekki endi- lega í atvinnusógulegu tilliti heldur vegna þess fjölbreytta og skemmti- lega mannlífs sem þar hefur verið frá upphafi og til þessa dags. Hér skal brugðið upp einni mynd, þeirri að þarna unnu þeir saman á gólfi, sósinn Valli, kratinn Friðrik og frammarinn Ýtu-Keli og gengu oft í pólitískt eldhús. Og voru þá stund- um verkfærin lögð til hliðar. Og urðu oft heit kolin. En þessir þrír heiðursmenn tilheyrðu þeirri kyn- slóð Króksara sem lagði pólitísk dægurmál til hliðar þegar hags- munir byggðarlagsins kölluðu og gengu samstilltir að stóru tökun- um. Á verkstæðum KS vann Valli í rúm þrjátíu ár. Það sýnir vel hæfni hans og góðar gáfur, að þegar hann gerðist leiður á vélaviðgerðum, kominn vel á miðjan aldur, sneri hann sér að viðgerðum á frystivél- um og raftækjum. Hann var enda eftirsóttur starfsmaður og þegar almanak sagði að nú væri lokið starfsdegi vann hann um nokkurn tíma hjá Tengli. Framan af starfsævi vann Valli sem bílstjóri, hjá BSA og Haraldi Júlíussyni en gerði síðan út eigin bíla. Þeir áttu báðir Gemsa Valli og Indriði G. Ekki þess konar sem menn ganga með á sér þá sjaldan þessi verkfæri liggja ekki að eyrum hvort heldur menn sitja undir stýri, á gangi á götum úti eða á skemmti- stöðum. Dæmi um tæknivædda lífs- fyrringu. Þeir Gemsar sem hér eru nefndir til voru annarar gerðar. Þetta voru verkfæri, GMC tíu hjóla trukkar með spili. Komu með Kan- anum þegar hann var á leiðinni til Þýzkalands að berja á þarlendum. Vegakerfið var frumstætt á þess- um árum og Gemsarnir fóru veg- leysur og ófærð. Menn spiluðu sig áfram. Miklar svaðilfarir og nú til dags hefðu björgunarsveitir oft verið kallaðar til. En þær höfðu þá ekki verið fundnar upp í þeim skilningi sem nú er. Þá rötuðu menn heim af sjálfsdáðum. Á Gemsanum flutti Valli vörur á milli Króksins og höfuðborgarinnar. En hlutverkin voru fleiri. Oft mun Torfi læknir hafa leitað til þeirra Valla og Gemsans þegar ófærð var og erfið ferð fyrir höndum. Þær ferðir^gátu dregið í tímann. Og enn eitt. Á þessum árum var Kirkju- klaufin í sinni upprunalegu mynd, hafði ekki verið breikkuð og ekki alltaf mokuð þótt snjóaði á vetrum þá ekki síður en nú. En fólk lét sig nú hafa það að deyja við þessar að- stæður og þurfti upp á Nafir. Þá var gripið til Gemsans og frá þeim tíma lifir þessi setning; Valli minn, heldurðu að þú skutlir ekki líkinu af honum pabba upp í garð! Og núna bergmálar minning. Valli var góður söngmaður og hafði yndi af söng. Á fallegu vorkveldi skömmu fyrir kosningar 1967 ekur undirritaður á hvítri Ford Cortina upp Kirkjuklauf og upp á Nafir og Móa. I aftursæti sitja þeir mágur bílstjórans og Valli. Og þeir syngja. Glaðir Skagfirðingar á ferð við söng og vín. Milli söngnúmera skiptast þeir á pólitískum skotum, annar blár, hinn rauður. Þetta voru vel hlaðin skot og föst. Báðir hægir húmoristar og þurftu ekki mörg orð til að ná meiningunni. Ekki ein- asta voru þeir ósammála í pólitík- inni heldur notuðu þeir hvor sinn tónstigann til söngsins. Og að einu söngnúmeri loknu kom frá Valla: Halldór minn, ég kann betur við þig í pólitíkinni en söngnum. Valli hafði fastmótuð pólitísk lífsviðhorf. Var sósíalisti af eldri gerðinni. Valli átti tvö skystkini, Hafstein og Guðrúnu. Mjög voru þau mótuð í sama mót; greind, myndarleg og skemmtileg í viðkynningu. Guðrún var yngst og lifir bræður sína. Með þessum orðum eru henni sendar hlýjar kveðjur austur yfir Trölla- skagann. Á gömlum ljósmyndum af Króknum má sjá lítið hús rétt sunnan við Bifröst. Ekki langt frá Sauðánni þar sem hún er að hjala sig í gegnum bæinn. Það hús heitir Bægisá en var stækkað og er nú Skagfirðingabraut 4. Þar hafa þau búið lengst af sinn búskap Valgarð og Jakobína. Fara þessi nöfn sam- an í munni Króksara, Valli og Bína. Valli var góður fjöiskyldufaðir. Heimilið var honum mest þess sem hann átti. Það var helgireitur hans ef svo fátæklega má komast að orði. Við þessi tímamót sendi ég Bínu minni og börnunum og barna- börnunum samúðarkveðjur mínar en umfram allt annað þakklæti mitt og ég hef mikið að þakka. Litróf mannlífsins er alltaf að breytast. Ut um gluggann minn mun ég ekki lengur sjá Valla ganga suður götu - rétt uppúr hádegi - einbeittan og ákveðinn á göngunni, berhöfðaðan, jafnvel í aftökum. Á þessum gönguferðum hitti Valli marga að máli. Spurði frétta. Vissi hvað fólki leið. Vissi hvað var að gerast. Valli lifði lífinu. Valli tók síðustu dögum sínum af sama æðruleysi sem hann hafði tekið öðrum dögum ævi sinnar. Ég veit að honum var ljóst hvert stefndi. Ég veit hvaða augum hann leit dauðann. Ég veit að þegar hon- um hljómaði það kall sem okkur er öllum boðið að nema, þá gekk hann óhræddur sitt hinsta skref vitandi að hann var í fylgd þess sem gerir alla hluti nýja. Jón Ormar. SIGURÐUR EINARSSON Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista MOSAIK Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Hamarshöfði 4 sími: 587 1960 110 Reykjavík , fax: 587 1986 + Sigurður Einars- son fæddist í Reykjavík 1. nóvem- ber 1950. Hann lést úr krabbameini í Vestmannaeyjum 4. