Morgunblaðið - 01.11.2000, Side 5

Morgunblaðið - 01.11.2000, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 B 5* ÞRÓUN TOG- VEIÐARFÆRA Hafrannsóknir - Þróun veiðarfæra hefur verið með ýmsum hætti í tím- ans rás. Hrafnkell Eiríksson, fískifræðing- ur á Hafrannsókna- stofnun, fjallar hér um þá þróun, sem aðallega felst í möskvastærðum og skiljum, sem skilja frá óæskilegan afla. Við fiskveiðar verður ekki hjá því komist oft á tíðum að henda fiski og/ eða öðrum lífverum aftur fyrir borð, hvort sem um er að ræða smáfisk (undirmálsfisk) eða ýmsar verð- litlar eða ómark- aðshæfar tegund- ir. Slíkt útkast er breytilegt eftir tegundum, veiðar- færum og veiði- svæðum og hlut- fail dýra sem drepast eða bera varanlegan skaða af er mjög mismunandi. Útkast af þessu tagi hefur m.a. verið vandamál við togveiðar með þeim afleiðingum að færri einstaklingar nytjategunda ná æskilegri stærð og verða kynþroska. Af þessum sökum næst ekki há- marksafrakstur úr fjölmörgum stofn- um þótt fleiri ástæður liggi vissulega þar að baki. Til að komast hjá því að smáfiski sé hent er stundum gripið til þess ráðs að loka þekktum smáfisk- eða upp- eldissvæðum. Oft verður slíku þó ekki við komið þar eð fiskur er blandaður að stærð og aldri á sömu slóð. Þar af leiðandi reynist oft farsælast að útbúa veiðarfærin með þeim hætti að þau veiði sem minnst af smáfiski og óæskilegum aukaafla. I kjölfar rann- sókna hér við land hafa því ýmsar reglur verið settar um útbúnað tog- veiðarfæra við hinar ýmsu veiðar. Hafrannsóknastofnunin hefur um langt árabil unnið við rannsóknir á veiðarfærum, oft í samvinnu við veið- arfæragerðir, framleiðendur og út- gerðir. Náin samvinna hefur einnig verið á alþjóðavettvangi, bæði innan Norðurlandanna og Alþjóðahafrann- sóknaráðsins. Kjörhæfni er mælikvarði á hæfni veiðarfærisins til þess að velja fisk eftir stærð þannig að t.d. undirmáls- fiskur veiðist í sem minnstum mæli. Aukin kjörhæfni, t.d. með skynsam- legri möskvastærð í botnvörpuneti og/eða svokallaðri smáfiskaskilju inni í vörpunni getur þannig dregið úr þvi að smáfiski sé hent fyrir borð. í ljósi þess að um 50% af veiði botnlægra tegunda eru veidd í togveiðarfæri hér við land er því ekki að undra þó nokk- ur áhersla hafi verið lögð á þau veið- arfæri í rannsóknum. I þessum pistli verður fjallað um þá þróun sem orðið hefur í ýmsum togveiðarfærum hér við land á síðari árum og hvemig kjörhæfni þeirra hefur verið bætt með ýmsum hætti. Möskvastærð Þegar botnvörpur eru dregnar af togskipum safiiast aflinn saman í enda vörpunnar, pokanum. Sjórinn sem gengur í gegnum vörpuna á tog- inu þrýstist út um möskva pokans og endi hans verður kúlulaga ef um síðupoka (tígul- laga möskvar) er að ræða. Möskv- arnir opnast mest á „kúlunni" og þar smjúga smærri fiskar út úr vörp- unni, en hve vel það heppnast ræðst þó af möskvastærðinni og aflamagni auk þess sem gerð pokans og efni nets getur skipt miklu máli í opnun möskvans. Margir ólíkir þættir skipta máli hvað varðar bætta kjörhæfiii botn- vörpupoka, en eft- irfarandi