Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Byggjum betri Háskóla í MORGUNBLAÐINU þann 25. október síðastliðinn svarar menntamálaráðherra þeim mikla fjölda stúdenta sem skrifaði undir póstkort til hans með áskorun um aukin framlög til byggingaframkvæmda við Háskóla Islands. Síðastliðinn áratug hefur nemendum skólans fjölgað um 47%. 2.141 fleiri nem- endur stunda nám við skólann í dag en 1989. Eina byggingin sem bæst hefur við húsa- kost Háskólans á þessum tíma er Hagi við Hofsvallagötu þar sem 75 nemendur stunda nám. Háskól- inn hefur þurft að koma hinum mikla fjölda nemenda fyrir í þeim byggingum sem fyrir eru og afleiðingin er verulegt aðstöðuleysi við skólann. I ljósi þessa eru nokk- Ráðherra getur ekki á þennan hátt, segir Eirfkur Jónsson, fírrt sig eða aðra ráðamenn ábyrgð á aðstöðuleysinu við skólann. ur atriði í skrifum ráðherra sem gefa tilefni til svara og ábendinga. Skýr vilji stúdenta og Háskólans í fyrsta lagi gefur ráðherra í skyn að póstkortasendingin marki upphaf að nýrri kröfugerð stúd- enta, þ.e. að í fyrsta sinn sé krafist aukinnar hlutdeildar ríkisins í byggingaframkvæmdum. Ég hef setið í Stúdentaráði síðustu tvö starfsár ráðsins. Bæði árin hafa húsnæðismálin brunnið mjög á stúdentum, oft hefur verið ályktað um þau, margar greinar verið rit- aðar og ræður fluttar. Hér er ekki um stefnubreytingu að ræða held- ur var gripið til herferðarinnar þar sem í nýju fjárlagafrumvarpi er ekki tekið tillit til margítrekaðra óska. Enn fremur nefnir ráðherra að vilji Háskóla íslands þurfi að vera skýr. Óhætt er að fullyrða að vilji Háskóla íslands sé skýr. Nægir að vísa til fundargerðar síðasta há- skólafundar sem fram fór í maí. Þar fór rektor Háskóla íslands yf- ir þrjú meginviðfangsefni skólans á næstunni og um eitt þessarra atriða segir orðrétt í fundargerð- inni: „Unnið verði hratt að því að bæta húsnæðismál Háskóla ís- lands. Þar hafi forgang að ljúka við byggingu Náttúrufræðahúss á næstu tveimur árum. Þar þarf rík- isvaldið að koma til með aukið fé.“ Um þetta er mikill einhugur jafnt meðal nemenda og starfsmanna og skýtur því skökku við að ráðherra skuli gefa í skyn að einhver vafi sé um þessa kröfu innan skólans. Jafnt nemendur sem kennarar gera sér grein fyrir því mikla að- stöðuleysi sem skólinn býr við og vilja að ríkið komi til hjálpar. Ábyrgð ráðamanna Ráðherra segir að framganga forystumanna Stúdentaráðs í Aðsendar greinar á Netinu vg> mbl.is _ALLTAf= eiTTH\SA£> f'JÝTT þessu máli sé ótrúverðug þegar fullyrt er að ríkisvaldið sé að bregðast Háskóla íslands. Ríkis- valdið hafi þegar staðið við sam- komulag um kaup á Atvinnudeild- arhúsinu og framlög vegna Norrænu eld: fjallastöðvarinnar. I þessum orðum ráð- herra kristallast það sem stúdentar eru að gagnrýna og krefjast breytinga á. Á fjár- lögum síðustu fjög- urra ára hefur ríkið ekki varið neinu til byggingaframkvæmda við Háskóla íslands utan þessa samkomu- lags. Þær 30 milljónir sem nú er gert ráð fyrir breyta nánast engu enda vantar 900 milljónir til að klára Náttúrufræðahúsið. Þegar stúd- entar mótmæla sívaxandi þrengsl- um er sérkennilegt að segja að ríkið hafi ekki brugðist þar sem staðið hafi verið við kaupsamning á ákveðnu húsi frá Háskólanum! Menntamálaráðherra