Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 253. TBL. 88. ARG. FOSTUDAGUR 3. NOVEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Þrettánda jafnteflið í Lundúnum Bflsprengjutilræði í Jerúsalem banar tveimur Kasparov sigraður Lundúnum. Reuters. GARRI Kasparov, fremsti skákmaður heims síðastlið- in fimmtán ár, tapaði í gær tilkallinu til heimsmcist- aratitilsins til fyrrverandi lærisveins síns, hins 25 ára gamla Vladimírs Kramn- íks, þegar þeir sömdu um jafntefli í fimmtándu skák- inni af sextán í einvíg'i sínu í' Lundúnum. Kasparov Kramník vann tvær skákir en Kasparov enga. Jafntefli varð í þrettán skákum. Virtist mjög af Kasparov dregið. Hann hafði áður sagzt vera „þreyttur og þungiynd- ur“ og nefnt persónulegar ástæður, sem hann lýsti ekki nánar, fyrir vondu gengi sínu í einvíginu. Heimsmeistaratitillinn sem Kramník tekur nú við er ekki formlegur, en einvígi þeirra Kasparovs var engu að síður almennt álitið snúast um hver ætti rétti- lega tilkall til titilsins. Kasparov sagðist strax vilja skora á nýja meistar- ann í annað einvígi hið fyrsta. Þótt titilbaráttan sé nú þegar úti verða þeir að tefla sex- tándu skákina, sem fram fer á morgun, laugardag. Verðlauna- fénu, tveimur mifljónum Banda- ríkjadala, andvirði um 170 milljóna króna, verður skipt í samræmi við endanlegt vinningshlutfall. ■ Einvígið/12/30 Áformuðu vopna- hléi slegið á frest Jerúsalem. AP, Reuters. BÍLSPRENGJA sem sprakk í grennd við fjölsóttan markað í Jer- úsalem í gær varð tveimur ísraelum að bana. Palestínsku öfgasamtökin Jihad lýstu ábyrgð á tilræðinu á hendur sér, en það varð til þess að frestur varð á því að leiðtogar Isra- ela og Palestínumanna lýstu yfir vopnahléi eins og til hafði staðið. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, og Shimon Peres, friðarverð- launahafi Nóbels, höfðu náð sam- komulagi um vopnahléð aðfaranótt gærdagsins, í því skyni að binda enda á ofbeldisöldu síðastliðinna fimm vikna. Hún er sú alvarlegasta frá því Óslóar-samningarnir voru gerðir árið 1993. Átök héldu áfram á sjálfstjórnar- svæðum Palestínumanna. Tveir Pal- estínumenn létu lífið og um 80 særð- ust í óeirðum á Vesturbakkanum. Þessar nýjustu ofbeldisaðgerðir ógnuðu, en eyðilögðu þó ekki alveg Bandaríkin Hart lagt að Nader að draga sig í hlé Washington. Reuters, AP. HART er nú lagt að Ralph Nader, forsetaframbjóðanda græningja í Bandaríkjunum, að draga sig í hlé þar sem framboð hans geti tryggt George W. Bush sigur í nokkrum mikilvægum ríkj- um. En Nader segir sem fyrr að ekki sé neinn verulegur munur á stefnu þeirra Bush og Gore og lætur áköllin sem vind um eyru þjóta, gerir jafnvel gys að þeim. Ef Gore tapar „mun verða ljóst að hann barðist sjálfur til ósigurs" sagði Nader ígær. Bush hefur sem fyrr dálítið for- skot á aðalkeppinaut sinn, A1 Gore varaforseta, ef marka má skoðana- kannanir. Mælist það nú um 3% á landsvísu. ■ Clinton til hjálpar/26 Ralph Nader Reuters Ungur Palestinumaður miðar teygjubyssu að ísraelskum hermönnum í Hebron á Vesturbakkanum í gær. Fjölþjóðleg rannsókn á þróun loftslags í Evrópu fram til ársins 2100 Lundúnum. AP. SUÐUR- og Suðaustur-Evrópu- búar munu að líkindum koma einna verst út úr þeim breytingum á lofts- lagi í Evrópu, sem vísindamenn spá að muni eiga sér stað fram til næstu aldamóta. íbúar norðurhluta álf- unnar munu hins vegar að jafnaði njóta góðs af hlýnandi loftslagi. Sérskipaður hópur 30 óháðra sérfræðinga hefur í umboði Evr- ópusambandsins (ESB) rannsakað hvernig búast megi við að hlýnun loftslags af völdum gróðurhúsa- áhrifanna muni lýsa sér í Evrópu næstu 100 árin. Komast þeir meðal annars að þeirri niðurstöðu, að það sé sama hve mikið alþjóðasamfélagið leggi á sig til að draga úr losun gróður- húsalofttegunda á næstu árum, loftslag muni óumflýjanlega halda áfram að hlýna og þessum loftslags- breytingum muni Evrópubúar verða að gjöra svo vel að laga sig að. Höfundar skýrslunnar eru ekki