atriði eru þó augljóslega mikilvæg: 1. Aukin möskvastærð Það eitt að stækka möskvann virk- ar fremur einfold aðferð til að draga úr veiðum á smærri fiski. Hins vegar er afli oft sambland tegunda þar sem hámarksnýting úr hverjum stofni næst við mismunandi möskvastærð. Hentugasti möskvi fyrir þorsk er þannig of stór fyrir ýsu og karfa en möskvar í rækju- og humarvörpum of litlir fyrir hagkvæmustu veiðar á of- angreindum fisktegundum. Vegna skörunar í útbreiðslu tegunda og blandaðra veiða verður því stundum að fara milligönguleið í ákvörðun um löglega lágmarksmöskvastærð. í sumum tilvikum er jafnvel æski- legt að vera með smáa möskva ef vit- að er að mjög hátt hlutfall fiska drepst við að smjúga í gegnum möskva eins og við flotvörpuveiðar á sfld. Akvörðun um, hagkvæmustu möskvastærð eftir svæðum og veið- um er því oft mun flóknari en virðist við fyrstu sýn. 2. Notkun leggmöskva (ferkantaðir möskvar) Vegna líkamsbyggingar sleppur bolfiskur, svo sem þorskur og ýsa, auðveldar í gegnum ferkantaða möskva heldur en tigullaga sem hvað lengst hafa verið í notkun. Hins vegar smjúga flatfiskar betur í gegnum þá síðamefndu. Við rækjuveiðar innfjarða þar sem oft er mikið af þorsk- og ýsuseiðum, er skylt að nota leggmöskva í poka. Seiðin sleppa mun betur út um legg- pokann en þann venjulega þar eð leggmöskvamir em betur lagaðir og fullopnir á stærra svæði en á fyrr- greindri „kúlu“ síðupokans. Þetta kemur smárækjunni einnig til góða og á vissum úthafsrækjusvæðum, sem þekkt em fyrir hátt hlutfall af smærri rækju, er því skylt að nota leggpoka sem þó er bæði lengri og með stærri möskva en sá sem notaður er á smærri bátum innfjarða. Með þessu móti hefur dregið mikið úr veiðum á fisk- seiðum og smá- rækju hérlendis á síðari árum. Fyrir Suður- landi, þar sem hlutfall smáýsu hefur oft valdið vandkvæðum við veiðar með tog- veiðarfærum, hafa verið settar reglur um notk- un svokallaðra leggglugga á efra byrði varpna. Þetta em stór netstykki með ferköntuðum möskv- um sem dregið hafa vemlega úr veið- um á smáýsu, t.d. við humarveiðar. 3. Breytt efnisnotkun Á seinni ámm hafa komið á markað net með meiri styrkleika en áður og á boðstólum em nú hnútalaus efiii. Rannsóknir hafa sýnt að net gert úr þynnra sveigjanlegra gami og/eða hnútalausu garni hefur meiri kjör- hæfni heldur en net með sambæri- legri möskvastærð úr þykkara og stíf- ara efni. Slík net em þó yfirleitt dýrari en eldri gerðir og engar reglu- gerðir skylda notkun þeiira við fisk- veiðar hér á landi, heldur er aðeins kveðið á um lágmarksmöskvastærð við hinar ýmsu veiðar. Fleiri atriði geta einnig bætt kjörhæfni svo sem stytting svokallaðra pokalína. Þegar fiskum er „smalað" með vörpu sem dregin er eftir botninum á 3-4 sjm ferð, synda þeir oft góða stund undan veiðarfærinu eða þar til þá þrýtur þol og sundhraðinn minnk- ar. Þeir berast því aftur í pokanum, syndandi af fremsta megni, en verða síðan annaðhvort fyrir áreiti eða hafa nægilegt áræði og þol til að reyna að smjúga í gegnum möskva pokans. Hins vegar gera margir