Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 64. FÓLK í FRÉTTUM Ljósraynd/Ari Allansson Pedro Almodovar og John Waters spígspora um sviðið á Kvikmyndahátíðinni í San Sebastian. Keppnin um Gullnu skelina Sir Michael Caine tekur á móti Donostia verðlaununum. Kvikmyndahátíð var haldin í 48. skipti í San Sebastian á Spáni á dög- unum. Ari Allansson var á staðnum og fylgd- ist með gangi mála. ALÞJÓÐLEGA kvikmyndahátíðin í San Sebastian nálgast óðfluga hálfrar aldar afmæli sitt og á sér glæsta sögu. Þær kvikmynda- stjömur, sem heiðrað hafa hátíðina og hefur verið sómi sýndur af henni eru meðal annarra Orson Welles, Elizabeth Taylor og Antonio Band- eras. í þetta sinn voru stórleikar- arnir Sir Michael Caine og Robert de Niro viðstaddir hátíðina til að veita viðtöku heiðursverðlaunum fyrir æviframlag sitt í þágu kvik- myndanna. Þar að auki var Caine við frumsýningu á sinni nýjustu mynd Shiner. Gullna skelin Borgin San Sebastian er á Norð- ux--Spáni í Baskalandi og stendur við afar fallega vík, sem löguð er eins og hörpuskel og dregur aðal- verðlaunagripur hátíðarinnar nafn sitt af henni. Gullna skelin nefnist gripurinn og er hún veitt af átta manna dómnefnd, þeirri mynd sem skara þykh- fram úr á hátíðinni. Myndunum á hátíðinni er skipt í flokka og innan þeirra keppa þær sín á milli. Aðalflokkur hátíðarinn- ar er svonefnt opinbert úrval en þar kepptu í ár 15 myndir frá 10 löndum um hina áðurnefndu Gullnu skel. í svonefndum opinberum flokki kepptu myndir sem unnið hafa til verðlauna á öðrum kvik- myndahátíðum og aðrar sem sér- stök ástæða þykir til að sýna. Myndirnar í þessum flokki komu víða að en flestar þó frá löndum rómönsku Ameríku og Spáni. Bret- land og írland áttu sína fulltrúa og Bandaríkin einnig. Frá meginlandi Evrópu komu nokkrar myndir, frá Frakklandi og Þýskalandi aðallega. Hátíðin gerir kvikmyndagerð í hin- um spænskumælandi heimi hátt undir höfði og hvorki fleiri né færri en 39 myndir voru sýndar í þeim flokki og gróskan í kvikmyndagerð þar er mikil um þessar mundir. Markmið hverrar kvikmyndahá- tíðar hlýtur að vera að gefa áður óþekktum listamönnum tækifæri á að koma sér og myndum sínum á framfæri, jafnframt því að gefa gestum sínum færi á að njóta verka þeirra sem þegar hafa skapað sér nafn. Hátíðin í San Sebastian tókst sérlega vel að þessu leyti. Fimm ungir leikstjórar börðust sín á milli um nafnbótina besti nýi leikstjór- inn, og verkum ítalska snillingsins Bernardos Bertoluccis voru gerð góð skil. Einnig voru myndir breska leikstjórans Carol Reeds sýndar á hátíðinni og ekki laust við að sæluhrollur hríslist niður bak kvikmyndaáhugamanna við að sjá klassísk meistaraverk eins og Priðji maðurinn á hvíta tjaldinu. Fjandans kvenfólkið Myndin sem í ár hlaut Gullnu skelina heitir La perdición de los hombres og er eftir mexíkóska leik- stjórann Arturo Ripstein, en ferill hans innan rómanskrar kvik- magga Stína og duergarnir 7 WÁ 4« A ' % ímrdá" \ miduikudaginn 1. nóuember kl. 21:00 °00 Tfllsímgjörningurinn Telefónían ólfur Kristjánsson steikir skífur ■ inn, 800 fyrir Tfllsmenn. Forsala 112 Tónum C T3L IFRESCAl myndagerðar er langur og glæsi- legur. Á sjötta áratugnum vann hann meðal annars með Luis Bunu- el að kvikmyndinni E1 angel ext- erminador og árið 1999 kvikmynd- aði hann skáldsögu Gabríel García Marquez um Liðsforingjann sem skrifaði aldrei bréf. í frægu mexík- ósku þjóðlagi segir: „La perdición de los hombres son las maltidas mujeres“ eða „fjandans kvenfólkið er ástæðan fyrir glötun karl- manna“. Þetta viðhorf endurspegl- ast í titli myndarinnar og efni hennar. Fall aðalkarlkaraktersins í myndinni orsakast einmitt af köld- um kvennaráðum. Áberandi var hversu góðar þær mexíkósku myndir eru, sem sýndar voru á há- tíðinni og vert að minnast sérstak- lega á eina þeirra sem nefnist Am- ores perros, kröftug mynd sem hreppti verðlaun gagnrýnenda á kvikmyndahátíðinni í Cannes. íranskur Svíi verðlaunaður Kvikmyndir frá suður-ameríku eiga ekki greiðan aðgang að kvik- myndahúsum hér á norðurhjaran- um, sem er miður því kvikmyndir eru öflugur miðill til að kynnast menningu og hugsunarhætti fólks í fjarlægum löndum. Við íslendingar virðumst vera að koma okkur á kortið í kvikmyndaheiminum og um leið og fjarlægar þjóðir fá tækifæri til að sjá íslenkar bíómyndir kynn- ast þær menningu okkar og hugs- unarhætti. Þetta gildir að sjálf- sögðu fyrir okkur Islendinga líka. Kvikmyndir frá framandi menning- arheimum eru krydd í tilveruna. Fleiri verðlaun voru veitt á hátíð- inni og runnu þau flest til mynda úr flokki mynda frá hinum spænsku- mælandi heimi. Svíar héldu þó merki norrænna þjóða á lofti þegar hinn íransk ættaði Reza Parsa var útnefndur besti leikstjórinn fyrir myndina Fore Stormen. Hugljúf og falleg mynd, sem gerist í sænskum smábæ og fjallar um vináttu 12 ára drengs og íransks leigubílstjóra, sem hefst þegar þeir þurfa báðir að axla ábyrgð á eigin athöfnum. Eins og áður sagði var hátíðin í ár með veglegu sniði. Hvergi var til sparað og hver stórstjarnan á fætur ann- arri spígsporaði um rauða dregiE inn. Sérstaklega lá vel á þeim Pedro Almodovar, sem nýtur mik- illar virðingar í heimi latneskrar kvikmyndagerðar, og bandaríska leikstjóranum John Waters, sem var viðstaddur hátíðina með sína nýjustu mynd Cecil B.deMented. 5 ára afmælisvika V til sunnudagsins 5. nóvember É 20% afsláttur 1 af öllum vörum Sendum í póstkröfu Fylgstu með afmæiisleik okkar á FM 95,7 Giæsileg verðlaun KNiCKERBOX Laugavegi 62 Sími 551 5444 Frescahanastél á uægu KNICKERBOX Kringlunni Sími 533 4555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.