í Breytingarnar taldar N-Evrópu hagstæðar vafa um að þetta séu íbúar álfunnar tæknilega færir um að gera, en sameiginlega stefnu Evrópusam- bandsins í landbúnaðar-, sjávarút- vegs- og byggðaþróunarmálum verði að endurskoða með tilliti til loftslagsbreytinganna í því skyni að draga úr skaðlegum þáttum þessar- ar þróunar og nýta sem bezt þau tældfæri sem hún býður upp á. Niðurstöður vísindamannanna voru kynntar í Lundúnum í gær, en þær eru framlag til þriðju alls- herjarmatsskýrslu Milliríkjahóps- ins um loftslagsbreytingar (IPCC), sem þúsundir vísindamanna um all- an heim koma að og birt verður formlega á næsta ári. Þótt heildaráhrif væntanlegra loftslagsbreytinga á heimsvísu hafi verið gerð góð skil í fyrri skýrslum IPCC er hin nýja rannsókn evrópsku vísindamannanna sú fyrsta sem fer náið ofan í hver áhrif breytinganna verða innan Evrópu. Spá þeir m.a. því, að meðalhiti í löndunum við austanvert Mið- jarðarhaf muni hækka það mikið og draga svo úr úrkomu að ferðamenn myndu ekki sækja eins mikið á þær slóðir. Úrkoma í Ölpunum muni að meira leyti koma niður sem regn en snjókoma, með þeim afleiðingum að skíðaferðamennska drægist saman. Jöklar Alpanna muni minnka um helming. Á norðlægari slóðum er því spáð að harðir vetur verði um árið 2020 helmingi sjaldgæfari en áður og þeir muni með öllu heyra sögunni til þegar komið verður fram til árs- ins 2080. Einnig muni hlýnunin, sem þó verður ekki meiri en 0,1 til 0,4 gráður á celsíus á áratug, hafa jákvæð áhrif á norður-evrópskan landbúnað, skógarvöxt og fiskveið- ar, auk þess sem meira en nóg verð- ur af ferskvatni. Neikvæðu áhrifin gætu orðið aukin tíðni flóða. síðustu tilraunina til þess að koma á vopnahléi í átökum Palestínumanna og öryggissveita Israela. Arafat og Ehud Bai'ak, forsætisráðherra ísra- els, höfðu ætlað að lýsa samtímis yfir vopnahléi klukkan 14 að staðartíma í gær, eri því var síðan frestað. Arafat harmar tilræðið Arafat harmaði sprengjutilræðið í Jerúsalem og sagðist vilja bíða og sjá hvort ísraelar myndu standa við sinn hluta af vopnahléssamkomulag- inu. Hann gekk ekki svo langt að mæta kröfum Israela um að hvetja Palestínumenn opinberlega til að hætta óeirðum. Þess í stað gaf heimastjóm PLO út yfirlýsingu þar sem skorað var á Palestínumenn að skipta yfir í friðsamlegar aðferðir í baráttunni fyrir sjálfstæðu ríki. Barak krafðist þess að palestínsk stjórnvöld handtækju alla palest- ínska öfgamenn sem gefið var frelsi eftir að átökin blossuðu upp. Bílsprengjan sprakk í mjórri götu rétt við Mahone Yehuda-markaðs- torgið, en hryðjuverkamenn araba, andsnúnir friðarsamningum við ísrael, hafa oft áður valið þennan stað til að fremja slík hermdarverk. í Beirút, höfuðborg Líbanons, gáfu palestínsku öfgasamtökin Jihad („heilagt stríð“) út yfirlýsingu, þar sem þau segjast hafa framið tilræðið „sem hluta af viðbrögðum okkar við þeim glæpum sem óvinurinn Israel hefur gert sig sekan um gagnvart varnarlausum Palestínumönnum". AIls hafa nú að minnsta kosti 168 manns látist í átökum liðinna vikna, næstum allt Palestínumenn. Færeyjar Atkvæði greidd í vor Kaupniannahöfn. Reuters. LAJSTDSTJÓRN Færeyja tilkynnti í gær, að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytt færeysk sjálfstæðisáform yrði haldin í apríl á næsta ári. „Þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin í Færeyjum í apríl 2001, þar sem Færeyingar verða spurðir hvort þeir styðji fullveldisáætlun land- stjórnarinnar," lýsti hún yfir. Verður þjóðaratkvæðagreiðslan byggð á nýrri sjálfstæðisáætlun, sem Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja, hefur boðað að muni ganga út frá gildandi heimastjómarlögum en veita Færeyjum aukna sjálfstjórn í áföngum, unz þær verða að full- valda ríki. Þá verði haldin önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um stjómar- skrá Færeyja. MOROUNBLAÐIÐ 3. NÓVEMBER 2000 5 6909C 0 090000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.