getur ekki á þann hátt firrt sig eða aðra ráða- menn ábyrgð á aðstöðuleysinuenda er hann yfirmaður menntamála á íslandi. Sjálfdæmi Háskólans Síðast en ekki síst segir ráð- herra að hin háværa krafa for- ystumanna Stúdentaráðs á hendur ríkinu veki spurningu um hvprt þeir vilji afnema sjálfdæmi HÍ í byggingamálum sínum og svipta skólann þeim tekjum sem frá happdrætti hans koma. Ég veit ekki hvað í okkar málflutningi vek- ur þessar spurningar ráðherra. Ég get ekki séð á hvaða hátt aukin framlög til byggingaframkvæmda á fjárlögum ættu að svipta skólann sjálfdæmi. Því síður sé ég af hverju við stúdentar ættum að am- ast við því sjálfsaflafé sem Háskól- inn hefur enda hefðu engar bygg- ingar risið við Háskólann án þess. Ég tel raunar einsýnt að ríkisvald- ið láti tekjur af Happdrætti Há- skólans renna óskertar til Háskól- ans og Háskólinn hætti að greiða gjald í ríkissjóð fyrir einkaleyfið. Hér er um tugi milljóna að ræða á ári sem mundu strax létta á fjár- hagnum. Nú er nauðsyn Ég get tekið undir með ráðherra að innan Háskóla íslands þurfi menn að endurmeta stefnu sína í byggingamálum. Háskólinn þarf að vera opinn fyrir öllum fjár- mögnunarleiðum og bygginga- framkvæmdir að taka mið af hag- kvæmni og skynsemi. Ríkisvaldið getur hins vegar ekki ýtt frá sér vandanum með þessum hætti. Há- skóli íslands er stærsti ríkisskóli landsins, á honum bera ráðamenn ábyrgð og það gengur ekki til frambúðar að hann þurfi að skapa sér allt byggingafé sjálfur. Það höfum við stúdentar orðið áþreif- anlega varir við á undanförnum misserum. Skilaboð stúdenta og Háskólans eru skýr - ríkisvaldið þarf að leggja fram sinn skerf til bygg- ingaframkvæmda við skólann. Það má ekki líða heil nemendakynslóð þar til sá langþráði áfangi sem er í smíðum verði tekinn í notkun. Menntamála-ráðherra segir í grein sinni: „Ég hef aldrei útilokað að kanna frekari aðkomu ríkissjóðs að Náttúrufræðahúsinu en hef ekki einn vald á því.“ Hann má vita að stúdentar munu styðja dyggilega við bakið á honum í þeirri baráttu sem fram undan er um fjárlög ársins 2001! Höfundur er formaður Stúdentaráðs. Eiríkur Jónsson Ég bað ekki um að verða öryrki - ég vil ekki vera öryrki ENGINN veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og á það ekki síst við um heilsuna. Þeir sem eru svo lánsamir að hafa fæðst heilbrigðir og hafa haldið góðri heilsu ættu að hafa mann- dóm til að þakka í stað þess að líta niður á veikindi og örorku. Og þeir sem ekki deyja ungir eldast hvort sem þeir vilja eða ekki - og vert að hafa líka í huga að enginn hefur tryggingu fyrir að geta ekki veikst eða slasast og orðið öryrki, áður en að ellinni kemur. Kannski þeir þing- menn sem telja öryrkja of vel haldna öfundi þá og haldi að örorka sé eitt samfellt sumar- og vetrarfrí. „í hverju þjóðfélagi eru alltaf einhverjir sem ekkert kerfi getur hjálpað," segir Hjálmar Jónsson í grein í Mbl. hinn 19. okt. og virðist þar vera að taka undir með Pétri Blöndal og skoðunum hans um drykkju og óráðsíu öryrkja og aldr- aðra. Og Pétur ítrekar enn fyrir- litningu sína á öryrkjum og öldruð- um í langri grein í Mbl. hinn 21. okt. þar sem hann reynir enn að sannfæra þjóðina um að hann viti að helstu vandamál öryrkja og eldri borgara séu áfengisvandamál