Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 72
Heimavörn SECURITAS Sími: 580 7000 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 1. NOVEMBER 2000 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Litlar skcmmdir urðu á vélinni og hvorki flugmann né farþega sakaði þegar flugvélin skall á brautinni. Eldsneyt- isverð hækkar í dag ELDSNEYTISVERÐ hækkar í dag hjá öllum olíufélögunum; Skeljungi, Olíufélaginu - ESSO og Olís. Skipaolía hækkar mest, um 3,30 kr. lítrinn, eða um tæp 10 prósent frá síðustu mánaða- mótum. Lítrinn fer í 37,70 krónur. Dísilolía hækkar um 1,60 kr. eða um rúm 3% og fer lítrinn í fyrsta sinn yfir 50 krón- ur, verður 51,50 krónur eftir hækkun. Bensín hækkar um 1,40 kr. Bensínlítrinn hækkar um 1 krónu og 40 aura, verðið fer í 98 krónur á 95 oktana bensíni og í 102,70 krónur á 98 oktana bens- íni. Talsmenn olíufélaganna segja að ástæðu hækkunar nú sé einkum að leita í hækkandi heimsmarkaðsverði á olíu og hækkun dollars gagnvart ís- lensku krónunni. Þetta er í níunda sinn á árinu sem eldsneytisverði er breytt hér og þar af hefur það hækkað í sjö skipti. Frá áramótum hef- ur 95 oktana bensín hækkað um 12%, 98 oktana bensín um 11%, dísilolía um 35% og skipa- olía um rúm 54%. Þá hækkar svartolía einnig um þessi mán- aðamót, eða um 5% og selst tonnið nú á tæpar 30 þúsund krónur. ■ Skipaolía hækkar/11 Fékk höggvind og brotlenti LÍTIL eins hreyfils flugvél brotlenti á suður-norður flugbraut Reykjavík- urflugvallar síðdegis í gær. Tveir menn voru um borð og sakaði hvor- ugan. Sjónarvottur taldi flugmann hennar hafa ætlað að hætta við lend- ingu og því dregið upp hjólabúnað hennar. Vélin er þá talin hafa orðið fyrir svokölluðum höggvindi sem er skyndilegt niðurstreymi. Skipti þá engum togum að vélin skall á flug- brautinni úr lítilli hæð. Vélin er fjögurra sæta einshreyf- ilsvél af gerðinni Cessna C-172 Cutlass og ber einkennisstafina TF- GTR. Flugskóli íslands notar vélina til kennsluflugs og voru flugkennari og nemandi um borð í vélinni þegar óhappið varð. Þeir höfðu verið við æfingaflug í um eina og hálfa klukkustund. Þar sem vélin er notuð til kennslu eru tvö stýri í henni, eitt fyrir nemanda og annað fyrir kenn- ara. Skúli J. Sigurðarson hjá rann- sóknamefnd flugslysa segir að ekki liggi ljóst fyrir hvers vegna hjóla- búnaður var uppi þegar vélin hafnaði á maganum á brautinni. Hann segir að mikil ókyrrð hafi verið í lofti á stuttri lokastefnu við flugbrautar- endann sem liggur til norðurs. Hann vildi ekki staðfesta það hvort hætt hafi verið við að lenda vélinni þegar óhappið varð. Samkv. upplýsingum frá starfsmanni flugstjómar á Reykjavíkurflugvelli höfðu flug- menn verið varaðir við misvindum á suður-norðurbraut vallarins. Litlar skemmdir vora sjáanlegar á vélinni fyrir utan skemmdir á skrúfu og hreyfli. Tafir á smíði allra skipa fyrir Islendinga í Kína Von á fyrstu skipunum heim fyrir áramót FYRSTU skipin, sem nú er verið að smíða fyrir íslenskar útgerðir í Kína, munu væntanlega sigla til heima- hafnar á þessu ári. Þannig standa vonir til að kúfiskskip Hraðfrysti- stöðvar Þórshafnar hf. verði komið hingað til lands fyrir áramót. Vera- legar tafir hafa orðið á smíði skipsins en upphaflega stóð til að afhenda það í febrúar. Þá verður fullkomið nóta- og togveiðiskip Amar Erlingssonar útgerðarmanns að öllum líkindum sjósett í næstu viku og verður vænt- anlega komið hingað til lands snemma á næsta ári. Ónnur skip sem nú eru í smíðum í Kína verða líklega afhent um og eftir áramót og flest komin hingað til lands á fyrri helm- ingi næsta árs. Virðast hafa vanmetið umfang íslensku skipanna Afhending allra þeirra 16 skipa sem nú era í smíðum fyrir Islendinga í Kína hefur tafist um lengri eða skemmri tíma. Skipin era í smíðum í tveimur skipasmíðastöðvum, annars vegar í Guangzhou Huangpu-skipa- smíðastöðinni í suðurhluta landsins en hins vegar í Dalian-skipasmíða- stöðinni í Norður-Kína. Svo virðist sem kínversku skipa- smíðastöðvamar hafi vanmetið um- fang íslensku skipanna og þær kröf- ur sem til þeirra eru gerðar. Þó virðist smíðinni miða betur í skipa- smíðastöðinni í Dalian. Hins vegar bera kaupendurnir sjálfir í einhverj- um tilfellum ábyrgð á þeim töfum sem orðið hafa. Þannig