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landa- kirkju í Vestmanna- eyjum 14. október. Og því varð allt svo hljótt viðhelfregnþína,sem hefði klökkur gígju- strengurbrostið. (Tómas Guðm.) Á fimmtíu ára afmælisdegi vinar míns, Sigurðar Einarssonar, sem lést 4. október sl., langar mig að minnast hans. Fyrsta minningin er 40 ára gömul um lítinn dreng sem gekk um bryggj- ur með fóður sínum, báðir dálítið álút- ir með hendur fyrir aftan bak að fylgj- ast með afla bátanna. Seinna kynntumst við vel vegna samstarfs að sveitarstjórnarmálum, ég fann svo vel heilindi hans og umhyggju fyrir litla bæjarfélaginu okkar, Vestmannaeyj- um. Sigurður virti skoðanir annarra betur en flestir aðrir og var sáttfús til lausnar vandamála. Mér er sérstaklega minnisstætt at- vik þegar ég kom fyrst í bæjarstjóm og skildi hvorki upp né niður í öílum þessum tölum í fjárhagsáætlun bæj- arins. Sigurður leit til mín, næstum feimnislega, og sagði „ég skal aðstoða þig við þetta ef þú vilt Kristjana mín," vorum við þó í sitt hvorum flokki þá. Seinna, þegar ég hafði sagt mig úr mínum flokki, bað Sigurður mig að setjast í heiðurssæti bæjarstjórnar- lista Sjálfstæðisflokksins í Vest- mannaeyjum, kannski í óþökk ein- hverra en hann skynjaði réttilega að fulltrúi eldra fólksins ætti erindi Ifka. Var mér mjög ljúft að verða við þess- ari ósk hans. Sigurður var mjög áhugasamur um starf- semi Félags eldri borg- ara. Fyrir nokkrum ár- um afhenti hann félaginu stóran sal til af- nota sem púttsal, lét endurbyggja á eigin kostnað og lét það fylgja með að ekM þyrftum við að greiða fyrir ljós og hita. Var ég mjög stolt sem formað- ur Félags eldri borgara við afhendingu. Er þessi rausnaiiegi stuðningur Sigurðar áreiðanlega einsdæmi og enginn var glaðari en hann þegar hann fylgdist með hve salurinn nýttist okkur vel. Sigurður var, eins og þeir vita sem til þekktu, mjög önnum kafinn at- hafnamaður og mikilhæfur leiðtogi en svo skipulagður að hann virtist alltaf hafa nægan tíma. Hann var einnig hinn trausti umhyggjusami heimilis- faðir sem unni fjöiskyldu sinni mjög og lærdómsríkt var að sjá hve sam- rýndir feðgarnir voru sem fylgdust svo oft að í leik og starfi og bera drengirnir kærleiksríku uppeldi for- eldra sinna fagurt vitni, góðar minn- ingar munu gefa þeim styrk til að tak- ast á við sorgina og lífið framundan. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt hjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíílega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabM (Tómas Guðm.) Fjölskyldu Sigurðar sendi ég sam- úðarkveðjur mínar og kveð kæran vin með söknuði og virðingu. Kristjana Þorfinnsdóttir. ANNA BJÖRNSDÓTTIR + Anna Björnsdóttir fæddist á Brekku, Seyluhreppi í Skaga- firði, 23. febrúar 1903. Hún lést á dvalarheim- ili aldraðra í Borgar- nesi 13. október síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Borg- arneskirkju 28. októ- ber. Vertuyfirogalltum kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman íhring sænginniyfirminni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku langamma, það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín í Borgarnes, en nú verður það tómlegt því þú ert þar ekki lengur. Þú varst alltaf svo góð og hugsaðir svo vel um alla. Þegar ég var þriggja ára og átti heima í Danmörku, sendir þú Björn afa með pening og baðst mömmu að kaupa eitt- hvað fallegt handa mér. Ég keypti mér fyrsta hjólið mitt sem ég á ennþá, þótt ég sé orðin 10 ára. Það var gaman hvað þú kunnir mikið af vís- um og sögum, alltaf gast þú sest niður með okkur systkinunum og sagt okkur eina vísu eða sögu. Þegar við komum í heimsókn til þín þá áttir þú alltaf smán- ammi í boxinu þínu til að stinga upp í okkur. Þú varst búin að lifa lengi í þessum heimi og vona ég að þú sért núna búin að' hitta langafa. Þér mun örugglega líða vel hjá honum og hann glaður að fá þig aftur til sín. Guð hugsaðu vel um langömmu mína, við systkinin eigum eftir að sakna hennar mikið. Bless, elsku langamma, nú getur þú hvflt þig. Þín Anna María. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að hand- rit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit töfvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling takmar- kast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega h'nu- lengd, - eða 2.200 slög (um 25 dá- lksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinun- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.