Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 47 GARÐYRKJA GEGN BEIN- ÞYNNINGU HAUSTIÐ í garðin- um hefur sína töfra og ekki getum við kvartað undan veðr- inu í ár. Ein ná- grannakona mín í Garðabænum taldi yfir 20 tegundir blómstrandi blóma og runna í garðinum sínum nú í 43. viku. Ymsir eru þó orðnir afhuga garð- vinnunni og telja hana til vorverka nema að koma niður haustlaukunum. Þetta er þó ekki raunin, til dæmis er þetta einn besti tíminn til þess að flytja fjölær blóm. Einnig hefur haustið reynst mér besti tíminn til þess að gróðursetja sígræn tré og lauftré, þegar þau hafa fellt laufin. Þetta hafa víst frændur vorir Danir gert lengi með góðum árangri. Ekki spillir ánægjunni við garðvinnuna frétt sem birtist í ágústhefti tímarits bandarískra skurðhjúkrunarfræðinga, AORN, sem sannfærir okkur garðeigend- ur um hollustu þessarar iðju. Rannsakendur við Arkansas-há- skóla í Bandaríkjunum hafa tengt garðvinnu forvörnum gegn bein- þynningu. Þessi frétt var birt í apríl sl. Konur 50 ára og eldri, sem vinna í garðinum að minnsta kosti einu sinni í viku, höfðu betri beinþéttni en konur sem skokk- uðu, syntu, stunduðu göngur eða þolfimi. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að æfingar þar sem reynir á með lyftingum eru gagnlegar fyrir kon- ur til að viðhalda beinþéttni. Þessi rannsókn er samt sú fyrsta sem ákvarðar hvers konar þjálfun er áhrifaríkust. Þessi þekking getur hjálpað konum til þess að velja þjálfunar- aðferðir til að viðhalda styrkleika beinanna á efri árum og auka lík- ur á fækkun einstaklinga með beinþynningu, sem þjáir nú 28 milljónir Bandaríkjamanna. Sam- kvæmt niðurstöðum könnunar- innar voru 57% þeirra 3.310 kvenna, sem tóku þátt í könnun- inni, með beinþynningu. Rann- sakað var hve oft konurnar stunduðu líkamsrækt (garðvinnu, göngur, hjóluðu, skokkuðu, syntu, lyftu eða voru í þolfimi) og borin saman beinþéttni. Hjólreið- ar, þolfimi, dans og lyftingar voru BLOM VIKUNMR 448. þáttur llmsjén Sigríöur lljartar Ein sem ekki er með beinþynningu. 79 ára sló hún vikulega 8 ha. garð. tengdar háum steinefnagildum, garðvinna og lyftingar reyndust viðhalda heilbrigðum beinmassa. Til að auka enn jákvæðan ár- angur garðvinnunnar er útiveran, sem eykur D-vítamínforðann. D- vítamín hjálpar líkamanum við upptöku á kalki. Garðyi’kjan reyndist einnig vera vinsælasta líkamsþjálfunin og eykur það já- kvæð áhrif hennar sem fyrir- byggjandi meðferðar gegn bein- þynningu. Áfram með garðvinnuna! Mun- ið bara að gera alltaf teygjuæf- ingar þegar inn er komið til þess að fyrirbyggja bakverk og strengi. A. Svala Jónsdóttir. HeimUdir: Got weeds? Yard Work Builds Strong Bones (press release, Fayettville, Ark: University of Arkansas, April 11, 2000) 1-3 http.//www.newswise.com/art- icles/2000/4/GARDEN.UAR.html. Námskeið fyrir verðandi tvíbura- foreldra LJÓSMÆÐRANEMARNIR Karit- as Haraldsdóttir og Unnur B. Frið- riksdóttir standa fyrir námskeiði fyrir verðandi tvíburaforeldra dag- ana 13., 16., 20. og 23. nóvember í húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg. Gengið á milli hafnarsvæða HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, mið- vikudagskvöld, milli hafnarsvæða í gömlu höfninni í Reykjavík. Farið verður frá Hafnarhúsinu, Miðbakkamegin, kl. 20 og gengið með höfninni út í Örfirisey og út á Eyjagarð. Þaðan til baka um Hólma- slóð, Fiskislóð og Mýrargötu að Hafnarhúsinu. Á leiðinni verður litið inn hjá Olíustöðinni í Örfirisey. Ailir eru velkomnir. Erum flutt í Bæjarlind 1, Kópavogi (Blátt hús) sími 544 8001 fax 544 8002 netfang vefur@centrum.is Verslunin Vefur af öllum ulpum og kuldaskóm ||: Opiö alla virka daga frá kl. 8:00- 18:00 og laugardaga frá kl. 10:00-14:00. Bl J|| Hl il k i\ j| SlkH - Næg bílastæði - Grandagarði 2 ! Reykjavík | sími 580 8500 i fax 580 8501 I ellingsen@ellingsen.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.