er í nokkram smíðasamningum kveðið á um að kaupandi beri sjálfur ábyrgð á að búnaður, s.s. vélar og spil, berist á verkstað og era dæmi þess að búnað- Davíð Oddsson á fundi Sagnfræðingafélags fslands Minna skráð í kjöl- far upplýsingalaga DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að nýju upplýsingalögin hafi orðið til þess að stjómmálamenn skrásetji minna en áður og telur að samtöl þeirra hafi meira gildi fyrir ■H Oryggismiðstöðvar Kslands Nú býðst korthöfum VISA heimagæsla á sérstöku tilboðsverði. Einungis er greitt fyrir 10 mánuði á ári. Bjóðum einnig þráðlausan búnað. o FRlÐINDAKLÚBBURlNN [5 Síml 533 2400 niðurstöður þeirra núorðið en gögn. Þetta kom fram í erindi Davíðs á hádegisfundi Sagnfræðingafélags ís- lands um stjómmálasögu í gær en þar gerði hann upplýsingalögin að um- talsefni. Hann sagði að þau hefðu meðal annars leitt til þess að minna væri skrifað manna á milli en áður, menn héldu síður dagbækur yfir gestakomur og slepptu því að skrifa fundargerðir sem ekki væri skylt að skrifa. Þetta hefði hins vegar ekki verið ætlunin með lögunum. Ekki vegna þess að stjóramála- menn standi i ráðabruggi Davíð tók jafnframt fram að þessar athugasemdir væra ekki gerðar vegna þess að stjómmálamenn stæðu í ráðabruggi sem þyldi ekki dagsins ljós. Hins vegar væri það svo að ætti að taka alla kosti til athugunar við ákvarðanatöku, yrðu menn að gera það í samvinnu án þess að eiga á hættu að upplýsingar bærast út þeg- ar mál væra á viðkvæmu stigi. „Eg tel að samtöl stjómmála- manna hafi miklu meira gildi fyrir niðurstöður þeirra núorðið en þau gögn sem þeir fá í hendur eða láta frá sér,“ sagði Davíð. Griðabandalag fjölmiðla Davíð vék einnig að fjölmiðlum og sagði að flestir hefðu talið það til góðs þegar pólitísk málgögn lögðust af. En athyglisvert væri að í framhaldi af því hefði orðið til eins konar griðabanda- lag fjölmiðla. „Það er nær óþekkt að einn fjölmið- ill gagnrýni annan. Glannaleg vinnu- brögð fjölmiðils í einhveiju máli era ekki gagnrýnd af hinum fjölmiðlunum hér á landi. Slíkt óskráð samkomulag er ekki jafnáberandi annars staðar þar sem ég þekki til,“ sagði Davíð. ■ Samtöl/36 ur hafi borist seint til Kína eða þá að þangað er sendur annar búnaður en kveðið er á um í samningi. Þá hefur búnaður einnig tafist í tolli í Kína vegna ófullnægjandi fylgiskjala. ■ Ábyrgdin/B3 ------*-+-*----- Forsetinn á Indlandi Indverjar vilja efla samstarf RÁÐAMENN á Indlandi hafa mik- inn hug á að auka samstarf við fs- lendinga á ýmsum sviðum, einkum i sjávarútvegsmálum og upplýs- ingatækni. Þetta kom fram á fund- um semÓIafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, átti með ráðamönn- um á Indlandi í gær og fyrradag. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra, sem er í fylgdarliði for- seta, átti fundi með Jaswant Singh, utanríkisráðherra Indlands. Sagði Ilalldór að Islendingar styddu að Indland fái sæti fastafulltrúa í Ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna. I frétt netútgáfu blaðsins The Times oflndia segir að dagskrá op- inberrar heimsóknar forseta íslands hafi farið úr skorðum. Fram kemur í fréttinni að gerðar hafi verið rót- tækar breytingar á dagskránni með stuttum fyrirvara vegna þess að At- al Bihari Vajpayee forsætisráðherra hafi farið í hnéuppskurð. Varð að af- boða fund og hádegisverð forseta fs- lands með indverska forsætisráð- herranum en þeir áttu þess í stað stuttan fund á heimili Vajpayee. ■ Ferðin til/6 ------M-t------- Sigur kvenna- skákliðsins ÍSLENSKA kvennaliðið á Ólympíu- mótinu í skák rak af sér slyðraorðið og vann sveit Jemen 3-0 í fjórðu umferð í gær. Liðið er með 414 vinning af 12 mögulegum. í opnum flokld tapaði íslenska liðið fyrir Úsbekistan, 114-214, og hefur 9 vinninga af 16 mögulegum eftir fjórar umferðir. Helgi Ólafsson vann sína skák og Þröstur Þórhallsson gerði jafntefli en þeir Hannes Hlífar Stefánsson og Jón Viktor Gunnarsson töpuðu sínum skákum. I opna flokknum era Þjóðverjar efstir með 1314 vinn- ing. I kvennaflokknum unnu Guðfríð- ur Lilja Grétarsdóttir, Harpa Ing- ólfsdóttir og Áslaug Kristinsdóttir skákir sínar. Georgía er efst í kvennaflokki með 10 vinninga. ■ Mótshaldarar/39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.