Morgunblaðið - 01.11.2000, Page 6

Morgunblaðið - 01.11.2000, Page 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 MARKAÐIR MORGUNBLAÐIÐ Um fiskmarkaðina þrjá hér syðra fóru alls 70,5 tonn af þorski í síðustu viku. Um Fiskmarkaðinn hf. í Hafnarfirði fóru 4,4 tonn og meðalverðið var 165,70 kr./kg., um Faxamarkað fóru 31,7 tonn á 177,25 kr./kg og um Fiskmarkað Suðúrnesja fóru 34,4 tonn á 135,49 kr./kg. Af karfa voru seld 39,7 tonn. Ekkert var selt í * Hafnarfirði í vikunni, en 2,7 tonn á Faxamarkaði á 56,17 kr/kg og á Fiskmarkaði Suðurnesja 37,0 tonn á 58,80 kr./kg. Af ufsa voru seld 8,4 tonn. í Hafnarfirði á 58,00 kr./kg (0,81), á Faxamarkaði á 60,15 kr./kg (5,21), en á 59,00 kr./kg (2,41) á Fiskmarkaði Suðurnesja. Af ýsu voru alls seld 59,1 tonn. Á Fiskmarkaðnum hf. í Hafnarfirði á 152,05 kr./kg (4,0 tonn), á Faxamarkaði á 141,47 krikg (35,81) og á 150,48 kr./kg (19,41) að meðaltali á Fiskmarkaði Suðurnesja. 38.vl39.vl40.viyvT42.vT43.vl Karfi Kr./kg 80 Okt. Ufsi KrJkg 60 38.vl 39.vl40.v]41.vl42TrÍ43rTl2lT Þorskur mmmmm Karfi«a*a> Ufsi Vsa■'mmmm Skarkoli** Alls voru seld 37,6 tonn á fiskmarkaði í Bremerhafen fyrstu 3 daga síðustu viku. Þar af voru seld 31,6 tonn af karfa á 154,81 krAg að meðaltali Alls voru seld 618,5tonn af fiski á fiskmörkuðum í Grimsby í 43. viku. Meðalverð á þorski var 269,91 kr./kg, 234,06 kr./kg á ýsu og 227,74 kr./kg á kola. Fiskverðvar sem hér segir... Rskverð Þorskur krikg Stór 342 Meðal 278 Lftill 190 Ýsa Stór 266 Meðal 234 Lítil 202 Koll Stór Meðal Lítiil 228 I Markaðsöflin ráða æ meira um þróun sj ávarútvegsins Á NÆSTU o • sji * / • / /1 • tveimur árum Svipuð þroun 1 sjavarutvegi fer &am mika og öðrum matvælaiðnaði legu sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsríkjanna en líklegt er, að önnur öfl muni hafa meiri áhrif á þróun sjávarútvegsins á næstunni. Þá er átt við mark- aðsöflin en þau hafa æ meiri áhrif á iðnaðinn, jafnt veiðar sem vinnslu. Aukin alþjóðavæðing, áhyggjur neytenda af öryggi matvæla og um- 'hverfismál eru meðal þess, sem kyndir undir þessum breytingum. Eins og í öðrum greinum í matvæla- iðnaði er mikið um, að fyrirtæki sameinist þannig að þau hafi allt á einni hendi, veiðar, vinnslu og sölu, og þótt þessi þróun sé tiltöluiega ný í sjávarútveginum er jafnvíst, að hún á eftir að verða ráðandi innan hans á komandi árum. Sveiflukennt framboð mesta vandamálið Mestu erfiðleikar vinnslunnar víða í Evrópusambandsríkjunum, til dæmis í Bretlandi, eru miklar sveiflur í fiskframboði. Stundum berst mikið að landi á skömmum tíma, kannski í tvær eða þrjár vik- ur, en síðan næstum ekkert í jafn- langan tíma. I einn tíma hafa menn ekki undan að vinna aflann en í ann- an er auðvitað um hreinan taprekst- ur að ræða. Tekjustreymið er því ýmist í ökkla eða eyra og þótt öflug- ustu og best reknu fyrirtækin nái kannski endum saman gera önnur það ekki. Ástæðumar eru eins og fyrr segir sveiflukennt framboð, engar upplýsingar um líklegt fram- boð á næstu vikum eða mánuðum og 'síðan fiskverðið, sem hefur hækkað um 50-60% á minna en tveimur ár- um. Bresku Seafish-samtökin, sem fjalla um flest það, sem lýtur að breskum sjávarútvegi, létu nýlega frá sér fara mikla skýrslu um þá þróun, sem átt hefur sér stað á markaðnum. Þar eru meðal annars skoðaðar landanir breskra skipa og samkeppnisstaða þeirra gagnvart útlendum fiskiskipum; innílutningur og útflutningur; eftirspumin innan- lands; afstaða neytenda og þróunin hjá smásölum og mötuneytum. Ferski fiskurinn er innfluttur Sérstök athygli er vakin á því hvað lítið er um ferskan, breskan fisk í