Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 57 Jr~- BRIDS FYRIR réttum 75 árum lagðist skemmtiferðaskipið Finnland að í höfninni í Havana á Kúbu eftir 9 daga siglingu frá Kaliforníu um Panama-skurðinn. Þetta hafði verið hugguleg ferð og allir um borð áttu ánægjulega daga. Það er þó ekki ástæða þess að siglingarinnar er enn minnst, heldur sú að auðkýfing- urinn Harald S. Vanderbilt, sem var meðal farþega, prófaði þar í fyrsta skipti nýja útfærslu á spilinu brids. Fram að þessu hafði svonefnt auction brids notið talsverðra vin- sælda en í einföldustu mynd voru reglur þess spils þær að spilarar sögðu lit og grand eins og nú er gert, en væri stoppað í 2 spöðum og teknir 12 slagir fékkst slemmubón- us% Ýmsir höfðu velt fyrir sér reglum um að verðlauna nákvæmar sagnir, og ákveðin skref í þá átt voru stigin í spilinu plafond sem mikið var spil- að í Frakklandi í byrjun 20. aldar. Vanderbilt fékk hins vegar þá nýju hugmynd að gefa aukastig fyrir að segja og vinna slemmur og geim, hann stakk upp á að teknar væru upp mismunandi hættur eftir því hvort geim eða slemma hefði unnist og auka þannig stigagildi sektar- slaga og verðlauna fyiir að setja og vinna réttu samningana. Vanderbilt sagði sjálfur svo frá að hann hefði vikurnar á undan búið til þessar nýju reglur og stigatöflu og prófað að spila nýju útfærsluna um borð í Finnlandi við þrjá auction-bridsspilara. Hann sagði að þeir hefðu velt fyrir sér hvað ætti að kalla nýjungar eins og þá að gildi sektarstiga hækkaði eftir að geim hefði unnist. Þeir fundu ekki annað svar en að kalla þetta „geim unnið“ þar til kona um borð stakk upp á að tala um „á hættu“ og „utan hættu“. Einn úr spilahópnum, Francis 75 ár liðin frá skemmtisiglingu Vanderbilts Bacon III, sagði hins vegar söguna á nokkuð annan hátt. Hann sagði að konan umrædda hefði að kvöldi 31. október 1925 komið þar sem fjór- menningamir sátu og spiluðu plaf- ond. Konan kom með ýmsar tillög- ur að breytingum á spilinu og sagði þær byggðar á spili sem hún hefði spilað í Kína. Afskiptasemi konunn- ar hafí farið í taugarnar á Vand- erbilt en daginn eftir hafí hann sest og búið til nýja stigatöflu fyrir brids sem notuð var nánast óbreytt næstu hálfu öld. Um kvöldið settust félagamir að spilum á ný, fóru eftir nýju stigatöflunni og því er fæðing- ardagur Contract brids talinn vera 1. nóvember. Vanderbilt sagði að þeir félag- arnir hefðu skemmt sér svo vel yfir spilinu að þegar hann kom til New York gaf hann nokkram vinum sín- um vélrituð eintök af nýju reglun- um og stigakerfinu. Og á nokkrum mánuðum hafði þessi nýja útfærsla farið eins og eldur í sinu meðal bridsspilara og 3-4 áram síðar hafði auction-brids liðið undir lok, allir spiluðu nýja spilið. Vanderbilt kom raunar fram með fleiri nýjungar í brids sem reynst hafa lífseigar. Hann bjó til dæmis til fyrsta sagnkerfið þar sem opnun á 1 laufí er sterkasta opnunin. Hann skrifaði nokkrar bækur um þetta kerfi í kringum 1930 en þær og kerfið féllu í gleymsku næstu áratugina. Það var ekki fyrr en Bláa sveitin ítalska fór síðla á sjötta áratugnum að spila sagnkerfi sem byggðust á sterku laufi að áhugi vaknaði að nýju á Vanderbilt- kerfinu og höfundur- inn skrifaði nýja bók um kerfið árið 1964. Segja má að þetta kerfi sé grundvöllur Precision-kerfisins sem margir þekkja; helsti munurinn er að Vanderbilt vildi opna á 4-liti í hálit, en Precis- ion byggir á 5-lita opnunum. Bridge eða biritch Uppruni bridsspilsins er ekki með öllu ljós. Skyldleikinn við vist er óumdeildur og spilið náði tölu- verðum vinsældum á síðari hluta 19. aldar. Talið að upprunann mætti rekja til Tyrklands eða Rússlands og var nafn spilsins lengi talið dreg- ið af rússneskri vist sem nefndist biritch. Nú er hins vegar talið lík- legast að bæði uppruna spilsins og nafn þess megi rekja til Istanbúl í Tyrklandi. í tyrkneskum heimild- um frá 1854 kemur fram að breskir hermenn, sem börðust í Krím-stríð- Ely Culbertson Noj-ður * AK5 v G964 ♦ 1095 + D84 Vestur A G9873 v D87 ♦ 7643 ♦ G Austur A 2 v 103 ♦ ÁKD82 + 76532 inu, hafi búið til nýtt spil meðan þeir dvöldu í borginni. Þetta spil hafi fengið nafnið bridge, eða brú, eftir Galata- brúnni sem lá á milli borgarhluta Istanbúl. Yfir þessa brú fóru hermennirnir á hverjum degi til að fara á kaffihús og spila brids. Hvað sem rétt