fiskar þetta ekki né geta og em veiddir þó að þeir hefðu fræðilega getað sloppið út vegna smæðar. Möskvasmug í poka botnveiðarfæra er því ekki af þeirri einfóldu ástæðu að nægilega smár fiskur „skolist“ einfaldlega út vegna þrýstings sjávarstreymis út úr vörp- unni. Fiskar sem em nægilega smáir til þess að sleppa smjúga þar af leið- SÍLDARBÁTAR Nafn Stœrð Afli Sjóf. Löndunarst. | ANTARES VE18 480 382 2 Vfestmannaeyjar | SIGHVATUR BJARNASON VE 81 666 722 1 Vestmannaeyjar I GRINDVÍKtNGUR GK 606 577 247 1 .Grindavík JIJPITER ÞH 61 747 317 2 Grindavík | ODDEYRIN EA 210 335 572 2 Grindavík HÁKON ÞH 250 821 1078 2 Reykjavfk 1 VlKINGURAK 100 950 127 1 Akranes ÖRNKE13 566 409 2 Seyðisfiörður I BEITIR NK123 756 58 1 Neskaupstaður BIRTINGUR NK119 370 305 2 Neskaupstaður 1 fSLEIFUR VE 63 551 787 3 Neskaupstaður ARNEY KE 50 347 261 1 Fáskrúðsfjörður I ÞÓRSHAMAR GK 75 513 229 2 Djúpivogur JÓNA EÐVALDS SF 20 441 228 1 Homafjöröur 1 ASGRÍMUR HALLDÓRSSON SF 250 0 694 2 Homafjöröur Hrafnkell Eiríksson Leggmöskvar í trollpoka. Smáfískaskilja í botnvörpu. Mismunandi lengdardreifing ýsu með og 8,0 % at tjöidatiska Sýnishorn úr togi. án skilju. Z,U Án skilju < 45 sm 23% / \ 6,0 5,0 4,0 Með skilju < 45 sm 3% / 3,0 2,0 1,0 A. A A/'/’S' ~\ A A | | j | | 1 1 I 1 25 30 35 40 45 50 55 60 65 Lengd fiska í sentimetrum. i 70 75 andi misvel út um möskvana, m.a. eft- h- birtu, toghraða og aflamagni. Þess vegna em sjaldnast mjög skörp skil í stærð fisks sem veiðist og sleppur, heldur em smátt og smátt fleiri fiskar að veiðast á talsverðu lengdarbili, þ.e. svonefndu kjörsviði. Kjörlengd er hins vegar sú stærð þar sem 50% fiska veiðast og 50% sleppa. Kjör- lengdin eykst með stækkim möskv- ans en kjörsviðið styttist ekki að sama skapi heldur hliðrast til ofai’ í lengd- ardreifingu aflans. Ávallt er stefnt að því að þrengja kjörsviðið sem mest til að tapa hvorki nýtanlegum fiski né veiða of mikið af smáum, þ.e. að auka kjörhæfni veiðarfærisins eins og áður var lýst. Á síðari ámm hafa rannsókn- ir beinst í auknum mæli að notkun skilja af ýmsu tagi til þess að stuðla að betri kjörhæfni togveiðarfæra. Skiljur Skiljur em rimlagrindur úr stáli/ plasti sem settar era inn í vörpur af ýmsu tagi fyrir framan pokann. Allai- tegundir sem veiðast lenda á lóðrétt- um rimlum á skiljunni og með mis- munandi rimlabili eftir því hvaða veið- ar em stundaðar má aðskilja aflann eftir stærð. Rimlabil í skiljum virkar á sama hátt og möskvar í poka þannig að aukið rimlabil sleppir út stærri fiski á sama hátt og stærri möskvi í poka. Með skilju minnkar hins vegar sjálfræði fiska til að reyna smug eða ekki svo að skilvirkni þeirra er í und- irstöðuatriðum meiri. Hins vegar minnkar virkni þeirra þegar mikill afli kemur inn á stuttum tíma eins og einnig gerist í pokanum og skiljur eiga það til að stíflast, t.d. af þara. Fyrstu skiljur vom þróaðar til að draga úr aukaafla við rækjuveiðar sem óhjákvæmilega em stundaðar með smáum möskvum. Þessi skilja, svokölluð fiskiskilja, er reist og fest með ákveðnum afturliggjandi halla