stórverslununum en hlutur þeirra í smásölunni eykst ár frá ári. Sem dæmi er nefnt, að 1996 hefðu Bretar sjálfir getað annað 78% af spurninni eftir ferskum þorski en í stórverslununum var hlutfallið að- eins 28%. Þá voru 80% af ferskri ýsu í verslununum erlend. Hvað sem þessu líður er ljóst, að breskir sjómenn geta ekki annað nema hluta af heildarspurninni eftir þorski, ýsu og skarkola. Áætlað hef- ur verið, að hlutur breska sjávar- útvegsins að þessu leyti sé aðeins 36% og því augljóst, að vinnslan er mjög háð fiskinnflutningi. Breskur sjávarútvegur á tímamótum í Seafish-skýrslunni segir, að fjölgun stórverslana og mötuneyta eigi mikinn þátt í breyttum neyslu- venjum. Áherslan er nú á tilbúna rétti, sem fljótlegt er að matbúa, og krafa verslunarinnar til framleið- enda er, að framboðið sé jafnt og öruggt og verðið samkeppnisfært. Hins vegar er skemmst frá því að segja, að við þessar kröfur hefur breski sjávarútvegurinn ekki ráðið og þess vegna sækir erlenda varan fram á öllum sviðum. I skýrslunni segir, að breski sjávarútvegurinn verði nú að svara því hvort hann vill berjast við erlenda framboðið og reyna að auka sinn hlut í stórmörk- uðunum eða hvort skynsamlegra sé að treysta stöðuna á öðrum mörkuð- um innanlands. Stórmarkaðimir kaupa erlendu vöruna í því skyni að tryggja öruggt framboð en auk þess kaupa þeir flestir eitthvað á innlendu uppboðs- mörkuðunum. Það verður þó æ al- gengara, að þeir sneiði hjá þeim og semji beint við sjómenn og vinnsl- una. Líta samtök sjómanna þá þró- un óhýru auga en geta lítið við hana ráðið. Siglt undir Tesco-fána Stórverslanimar Asda og Tesco hafa gert þetta og síðamefnda fyrir- tækið frá því í október fyrir tveimur ámm. Á síðasta ári vom sjö skip að veiðum undir Tesco-fánanum og til stendur að fjölga þeim í 30. Fyrir- komulagið er þannig, að Tesco ábyrgist kaup á 95-100% af aflan- um. Um þessi mál hefur verið fjallað nokkuð á breska þinginu og í grein- argerð frá Tesco segir meðal annars um kosti þessa fyrirkomulags: ★ Það stuðlar að betra og ömggara framboði og eykur samráð milli sjó- manna og vinnslunnar. Það tryggir betur en áður, að unnt sé að verða við óskum neytenda. ★ Það eykur möguleika Tesco á að útvega viðskiptavinum sínum góða vöm og styttir tímann, sem líður á milli þess, að fiskurinn er veiddur og þar til hann er kominn í verslun- ina. ★ Það tryggir sjómönnum öraggan markað fyrir aflann og þeir vita bet- ur en áður eftir hvaða fiski er ósk- að. ★ Aukið samráð milli aðila stuðlar að betra skipulagi á öllum sviðum. Vegna þessa fyrirkomulags getur Tesco nú boðið neytendum í ein- stökum héraðum upp á fisk, sem þar er veiddur, og er hann þá merktur þannig. Hefur það mælst vel fyrir en almennt er það skoðun forráðamanna Tesco, að breski sjáv- arútvegurinn verði að taka sér tak og fara að hafa hagsmuni neyta- ndans að leiðarljósi en ekki bara hagsmuni þeirra sem veiða fiskinn. „Breski sjávarútvegurinn er hluti af iðnaði sem verður æ alþjóðlegri með ári hverju og í því Ijósi verður að skoða framtíð hans.“ Líkur á samningi LÍKUR á fískvciðisamningi milli Evrópusambandsins og Marokkó hafa nú aukizt verulega eftir pattstöðu í nærri ár. Samningurinn er Evrópusambandinu afar mikilvægur, enda hafa meira en 600 skip ESB-landanna, einkum frá Spáni og Portúgal, byggt afkomu sína á veiðum innan lögsögu Marokkó. Það var Mohammed kóngur Marokkó, sem blés nýju lífí í samn- ingaviðræðurnar, en Marokkómenn munu síðar kynna raótaðar til- lögur um samninginn. Evrópusambandið hefúr veitt mikið af físki á þessum slóðum og greitt fyrir verulegar Qárhæðir. Marokkómenn hafa engu að síður haft miklar áhyggjur af ofveiði, en hafa jafnframt viljað byggja upp eigin sjávarútveg, bæði veiðar og vinnslu í landi. Þeir hafa því viljað að ákveðnum hluta aflans væri landað í Marokkó og sjómenn þaðan fengju þjálfun um borð í skipum ESB. Úthafskarfaafli á Reykjaneshrygg 1983-1999^tU Búlg»ri« Kanada Elatland Fareyjar Frakkland Þýslnl. Granland ÍSLAND Japan Uttland titháen Worejur Pólland Portúgal Rússl.