og óráðsía í peningamálum. Ég vil hins vegar minna á hóp - að vísu smáan - sem ætti að tilheyra þessu vandræðaliði, öryrkjum og öldruð- um, sem „aldrei hafa nóg“ - það eru þingmenn þjóðarinnar, sem höfðu aldeilis prýðisgóð laun en fannst þeir „ekki hafa nóg“ og hækkuðu laun sín hraustlega strax eftir síðustu kosningar. Halda þeir að þjóðin sé búin að gleyma þessu? Alltént ekki öryrkjar og ellilífeyris- þegar. Báðir þingmennirn- ir tala líka um að erf- itt sé fyrir börn að al- ast upp innan um mikla óreglu. Ég sé engan samnefnara með því og lífeyris- málum öryrkja og aldraðra. Þeir sem eru ellilíf- eyrisþegar núna er sú kynslóð sem engu eyddi, sparaði og gjörnýtti allt og kom upp sínu íbúðarhús- næði án þess að geta fengið lán. Það sem hver og einn hafði í höndunum varð að duga ef kaupa þurfti eitthvað, því þá voru ekki krítarkort og ávisanahefti með yfir- drætti. Fyrst var aflað og síðan eytt, en ekki öfugt eins og tíðkast í dag. Þótt fólk eigi húsnæði þegar komið er á efri ár er ekki alltaf auðvelt að minnka við sig, þótt ekki væri nema íyrir það að þegar fólk fer að eldast vex því í augum að pakka saman og flytja, hefur ein- faldlega hvorki líkamlegt né and- legt þrek til þess. Og hvers vegna má fólk ekki eiga sín heimili í friði þótt það sé farið að eldast? Ekki er nú offramboðið á dvalarheimilum fyrir aldraða, sérhannað húsnæði fyrir eldri borgara rándýrt og sjúkra- og endurhæfingarstofnanir allar í fjársvelti. Laun vegna um- önnunar svo lág að illmögulegt virðist að manna stöður, allt of langur biðlisti á Reykjalundi og dvöl á HNLFI ekki á færi fjárvana fólks. Skrítinn „sparnaður“ að spara endurhæfingu sjúkra og aldraðra. Hverjir þurfa mest á þjónustu sjúkrastofnana og endur- hæfingarstofnana að halda ef ekki einmitt öryrkjar og aldraðir? Þetta fjársvelti undirstrikar mjög svo Lífeyrismál Hvernig geta þingmenn ákveðið, spyr Guðrún Jóhannsdóttir, að ör- yrkjar og ellilífeyrisþeg- ar hafí úr nógu að spila fyrst raunverulegur framfærslukostnaður virðist hvergi liggja ljós fyrir? rækilega fyrirlitningu ráðamanna þjóðarinnar á örorku og elli. Að hnýta í fólk sem lent hefur í því að missa eigur sínar eftir að hafa „skrifað uppá“ fyrir börn sín eða aðra nána vandamenn er að hengja bakara fyrir smið. Nú til dags er framboð á lánum komið langt úr öllu hófi og þeir sem ekki hafa vanið sig á að eyða fyrst og afla svo átta sig einfaldlega ekki á þessu. Vita ekki að skuldarinn og bankinn semja um greiðslufrest á greiðslufrest ofan á kostnað ábyrgðaraðilans án þess að hafa hann með í ráðum á nokkurn hátt. Svo kemur bara upppboðstilkynn- ing þegar skuldin er orðin nógu há til að lánastofnunin telji tímabært að hrifsa til sín eigur ábyrgðar- mannsins. Það er meira en nóg áfall fyrir fólk að missa eigur sínar fyrir ábyrgðarleysi banka og lánastofn- ana þótt ekki sé í ofanálag verið að hnýta í það og það frá sjálfu Al- þingi, sem hefði fyrir löngu átt að vera búið að sjá sóma sinn í að setja lög til að vernda saklaust fólk fyrir þessari gróðahringekju lána- Guðrún Jóhannesdóttir Nýbúar, ekki bara gest- ir heldur líka kennarar í ÁRSSKÝRSLU Samtaka atvinnulífsins kemur fram að full- nægja verði umfram- eftirspum eftir 10.000 störfum á vinnu- markaði til ársins 