er um það náði brids miklum vinsældum um allan heim þegar líða fór á 20. öldina. Rússneska innflytj- andanum Ely Culbertson er m.a. þakkað hve spilið breiddist hratt út en hann byggði um tíma töluvert fjármálaveldi á sagnkerfi sem hann þróaði og vakti athygli á því og sjálfum sér með ýmsum hætti. Hann skoraði m.a. á höfund annars sagnkerfis, Harald Sims, í einvígi sem vakti mikla athygli í fjölmið- lum. Aðrir spilarar sem náðu heimsfrægð á uppvaxtarárum bridsins voru m.a. Howard Schenk- en, Charles Goren og Waldemar von Zedtwitz. Saga þessara manna verður ekki rakin nánar hér en látið nægja að birta eitt spil þar sem nokkrir þeirra komu við sögu: Suður A D1064 v ÁK52 ♦ G A ÁK109 Þetta spil mun hafa komið fyrir árið 1932 í bandarískri lands- keppni sem kennd var við Harald S. Vanderbilt en hann gaf verð- launin. Þessi keppni er raunar enn við lýði. Þeir Vanderbilt og Von Zedtwitz sátu NS en AV sátu Shenken og maður að nafni Brace AV. Sagnirnar sýna vel hvernig spil þróuðust upp í einskonar sagn- einvígi þegar bestu spilarar þessa tíma mættust: Vestur Norður Austur ltíguli Suður dobl 2grönd dobl 3spaðar dobl pass pass 4 tíglar 4 hjörtu pass pass 5 tíglar 5 hjörtu// Blekkisagnir voru landlægar á þessum tíma og því þóttu sagnir eins og 2 grönd og 3 spaðar ekkert tiltökumál, en báðir spilararnir í AV vonuðust til að fá að spila tíg- ulsamning að lokum. En Vanderbilt og Von Zedtwitz létu ekki slá sig út af laginu. Dobl Vanderbilts á 2 grönd var ekki til úttektar en Von Zedtwitz treysti á að norður ætti hjartastuðning fyrst hann passaði 4 hjörtu og fór sjálfur upp á 5. sagnstig. 5 hjörtu unnust síðan auð- veldlega. Guðm. Sv. Hermannsson * /INNLENT Leigj endasamtökin vilja evrópska húsnæðisstefnu EFTIRFARANDI ályktun var sam- þykkt á aðalfundi Leigjendasamtak- anna sem haldinn vai- í MÍR-salnum í Reykjavík 28. október sl: ,Aðalfundur Leigjendasamtak- anna haldinn í Reykjavík 28. október 2000 lýsir yfh- neyðarástandi á leigu- mai-kaði hér og alvarlegum skorti á félagslegum úrræðum í húsnæðis- málum. Fátækt fólk og illa statt í lífsbarátt- unni ræður ekki við núverandi verð- lag á húsnæði. Hvergi í veröldinni hefur reynst mögulegt að leysa hús- næðismál fólks með eðlilegum hætti á viðskiptagrundvelli einum saman. Fundurinn vekur athygli á því að skuldir íslenskra heimila voru 560 milljarðar kr. hinn 1. júlí sl. og hækka nú um 7 milljarða kr. á mánuði. Lítið má út af bera til þess að af hljótist al- varleg vandamál. Fundurinn hafnai- þeirri spila- mennsku með fjöregg þjóðaiinnar sem hér er stundað af stjórnvöldum og krefst þess að mótuð verði félags- leg stefna í húsnæðismálum, að húsa- leigubætur verði skattlausar eins og hjá öðram þjóðum og hafin skipuleg uppbygging leigumarkaðar með traustum leigumiðlunum svo Reykja- vík verði ekki áfram eina borgin í heiminum þar sem ekki er hægt að taka íbúð á leigu með öruggum og eðlilegum hætti. Fundurinn krefst þess að hér verði komið á evrópskri húsnæðisstefnu í stað hinnar íslensku sveitamennsku og lagalegur réttur leigjenda aukinn í samræmi við það. Þá krefjast Leigj- endasamtökin þess að útburður á fólki vegna fátæktar verði bannaður með lögum. Leigjendasamtökin era sem fyrr tilbúin til samstarfs við stjórnvöld og aðra um þessi mál.“ Eftirfarandi voru kjörnir í stjórn: Jón Kjartansson og Þórir Karl Jónas- son vora endurkjömir formaður og varaformaður og aðrir í stjóm eru: Bjarni Jakobsson, Bh-na Stein- grímsdóttir, Ástríður Helga Helga- dóttir, Sigrún Reynisdóttir, Metúsa- lem Þórisson, Olína Pétursdóttir, Þóra Jónsdóttir, Sigvarður Ari Ara- son, Þórhallur Þórhallsson, Júlíus Valdimarsson og Tryggvi Garðars- son. IOg svo fór ég að hugsa •. • Og núna versla ég bara vítamín, heilsunnar vegna Apótekin ÓB er Ifka í Borgarnesi Baröarstaðir í Staöahverfi Snorrabraut Knarrarvogur Bæjariind í Kópavogi Arnarsmári í Kópavogi Viö Fjarðarkaup í Hafnarfiröi , Holtanesti í Hafnarfiröi Auðveit! Hreinn sparnaður! Starfsmaður okkar verður við bensínsjálfsalann á ÓB stöðlnni við Bæjarlind í Kópavogi og leiðbeinir þér frá kl. 10-20 alla daga. Lærðu að spara og þú færð ókeypis bílþvott í Glans bflaþvottastöðinni að launum. Þetta er því hreinn sparnaður fyrir þig! 9 stöðvar - opnar allan sólarhringinn! «dýrtbensin j.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.