- Spinn Útralna ESB* j| SAMTAIS 1983 0 0 0 ö 0 155 0 0 0 0 0 0 0 60.079 0 0 0 60.234 1984 2.961 0 0 0 0 989 0 0 0 0 239 0 60.643 0 0 ,fíi° 64.832 1985 5.825 0 0 0 0 5.438 0 0 0 0 0 0 135 0 60.273 0 0 71.671 1986 11.385 0 0 0 5 8.574 0 0 0 0 0 0 149 0 84.994 0 0 0 105.107 1987 12.270 0 0 362 382 7.023 0 0 0 0 0 0 25 0 71.469 0 0 0 91.169 1988 8.455 0 0 1.090 1.090 16.848 0 0 0 0 0 0 0 0 65.026 0 91.419 1989 4.546 • 0 0 226 226 6.797 0 3.816 0 0 0 112 0 22.720 o#Ef»o 0 38.217 1990 2.690 0 0 1.957 0 7.957 0 I 4.537 0 0 7.085 0 0 9.247 0 0 0 31.516 1991 0 0 0 571 115 571 o 8.783 0 0 0 6.198 0 0 9.289 0 0 0 24.956 1992 628 0 1.810 6.447 3.765 6.447 0 15.478 0 780 6.656 14.654 0 0 15.733 0 160 0 66.122 1993 3.216 0 6.365 17.498 7.121 17.498 0 22.908 0 6.803 7.899 14.518 0 0 24.165 0 160 0 113.123 1994 0 0 17.875 17.152 2.896 17.152 0 53.332 0 13.205 7.404 7.391 0 1.887 17.814 0 0 0 139.562 1995 0 602 421 18.900 5.239 18.900 156 30.543 1.146 5.002 0 6.551 0 5.125 42.182 4.555 3.185 0 123.846 1996 0 650 4.564 5.424 * * 5.282 49.948 415 897 0 4.304 0 * 45.748 * 0 19.073 131.823 1997 0 111 0 3.420 * * 3.586 37.516 31 0 0 2.285 662 * 35.136 * 0 15.991 88.435 1998 0 0 0 5.681 * * 3.439 45.004 0 652 0 758 25.787 * 15.234 96.586 1999 0 0 0 4.656 * * 4.269 43.094 0 0 0 4.171 o 13.821 o 17.855 87.866 • m ESB-ríkja §kU tunduisnlndur trá irtnu 188« •• Sovitrikln Ul 1991 m Rúsalaml frí 1992 Heimild: SjjvarfrétHr Innflutningur á ferskum og ísuðum fiski til Bretlands, í janúar til júlí 2000 Frá: Tonn: Islandi Færeyjum írlandi Danmörku Frakklandi Öðrum ríkjum SAMTALS 35.765 tonn Bretar kaupa mest héðan HELDUR dró úr innflutningi Breta á ísuðum og kældum fiski fyrstu 7 mánuði ársins. Þetta tímabil nam innfiutningurinn um 35.800 tonn- um, en var 39.300 tonn á sama tima í fyrra. Langmest af þessum fiski kaupa Bretar héðan frá Islandi, 13.300 tonn, sem er um þúsund tonna aukning á þessu ári. Næst- mest kemur frá Færeyjum, 6.150 tonn, sem er tæplega 2.000 tonna samdráttur. Þá kaupa Bretar um 5.150 tonn af ferskum fiski frá ír- landi, aðallega makrfl. Danmörk er í fjórða sæti með 3.650 tonn, sem er lítils háttar aukning, og loks koma Frakkar með 2.000 tonn nú en þeir voru með 6.000 tonn á sama tíma í fyrra. Innflutningur á frystum fiski til Bretlands, í janúar til júlí 2000 Frá: Tonn: Rússlandi Noregi íslandll— Danmörku I Færeyjum Iygl6.501 Kína[ffig5.335 Öðrum rikjum [ SAMTALS 1T6.382 tonn BRETAR juku innflutning á freð- fiski á fyrstu 7 mánuðum ársins. Nú fluttu þeir inn 116.400 tonn að verð- mæti um 260.000 milljónir punda en á sama tíma í fyrra nam innflutn- ingurinn 104.700 tonnum að verð- mæti 221,5 milljónir punda. Mest af frysta fiskinum kaupa Bretar af Rússum, 26.400 tonn, og næstmest af Norðmönnum, 25.600 tonn. Báð- ar þessar þjúðir auka hlut sinn nokkuð frá sama tímabili f fyrra. fsland er í þriðja sæti með 16.200 tonn, sem er um 900 tonna sam- dráttur frá árinu áður. Þá koma Danir með 13.900 tonn og auka þeir hlut sinn verulega, eða um 5.000 tonn. Af öðrum þjúðum má nefna Færeyinga, Kínveija og Þjóðverja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.