2010, ef halda á að meðaltali árlegri 3% hagvaxtaraukningu. Þörfin er tvenns kon- ar; annars vegar fyrir ómenntað fólk sem er tilbúið að inna af hendi vinnu sem Is- lendingar fást ekki til að vinna, hvort sem það er vegna launa- kjara, tegundar vinn- unnar eða vinnusvæðis. Hin tegundin er sérhæfð vinna sem al- mennt er vel launuð, en mjög fáir íslendingar hafa þá tæknilegu þekkingu og reynslu sem störfin krefjast. I 42. tölublaði Vísbending- ar kemur fram að lífeyrisbyrði eigi eftir að þrefaldast á hálfri öld. Alls er óvíst hvemig allir lífeyrissjóðir landsins geti staðið við þessar skuldbindingar, sér í lagi þar sem hlutfall aldraðra fer hækkandi og sífellt minni hluti vinnandi manna borgar fyrir ört vaxandi fjölda líf- eyrisþega. Ef íslendingar eiga að viðhalda þeim lífsgæðum sem þeir hafa vanist síðustu árin verður fjöldi vinnandi fólks að stóraukast. Spurningin er hvar á að nálgast þetta vinnuafl, sér í lagi þar sem atvinnustigið er eitt hið alhæsta sem gerist í heimum í dag. Atvinnuleysi er þegar vel undir jafnvægis- atvinnuleysi (lægsta atvinnuleysisstig sem ekki veldur þenslu, nú áætlað um 2,6%). ís- lendingar eru lengst allra Evrópuþjóða á vinnumarkaði eða að jafnaði til 67 ára ald- urs miðað við tæplega 60 ára meðaltal í ESB- ríkjunum. Loks er hlutfall vinnandi kvenna líka það hæsta í Evrópu. Enn fremur má gera ráð fyrir að sífellt hærra hlut- fall ungs fólk fari að stunda há- skólanám og komi því seinna á vinnumarkaðinn, en eins og kom fram í nýlegri skýrslu um sam- keppnishæfni þjóða er ísland eftir- bátur annarra OECD-þjóða hvað varðar fjölda háskólamenntaðra á vinnumarkaði. Flestum hlýtur að vera ljóst að íslendingar verða að velja á milli þess að raunkjör þeirra skerðist töluvert eða þess að bjóða hingað talsverðum fjölda erlendra starfs- manna. Sá böggull fylgir þó skammrifi að ef það á að takast verður viðmót og viðhorf íslend- inga til erlendra starfsmanna og fjölskyldna þeirra að breytast mik- ið. Algengt viðhorf gagnvart er- lendpm starfskröftum er að þeir séu einungis gestii- og eigi að haga sér í samræmi við það. Sú túlkun er yfirleitt á þá leið að útlendingar verði að haga sér eins og fslending- ar, tala íslensku og helst líta út eins og íslendingar. Oft er litið á inn- flytjendur sem „atvinnubetlara", og að betlarar eigi ekki að geta valið hvað þeir fá í bollann. Ekki er gerð krafa um að íslendingar þurfi sjálf- ir að aðlaga sig breyttu og alþjóða- væddara umhverfi. Einmitt þetta viðhorf hefur hindrað margan út- lendinginn við að setjast hér að, hvort sem það hefur verið í styttri eða lengri tíma. Sama gildir um fs- lendinga sem eiga erlendan maka. Þeir koma síður heim aftur af ótta við virðingarleysi samlanda fyrir séreinkennum erlends maka. í fjárhagslegu tilliti er þetta við- horf mjög skaðlegt, sérstaklega ef tekið er tillit til seinni hóps erlends vinnuafls, þ.e.a.s. sérfræðinga. Al- gengt er að menntunarfjárfesting í manni eða konu með meistara- eða doktorsnám er eitthvað um 7 millj- ónir króna. Margar þjóðir hafa lagt mikið á sig við að laða slíkt vinnuafl til sín, enda um verulega verð- mætatilfærslu að ræða. Þess má geta að nær allar ríkustu þjóðir Andri Ottesen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.