í belg rækjuvörpunnai’. Rimlabil í þessari skilju er haft lítið (22 mm) þannig að rækjan fer í gegn aftur í pokann en öllum fiski er beint upp og út um op á efra byrði vörpunnar. Þannig veiðist nánast enginn aukaafli með rækjunni nema þeir fiskar eða önnur dýr sem em af svipaðri stærð og rækja. Fiskiskilja er sldlyrt við all- ar úthafsrækjuveiðar við Vestur-, Norður- og Austurland. Þar sem fisk- iskiljan skilur ekki út þorsk- og ýsu- seiði á 1. aldursári sem era á stærð við rækju, er notaður leggpoki í stað hennar við rækjuveiðar innfjarða þar sem stundum er mikið af fiskseiðum, eins og áður greinir. í framhaldi af fiskiskiljum fyrir rækjuveiðar gerðu menn sér grein fyrir því að einnig væri mögulegt að stærðarflokka hverja tegund fyrir sig með skiljum við hinar ýmsu veiðar, þ.e. að smærri fiskur smygi í gegnum rimlana og út úr vörpunni en þeim ' stærri yrði beint aftur í pokann. Þannig þróuðust svonefndar smá- llskaskiljur sem era með tilteknum framliggjandi halla fyrir framan pok- ann. Rimlabil er á bilinu 55-60 mm þannig að smár þorskur og ýsa slepp- ur að veralegu leyti gegnum rimlana og út úr vörpunni. Skylt er að nota smáfiskaskilju á stóra svæði við suð- ur- og suðausturströndina vegna smáýsu á þeim slóðum og sama hefur gilt um viss þorskveiðisvæði fyrir Norðvesturlandi að undanfomu. Tvær tegundir smáfiskaskilja hafa verið lögleiddar hér á landi í kjölfar rannsókna á undanfornum áram, þ.e. norska skiljan Sort-X og íslenska skiljan EX-it eða stundaglas. Um . þessar mundir fara einnig fram rann- sóknir á nýrri rússnesk-norskri skilju, Sort-V. Samkvæmt fyrstu nið- urstöðum er líklegt að notkun hennar verði lögfest með reglugerð innan tíð- ar. Loks ber að nefna smárækjuskilj- ur, en tvær íslenskar gerðir þeirra em viðurkenndar við rækjuveiðar hérlendis. Þær virka á svipaðan hátt og smáfiskaskiljan nema rimlabilið miðast við lengdardreifingu rækju og er því aðeins 7-9 mm. Smærri rækjan sleppur þannig í gegnum skiljuna og út úr vörpunni en stærri dýrin lenda í pokanum. Nýlega var gert skylt að nota smárækjuskilju eða lengri gerð af leggpoka með stærri möskva en annars staðar á stóm svæði við* Norðausturland þar sem oft er mikið um smárækju. Með þessu móti er stórlega dregið úr veiðum á smá- rækju. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóm varðandi þýðingu möskva- stærðar og skilja í togveiðarfæram og hvemig draga má stórlega úr veiðum á smáfiski og smárækju með bættri kjörhæfni veiðarfæra. Erum flutt í Bæjarlind 1, Kópavogi (Blátt hús) sími 544 8001 fax 544 8002 netfang vefur@centrum.is Verslunin Vefur Keðjur og reimar til sjós og lands ö> Drifkeðjur Ö* Flutningskeðjur <5 Tannhjðl Ö> Keðjustrekkjarar ö Ástengi ö Festihólkar <5 Kílreimar Ö> Flatreimar ö Kraftreimar Tenntar reimar ö Reimskífur ö' Samsettar reimar ö Olíu- og efnaþolnar reimar ö> Ryðfríar keðjur ttaSMNlffi BRöitftgUA |ÍUtÖ»Ul®I*ft FÁLKINN Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík Sími: 540 7000 • Fax: 540 7001

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.